Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 2
MORGVTSBL AÐIÐ
Föstudagur 7. okt. 1960
Viðgerð á Gnoðar-
vogshúsunum mun
Ijúka næstu daga
Frá umræbum i bæjarstjórn
GNOÐABVOGSHÚSIN voru til
umræðu á fundi bæjarstjórnar í
gær, Guðmundur Vigfússon hót
umræðurnar og talaði fyrir til-
lögu Alþýðubandalagsmanna um
skaðabótakröfur bæjarsjóðs á
hendur verktökum þeim, sem
bæru ábyrgð á gölluðum íbúðum
í þessum húsum. Sagði Guðmund
ur, að íbúðir í þessum húsum
hefðu reynzt mjög gallaðar og
illa úr garði gerðar og frágangur
innanhúss illa af hendi leystur.
Væri æskilegt, að bæjarstjórnin
fengi tæmandi skýrslu um þetta
mál og ábyrgir aðilar yrðu látnir
sæta ábyrgð.
Geir Hallgrímsson, borgar-
Forsetinn saknaði saltfisks
EFTIRFARANDI grein birtist í Kaupmannahafnar-
blaðinu Dagens Nyheder sl. miðvikudag, ásamt með-
fylgjandi mynd a£ forsetahjónunum við brottför
þeirra frá Kaupmannahöfn.
— ÆTLAR þú að vera með
þennan tízkuhatt? spurði
forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson eiginkonu sína,
Dóru, á Kastrupflugvelli
þegar forsetahjónin voru
ljósmynduð þar við brott-
för frá Kaupmannahöfn
eftir þriggja vikna dvöl í
Danmörku.
Frú Dóra var ákveðin í þvi
að láta mynda sig með nýja
hattinn, sem er eftir nýjustu
tízku, hár, grænleitur og með
ljósgrænna bandi. í fanginu
hélt hún á gulum rósum, sem
flugfreyjan, Erna Stefánsdótt-
ir, hafði fært henni. Það gæti
litið þannig út að Asgeir Ás-
geirsson forseti væri persónu-
lega ekki eins takmarkalaust
hrifinn af öllu nýju — saman
ber háir hattar fyrir konur.
ÍSLAND EKKI FÁTÆKT
Við brottförina ræddi hann
af eldmóði um uppbygginguna
á íslandi.
— íslendingar hafa vélvætt
bæði landbúnað sinn og fisk-
veiðar, og því fögnum við,
sagði forsetinn. Fjárbúskapur-
inn er enn jafn mikiil og fyrr,
en nautgriparækt er nú að fær
ast í aukana.
Island er ekki lengur fátækt
land, heldur fjárhagslega gott
land að byggja. Það er rétt að
síldarafiinn síðastliðin 13 ár
hefur verið minni en áður, og
það veldur okkur áhyggjum.
Við vitum ekki hvort hvarf
síldarinnar starfar af heitara
veðurfari.
Hins vegar notum við okkur
veðurfarsbreytinguna til að
planta út skógi, sem við höf-
um ekki þekkt til áður. Við
notum plöntur frá Alaska og
Síberíu, þær eiga bezt við
okkar aðstæður. Og það hefur
þegar sýnt sig að þessi trjá-
gróður veldur því að áður
óþekktar fuglategundir koma
til ísiands og setjast þar að.
DANSKA
KONUNGSFJÖLSKYLDAN
Um heimsóknina til Dan-
merkur segir forseti íslands
að hún hafi verið hrein orlofs-
dvöl, en hann hefði átt tal við
konunginn og forsætisráð-
herrann. Friðrik konungur
bauð forsetahjónunum til há-
degisverðar um borð í kon-
ungsskipinu Dannebrog.
— Það var ánægjulegur við
burður, segir forsetinn.
Hvaða árekstrar sem orðið
hafa milli Danmerkur og ís-
lands áður fyrr, höfum við Is-
lendingar ávalt fundið til
sterkra tengsla við dönsku
konungsættina.
Við berum djúpa virðingu
fyrir dönsku konungshjónun-
um í dag. Mannlega séð er það
einstakur viðburður að hitta
Friðrik konung og Ingiríði
drottningu ásamt prinsessun-
um. Þetta er hamingjusöm
fjölskylda, sem gæti verið öll-
um heiminum til fyrirmyndar.
Um framtíðarsamband Dan-
merkur og íslands sagði for-
setinn: Við stöndum ætíð hvor
öðrum nær en flestar aðrar
þjóðir. Viðskiptalega kaupa
íslendingar meira í Danmörku
en Danir á íslandi.
Mikið er til af íslenzkum
vörum sem Danir kunna vel
að meta.
