Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 10
10
M O K n r /V R r 4 f> 1Ð
Föstudagur 7. okt. 1960
Sextugur í dag:
Kristján H. Jónsson
framkvæmdastjóri ísafirdi
BrigHta Bardot gengur út af sjúkrahúsinu í fylgd met vinum sínum.
Lofiö dóftur minni
hin grátandi moðir
— sagði
UM síðustu helgi sáu milljón-
ir franskra sjónvarpsáhorf-
enda átakanlegustu sýningu,
sem nokkurn tíma hefur kom-
ið í franska sjónvadpinu. Á
sjónvarpstjaldinu var lagleg
miðaldra kona, sorgbitin og
niðurbrotin. Hún varð nokkr-
um sinnum að hætta í miðju
kafi, af því ekkafullan grát
setti að henni og hún varð að
hylja andlitið í höndum sín-
um.
Kona þessi var móðir
frönsku kvikmyndadísarinnar
Brigitte Bardot, sem gerði til-
raun til sjálfsmorðs fyrir
helgi. Foreldrar Birgittu áttu
fund með blaðamönnum á
Hotel Negresco í Nizza og
þaðan kom sjónvarpsupptak-
an.
☆
Lofið þið Brigittu minni að
vera í friði, grátbændi móð-
irin blaðamennina. — Ég veit,
að þið hafið hjálpað henni til
að ná frægð, en gefið henni
nú líka tækifæri til að lifa,
lofið henni að vera í friði eins
og hverri annarri manneskju,
sem er veik. Það sem fer verst
með hana er að henni finnst
hún stöðugt vera elt og ofsótt
af blaðamönnum og ljósmynd
urum. Gerið það fyrir mig, —
gleymið henni svolítinn tíma.
Enn sagði hin hrygga móð-
ir:
— Sennilega mun það sem
nú hefur gerst eyðileggja leik
feril Brigittu, en það skiptir
ekki lengur máli. Það eina
sem skiptir máli er að hún fái
að lifa.
í samtalinu við blaðamenn
og við sjónvarpið gekk móðir-
in jafnvel svo langt, að hún
skoraði á franska blaðalesend-
ur að kaupa ekki þau blöð,
sem næstu vikur birta grein-
ar og myndir um einkalíf
stúlkunnar.
☆
Daginn •ftir sjónvarpssýrr-
ingu þessa fékk Brigitta litla
að fara úr sjúkrahúsinu. Mik-
ill fjöldi blaðaljósmyndara
safnaðist saman við anddyri
sjúkrahússins, þegar að því
kom, að hún skyldi ganga út
og 18 lögreglumenn stóðu vörð
til þess að koma í veg fyrir
ásókn blaðamanna. Hún var
mjög föl og veikluleg. Það var
bundið um báða úlnliði henn-
ar, en í sjálfsmorðstilrauninni
hafði hún bæði tekið inn eitur
og reynt að skera sig á báða
úlnliði. Hún var fögur en lot-
in og auðmjúk. Hún var búin
brúnni ullarpeysu, með hvít-
an klút um höfuðið, í þröng-
um síðum buxum og hélt á
einni rauðri rós.
Þótt margir blaðamenn og
Ijósmyndarar hefðu safnazt
þarna saman má segja þeim
það til hróss, að í þetta skipli
voru þeir ekki eins ágengir
og venjulega þegar Brigitte á
í hlut. Þeir voru óvenjulega
kurteisir og vingjarnlegir.
☆
Þegar Brigitte var setzt inn I
bílinn sem átti að flytja hana
á brott beygði einn sig niður
að opnum bílglugganum og
sagði í ástúðlegum tón,, Ham-
ingjan fylgi þér, Brigitta
mín“.
Þá brosti hún í fyrsta skipti
og þakklætið skein út úr aug-
um hennar um leið og eítt
einasta orð kom eins og lágt
hvísl af vörum hennar: —
Merci. Þakka þér fyrir.
Það var samkomulag um
það meðal allra blaðamann-
anna að enginn skyldi að
þessu sinni fylgja eftir bif-
reið Brigittu.
☆
Sjálfsmorðstilraun Brigittu
Bardot er talinn einn mest;
harmleikur í kvikmyndasögu
Frakka. Enginn veit með vissu
hvað olli því að hún greip til
þessa óyndisúrræðis. En í
frönsku blöðunum hefur
mörgu verið um kennt.
Eiginmaður Brigittu Jacq-
ues Charrier er ekki beinlínis
vinsæll í Frakklandi um þess-
ar mundir og þorir hann ekki
annað en að vera í felum.
Menn telja að hin brjálæðis-
lega afbrýðissemi hans, rifrildi
og stöðug illindi við Brigittu
hafi haft mestu áhrifin til að
leiða stúlkuna í þá mklu ör-
væntingu sem hún komst í.
