Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 31. ágúst 1960 JlIttpjfliMaMli Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3304? Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MARKAÐSMÁL Að gleyma meinsemdum er ekki að íœkna þœr AÐ fer ekki á milli mála, að á íslandi er mikið unn- ið, líklega meira en í mörgum nágrannalandanna. Hitt er líka alkunna, að í íslenzka sjávarútveginum aflar hver maður meir en til dæmis Norðmenn eða aðrar fisk- veiðiþjóðir. Mikil verðmæti berast því óumdeilanlega á land. Og í öðrum starfsgrein- um eru líka mikil afköst. Síðustu mánuðina • hefur mikið verið rætt um meðferð og hagnýtingu sjávaraflans. Vonandi verða þær umræður upphaf þess, að betur verði vandað til framleiðslunnar í framtíðinni. En ekki er hug- myndin að ræða það mál hér, heldur sölu hinna fullunnu vara. Enginn efi er á því, að þeir, sem veitt hafa forystu þeim sölusamtökum útgerðar- manna, sem annast um meg- inþorra íslenzka útflutnings- ins, hafa lagt sig fram um að leysa það hlutverk sem bezt af hendi. Oft hefur þeim tekizt vel, en stundum mið- ur, eins og gengur. Hér skal ekki lagður á það dómur, hvort heppilegra sé, þessi stóru sölusamtök eða meira frjálsræði og samkeppni um sölu á erlendum mörkuðum. En hins vegar virðist fullmik- il leynd vera yfir starfi hinna stóru sölusamtaka og mundu þau vafalaust njóta meiri skilnings, ef þau birtu reikn- inga sína og skýringar á starf- seminni og markaðsmálunum í heild. 1 uppbyggingu hins unga íslenzka nútímaþjóðfélags höfum við sótt fyrirmyndirn- ar til annarra ríkja, sem eðli- legt er. Þess vegna er ekki úr vegi að athuga leiðir þær, sem nágrannar okkar fara til þess að auka útflutning fram- leiðsluvara sinna. Meðal þeirra leiða, sem Danir fara og vel virðist þar hafa reynzt, er sú, að styrkja einstaklinga af opinberu fé til markaðs- leitar. Um 30 ára skeið skeið hafa Danir þannig veitt styrki til þess að menn gætu farið. til annarra landa, komið sér þar fyrir og rekið kynningar- og sölustarfsemi fyrir danska framleiðendur. Styrkir þessir munu nema öllum uppihalds- kostnaði í viðkomandi landi, auk greiðslu fyrir ferðalög. Styrkirnir eru veittir til eins árs í senn og venjulega njóta menn þeirra í 3 ár samfleytt. Þeim, sem þannig eru send- ir til sölustarfa, er heimilt að taka að sér umboðsstörf fyr- ir danska framleiðendur og hirða þóknun fyrir. Er þó að sjálfsögðu haft eftirlit með því, að fyrirtækjum sé ekki mismunað og ekki séu teknar óhóflega háar upphæðir í þóknun. Styrkirnir miða samt að því að koma fótum undir þessa sendimenn, þannig að þeir geti rekið arðvænlega at- vinnu er styrkveitingatíma- bilið rennur út. Þess vegna er ekki talið óheppilegt að þeir gerist umboðsmenn ákveð- inna fyrirtækja, þegar á styrk veitingatímabilið líður. Þessi háttur hefur í Dan- mörku verið hafður á um 30 ára skeið, eins og áður segir, svo að hann virðist hafa gefið góða raun. Þess vegna væri ekki úr vegi, að íslendingar gerðu ámóta tilraunir. Byrja mætti með því að senda til dæmis 3 eða 4 unga menn, einn til hv.errar álfu og sjá, hver útkoman yrði. Þetta gæti ef til vill kostað Vz—1 millj. á ári, en þeir peningar væru fljótir að koma aftur, ef árangur yrði af starfi, þó ekki væri nema eins þessara manna. Slíkir