Morgunblaðið - 08.09.1960, Qupperneq 13
Fimmtudagur 8. sept_ 1960
MORGVNBLAÐIÐ
13
Berrutti sigrar í 200 m hlaupinu.
Atli Steinarsson skrifar frá Róm:
70 jbúsundir æptu einum rómi
— þegar ítali vann 200 metra hlaupið
Maður með heimsmetstima dæmdur
úr leik
Sundkeppni
Rdmarleikanna
er sundkeppni sögunnar
RÓM, 4. sept. — Ef þak hefði
veriðyfir Foro Italieo á laug-
ardaginn hefði það rifnað —
eða minnsta kosti sprungið
— þegar Berrutti, ítalíu sigr-
aði í 200 m hlaupi, slík voru
ópin og lætin í fólkinu. Völl-
urinn var setinn af 70—80
þús. manna — fleiri en búa
í allri okkar höfuðborg.
★ Náði heimsmetstíma.
Berrutti var vel að sigri kom-
inn. Hann hafði í undanhlaup-
um sýnt hvílíkur stórmeistari
hann er á sviði spretthlaupsins.
Hann sigraði í sínum riðli í und
Q99
anrás á bezta tíma, er náðist i
undanrúsum 21.0 sek. í næstu
umferð hafði hann einnig bezta
tímann — ásamt jSeye, Frakk-
landi — 20.8 sek. í undanúrslit-
um vann hann síðari riðilinn og
Setti nýtt Olympíumet 20.5 og
jafnaði um leið heimsmetið og
er einn af fjórum, sem hlaupið
hefur á þessum tíma. Hinir eru
Norton, Radford og Johnson.
í úrslitahlaupinu staðfcsti
Berrutti þennan tíma sinn —
sigraði örugglega á 20.5 sek.
Hann er eini maðurinn, sem
tvívegig í sömu keppni hefur
náð þessum heimsmetstíma.
Það er von að fögnuður væri
mikill meðal ítala. Við feng.
nm líka hellu fyrir eyrun af
öllum þeim óhljóðum. Þau
virtust ætla að verða enda-
laus og hvar sem hann sást,
sigurvegarinn, þá var klapp-
að og æpt í stúkunni sem næst
var — þetta gekk eins og alda
um völlinn hvar sem hann
fór.
-á- Með sólgleraugu.
Berrutti er undarlegur fýr. —
Hann hleypur með sérstökum
glæsibrag; léttur og skemmti-
legur — maður sem aldrei virð-
ist taka á. Einn ávana hefur
hann, þann að hlaupa ávallt
með sólgleraugu. Það er eins og
kækur hjá honum — en kom sér
vel núna í sólinni. Þau hrukku
þó af honum, er hann datt, er
hann beygði fram til að slíta
snúruna. Og hann hélt á þeim
í hendinni þangað til hann hafði
náð í fötin sín við markið. En
þá fóru þau aftur á nefið.
Á Hart stríð.
Bandaríkjarnennirnir hafa
ekki sótt ýkjamikið af málmum
til spretthlaupar.na — menn-
irnir, sem fyrirfram höfðu náð
beztu tímunum. Slíkt er ekki
einhlítt. Það þarf meira til í
Olympíukeppni en aðeins það að
hafa náð einhverjum lágmörk-
um eða beztu tímum heims. Það
þar fyrst og fremst sterkar taug
ar og rósemi hugans — en jafn
vel það er heldur ekki einhlítt.
Það þarf allt að fara saman.
Það bruguðst margir spádómar
þegar Norton var ekki á guii-
palli. En fáir hefðu trúað því,
RÓM, 3. sept. — Langstökks-
keppnin á föstudaginn er lang-
stökkskeppni sögunnar. Aldrei
fyrr hefur slík ofsakeppni verið
háð — aldrei fyrr slíkur árang-
ur náðst — aldrei fyrr hafa 4
menn í sömu keppni stokkið 8
metra. „Aldrei fyrr“ á við margt
varðandi þessa keppni.
Bandaríkj amennirnir tveir
tóku forystuna í keppninni,
Robertson í annari umferð með
8.03. Því svaraði hinn, heimsmet-
hafinn Boston í næstu umferð
með 8.12 m. Þriðji var Rússinn
Ovensjan, síðan Þjóðverjinn
Steinbach, Finninn Valkama og
Frakkinn Collardot. Þannig hélzt
röðin. þar til í lokaumferðinni.
