Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 20
20
MORCUNftLAÐIÐ
Föstudagur 7. okt. 1960
o
Lloyd C.
Douglas
29
ar áður en Phyllis Dexter, með
rósakinnarnar sínar og spékopp
ana vissi, hvernig það er að fá
jarðfastar hugmyndir rifnar upp
með rótum, og láta setja hverja
titrandi taug undir smásjá . . .
Phyllis sá brosið og fór inn í
herbergið sitt með andlitssvip,
sem líktist þeim, sem rvú var á
Pat. Hún hafði sjálf öðlazt
reynslu síðan þær hittust fyrr
um daginn.
— Pat! kallaði hún skömmu
síðar. — Við erum boðnar í kvöld
verð hjá dr. Norwood. Sonja var
að hringja.
Þögn.
— Hvort sem þig langar eða
ekki, verðurðu að herða þig upp,
Pat. Sonja verður afskaplega von
svikin, ef við bregðumst henni.
Kitthvert þrusk heyrðist í dag
stofunni, en ekkert svar.
— Eg vildi nú að vísu heldur
láta skjóta mig, sagði Phyllis,
með höfuðið inni í fataskápnum.
Eg hef nefnilega líka átt and-
styggilegan dag, geturðu verið
viss um.
— Gott og vel, sagði rödd Pats,
sem virtist sætta sig við þetta.
— Eg get bara ekki sagt, að ég
sé neitt að deyja af tilhlökkun.
— Það heimtar heldur enginn
Iaf þér, en við megum bara ekki
bregðast Sonju. Hún reiðir sig
á okkur. í hvað eigum við að
fara. Við megum ekki láta litina
okkar komast í hár saman.
Kannski þetta atriði geti lifgað
Pat við, hugsaði Phyllis.
— Hvað segirðu um, að við
verðum báðar í sekk og ösku?
Phyllis hló. Meinfýsni tónn-
inn í Pat spáði góðu ög líktist
henni. Pat kom nú inn og settist
á rúmið.
Nú kom Sonja þjótandi inn og
leit á báðar á víxl. Hún stillti
sér upp fyrir framan þær, sneri
þumalfingrunum, hvorum um
annan og lagði andlitib í skringi
iega hátíðlegar fellingar. — Ef
ekki á að halda fleiri ræður yfir
þeim dauða, er bezt að taka til
við moldarverkin.
— Sonja! sagði Phyllis ógn-
andi. — Pat hefur verið að tala
við dómprófastinn.
— Það veit ég, og eins hitt, að
henni líður eins og hún hafi ver
ið dregin gegnum skráargat . . .
þannig fór að minnsta kosti fyrir
mér á sínum tíma, og ég grenj
aði í samfleytta þrjá daga á eftir.
En þú ert nú skynsamari en ég
var, Pat, og þarft bara að taka
þig saman. Nú skaltu fá að sjá
, hann Andy minn Norwood. O,
hann er hreinasti engill, ef ég
mætti svo til orða taka.
— Það mætti halda, að þú hefð
ir alið hann upp á pela, sagði
Pat og hló.
— Jæja, svaraði Sonja í varnar
skyni. — Þegar ég tók hann að
mér, var hann ekki annað en mol
þurr háskólaprófessor, sem gat
ekki talað um neitt nýrra en
frönsku stjórnarbyltinguna. Nú
getur hann dansað og allt mögu
legt . . . Farðu nú fram, Pat, og
fáðu þér heitt bað og hvíldu þig
svo næsta hálftímann.
Pat gat ekki staðizt þessar fyr
irskipanir Sonju og brátt heyrð
ist buslið í baðherberginu.
— Þú hlýtur að hafa átt spenn
andi dag, væna mín, sagði Sonja,
þegar þær voru orðnar einar.
Þegar klukkan var eitt, og við
orðnar banhungraðar, hringdum
við í kirkjuna og fengum að vita
hjá séra Simpson, að hann hefði
þá rétt áður séð þig fara út í
garðinn með rauðan hund með
þér . . . er séra Simpson vitlaus,
eða er ég það?
— Bæði, en það var nú samt
rauð tík og heitir Sylvía.
— Sylvía? Nú, jæja, því ekki
það, en haltu bara áfram. Þetta
virðist ætla að verða afskaplega
dularfullt. Þú ert vonandi ekki
að Ijúga mig fulla?
— Maður, sem hét hr. Parker
kom í viðtal við dómprófastinn,
og skildi eftir hundinn sinn í bið
stofunni Eftir tvo klukkutíma
fór hann svo út um aðaldyrnar,
en Sylvía varð eftir. Þegar klukk
an var hálfeitt, fór ég inn til
dómprófástsins — því að hinn
maðurinn, sem kom í viðtal,
hafði gefizt upp á að bíða og
var farinn, og svo þegar hr.
Parker var þar ekki heldur, sagði
ég: „Hann hefur gleymt hundin-
um sínum. En séra Harcourt svar
aði, að hann myndi áreiðanlega
koma og sækja hann.
— En hvað varðaði þig um
þetta? spurði Sonja. — Var þetta
svona hrífandi hundur?
— Já, svaraði Phyllis, viðutan.
— Og kannski hrífandi maður
. . . þori ég að veðja upp á.
Phyllis reyndi, í þessu vingjarn
lega en nærgöngula réttarhaldi,
að skýra. frá þessu merkilega
móti við hr. Parker, sem var svo
gleyminn, og hvernig það hefði
atvikazt, að hann bauð henni til
morgunverðar, ferð þeirra til St.