SALTFISKUR
En — sem gestur í orlofi og
ferðamaður í Danmörku —
verð ég að segja að það er of
erfitt að fá saltfisk á veitinga
húsi í Kaupmannahöfn. Og
fái maður hann, er hann allt
of útbleyttur. Af saltfiski á að
vera — saltfiskbragð!
Forsetahjónin fóru heim
flugleiðis með norskri leigu-
flugvél íslenzka flugfélagsins.
(Lausl. þýtt).
Vetrarstarf KFUM og K
í Hafnarfirði að hefjast
HAFNARFIRÐI. — Á sunnud.
hefst að nýju vetrarstarfsemi
K.F.U.M. og K. og verður það
með svipuðu sniði og síðastliðinn
vetur. Sunnudagsskólinn er k!
10,30 f.h. og eru öll börn velkom-
in. — Þá er drengjafundur hvern
sunnudag kl. 1,30 og svo almenn
samkoma kl. 8,30 um kvöldið
Verða fengnir ýmsir góðkunnir
menn til að flytja erindi á sam-
komunum, einnig verður söngur
og leikið á orgel eða píanó.
Verða samkomur á hverju sunnu
dagskvöldi og eru allir velkomnir
á þær. Á mánudögum er drengja
fundur kl. 8,30 og Biblíulestur
á þriðjudagskvöldum kl. 8,30.
Um hann sér, eins og í fyrra
Bjarni Eyjólfsson ritstjóri
í sumar hefir fram farið all-
mikil endurbót á húsi félaganna
hér við Hverfisgötu, það málað
hátt og lágt, og er nú sem nýtt
væri. Að þessu verki hafa ein-
ungis unnið félagar í K.F.U.M.
og unnið það allt I sjálfboða-
vinnu. Þrátt fyrir það hefir þessi
endurbót á húsinu allmikinn
kostnað í för með sér, sem félagið
rís vart undir. Er í ráði að reyna
að afla fjár upp í kostnað þenn-
an ,svo sem með hlutaveltu. Þá
má geta þess, að fjárframlögum
til K.F.U.M. og K. er veitt mót-
taka hjá stjórn félagsins ,svo sem
Jóel Ingvarssyni. — Fyrir nokkr-
um árum var steypt þak á húsið
og ýmsar aðrar endurbætur gerð
ar, og var þetta allt að sjálfsögðu
mjög kostnaðarfrekt, en nú er
húsið líka orðið sem nýtt væri og
hið glæsilegasta bæði að utan og
innan. — G.E.
— Gaitskell
Frh. af bls. 1.
þar m. a. gert ráð fyrir, að ríkið
kaupi hluti í einkafyrirtækjum
og reki þau í samvinnu við ein-
staklinga.
Á Persónulegur sigur
Eins og fyrr segir, hefir Gait-
skell verið hrósað fyrir ræðu
sína í gær — og telja sumir, að
hann hafi snúið ósigri þeim, er
stefna hans beið, upp í persónu-
legan sigur. Séu nú allar líkur
til þess, að hann verði áfram
leiðtogi _ Verkamannaflokksins,
ekki sízt eftir úrslitin í dag. —
Aftur á móti gætir uggs í mörg-
um blöðum á Vesturlöndum
vegna stefnuyfirlýsinga þeirra,
sem flokksþingið samþykkti í
gær, þess efnis, að Bretar skuli
afsala sér kjarnorkuvopnum ein-
hliða. — Rússnesk blöð hafa hins
vegar, að vonum. fagnað þeim
fréttum.
stjóri, kvað það rétt, að gallar
hefðu komið fram á þessum hús-
um, en eftirlitsmaður bæjarins
hefði á sínum tíma gert fyrirvara
um viðurkenningu á verkinu og
áskilið bæjarsjóði rétt til bóta,
ef ekki yrði bætt úr göllum. Verk
takarnir hefðu bætt úr þessum
göllum, eða verið bætt úr þeim
af bæjarins hálfu og verktökum
tilkynnt að það væri gert á
þeirra kostnað. Myndi þessum
viðgerðum Ijúka næstu daga.
Kvað Geir Hallgrímsson það tjón
sem orðið hefði vegna þessa ekki
nema hárri upphæð miðað við
.byggingarkostnað húsanna. Sú
staðreynd hindraði þó ekki að
gengið yrði að þeim verktökum,
sem bæru ábyrgð á þessu. Þar
væri þó erfitt um vik, því einn
af þremur verktökum hefði orðið
gjaldþrota, annar hefði komizt í
greiðsluþrot og bærinn yfirtekið
verk hans og sá þriðji hætt störf-
um.
