Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. olct. 1960
MÖRCUNBLAÐIÐ
17
Karl Isfeld rithöfundur
Kveðja frá bekkjarbróður
BLZTI bekkjarbróðirinn úr
menntaskóla er nú horfinn úr
'hópnum.
I Karl ísfeld var fæddur að
Sandi í Aðaldal í Suður-Þing-
eyjarsýslu 8. nóvember 1906.
Foreldrar hans voru Áslaug
Friðjónsdóttir, systir Guðmund-
ar skálds á Sandi, og Níels Jak-
obsson Lilliendahl kaupmaður á
Akureyri. Karl ólst upp í Þing-
eyjarsýslu og Eyjafirði. Harin
settist í Gagnfræðaskólann á
Akureyri, sem varð menntaskóli
á námsárum hans, og lauk þaðan
stúdentsprófi 1932. Átti Erlingur
móðurbróðir hans, kaupfélags-
stjóri á Akureyri, góðan hlut að
því að styrkja hann til námsins,
en að mestu vann Karl þó fyrir
sér á sumrum. Frá skólaárunum
átti hann hugljúfar minningar
eins og við flest, og síðustu nótt-
ina, sem hann lifði, dreymdi
hann, að hann væri kominn
(heim, norður til Eyjafjarðar.
Það þótti honum góður draum-
ur.
Karl var ritfær vel og skáli-
gefinn, eins og hann átti kyn til.
í bekk okkar voru nokkrir, sem
fengust við kveðskap. En Karl
var bekkjarskáldið — ,og eitt
helzta skólaskáldið. Oftast
samdi hann líka beztu ísienzku
stílana, en það er eitt mesta
gáfumerki í skóla. Haustið 1927
var stofnað skólablaðið Muninn,
sem var fjölritað fyrst í stað, en
síðan prentað og mun enn lifa
góðu lífi. Karl var ritstjóri
tveggja fyrstu árganganna og
birti í blaðinu alla sína skólatíð
sitthvað af ljóðum og lausu máli.
Svo snemma beygðist krókurinti
til þess, er verða vildi: ritstarfa
— blaðamennsku — ritstjórnar
— skáldskapar. Hér var ekki um
að ræða árangur leiðinlegs
„kúrista“, heldur hæfileika, eðl-
isbornar gáfur, sem voru í ætt
við snilldina, listina. Fyrir þetta
allt bárum við bekkjar- og
skólasystkini Karls vitaskuld
fyrir honum verðskuldaða virð-
ingu. En aðdáun okkar var ekki
blandin neinni beiskjukenndri
öfund, sem dæmi eru til úr skól-
um. Þvert á móti bárum við hlý-
hug og vinaþel til glað ?ærs og
ljúfláts drengs og góðs félaga.
f ' Eftir stúdentspróf skiptust
leiðir þessa seytján manna hóps
minna en ætla mætti. Rúmur
þriðjungur lagði stund á læknis-
fræði , en litlu færri. eða fimm
alls, tóku fyrr eða síðar að lesa
íslenzk fræði, og var Karl í
þeim flokknum. Hann lauk prófi
í forspjallsvísindum, en hvarf
frá íslenzkunáminu í háskólan-
um eftir tvö til þrjú ár. En alla
ævi var hann við íslenzkunám í
starfi sínu, meira en margur
okkar hinna, sem fastar sátum
f é skólabekkjum. Sem þýðandi
kom hann þegar fram opinber-
l^ga árið eftir stúdentspróf. Sið-
an var hann blaðamaður við Al-
þýðublaðið 1935—44, ritstjóri
i Vinnunnar, tímarits Alþýðus im-
bands íslands, 1944—50, vann
við dagblaðið Vísi 1954—58, og
við fleiri blöð og tímarit var
hann riðinn. Hann var áreiðan-
lega í hópi ritfærustu blaða-
manna íslenzkra um sína daga
og jafnvel frá upphafi vega.
Hann hlaut líka fyrstu blaða-
mannaverðlaunin fyrir vandað
mál og góðan stíl, úr Móður-
málssjóði Björns Jónssonar ráð-
herra á aldarafmæli hans í októ-
ber 1946.
H En jafnframt blaðamennsku
Sinni leysti Karl af höndum
tnikil þýðingarstörf og mörg
vandasöm. Ég hef undanfarna
daga handleikið rúmlega þrjá-
tíu bindi prentaðra þýðinga frá
hans hendi (fáeinar þeirra gerð-
ar í samvinnu við aðra), og vís-
ast hefur þó eitthvað undan
skotizt. Sumt eru ævisögur, svo
•em: Sagan um San Michele eft-
ir Axel Munthe (þýdd ásamt
Haraldi Sigurðssyni 1933. íyrsta
bók frá hendi Karls); Trotzki:
Ævi min (1936); Antonia Valen-
tin: Skáld í útlegð, ævisaga
Heinriks Heines (1948). En flest
ar eru þýðingarnar skáldsögur,
allt frá reyfurum til fremstu
verka heimsbókmenntanna. Hér
skal aðeins minnt á sumt.
