Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 2
2
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 8. sept_ 1960
Sendill lausamannanna í skóginum (Knútur )og „vinurinn
og vinkonan'* Þorsteinn).
Ungi reiði maðurinn (Helgi)
og stúlkan af himnum ofan
(Heiga).
Létust af völdum
tréspíritus
Seyðisfirði, 7. sept.
ÞAÐ er nú fullvíst talið, að Norð
mennirnir tveir, sem Stavanger-
báturinn Standard 11 kom með
látna inn til Seyðisfjarðar sl.
þriðjudag, hafi látizt af að drekka
tréspíritus af áttavita vélskipsins
Valþórs, en áttavitanum var stol-
ið sl. sunnudag, er Standard 11
lá hér við bryggju.
Við rannsókn málsins kom það
fram, að annar mannanna hafði
í andarslitum sagt frá því, að
þeir félagar hefðu drukkið spíri-
tus af áttavita. Einnig fannst hjá
þeim smáleki af spíritus á pilsner
fiðsku.
Lík mannanna tveggja verða
sennilega krufin á Seyðisfirði, en
flaskan verður send til Reykja-
víkur tii rannsóknar á innihaldi
hennar. Tréspíritus mun ekki
vera settur á áttavita í noi-skum
skipum — Sveinn.
London, 7. sept. — Rússneska
fréttastofan Tass skýrði svo frá
í dag, að mikil olíulind hefði
fundizt á norð-austurströnd
Kaspíahafsins.
Damaskus, Sýrlandi, 7. sept. —
Fundizt hafa í Hamahéraðinu
leifar beina úr fílum og öðrum
risaskepnum, sem lifað hafa í
Sýrlandi 300—500 þús. árum
fyrir Krists-burð.
,, Tveir í
sýnt hér í
LEIKFLOKKUR Þorsteins Ö.
Stephensens hefur í sumar ferð-
ast kringum landið með gaman
leikinn „Tveir í skógi“ og haldið
45 sýningar. Nú ætlar leikflokk-
urinn að gefa Reykvíkingum kost
á að sjá leikinn og verður fyrsta
sýning í Iðnó næstkomandi föstu
dag.
í því tilefni spjölluðu frétta-
menn í gær við Þorstein Ö. Step
hensen og Helga Skúlason, sem
er leikstjóri. Voru þeir spurðir
um leikferðina, sem hafði gengið
eins og í sögu. Byrjað var á
Hornafirði 23. júní og fylgdi
góða veðrið flokknum norður og
vestur um. Síðan hafa verið farn
ar ferðir um Suðurlandið, lengst
austur að Hvolsvelli, svo ekki
vantar mikið á að hringnum sé
lokað. Auk þess hefur flokkurinn
í huga að fara til Vestmannaeyja,
á Akranesi og í Skaftafellssýslur.
Sýningartími miffast viff mjaltir.
Þorsteinn sagði að víða væru
komin góð félagsheimili út um
land, en þd" væri ekki allsstaðar
í D A G verffur keppt í
þessum greinum á Olympíuleik-
unum í Róm:
4x100 m. boffhlaup kvenna
(milliriðlar og úrslit).
Hástökk kvenna (úrslit).
4x100 m boðhlaup karla
(milliriðlar og úrslit).
Spjótkast karla (úrslit).
4x400 m boðhlaup karla
(úrslit).
10.000 m hlaup karla (úrslit).
Körfuknattleikur karla (úr-
slit).
Auk þess verffur keppt í reiff-
mennsku, skotfimi, lyftingum og
siglingum.
Jakarta, Indónesíu, 7. sept. —
Ríkisstjórn Indónesíu hefir fyrir-
skipað þjóðnýtingu 30 fyrirtækja
i eigu Hollendinga.
Litlar líkur fyrir fundi
Eisenhowers og Krúsjeffs
Washington, 7. sejK.