Samkvæmt þessari reynslu
hefði eftirlitsmaður bæjarbygg-
inga, Gísli Halldórsson bent á
nauðsyn þess að meiri og örugg-
ari tryggingar yrði krafizt af
verktökum. Væri nú krafizt
bankatrygginga, sem væri 10%
af verkuppheeð.
Geir Hallgrímsson tók fram að
lokum, að er viðgerð Gnoðarvogs
húsanna væri lokið, mundi málið
koma aftur fyrir bæjarráð. Þar
sem bæjarráð hefði þegar haft
málið til meðferðar, væri tillaga
ALþýðubandalagsmanna óþörf og
væri rétt að vísa henni til bæjar-
ráðs.
Togarasölur
í Þýzkalandi
TOGARINN ísborg seldi í Cux-
haven í fyrradag, 64 lestir fyrir
59.062 mörk.
Haukur seldi í gær í Bremer-
haven, 150 lestir fyrir 130 þús.
mörk.
Þorsteinn þorskabítur seldi í
gær í Cuxhaven 70 lestir fyrir 59
þús. mörk.
Norðlendingur selur í Cux-
haven í dag um 120 lestir.
Mega þetta heita góðar sölur.
Bréf nozisto
foringja finnasl
BERLÍN, 6. okt. (Reuter). —
Ýmis bréf nazistaforingjanna
Martins Bormanns, Alfreds
Rosenbergs og Rudolfs Hess,
hafa fundizt í húsarústum í
Berlín, að því er vestur-þýzka
lögreglan upplýsti í dag.
Bréf þessi fundust ásamt
ýmsum skjölum nazistastjórn-
arinnar, í hálfónýtum skjala-
skáp, er verkamenn unnu að
því að rífa gamlar rústir í
vesturhluta „Tiergarten“, fyrr
um stjórnaraðsetri nazista.
Talsmaður lögreglunnar
sagði, að það mundi taka um
tvö ár að hreinsa, rannsaka og
meta þessi skjöl öll, en þau
/erða afhent bandaríska skjala
safninu í Vestur-Berlín. Þar
er safnað saman öllum skjö!-
um, er varða helztu menn
nazistastjórnarinnar í Þýzka-
landi.
Smokkfiskaveiðin
glæðist aftm
ISAFIRÐI, 6. okt. — Smokkfiska
veiðin glæddist heldur í nótt, en
talsvert var farið að draga úr
henni. Veiðist hún nú aðallega
inni í Djúpi. 1 nótt var hæsti
hlutur á mann 900 kr. fyrir 300
kíló, en þegar veiðin gekk sem
bezt hér fyrir nokkru, komst sá
hæsti upp í 2.400 krónur um nótt-
ina ( fyrir 800 kg.).
Hér er alltaf einstök veður-
blíða, sífellt logn. — G.K.
Hefur ekki skilað
peninsunum
SKÝRT var frá því hér 1 blaðinu
á þriðjudaginn, að gamall maður
hefði týnt 2000 kr., — tveina
1000 kr. seðlum utan við Útvegs-
bankann á mánudagsmorgun-
inn.
Enn hefur sá, sem þá fann pen
inganna, ekki gefið sig fram við
rannsóknarlögregluna, en vitni
að því, er maðurinn tók pening-
ana, hefur skýrt rannsóknarlög-
reglunni svo frá að hann þekki
manninn í sjón.
Þess er fastlega vænst, áður en
kerfisbundin leit lögreglunnar að
manninum hefst, að hann gefi
sig fram, því alltaf getur verið
að hann hafi ekki lesið blöðin
á þriðjudaginn og viti því ekki
forsögu málsins.
15
NA /5 hnútar
S/50 hnútar
X Snjóhoma 9 Oðt' V Skúrir K Þrumur Híœ fiihiki/
H Hm$\
li
LÆGÐARBEDTI liggur frá
Labrador austur um haf fyrir
sunnan ísland og til Bretlands
eyja. Hins vegar er háþrýsti-
svæði norður af Islandi og
suður við Azoreyjar. Austan-
átt er því ríkjandi hér á landi
og mun verða næstu daga. Er
allhvasst við suðurströndina,
en hægviðri og bjartviðri norð
anlands.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-mið: Allhvass austan,
dálítil rigning með köflum.
SV-land: Austan kaldi eða
stinningskaldi, dálítil rigning
með köflum.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Austan gola, skýjað,
sums staðar lítils háttar rign-
ing.
Vestfirðir til NA-lands,
Vestfj. mið og norðurmið: SA
og sunnan gola, víða léttskýj-
að.
Austfirðir, NA-mið og Aust-
fjarðamið: SA gola, skúrir.
SA-land og SA-mið: Austan
kaldi, rigning með köflum.