Þá gerðist það er 4. maður í
stökkröð, Ovensjan frá Rúss-
landi, stekkur, að hann nær að
komast upp á milli Bandaríkja-
mannanna, stökkva 8.04 metra.
í næsta stökki nær Steinbach
8.00. Langstökkið hafði þá tekið
að hann ræki lestina í sinni aðal
grein, 200 metrum. Það varð
hans hlutskipti nú. Beztur Banda
ríkjamannanna varð Carney á
20l6 og hann datt líka í mark-
inu. Þeir lágu því báðir við
markið, gull- og silfurmaðurinn
í greininni — ljósmyndurunum
og sjónvarpsmönnum að bráð
— og það var óspart notað.
★ Sat og horfði ár.
Hún var sár fyrir Radford, Eng
landi í undanúrslitakeppninni í
þessari grein. Hann þjófstartaði
þrívegis og var dæmdur úr leik
fyrir. Hann sat því á sínum rassi
vonsvikinn og niðurdreginn með
an hinir börðust um framhald-
ið. Radford er „sérfræðingur“ í
200 metra hlaupi. Hann náði til
úrslita í sinni aukagrein, 100 m.
Kannski hefði hann sett strik i
reikninginn þarna. En þess í stað
sat hann „uppáklæddur í búning
og hlaupaskóm' og horfði á. —
Svona spinna Olympíuleikar ör-
lög manna misjafnt.
alla athygli þúsundanna. Það var
eitt stökk eftir. Roberson átti
tækifærið til að svara hinni ó-
væntu „árás“ Ovensjan. Og Rob-
erson var kaldur og rólegur. —
Stökk' vel og allir hlupu til og
allt var margmælt. Stökkið
mældist 8.11. Það skildi eins sm.
gull og silfur — en Bandaríkja-
menn höfðu enn einu sinni sýnt
yfirburði sína í keppni, sem
verður fræg í sögunni. Loksins
féll hið 24 ára gamla Olympíu-
met Jesse Owens. Það er lífseig-
asta Olympíumet, sem sett hefur
verið. Sennilega stendur hið
nýja met 8,12 m ekki jafn lengi.
Þannig breytast tímarnir og
mennirnir með.
A. St.
RÓM, 4. sept.: — Fáar grein-
ar mótsins hafa farið svo fram
á Olympíuleikunum að ekki
hafi verið sett Olympíumet
eða heimsmet — og oft hvort
tveggja. Að Olympíumet séu
slegin er skiljanleg þróun
mála á fjórum árum, en að
heimsmetin fjúki með 2—3—
4 og allt að 10 sekúndum, það
er saga sem segir meira um
undirbúning keppenda stór-
þjóðanna í þessari grein en
allt annað.
ár Þrjár stórþjóðir
Stórþjóðirnir í sundi eru hér
þrjár — fyrst og fremst Banda-
ríkin, síðan Ástralía og loks
Japan. Þessar þjóðir hafa hirt
flest gullin og fára þar Banda-
ríkjamenn langfremstir. Aðrar
þjóðir eru „statistar", hreppa
eitt og eitt brons — eða jafnvel
silfur, varla meir.
Lokakeppni sundsins var á
laugardag. Það var gersamlega
„fullt hús“ og meir en það —
þó tekur sundsvæðið 20 þúsund
manns. Við komum þangað hálf-
þreyttir og leiðir á íþróttum, ísl.
blaðamennirnir. Við höfðum
mætt á frjlásíþróttavellinum kl.
9 um morguninn, verið til 11.45
og aftur frá 3—7.30. Þetta var
orðin nær 14 tíma seta með tveim
stuttum hléum.
En úrslitasundin bættu okkur
þetta upp — við gleymdum rass-
særunum af hörðum trébekkun-
um þessa tvo tíma sem sundið
stóð.
★ Úrslitasund
Fyrst var 100 m baksund
kvenna og þar vann Burke, USA
gullið með yfirburðum 1.09,3 en
barátta hinna var geysihörð, 1.6
sek. skildu að 2. og 8. stúlku.
