Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. ágúst 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 Útþensla í freðfiskmark J aðnum í Bretlandi Hœtt við að flugflutningar á flat- fiski borgi sig ekki FRAMKVÆMDASTJÓRI eins ■tærsta og elzla fisksölufirmans í Englandi var nýlega á ferð hér í Reykjavík Hann heitir Peter R. Lovell og stjórnar félaginu Brekkes Ltd. í Hull. Brekkes Ltd. var stofnað 1880 og verzlar með fisk út um alL an heim. Það verzlar með allar tegundir fiskjar, bolfisk, síld, lax, allskyns reyktan fisk, skel- fisk, humar og rækjur, bæði á heimamarkaði og kaupir fisk og selur út um allt. Félagið hefur t. d. keypt mikinn fisk af Norð- mönnum og það hefir einnig um langt skeið keypt fisk af íslend- iingum. Útþennsla freðfiskmarkaðar. Mr. Lovell skýrði fréttamanni Mbl frá því, að Brekkes Ltd. hefði keypt ffSk af íslendingum á fyrri heimsstyrjaldarárunum og árunum þar á eftir. bæði síld og bolfisk, en eftir seinni heims styrjöldina hefði það aðallega keypt frystan fisk frá íslandi, en þar sem markaður freðfisks- ins eykst stórlega um þessar mundir, leggur Brekkes æ meiri áherzlu á verzlun með hann. — Kvaðst Mr. Lovell hafa haft mik inn áhuga á að koma til íslands, því að gæði fiskafurðanna héð- an væru að jafnaði mikil. — Teljið þér að freðfiskmark- aðurinn haldi áfram að aukast í Bretlandi? — Já, það gerir hann vafa- laust. Það er stórfelld útþensla í honum núna og ég gæti trúað að eftir fimm ár verði freðfisk- verzlunin í Bretlandi þrisvar til fjórum sinnum meiri en hún er í dag. Við erum nú að byrja þá þróun sem varð í Bandaríkjun- um fyrir fimmtán árum. Freð- fisksalan hjá okkur verður e. t. v. aldrei eins mikil hlutfalis- iega og í Bandaríkjunum, því að hjá okkur er auðveldari aðgang- ur að ferskum fiski, en þó á stórfelld bylting eftir að verða á þessu sviði hja okkur. — Teljið þér þá, að fsier.d- ingum verði mögulegt að auka freðfisksölu til Bretlands? — Já án efa, en ég tel að til þess þurfi íslendingar að taka upp nánari samvinnu við brezka fiskkaupmenn og afla sér sem mestrar þekkingar á brezka fisk markaðnum. Það er eftirtakan- legt, að með aukinni freðfisk- sölu verða neytendurnir kröfu- harðari um gæði vörunnar. Og aamtímis eykst samkeppnin, þar sem hægt er að flytja freðfisk- inn lengra að en ferskfiskinn. T. d. eru Suður-Afríkumenn að fara inn á freðfiskmarkaðinn í Bretlandi. Flugflutningar — Hefur Brekkes Ltd. fengið eitthvað af fiskinum, sem fluttur hefur verið flugieiðis út síðustu vikur? — Já. við höfum fengið hluta «f honum. — Hvernig lízt yður á þá að ferð að flytja fiskinn þannig flugleiðis? — Það er ekkert nýtt að flytja fisk með flugvélum. Brekkes Ltd. hefur oft notað þá flutn- ingaaðferð, t. d. höfum við flutt lax og rækjur með flugvélum frá Noregi. En okkur hefur reynzt það svo, að flutningarnir séu mjög kostnaðarsamir og að- eins dýrustu fisktegundir, sem geta borið þann kostnað. Auðvitað fá íslendingar hæs:a verð á hverjum tíma fyrir flat- fisk sem þeir flytja til Englands með flugvélum, því að fiskurinn Peter R. Lovell er alveg eins og nýr. En ég er hræddur um að flatfiskverðið, jafnvel þegar það er hæst að