sendimenn gætu kynnt margháttaðar íslenzkar framleiðsluvörur, ekki ein- ungis afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar, heldur einnig ýmiss konar iðnvarning. Þeir gætu haft á hendi umboðs- störf fyrir sölusamtök útvegs- ins og landbúnaðarins og auk þess haft á boðstólum ýmsar smávörur, eins og til dæmis silfurvörur, ullarvörur, gærur o. s. frv. 1 sjálfu sér þarf slíkt fyrir- komulag ekki að raska þeim hætti, sem nú er á hafður, að útflytjendur sjávarafurða og landbúnaðarvöru séu fáir, því að menn þessir gætu starfað fyrir hina stóru útflytjendur, ef áfram verður talið heppi- legt að halda sölusamtaka- fyrirkomulaginu. Auðvitað er gott og blessað að afla mikið, en svo bezt nýt- ist fengurinn til fulls, að hæsta verð sé fengið fyrir hann, og mikið öryggi er auk þess í því fólgið fyrir okkur, sem höfum einhliða útflutn- ingsafurðir, að afla markaða sem allra víðast. Þess vegna ætti að gera tilraun á þann veg, sem að framan er getið. Og ekki er að efa, að hægt væri að fá duglega, unga menn til þessa starfs, en í Danmörku eru yfirleitt ráðnir til starfans menn á aldrinum 25—35 ára. Sir Leslie Knox Munro, sem ritaði dagblaðinu New York Times eftirfarandi bréf, er sér stakur fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna í Ung-verjalandsmál inu. Hann er fyrrverandi for- seti Allsherjarþings S. Þ. og fyrrum sendiherra Nýja Sjá- lands í Washington. Sovétríkin, sem AHsherjar- þingið fordæmdi sem árásar- aðila í Ungverjalandi, neituðu rétti Sameinuðu þjóðanna til að skipta sér af Ungverja- landsmálinu og greiddu at- kvæði gegn öllum tillögum sem fólu í sér áskorun um að þau flyttu her sinn burt úr Iandinu. En í Kongómálinu hafa Sovétríkin hinsvegar viður- kennt hæfni SÞ til að láta málið til sín taka og greitt at- kvæði með því í Öryggisráð- inu að komið yrði á fót herliði SÞ sem sent yrði til Kongó. Ósamræmi Þetta gæti virzt ósamkvæmni flestum þeim er sjálfir eru fær- ir um að mynda sér skoðanir. Herra Kuznetsov var meira að segja svo djarfur að hvetja til þess, fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar, að Tshombe og fylgis- menn hans yrðu handteknir og afhentir ríkisstjórn Kongó á þeim forsendum að þeir væru að framkvæma fyrirskipanir útlend inga. Yfirvöldin í Ungverjalandi hafa stöðugt neitað sérstökum fulltrúum S. I>. um ferðaleyfi til Ungverjalands. Það þótt full- trúi Sovétríkjanna legði fram frumvarp um að send yrði rann- sóknarnefnd til Kongó og í henni ættu sæti fulltrúar sumra þeirra landa sem þegar hafa sent herlið ásamt ábyrgum yfirmönnum þangað undir merki S. Þ., sam- kvæmt ákvörðun sem fulltrúar Sovétríkjanna samþykktu og greiddu atkvæði. Verndarar Kúbustjórnar Vesturveldin sýndu hinsvegar samræmi í stefnu sinni varðandi Kongó, þar sem þau skoruðu á Belgi að yfirgefa landið þegar í stað. Hvað Kúbu viðkemur, hafa Sovétríkin skipað sig verndara núverandi ríkisstjórnar þar, sem þau segja að hafi orðið fyrir fjár- hagslegri árás frá Bandaríkjun- um. Fulltrúi Sovétríkjanna vitn- aði hvað eftir annað í samþykkt Allsherjarþingsins nr. 626 og sagði að „fullveldi þeirra felur í sér réttinn til að nota og starf- rækja auðlindir landsins og eign- ir og er sá réttur í samræmi við tilgang og meginreglur stofn- skrár Sameinpðu