Kamelíufrúin eftir Dumas (1938);
Sól og syndir eftir Sig. Hoel
(1939); Steinbeck: Kátir voru
karlar (1939, 2. útg. 1950) og
Ægisgata (1947); Þýddar sögur
eftir ellefu úrvalshöfunda frá
tíu þjóðum (1940); Zola: Nana
1—II (1941); Sven Stolpe: I bið-
sal dauðans (1941); Hemingway:
Og sólin rennur upp (1941) og
Einn gegn öllum (1946); Jóla-
ævintýri Dickens (1942); Jaro-
slav Hasek: Ævintýri góða dát-
ans Svæks I—II (1942—43,
þriðja bindið óþýtt); Tolstoj:
Anna Karénina, 3. og 4. bindi
(1943—44, Magnús Ásgeirsson
þýddi tvö fyrri bindin); Falk-
berget: Bör Börsson, síðari hluli
(ásamt Helga Hjörvar, 1945);
Somerset Maugham: Tunglið
og tíeyringurinn (1947); Harry
Martinson: Netlurnar blómgast
(1958, síðasta bók frá hendi
Karls). — En mests háttar er
ljóðaþýðing Karls á finnsku
goðsagnakvæðunum Kalevaia.
Kaflinn Dauði Lemminkáir.ens
kom út 1955, en fyrri hluti ljóða
bálksins (með nokkrum úrfell-
ingum) 1957. Það ár kom Kekk-
onen Finnlandsforseti hingað til
lands í opinbera heimsókn, og
fékk Karl honum í hendur fyrsta
eintak þýðingarinnar í hátíðasal
háskólans- Var Karl þá sæmd
ur riddarakrossi ljónsorðunnar
finnsku.
Af óprentuðum þýðingum er
m. a. að geta átta leikrita, sem
sýnd hafa verið í Þjóðleikhús-
inu síðasta áratug. Þau eru:
Þess vegna skiljum við eftir
Kamban (1952); Harvey eftir
Mary Ohase (1953); kvæðin í
Krítarhringnum eftir Klabund
(Jónas Kristjánsson þýddi laust
mál); Góði dátinn Svæk eftir
Hasek (1955); Fædd í gær eftir
Garson Kanin (sýnt við mikia
aðsókn 1955); Djúpið blátt eftir
Rattigan (1956); Vetrarferðin
eftir C. Odets (1956); óperettan
Káta ekkjan eftir Lehár (textar
eftir Léon og Stein, þýddir á-
samt Agli Bjarnasyni 1956).
Þá bjó Karl til prentunar Ijóð
mæli Kristjáns Jónssonar Fjalla
skálds í íslenzkum úrvalsritum
Menningarsjóðs 1949 og skrifaði
þar snotran inngang um Krist-
ján og kvæði hans. En ’jóðabók
-hafði Karl gefið út 1946. Svartar
morgunfrúr, þýdd kvæði og
frumort.
Ég hef ekki lesið nema hluta
af þýðingum Karis og er því
ekki dómbær um þær nema að
litlu leyti. En mér virðist sem
þar fari víða saxr.an viss óná-
kvæmni og vöndugleiki. Hann
getur vikið býsna langt frá
frumtexta, þegar honum býður
svo við að horfa og honum finnst
hann hafi annað jafngott eða
betra og einkum íslenzkuiegra
fram að leggja í staðinn. Oftast
fylgir hann þó fyrirmynd fastar,
þar sem hann vandar sig mest.
En hvernig sem þessu er háttað,
slær hann sjaldan slöku við mál-
DANSK.IR
mjóikurbrúsar
úr hertu aluminium fyrirliggjandi í
40 og 50 lítra stærðum.
Eggerl liristjánssan & Co. hf.
íð. Hvort sem er í þýðingum eða
frumsömdu, er það víðast hvar
vandað. Orðaforðinn er mikill
og ekki síður numinn af lifandi
manna vörum en af bókum, en
sumt nýmyndanir, nýjar sam-
setningar. Karl hafði mikið yndi
af orðunum í sjálfum sér. Það var
í senn veikleiki hans og styrk-
ur. Hann gat stundum orðið
helzti skrúðmáll, en sjaldan
varð honum orðs vant, og rnálið
lék honum í huga, þegar hann
lagði sig fram og honum tókst
upp.
Ég held, að tvennt muni eink-
um halda nafni Karls á lofti.
auk þáttar hans í íslenzkri blaða
mennsku, þótt margt hati hann
gert stórum vel. Á ég þar við
þýðingar hans á Góða dátanum
Svæk og Kalevala. Hér. kemur
líka fram fjölhæfni hans. í Góða
dátanum er stíllinm víðast leik-
andi, léttur eða mergjaður eftir
atvikum, einfaldur og þó auðug-
ur, í einu orði sagt lifandi. Þetla
er mælt mál. Það er mikið dauð
yfli, sem dottar yfir lestri þeirr-
ar þýðingar.