vetrinum geti vart staðið undir flugkostnaðinum. I>á er mjög Samtal við frkvstj. Brekkes i Hull mikið undir því komið, hvort hægt er að finna einhverja vóru til að flytja til baka. sem ís- lenzkir neytendur vilja greiða hátt verð fyrir, ef þeir fá hana nýja og flugflutta. Ég er hrædd- ur um að það verði erfitt að finna slíkan farm. Mér skilst að það hafi nú verið reynt að flytja til íslands ávexti, sem eru seid- ir svo háu verði, að svo virðist sem það séu fyrst og fremst þeir sem standa undir flugkostnað- inum. En ég er hræddur um að íslenzku neytendurnir kaupi þessa dýru ávexti aðeins fyrst meðan nýjabrumið er á þeim. Síðan hlýtur verðið að lækka á þeim og þá er hætt við að flug- flutningarnir borgi sig ekki. Engin hætta af Fríverzluninni — Felst nokkur hætta í því fyrir íslenzkar fisksölur til Bretlands, að Fríverzlunarsvæð- ið hefur verið stofnað og Norð- menn geti þá orðið hættulegri keppinautar þar? — Nei, það held ég ekki. Frí- verzlunarsamningarnir hafa ekki þau áhrif að lækka fiskverðið í Bretlandi. Þeir hafa þau áhrif á vörur með föstu verði, en fisk. verðið er stöðugt breytilegt og fer eingöngu eftir framboði og eftirspurn hverju sinni. Þess vegna sé ég ekki að aðstaða ís- lendinga versni neitt við þetta. Norðurlandaþjóðirnar í Fríverzl unarsvæðinu hafa fengið 24 þús. tonna kvóta af tollalækkuðum freðfiski í BretJandi, en eftir- spurnin verður vafalaust mikiu meiri með þeirri útþenslu sem nú á sér stað. Verksmiðjutogarar — Hafa fiskveiðar Breta sjálfra dregizt saman eða munu þær dragast saman vegna stækk unar landhelginnar? — Það getur verið eitthvað, en vert er líka að benda á það, að aflinn hefur verið að minnka vegna þess að of lítið hefur verið um verndun fiskimiða. Ég held að það séu aðallega blöðin í Englandi sem hafa blásið út þetta „fiskistríð" milli Breta og íslendinga. Fiskveiðideilan snert ir tiltölulega fáa menn í Bret- landi og hún er í rauninni engin deila milli þjóða, þar sem Bret- ar hafa tiltölulega lítilla hags- muna að gæta. En blöðin hafa gert hana að stórátökum. — En hvernig svara Bretar minnkandi aflamagni? — M. a. með því að byggja verksmiðjutogara og skip með frystiútbúnað, sem geta leitað á fjarlægari mið. Að því er mér skilst þá eru nú reyndar þrjár leiðir. Sú fyrsta, sem Ross og Salvesen standa fyrir að byggja Fairtry verksmiðjuskipin. Önn- ur er sú að byggja stóra togara, sem frysta hluta af aflanum, en sigla svo með hluta af honum isaðan. Þriðja leiðin er sú, að útgerðarmaður einn er að láta breyta risastóru flugvélarmóður skipi í fisktöku- og verksmiðju- skip. Hfúrarar Múrarar óskast í utanhússpússningu. Upplýsingar í símum 19296 og 22698. ÖKUKENNARAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur námskeið fyrir ökukennara, vegna nýrrar reglu- gerðar um ökukennslu og próf ökumanna. Námskeiðið hefst í Iðnskólanum í Reykjavík, mánudaginn 5. septem- ber kl. 20,30. Þát ttaka tilkynnist í síma 32742 og 23616 STJÓRNIN. Árni Ó. Thorlacíus dó hér í bæ 13 ágúst og verður borinn til moldar í dag. Árni var fæddur i Stykkis- hólmi 15. apríl 1877. — Hann var maður af góðu bergi brotinn og kominn af kjarnaættum á alla