Þjóðanna". Hræsni Hann hélt áfram og gaf þessa furðulegu yfirlýsingu. „Stefna Sovétríkjanna gagn- vart Kúbu, eins og gagnvart öll- um öðrum löndum, er skýr og öllum auðskilin. Hún er byggð á þeim grundvallarreglum sem Sovétríkin hafa ætíð fylgt í al- þjóðamálum. Við fylgjum þess- um reglum og erum þess vegna mótfallnir ofbeldi, heims- veldastefnu, einokun og drottn- un yfir þjóðum, hvernig sem þeim völdum er náð. Við lýsum ávalt stuðningi okkar við þá sem berjast gegn nýlendustjórn og erlendu arðráni". Þeir sem létu lífið fyrir Ung- verjaland árið 1956 og síðar hljóta að bylta sér í gröfum sín- um við þessa hræsni. Ekki er unnt annað en undrast það ósamræmi sem er á yfirlýs- ingu Sovétríkjanna varðandi Kúbu og á aðgerðum þeirra í Ungverjalandi, þar sem Sovét- ríkin brutu á svo dýrslegan hátt á bak aftur baráttuna fyrir sjálf- stæði og halda enn áfram her- setu í landinu og stjórn fjármála þess. Eða má ef til vill skilja fram- komu Sovétríkjanna varðandi Kongó og Kúbu sem stefnubreyt ingu? Leyfist manni að vona, með tilliti til ummæla þeirra í Öryggisráðinu, að Sovétríkin ætli sér að hlýta, a. m. k. að einhverju leyti, hinum fjölmörgu Sir Leslie Knox Munro. samþykktum um Ungverjaland, sem gerðar hafa verið með yfir- gnæfandi meirihluta Allsherjar- þingsins? Svinstrýni í aldingarði sósíalismans Til allrar óhamingju sagði herra Krúsjeff í Ungverjalandi í apríl 1958, að hann „legði til að heimsveldasinnar reyndu ekki að reka svínstrýni sín inn í hinn sósíalistíska aldingarð", og svo virtist sem Ungverjaland væri slíkur aldingarður. Af ásettu ráði hefur hann að engu þá staðreynd að Allsherjarþingið, með ályktun 1005 (ES-II), sem samþykkt var 9. nóv. 1956, áleit „að fara ættu fram frjálsar kosningar í Ung- verjalandi undir eftirliti Samein uðu Þjóðanna, strax og friði og reglu væri aftur komið á.... “ Ekkert sem skeð hefur á eða eftir hinn misheppnaða 'fund í París hvetur mig til að trúa því að Sovétríkin muni hlýta sam- þykktum Allsherjarþingsins varð andi Ungverjaland. Sovétríkin hafa sannarlega ekki sýnt neina tilhneigingu til að draga her sinn burt úr Ungverjalandi og leyfa að frjálsar kosningar verði látn- ar fara fram í því ógæfulandi, en við verðum að halda áfram tilraunum okkar vegna ung- versku þjóðarinnar. Baráttuaðferðir Innan um skammaryrði Sovét- ríkjanna varðandi Kongó, ætla ég að leyfa mér að vitna í orð Albert Camus heitins, sem fasta- fulltrúi Frakka las í Allsherjar- þinginu 12. desember 1958: „Látum okkur þá nota þann viðbjóð, sem fyllir okkur, í þágu vissrar þrjózku. Andspænis ung- verska harmleiknum vorum við og erum enn gripnir vanmættL En sá vanmáttur er ekki algjör. Að neita að samþykkja orðinn atburð, að hafa vakandi hug og hjarta, að ákveða að gera lýgina útlæga, að yfirgefa ekki sakleys- ið, jafnvel eftir að búið er að kyrkja það, þetta eru baráttuað- ferðir, sem við getum fylgt“. ★ Við erum stundum hneigðir til að gleyma gömlum meinsemdum og hreinsa hendur okkar af nýrri meinsemd, sem við teljum okkur ekki geta læknað. Atburð- irnir í Ungverjalandi 1956 flytja okkur eilífan boðskap, sem er hættulegt að gleyma. Að gleyma er ekki að lækna. Leslie K. Munro New York 16. ágúst 1960. (Lauslega þýtt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.