Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. agúst 1960 Monamsni aðið 5 Hér sést Baldvin (Baudoin upp á frönsku) konungur Beigíu heilsa særðum her- mönnum sínum, sem sendir hafa verið heim frá Kongó. — Margt hrellir Baldvin kóng um þessar mundir. Viðskilnað ur Belga í Kongó hefur rýrt álit þjóðarinnar út á við, og hinir hörmulegu atburðir þar hafa kostað hana miklar fórn- ir. Efnahagslega missa Belg- ar vænan spón úr aski sínum þar sem Kongó er. Almenning ur kennir stjórnarvöldunum um það, hversu til tókst, og heimkomnir Belgar frá Kongó lýsa ofbeldisverkum svert- ingja í blöðunum og hvetja til „harðrar“ stefnu gegn þeim. Jarðvegur er nú talinn mjög frjór fyrir öfgastefnur í Belg- iu. Sumir vilja að Belgía gangi úr Atlantshafsbandalaginu, þar sem Bandarikjamenn og Bretar, bandalagsþjóðir Belga, hafi „svikið“ í Kongómálinu. Virðast þeir menn telja, að Atlantshafsbandalagið eigi jafnan að láta að sér kveða í slíkum tilvikum, án þess að leggja nokkurn dóm á orsakir og eðli hvers máls um sig. Of- an á allt þetta bætast svo heim ilisáhyggjur Baldvins. Eins og menn minnast, er Albert bróð- ir hans nýlega kvæntur liinni fögru Paolu, prinzessu af Kalabriu. Fyrir nokkrum dögum dvöld ust ungu hjónin á frönsku BUdströndinni og undu hag sínum hið bezta, að því er séð varð. Skyndilega rauk donna Paola í burtu frá fjölskyld- unni og ók heim til pabba og mömmu, sem búa í Róma- borg. Orsökin mun þó ekki vera neitt ósamkomulag milli hjónanna, þvert á móti er tal- ið, að góðar og heitar ástir séu með þeim, en hins vegar er eldur uppi milli Paolu og stjúpmóður Alberts, prinzessu Lily de Rethy. Það er þá ekki í fyrsta skipti, sem seinni kona Leopolds fyrrverandi Belgíu- konungs og stjúpmóðir þeirra Baldvins og Alberts er talin hafa komið illu til leiðar. 4» Paolu mun þykja de Rethy fullráðrik og afskiptasöm um hagi stjúpsona sinna. Belgum þykir og illt, að Baldvin skuli ekki enn hafa fastnað sér konu, því að þeir vonast til að áhrif „vondu stjúpunnar" rýrni, þegar drottningarsætið er fyllt. En — enginn endir er á mæðu Baldvins, því að hann er enn vita-kvenmannslaus. Paola af Kalabríu og Albert prins af Belgíu. — og heimilisfang: Rhona Grahame Chaypell 19, Lennox Street Lane Edinburgh, 4, Scotland. 21 árs danskur piltur vill komast bréfasamband við íslenzka stúlku á aldrinum 1«—19 ára. Nafn hans og heimilisfang er: Jörgen Lindsten. Holme Köbmandshandel, Afinn var mjög stoltur af sonar syni sínuim, sem var tveggja ára. .— Ég verð að segja, sagði hann við son sinn, — drenigurinn þinn er miklu gáfaðri, en þú varst á hans aldri. — Auðvitað pabbi, sagði faðirinn. .— Hann á miklu gáfaðri föður. — (tp). Ferðamaðurinn: — Þetta er góð á fyrir fisk. Veiðimaðurinn: — Það lítur út fyrir það, ég get ekki fengið neinn til að koma upp. /7-ií JLs ^ • S MÁ Eitt ósvikið bros. Eitt blik af tári. Eitt blóðkorn af tryggð í hjartans reit. Einn vin í minningamúgans sveit. Nei, moldkaldur dofi í ólífs sári. Einn draum. Eina von, sem dregur á tálar. Nei, dauðaleit um hyldýpisauðnir öreiga sálar. Einar Benediktsson: Pundið. Skoti, íri, Frakki og Gyðingoir voru að borða saman á hóteli. í»egar þjónninn kom með reikn- inginn sagðist Skotinn s-kyldi borga. — Daginn eftir fannst Gyðing- ur, sem var búktalari, myrtur. Pennavinir Amerískan dreng langar að skrifast á við íslenzka stúlku, 14—15 ára. Skrifar á ensku. Nafn og heimilisxang: Mike Stone 622 Houseman Street, La Cánada, California, U S A 17 ára amerískur drengur, sem hef- ur áhuga á Islandi, óskar eftir að skrifast á við dreng eða stúlku. Skrif- ar á ensku. Nafn og heimilisfang: Stephen Vorbeck 497 North Myers Burbank, California, U S A I>eir sem hafa áhuga geta íengið bréfin á ritstjórnarskrifstofu Mbl. 16 ára skozk