1500 m sundið var enn skemmti
legra, þó ekki væri það eins
jafnt. Englendingurinn Champi-
on hafði forystu 100 metra en
kom ekki meira við sögu. Síð-
an „leiddi" Breen, Bandaríkjun-
um sundið fram að 1000 m. mark
inu, þá tók Konrads við og
sleppti ekki forystunni. Hraðinn
var gífurlegur.
Fyrstu 100 m á 1.03,1, 200 m
á 2.08,9; 400 m á 4.31,5, 1000 m
á 11.39,3. Síðan hafði Konrads
sundið í hendi sér, en Rose landi
hans gerði þó tilraunir til vinn-
ings.
Þrír fyrstu menn voru undir
Olympíumetinu frá 1956.
á Lokaorðið
Sagan um Olympíumetin
varð enn sögulegri í næsta
sundi, 4x100 m skriðsundi
kvenna, — lokagrein sundsins
utan sundknattleiks. Á síðustu
Ieikum settu áströlsku stúlk-
urnar heimsmet og Olympíu-
met í þeirri grein og þær
höfðu náð beztum tímum nú
í undanrásum. En Bandaríkja
menn áttu tromp á hendinni,
sem þeir höfðu ekki notað.
Og þrátt fyrir að Ástralía
„leiddi“ sundið fyrstu 200 m.
þá tókst Bandarikjastúlkun-
um að tryggja öruggan sigur
á seinni sprettunum i sundi,
sem enginn gleymdi er S
horfði og sundi ann. Slíkur
var krafturinn, slík ákveðnin
og keppnin öli. Að 3. sveit
— sveit Þýzkalands — skyldi
vera nálægt gamla heimsmet-
inu sýnir framfarirnar í sundi,
1 þá átt var sundkeppnin öll
— þökk sé Bandaríkjunum,
Ástralíumönnum og Japönum
— þremur stærstu sundþjóð-
um heims. Þau gerðu þessa
keppni að mestu sundkeppni
heims — metum allra meta.
Nýliðinn
stal gullinu
frd
heimsmethafanura
RÓM, 3. sept.: — Ólympíu- |
gullin verða flest rússnesk eða
bandarisk og fari á aðra leið
vekur iþað enn meiri athygli 1
en ella. Það varð því mikill
fögnuður hér á Foro Italico á
föstudaginn, er Nýja Sjáland
vann tvö guli með 20 mín.
millibili. 0<* það voru ekki
neinar aukágreinar leikanna, i
sem þeir unnu 800 og 5000 m
hlaupið hafa ávallt verið
meðal helztu greina leikanna
klassik hlaup - og jafnvel þótt
meiri heiður að eiga sigurveg-
ara í þeim en mörgum öðrum.
Snell frá Nýja Sjálandi kom
eins og „svartur sauður“ í
þessi úrslit. Enginn hafði spáð
sigri hans, en gegnum undan
rásir og milliriðla var hann
li hinn sterki maður, sem eng-
inn fékk ógnað. Hann hljóp
svo hratt sem þurfti til að kom
ast áfram — náði meira að
segja beztum tíma allra í und-
anrás, enda var hann í harð-
asta riðlinum.
í úrslitunum endurtók sagan
sig. í hópi beztu hlaupara
heims í þessari grein var hinn
svartklæddi Nýsjálendingur
nýliði. En hann var öllum
sterkari og á lokaspretti
tryggði hann sér sigurinn —
reif gullið af heimsmethafan-
um Moens á síðustu 20 metr-
unum, ef svo má segja. Moens
hafði þá forskot, en fékk ekki
megnað að svara „lokaárás“
nýliðans.
Snell hafði ekki varpað mæð
inni er 5 km hlaupið hófst. Og 1
þar vann landi hans Hallberg
glæsilegan sigur. Nýja Sjá-
Iand var á allra vörum. Fáni
þess var tvívegis á efstu stöng
vallarins — þjóðsöngur þess
leikinn tvívegis með örstuttu
millibili. Mitt í öllu gull- silf-
ur og bronsstreyminu til stór-
veldanna hafði lítil þjóð sent
fulltrúa til leikanna, sem
höfðu skákað öllum — og
hreppt tvö gull. Þetta var sann
arlega dagur Nýja Sjálands.
— A. St.
—A. St.
Einn sentimetri
skildi gull og silfur