Einnig er franska leikstjór-
anum Henri-Georges Clouzot
kennt um. Hann hefur að und-
anförnu stjórnað kvikmynda-
upptöku á „La Verité“ sem
Brigitte leikur I. Er sagt að
hann hafi verið mjög harður
og vægðarlaus við þessa
fallegu og viðkvæmu stúlku.
Hann hefur neitað því sem
sum blöð segja, að hann hafi
barið stúlkuna, en viðurkenn-
ir að sum atriðin hafi verið
mjög hræðileg og æsileg og
kveðst haan búast við að hún
hafi tekið inn deyfilyf til að
þola þá raun.
Nú veit enginn franskra
blaðamanna, hvar BrigittA
Bardot er niður komin, en
tilkynnt hefur verið að hún
dveljist á sveitasetri einu um
70 km frá Nizza. Þar fær hún
vonandi að vera í friði, þvi
að það er eina lífsvon hennar.
að blaðamennirnir hætti að
ásækja hana.
um 21 árs gamall og er enn á
sjónum til ársins 1931, ýmist i
farmennsku eða á togurum sena
stýrimaður. Lét Kristjám sjó-
mennskan vel og alltaf kom þeim
ágætlega saman honum og Ægi
kóngi ,þar til Amor tók upp á því
að blanda sér í vinskap þeirra,
og sigraði báða, Ægi og Kristján,
er hinn síðarnefndi gekk að eiga
heitmey sína hinn 1. júlí 1933,
Önnu Sigfúsdóttur frá Galtastöð-
um á Fljótsdalshéraði. En það er
öruggt, að frú Anna hefur í all-
an máta bætt manni sínum upp
skilnaðinn við Ægi, og mun Krist
ján telja það sinn mesta gæfudag
um ævina, er þau bundust trygða
böndum.
En ekiki settist Kristján í helg-
an stein í landi, hann keypti
verzlun Magnúsar Magnússonar
og rak hana til ársins 1939, en
árið áður hafði hann sett á stofn
með systur sinni Sigríði, verk-
smiðjuna Hektor, sem hann hef-
ur veitt forstöðu frá byrjun og
til þessa dags. Þá gerðist hann
aðstoðarhafnsögumaður og síðar
yfirhafnsögumaður ísafjarðar, er
Eiríkur Einarsson féll frá. Þvi
starfi lét hann af fyrir nokkrum
árum að ráði lækna sinna, því
þetta er lýjandi starf, sem næt-
urvökur og volk fylgja. Og þó
Kristján hafi alla ævi verið
hraustur maður og rammur að
afli, eins og hann á kyn til í báð-
ar ættir, þá er slíkt starf með til
heyrandi vosbýð og vökum þreyt
andi og setur merki á mann, er
ævisólin gengur til vesturs.
Ekki hefur Kristján komist hjá
að gegna ýmsum öðrum störfum,
félagslegum og opinberum. Hana
átti um tíma sæti í bæjarstjórn
ísafjarðar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, var lengi í hafnarnefnd
kaupstaðarins, í stjórn Félaga
opinberra starfsm.anna á ísafirði,
einn af stofnendum og franv-
kvæmdastjórum fyrirtækisins
Þéttimór, var um hríð trúnaðar-
maður Verðlagsstjóra fyrir Vest-
firðina. Auk þess hefur Krist-
ján tekið þátt í ýmsri félagsstarí
semi og má þar nefna t.d. Odd-
fellowregluna, er hann hefir
helgað mjög krafta sína um ára-
tuga skeið. Að koma á heimili
þeirra Önnu og Kristjáns er ein*
og að koma til beztu vina. Gest-
risni þeirra er sérstök, þar er eng
in uppgerð, sem mætir vini eða
gesti, heldur fölskvalaus alúð og
hjartahlýja samfara rausnarskap
og höfð in glegum veitingunK
Framhald á bls. 19.
Móðir Brigittu fær grátkast á sjónvarpstjaldinu.
JÚ, það er áreiðanlegt, hann er
sextugur í dag. Hann er einn af
þessum góðu og gildu aldamóta-
mönnum, fæddur 7. okt. 1900 á
ísafirði, en þar bjuggu þá for-
eldrar hans Jón skipherra Páls-
son og Símonía Kristjánsdóttir,
bæði úr Arnarfirði af alkunnum
ættum, sem ekki verða raktar
hér. Voru börn þeirra hjóna
fimm, tvær telpur dóu kornung-
ar, sú þriðja ctó um tvítugt.
Fjórða systirin er Sigríður Jóns-
dóttir kaupkona á ísafirði, al-
kunn merkis- og dugnaðankona.
Snemma beygðist. krókurinn að
því sem verða vill og fór Krist-
ján 15 ára gamall til sjós og mun
um tíma hafa verið hjá Þorbergi
Steinssyni skipstjóra frá Þing-
eyri, og þar var undirstaðan lögð
á traustan og farsælan hátt. En
sautján ára gamall fer Kristján I
siglingar erlendis og er lengi hjá
Eimskipafélagi íslands, tekur far
mannapróf í Stýrimannaskólan-