Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. ágúst 1960 MORCVNfílAÐlÐ 3 Heyskapur á ÞingfvöIIum. Ljósmynd: Gunnar Rúnar. Aldrei meiri og betri heyfengur en í sumar Slá 6 ærfóður á dag með orfi og Ijá — HEYSKAP væri lokið, ef líðin væri ekki svo góð að menn geta bókstaflega ekki hætt, sagði Þorsteinn bóndi Sigurðsson á Vatns- leysu og formaður Búnað- arfélags íslands, er blaða- menn Mbl. hittu hann að máli í fyrradag. Þorsteinn var þá staddur á hrepps- nefndarfundi að Bræðra- tungu og var verið að jafna niður fjallskilum. Við höfðum ekið á sólbjört- um degi um hinar fögru upp- sveitir Árnessýslu og nú vor- um við komnir í Biskupstung- ur, mestu jarðhitasveit lands- ins, þar sem jöfnum höndum er búið með kýr, sauðfé og gróðurhús. Það mun ekki of- sögum af því sagt að Biskups- tungur séu einhver búsældar- legasta sveit landsins, enda bera reisuleg býli og mikil mannvirki þess ljósan vott. En erindið að þessu sinni var raunar ekki það eitt að skoða Biskupstungurnar, held ur að hitta að máli formann Búnaðarfélags Islands og spyrja hann um heyskapinn á Suðurlandi. Góð spretta — í sumar er meira gras en oftast áður og því hafa engjar verið nýttar, en það hefur yfirleitt ekki verið gert und- anfarin ár. Ég get til dæmis getið þess að hér í Bræðra- tungu eru miklar flæðiengjar á svokallaðri Tungueyju. Þar er nú síbreiðugras. Auðvitað hafa véltækar engjar gengið fyrir, en það hefur talsvert borið á því nú að undanförnu að menn færu út með orf og slægju á engi. Mönnum finnst þetta kannske vitlaust, sagði Þorsteinn og brosti, — nú á þessari vélaöld. — En það er fullkomin ástæða til þess að íhuga það nokkru nánar. Sæmilegur sláttumaður slær 10—12 hesta á síbreiðuengi yfir daginn. Það er fóður handa 5—6 ám og ekkert þarf að hugsa um þetta hey annað en hirða það eftir einn til tvo daga, þá full- Séð heim að Svínavatni í Grímsnesi. Sýnilega eru allar hlöður fullar af heyi og borin hafa verið upp mikil hey við gripahúsin. Ljósmynd: vig. þurrt. Og ef við rekjum dæm- ið áfram þá gefa 5—6 ær af sér yfir 20 kg af kjöti hver og svo geta menn reiknað út framhaidið. Þá er enn að at- huga að þetta gras á engjun- um hefur ekki kostað mann neitt, áburður enginn og því ekkert nema hirða það. En það er náttúrlega nokkuð erf- itt að slá með orfi og menn komnir úr æfingu. En það er líka erfitt fyrir duglegan bónda að leggja árar í bát í jafn góðri tíð og nú er og horfa á síbreiðugras rétt við túnfótinn. Gott vor — Og hverju er þetta aðal- lega að þakka? — Fyrst og fremst því hve vorið var gott og snemma spratt. Að vísu var ástandið orðið nokkuð alvarlegt í lok júní, túnih að spretta úr sér og ekkert hægt að þurrka, en síðan í byrjun júlí hefur að heita má verið einn þurrk- dagur og hafa sólskinsstundir verið allmiklu fleiri hér aust- an fjalls en t. d. í Reykjavík. — Hefur háarspretta þá ekki verið með minna móti? — Jú. En þar sem borið hefur verið á, á milli slátta, hefur hún verið mjög sæmi- leg. Hins vegar mun háarhey- skapur yfirleitt hafa verið minni nú en endranær. Bænd- ur hér á Suðurlandi heyjuðu tún sín á einum mánuði. Sumarið hlýtt <— Þetta mun vera mjög óvenjulegt tíðarfar hér á Suð- uriandi? — Já, að vísu voru mjög góð sumur 1928 og 1939, en þau jöfnuðust þó ekki á við þetta. Þurrkáttin okkar hér er norð- anátt og þá er jafnan svalt. í sumar hefur aftur á móti ver- ið kyrrt og hlýtt. — Hvað álítur þú um væn- leik lamba í haust? — Við höfum fulla ástæðu til að vona að dilkar verði með vænna móti. Það gerir hvað vorið var gott. Sumar- slátrun bendir einnig til þess. Ég get nefnt sem dæmi að 70 lömbum var slátrað frá Skál- holti nú fyrir skemmstu og þau jöfnuðu sig með 14 kg meðalvigt. — Hvað um uppskeru úr görðum? — Það lítur út fyrir að hún vei'ði í góðu meðallagi. Að vísu hafa komið þrjár frost- nætur og kartöflugras hefur lítilsháttar fallið. Einnig hef- ur það skrælnað þar sem þurrast er. Þetta getur þó staðið til bóta, því enn