— (NTB — Reuter). —
EISENHOWER forseti sagði
á blaðamannafundi í dag
m. a., að hann hefði ekki
áhuga á að hitta Krúsjeff á
fundum Allsherjarþingsins,
Lézt af
gleði
EINS og kunnugt er unnu
Danir Ungverja í undan-
úrslitum knattspymukeppn-
innar á Olympíuleikunum,
en leikurinn fór fram í
Napoli í fyrrakvöld. —
Leiknum var sjónvarpaff
til Danmerkur. í einka-
skeyti, sem Morgunblaffinu
barst í gærkveldi frá frétta-
ritara blaðsins á Olympíu-
leikunum, segir aff faffir
Poul Andersen, hægri bak-
varffar danska Iiðsins, hafi
horft á sjónvarpssending-
una, og gleði hans orffiff
svo mikil, aff hann fékk
hjartaslag og lézt.
skógi44
Reykjavík
nóg tillit tekið til þess að leik-
sýningar eiga að fara fram á svið
inu. Leikflokkurinn var með hag
kvæm tjöld, sem þeir Helgi og
Knútur höfðu gert, en Hafsteinn
Austmann málaði. Mátti minnka
og stækka veiðikofann, sem leik-
urinn fer fram í, eftir leiksviðinu.
Sýningar voru yfirleitt kl. 9,
í kauptúnum, en kl. 9,30 eða jafn
vel kl. 10 út í sveitunum, þar
sem allt er ,háð mjaltatímanum
og þar kom fyrir að beðið var
enn í 10—15 mín eftir hóp sveita
fólks. Bæði á Raufarhöfn og
Siglufjörð kom flokkurinn í land
legu, enda hafður ambassador á
síðarnefnda staðnum, til að til-
kynna: Nú er lag, nú skulið þið
koma! Þar urðu líka tvær sýn-
ingar.
Pipar og salt góffra gamanleikja.
Um leikinn er það að segja, að
hann er um tvo kóngsins lausa-
menn, sem draga sig úr sollinum
út í skóg, og ætla að forðast menn
inguna og fjallar leikritið um það
hvernig það gengur. „Við gerum
okkur vonir um að í leikritinu
sé svo mikið af pipari og salti
góðra gamanleikja að það nægi
til þess að áhorfendur megi hafa
af honum góða skemmtun“ stend
ur í leikskránni. Leikendur auk
Helga og Þorsteins eru Helga
Bachmann og Knútur Magnússon.
Hafði drukkið
pólitíir
LAUST eftir klukkan eitt í gær-
dag var lögreglan beðin um að
hjálpa fnanni, er lægi ósjálf-
bjarga á götu í Austurbænum.
Var maðurinn meðvitundar-
laus, er að var komið. í fórum
hans fannst flaska með einhverj
um vökva. Var hann þegar flutt
ur í slysavarðstofuna. Þar pump
uðu læknar upp úr honum. Það
reyndist vera politúr, er maður-
inn hafði drukkið. Var maður-
inn um sextugt, þungt haldinn
síðdegis í gær, en þá var búið
að flytja hann í Landakotsspít-
ala.
nema vissum skilyrðum yrði
fullnægt — þar á meðal, að
flugmennirnir af RB-47 flug-
vélinni bandarísku, sem skot-
in var niður 1. júlí sl., verði
látnir lausir. Ekki vildi for-
setinn minnast á fleiri skil-
yrði fyrir mögulegum fundi
þeirra Krúsjeffs.
—* ★ —
Forsetinn sagði ekkert ákveðið
um það, hvort hann mundi
sækja Allsherjarþingið, sem
hefst 20. þ. m., en lét orð um
það falla, að ýmsar gildar ástæð-
ur mæltu með því, að hann yrði
þar viðstaddur. — Hann lagði
áherzlu á það, að hann mundi
aldrei taka þátt í því að niður-
lægja þing S. þ., með því að
gera það að vettvangi skammar-
yrða og áróðurs. — Flestir
fréttamennirnir drógu þá álykt-
un af ummælum forsetans, að
hann mundi sækja Allsherjar-
þingið, en ekki taka þátt í nein-
um umræðum með sovézka for-
— Brezkir tvistíga
Frh. af bls. 1
ar verði efldar og hinu kommún
iska Kína veitt innganga í samtök
in. 6) Teknar verði upp aftur
sem fyrst viðræður um allsherj
arafvopnun. — Tillaga Cousins
hlaut 1.143 000 atkvæða meiri-
hluta.
• Hvaff verffur á flokksþinginu.
Að svo búnu kom fram tillaga
framkvæmdastjóra þingsins, þar
sem lýst var stuðningi við opin-
bera stefnu verkalýðssamtak-
anna og Verkamannaflokksins í
varnarmálum, en þar er m.a. lögð
áherzla á fullan stuðning við At-
lantshafsbandalagið og stefnu
þess varðandi notkun kjarna-
vöpna í varnarskyni. — Var til-
laga þessi samþykkt með 690,000
atkvæða meirihluta. — Bent er
á að Cousins muni nú enn
harðna í baráttu sinni gegn kjarn
orkuvopnum við hinn mikla
meirihluta, sem tillaga hans fékk.