vegu. Faðir hans var Daníel Thorlacius kaupmaðui í Stykk- ishólmi og alþingismaður Snæ- fellinga, en faðir Daníels var Árni riddari Thorlacius, kaupm. í Stykkishólmi, hinn merkasti maður í alla staði, hraustmenni og íþróttagarpur, giftur Magða- lenu Stenback, kaupmannsdótt- ur frá Þingeyri. Faðir Árna var Ólafur riddari, kaupmaður á Bíldudal, sem átti Guðrúnu Oddsdóttur Hjaltalín, kvenskör- ung hinn mesta. — Móðir Árna, kona Daníels kaupmanns, var Guðrún dóttir Jóseps læknis 'Skaftasen í Hnausum, yndisleg kona, gáfuð og góð. Það má með sanni segja, að góðir stofnar stæðu að Árna. Forfeður okkar Árna hafa haldið vináttu hver fram af öðr- um í þrjá ættliði, og við Árni og systkin ofckar höfurn verið vinir frá barnæsku þegar við vorum að alast upp í Hólminum. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að aldrei hafi slaknað á þeim vináttuböndum, en vin- átta göfugra manna er sá fjár- sjóður, sem ryð og mölur fæi ekki unnið á, og verður held- ur ekki metinn á landsvísu. Enginn, sem sá Árna og kynnt- ist honum, var í nokkrum vafa um, að hér var fyrirmaður a ferð, kominn af fornum höfð- ingjum, og slíkt var fas hans og framkoma, að hún bar vott um gott uppeldi og menningu. Árni tók ungur próf i Búnað- arskólanum hjá Torfa ,í Ólafsdal og stundaði síðan landbúnað í nágrenni Reykjavíkur. — Hann giftist þá ágætri konu, Guð- finnu Jónsdóttur frá Skipholti í Reykjavík, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Þau hjónin flutt ust síðan til Kanada og fékkst Árni þar við ýms störf. Þá gekk hann í her Kanadamanna og barðist með Englendingum t Frakklandi í stríðinu 1914—18, en þar særðist hann þannig, að hann missti handlegginn og var því ófær til vinnu eftir það. Eftir þetta fluttust þau hjónin heim og settust að í Reykjavík með börnum sínum, sem eru þrjú, einn sonur Jón Thorlacius prentari og tvær dætur, Þórunn og Anna, sem báðar eru giftar hér í bæ. — Eftir að Árni missti konu sína, dvaldi hann á heimili Önnu dóttur sinnar og manns hennar, Sigurlaugs Sigurðsson- ar vélstjóra á Brávallagötu 8 og naut þar hinnar beztu um- önnunar og hjúkrunar eftir að heilsa hans fór að hrörna. Ailt fram á síðustu ár, var Árni Thorlacius daglega á ferli, hress og kátur, fróður og minn- ugur á það góða og göfuga, sem hann fann og sá í fari samferða manna sinna, og nú þegar hann er horfinn, finnst mér orðið skarð fyrir skildi, — það er ein- um fornvininum færra. — Hann er nú horfinn til feðra sinna. Lú- in bein hans verða nú lögð í faðm fósturjarðarinnar í dag. Ég bið guðsblessunar til handa syrgjendunum og bið hann að hugga þá. Oscar Clausen. 50% verðlækkun á barnapeysum á 1—5 ára. og prjónapilsum (pliseruð) á 2—7 ára. ÍV® r Austurstræti 12. óskast til starfa í verksmiðju vorri nú þegar. Uppl. hjá verkstjóranum á Laugavegi 16 2. hæð. Upplýsingar ekki veittar í síma. Efnagerð Reykjavíkur hf. Stór eignarlóð Timburhús á stórri eignarlóð er til sölu á góðum stað í Vestur'oænum. Lóðin er hornlóð, um 800 fer- metra. Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÖNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400. — Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.