er hálfsmánaðar sprettutími eft- ir. — — Heldurðu að það sé ekki langt að leita sumars sem jafnast á við þetta hvað hey- feng og heygæði snertir hér á Suðurlandi. — Ég held að óhætt sé að fullyrða að heyfengur sé meiri og betri nú í sumar en nokkru sinni fyrr. Hestfær maður, jungkærinn Við kveðjum Þorstein á Vatnsleysu. Er við komum út á hlaðið í Bræðratungu og lítum Hvítá á vinstri höpd, en Tungufljót á þá hægri, verður •okkur að orði, að meira karl- menni hafi hann hlotið að vera jungkærinn í Bræðra- tungu, en við sáum hann á sviði Þjóðleikhússins. — Hann hefur þó orðið að ríða annaðhvort stórfljótanna þótt fullur væri. Hestfær mað ur vel, jungkærinn í Bræðra- tungu! - ■ vig. SIAKSIEINAR i laustverk byrjuff. Veriff aff hirffa úr hafrafiagi aff Minna-Apavatni. Glæpam 'nn í Þjóffviljanum í gær segir á þessa leið: ,,í Bandaríkjunum eru fyrlr- tæki, sem taka aff sér að sjá um kosningaáróffur fyrir lysthafend- ur. Þessi fyrfirætki haida þvíf fram, að hægt sé aff vinna næst- um hvaffa kosningar sem er, ef nægilegt fé er lagt fram til áróff urs. Skilst af því sú furðulega staðreynd, aff jafnvel glæpamenn geta komizt í valdastöður í landi því“. Sjálfsagt er nokkuð til í þvi að þaff geti hent í lýðræðislönd- um, að ótíndir glæpamenn kom- ist í valdastöður, ef nógu klók- indalegum áróðursbrögðum er beitt. En hitt er þó alvarlegra, að tii eru þau lönd, þar sem ein- ungis glæpamenn geta komizt ti! hinna mestu áhrifa af þeirri ein- földu ástæðu, að valdabaráttan sjálf er háff meff hverskyns glæpastarfsemi, þar sem einskis er svifizt. Slík þjóðfélög ættu þeir Þjóðviljamenn allra manna bezt að þekkja. Daníelsmálið Tíminn ræðir í gær á forsíðn um mál Daniels Ágústínussonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Akra- nesi. Víkur blaðiff aff þeirri staff- hæfingu Morgunblaðsins, aff meirihluti einnar bæjarstjórnar hljóti að geta sett bæjarstjóra frá starfi engu síður en meiri hluti Alþingis getur lýst van- trausti á ríkisstjórn. Orðrétt segir síðan: „Hér er um fullkominn hug- takarrugling hjá Morgunblaðinu að ræffa. Þetta tvennt er gerólikt. Ríkisstjórnin er ekki kosin af þinginu. Þaff er beinlínis tekiff fram í lögum og stjórnarskrá aff stjórnin skuli víkja fyrir van- trausti þingsins, hvenær sem er. Ríkisstjórn er annaff og miklu meira en frakvæmdastjórn þings- ins“. Sú röksemd virðist dálítið skrít in, aff bæjarstjórn geti ekki vís- aff bæjarstjóra frá vegna þess aff hún hafi kosið hann. Sú stað- reynd, aff bæjarstjórn kýs bæjar- stjóra er einmitt góð vísbending um þaff, að hún geti einnig meff nýrri atkvæðagreið'slu vikið hon- um frá starfi. Tíminn heldur síð- an áfram: „Bæjarstjóri er hins vegar kos- inn og ráffinn af bæjarstjórn, samkvæmt skýrum ákvæðum laga um aff kjörtíma-bil hans skuli vera hið sama og bæjar- fulltrúa". Lögfræffingur bæjarstjórnar Akraness hefur réttilega bent á, að ákvæði þaff í sveitarstjórnar- stjórnarlögum, sem Daníel reynir aff styðjast viff, um að bæjar stjóri skuli kosinn til fjögurra ára, sé einmitt sett í þeim til- gangi að tryggja aff bæjarstjorí sé ekki ráðinn til lengri tíma en eins kjörtímabils. Annars er úrskurffur í málinu væntanlegur í dag og því ástæðu laust að ræða það frekar. Setu- dómarinn mun skera úr þessu ágreiningsatriði, en ekki blöðin. Bent Bjarnason Morgunblaðinu hefur verið skýrt frá því aff ungur maður að nafni Bent Bjarnason, hem hefur skrifstofustörf að atvinnu, hafi orðiff fyrir leiffindum út af því að villzt væri á honum og al- nafna hans, sem ritaffi skrytna grein i Þjóffviljann núna nýlega í þágu þeirra gegn-her-í-landi manna. Vill hinn ungi maffur aff von- um vera laus viff það aff vera aff ósekju talinn áhangandi komm- únista. Bent sá, sem Þjóðvilja- greinina ritar, mun hins vegar vera rakari nokkur. Er okkur Ijúft að benda á þetta hér í Stak- steinum, þar sem hér var á dög- unum rætt um nefnda Þjóðvilja- grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.