— Megf nú búast við átökum í
sambandi við undirbúning að árs
þingi Verkamannaflokksins, sem
haldið verður í næsta mánuði. —
Ef hin yfirlýsta stefna flokksins
verður þar undir, er jafnvel bú-
izt við, að Hugh Gaitskell hverfi
af sjónarsviðinu og hætti stjórn
málaafskiptum.
Þó er á það bent, að í tillögu
Cousins er þess ekki krafizt, að
Bretar afsali sér kjarnavopnum
einhliða, eins og stundum áður.
— Kunni því að vera von um
„sættir“.
sætisráðherranum, nema sá
breyti um „tón“ í utanríkismála-
stefnu sinni.
— ★ —
Eisenehower kvað það mikil
mistök hjá stjóm Kúbu að taka
upp stjórnmálasamband við kín-
versku kommúnistastjómina. —-
Ekki vildi hann þó ræða það
atriði frekar.
Kongó
Frh. af bls. 1
hvarvetna á götunum sjá mikinn
fjölda hermanna og lögreglu.
Ekki gáfu þessar sveitir á nokk-
urn hátt til kynna, hvern þær
styddu, en bæði Lumumba og
Kasavubu hafa lýst yfir, að þeir
eigi stuðning hersins vísan. —
Fréttamenn ýmsir hafa það hins
vegar eftir fjölda hermanna,
samkvæmt einkasamtölum, að
þeir myndu styðja Kasavubu, ef
til átaka kæmi.
Lítil von um áheyrn
Fyrr í dag hafði Lumumba
skírskotað til sjálfstæðra Afríku-
ríkja, a<5 þau sendu hersveitir og
hergögn til Kongó og helzt éinn-
ig flugvélar til herflutninga. —■
Litlar horfur eru taldar á, að
leiðtogar Afríkuríkja hlýði þessu
ákalli Lumumba; helzt kynni
hann að fá áheyrn í Gíneu. —.
Bent er og á í þessu sambandi,
að lið S. þ. hafi alla flugvelli
landsins á valdi sínu og geti
þannig hindrað liðsflutninga. —■
I ræðu sinni fór Lumumba hörð-
um orðum um S. þ. fyrir að hafa
tekið flugvellina og útvarps-
stöðina í Leopoldville. Kvað
hann stjórn sína „ekki mundu
þola slíkar aðgerðir lengur“.
— ★ —’
Kasavubu forseti hefir talaff
af segulbandi í útvarpsstöffina í
Brazzaville í (franska) Kongó-
lýffveldinu bæffi í gærkvöldi og
í dag — og endurtekiff, aff hann
hafi sett Lumumba af sem for-
sætisráffherra.
Hryðjuverk í Kasai
Samkvæmt síffustu fréttum frá
Elisabethville í Katanga, hefir
Tshombe forsætisráðherra sent
alþjóða Rauffa krossinum skeyti
og beffiff hann aff senda rann-
sóknarnefnd til Kasai, þar sem
herlið Lumumba fremji hin
verstu hermdarverk, ræni og
rupli og myrffi óbreytta borgara
— konur og börn. — Þá segir og
í fréttinni, aff Tshombe hafi beff-
iff 16 fullvalda Afrikuríki aff gera
ráffstafanir til þess aff stöðva
þessi glæpaverk — liff S. þ. sé
svo fámennt, aff þaff geti ckkert
affhafzt.
NA /5 hnútor
/ SV 50 hnútar
X SnjóÁtoma
> ÚSi
V Siiirír
K Þrumur
Úsraii
Kutíaski!
Hitaski/
H Hast
L LagS
Veffurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-land til Breiðafjarðar,
SV-mið til Breiðafjarðarmiða:
SV stinningskaldi, skúrir.
Vestfirðir og Vestfjarðamið:
SA kaldi eða stinningskaldi,
skúrir. ,
Norðurland NA-land, Norð-
>
urmið og NA-mið: Sunnan og
SV kaldi, víða léttskýjað.
Austfirðir og Austfjarða-
mið: Allhvass sunnan og rign
ing í nótt, léttir til með SV
stinningskalda í fyrramálið.
SA-land og SA-mið: AII
hvass SV, skúrir.