Kalevala-þýðingin er gerð af
mikilli íþrótt á brag og stíl, víða
svipsterk og hljómrík. Utan Finn
Jands komu fyrst fram áhrif írá
Kalevala-ljóðunum hjá íslenzku
skáldi, Jónasi Hailgrímssyni, og
var nú tími til kominn að við
eignuðumst þennan fræga sögu-
ljóðabálk í listrænni þýðingu. —
Um fyrri hlutann, sem út er kom
inn, skrifaði finnsk menntakona,
Maj-Lis Holmberg, sem ski'.ur
íslenzku vel, rækilega ritgerð í
finnskt timarit fyrir tveimur ár-
um. Þar er hlutlægt mat, getið
agnúa og ágætis, en niðurstaöan
í heild sinni lofsamleg. Væntan-
lega verður þessi ritgerð birt í
íslenzku tímariti innan skamms.
Úr síðari hlutanum ætlaði Karl
að þýða tólf kafla (hafði
einnig tvo aðra í huga). Hafði
hann gengið frá ellefu köflum
og var byrjaður á hinum síðasta,
en þar engu fulllokið. Vonandi
felur menntamálaráð öðrum
snilldarþýðanda, svo sem Helga
Hálfdanarsyni, að leggja síðustu
hönd á þýðinguna og búa hana
til prentunar.
Þegar Karl hafði komið út
fyrra hluta Kalevala, var hann
í góðu vinnuskapi og hafði á orði
að þýða Divina Comoedia eftir
Dante. Það hefði verið honum
verðugt viðfangsefni. En heiisu
hans var þá farið að hnigna, og
síðasta æviárið var hann illa
haldinn.
i
i
En hann hafði þá um uokk-
urra ára skeið notið góðrar að-
hlynningar Sigríðar skáidkonu
Einarsdóttur frá Munaðarnesi.
Þau höfðu eignazt son, Einar,
1935, og er hann nú skrifstofu-
maður hjá Almennum trygging-
um. Árið 1937 ól Þórheiður Sig-
þórsdóttir frá Ólafsvík Karli son,
sem heitir Birgir ísfeld, stundar
málanám í Moskvu og er ný-
kvæntur rússneskri stúlku.
Yngsta son sinn Sigurð ísfeld, nú
bakaranema, eignaðist Karl með
fyrri konu sinni, Guðnýju Sig-
urðardóttur fyrrv. alþingismanns
Guðnasonar. Síðari kona Karis
var frú Hildur Sivertsen. Báðurti
hjónaböndunum lauk með sam-
vistaslitum. Síðustu 5 árin bjuggu
þau svo saman, sem fyrr segir,
Karl, Sigríður Einarsdóttir og
Einar sonur þeirra og undu hag
sínum veL
Karl var fremur lágur maður
vexti, hnellinn og vörpuiegur á
velli á fyrri árum, en gerðist
nokkuð þungfær með aidrinum.
Hann var glaður á góðri stund,
sönghneigður vel gat verið f’est
um mönnum fyndnari og fjörugri
og hrókur alls fagnaðar. En þótt
hann væri félagslyndur gleð-
skaparmaður, var hann jafn-
framt einrænn og stundum
þunglyndur, en dagfarsprúður,
svo að gott var að vera í návist
hans, hvort sem betur eða verr
iá á honum.^jiann gat stundum
virzt reikull í ráði og veiklund-
aður. En hann var viðkvæmur.
einstaklega þakklátur fyrir það,
sem vel var til hans gert, og
staðfastur, þar sem hann tók
því. Afköst hans og gildi beztu
verkanna bera það með sér, að
hér fór maður, sem átti sér sinn
metnað og sína helgu dóma. —
Karl lézt í Landakotsspítala
hinn 28. september af völdum
kransæðastíflu. Bálför hans er
gerð í dag.
Við bekkjarsystkini hans flytj-
um móður hans, sonum og öllum
ástvinum alúðarkveðjur. —
Hér eftir þýðir Karl ekki Hinn
guðdómlega leik Dantes þessa
heims. En við óskum honum góðs
farnaðar á nýjum starfs- og leik
sviðum og minnumst síðustu
orðanna í Kalevala-útgáfu hang:
Kvæði mínu sný og ræðu
inri á stig, sem aldrei kannað
áður ég hef, né sæmdan stefL
Steingrímur J. Þorsteinsson.
I
Vel launað starf l
Umsjónar- og afgreiðslustarf fyrir stúlku, sem er vel
þjálfuð í verzlunarstörfum er laust í verzlun hér í
bænum. — Umsókn með nauðsynlegum upplýsingum,
sendist afgr. Mbl., merkt: „X10 — 1003“.
Sendisveinn óskast
nú þegar hálfan eða allan daginn
OIIK^
Laugavegi 178
Sendisveinn óskast
nú þegar, allan daginn eða tvo annan daginn hvor,
Einnig unglingsstúlka eða piltur til afgreiðslustarfa
ÍUIÍkVZUL
Langholtsvegi 49