stúlka hefur ánuga á að eignast pennavin á Islandi. Ahuga- mál hennar eru bœkur, sund og frí- merkjasöfnun. Skrifar á ensku. Naín Vonin er skáld mitt, endurminingin listmálari minn. — Comtcssa Diane. Dálítill vonarneisti getur auðveldlega tendrað bál ástarinnar. — Stendahl. Astin er aðeins smáatriði, — en jafn- framt mikilvægasta atriði lífsins. — Francis Wey. Árnað heilla 20. þ.m, voru gefin saiman í hjónaband ungfrú Þorbjörg Þór- oddsdóttir, kennari, Ölduslóð 3, Hafnarfirði og stud. med. Bjarni Hannesson, Hamrahlíð 7, Reykja- vík. Prep. hon. Guðbrandur Björnsson, framkvæmdi hjóna- vígsluna. Heimili brúðhjónanna er að Sogaveg 40, Reykjavík. BLÖÐ OG TÍMARIT Æskulýðsblaðið, 2. hefti 1960, hefur borizt Mbl. Af efni bessa heftis má nefna: Undir háum fjöllum Siglufjarð- ar, grein með myndum eftir P.S. Við- horf mitt til framtíðarinnar, grein eftir Hlöð Frey, Anna og Einar, saga eftir Valdimar Snævar, Æskulýðsfélagirm, ljóð eftir P.S. —• Þá eru fréttir og fjöldi mynda í ritinu, sem er vandað Reg'lusama unga konu með 2 drengi 2 og 10 ára, vantar 2ja—3ja herb. íbúð nú þegar. Fyrir framgreiðsla. Uppl. í síma 17329. Einhleyp reglusöm hjón, vantar 2ja herb. íbúð með baði og helzt aðgangi að sima. Fyr irframgreiðsla. — Uppl. í síma 33777. Ríó-bar Rösk ábyggileg stúlka ósk ast, eitthvað vön mat- reiðslu. Gott kaup. RÍÓ-bar, Keflavíkurflugv. Múrari óskar eftir 2ja—4ra herh. íbúð. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 32439 eftir kl. 2 í dag. Ung hjón vantar íbúð, helzt í Kópa- vogi. Uppl. í síma 23189. Rafsuðuvél Til sölu ný lítil Rafsuðu- vél. — Uppl. í síma 33076. Reglusamur piltur ekki yngri en 18 ára, getur komist að sem némi í rak- araiðn. Uppl. á Rakarastof unni Hverfisgötu 117 kl. 6,30—7,30. Stúlka óskast í eldhús. Matstofa Austurbæjar Laugavegi 118. 2 litlar íbúðir til sölu. Skilmálar eftir samkomulagi. Skipti á bíl æskileg. Uppl. í sima 32100 næstu kvöld frá kl. 6—8. Kona óskast til innanhússtarfa á gott sveitaheimili í Árnessýslu. Tilb. merkt: „Vetrarvist — 665“ sendis Mbi. fyrir 5. sept. Geymsla Geymslupláss í Bústaða- hverfi til sölu eða leigu. — Uppl. í síma 34129. Jarðýta til leigu Vélsmiðjan BJARG Höfðatúni 8. Sími 17184. Bifreiðaeigendur Vantar Hudson mótor 6—8 cyl. Uppl. í síma 50501. Barna-, heima- og brúðkaupsmyndatökur. — Vönduð og ódýr vinna. — Fljót afgreiðsla. — Stjörnu Ijósmyndir, Flókagötu 45. Sími 23414. Vanur ýtumaður óskar eftir vinnu. Til sölu eldhúsborð og stólar á sama stað. Uppl. í síma 16452. Atvinnurekendur Ungur maður með Verzlun arskólapróf og nokkra reynslu í sölum. og skrif- stofustörfum, óskar eftir at vinnu strax. Tilb. sendist afgr. Mbl.. „Strax — 801“. Orðsending frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Ákveðið er, að kjör fulltrúa til 2. þings Sjómanna- sambands íslands fari fram að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðsiu. Kjósa skal 18 fulltrúa og 18 til vara. Framboðslist- um, sem bornir eru fram af öðrum en stjórn og trún- aðarmannaráði þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar í skrif- stofu félagsins fyrir kl. 11 f.h. föstudaginn 2. sept. næst komandi. Reykjavík, 31. ágúst 1960 Stjórn Sjómannafélags Reykjavíknr Fró bornaskólum Kópavogs Öll börn fædd 1951 komi í skólana þriðjud. 6. sept. kl. 11. Öll börn fædd Í952 komi í skólana þriðjud. 6. sept. kl. 1. Öll börn fædd 1953 komi í skólana þriðjud. 6. sept. kl. 2,30. Áríðandi er að gert sé grein fyrir öllum skólabörnum á þessum aldri þennan dag. Kennarar mæti sama dag kl. 10 f. h. SKÓLASTJÓRAR. Hjartans þakkiæti fyrir alla þá miklu vináttu, sem mér var sýnd á afmælisdegi mínum 25. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörn Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.