Lawrence-hótelsins með tíkina
. . . og svo . . .
— Þetta er bara afskaplega
spennandi, sagði Sonja, þegar
Phyllis snarþagnaði. — Og hvað
varð svo?
Phyllis, sem vissi ekki almenni
lega, hvað hún átti til bragðs að
taka, fór að laga til einhver blóm
í vösum, en Sonja horfði á hana
augum, sem glömpuðu af for-
vitni.
— Svo ókum við inn í borgina,
hélt Phyllis dræmt áfram, — í
lítið, franskt veitingahús, sem
hann þekkti . . . það var í Heyes
götu . . .
— Það var skrýtið. Heyesgötu,
segirðu?
— Já, laug Phyllis, hraustlega
— og þar fengum við . . . iátum
okkur nú sjá . . . fryst styrju-
hrogn . . . sherry . . .
— . . . og eina af þessum in-
dælu pönnukökum, sem þeir
steikja á glóð, var það ekki?
— Já, og svo dönsuðum við . . .
það var ágætis músik þarna . . .
—■ Dansar hann vel? spurði
Sonja, og er Phyllis játaði því
með höfuðhreyfingu og hraust-
legu brosi, sem var samt ekki sér
lega sannfærandi, hélt hún áfram.
— Kanntu vel við hann? . . . Já,
auðvitað gerirðu það! Þú ert
með hálfgerðan sektarsvip.
Nú kom Pat í slopp úr baðinu
og Sonja stakk upp á, að Phyllis
færi að dæmi hennar, og Phyllis
varð fegin að sleppa. Jafnskjótt
sem hún hafði lokað að sér, sett
ist Sonja á stólbríkina hjá Pat og
tók að trúa henni fyrir leyndar
málinu.
— Sjáðu til! Nú er Phyllis bú
in að hitta mann, sem hefur bein
línis dáleitt hana. Þetta er víst
það, sem kallað er ást við fyrstu
sýn. Hann bauð henni sem sé til
hádegisverðar fyrirvaralítið, og
hún var eins og rugluð, þegar
hún var að segja mér frá því . . .
og frásögnin var öll meira og
minna götótt.
— Já, og sumu í henni ofaukið,
sagði Pat dræmt.
— Vafalaust. Og í rauninni er
ekkert við það að athuga, því að
ég gekk á hana eftir beztu getu
og hún gerði hvað hún gat til
að sleppa . . . nú, þetta var nú
bara nokfcuð sem mér datt í hug
. . . þessi maður er áreiðanlega
heiðursmaður . . . hvað segirðu
um að við fengjum Andy til að
koma sér í samband við hann og
bjóða honum með okkur í kvöld?
Gæti það ekki verið gaman? Við
segjum auðvitað ekkert um þetta
við Phyllis, heldur látum þau
bara rekast hvort á annað ófor-
varandi.
— Eg veit ekki almennilega,
svaraði Pat. — Ef allt væri í lagi
heldurðu þá, að Phyllis hefði átt
svona erfitt með að segja frá
þessu ævintýri sínu? Hún hefur
verið afskaplega utan við sig í
dag, af hverju sem það nú kann
að stafa. Kannski vill hún síður
hitta þennan mann. Mér finnst
við ættum að spyrja hana sjálfa,
áður en við gerum nokkuð, finnst
þér ekki?
Sonja gekk beint að baðher-
berginu, barði á dyrnar og opn
aði síðan hurðina í hálfa gátt.
— Phyllis! öskraði hún til þess
að yfirgnæfa dyninn í vatninu.
Væri þér það nokkuð á móti
skapi, ef Andy byði honum hr.
Parker þínum í kvöld?
Það varð löng þögn. Vatnið
hætti að renna — og það mátti
geta sér til, að unga stúlkan væri
að nota biðina til þess að hugsa
sig um svarið. Pat lokaði augun
um,hristi höfuðið, og henni var
það þegar ljóst, að þessi afskipta
semi Sonju myndi ekki fá góðar
undirtektir.
— Hann kemur ekki, svaraði
Phyllis loksins. — En þakka þér
fyiir nærgætnina, Sonja, en þú
skalt ekki hugsa um þetta frekar
Svo fór vatnið að renna aftur.
— Þau hafa orðið ósátt, taut-
aði Sonja, gremjulega, — Það var
leiðinlegt. Þarna gengur Phyllis
og " er einmanlegri en nokkur
annar í heiminum, svo kemur
loks maður, sem henni lízt á, og
svo fer allt út um þúfur aftur!
— Ef við bara þekktum svolít-
ið meira til hans, tók Ppt fram í.
Sonja tautaði eitthvað, sem
Skáldið 09 ntamma litla
1) Pabbi, þú rofaðir að lesa fyrir
mig, þegar ég væri kominn í rúmið.
2) Já, við skulum athuga málið ....
3) Hvert vorum við komin, þegar
ég sofnaði í gær?
PLEASE QUIT
a
r
4
ú
— Ég er þér þakklátur Markús
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig.
— Ég mun fylgjast með mynd-
unum þínum í tímaritinu . . .
Haltu áfram að vinna að þeim,
þá áttu framtíð fyrir þér!
— Ég keyptj handa þér svo-
lítið af málaradrasli sonur . . .
Taktu það og farðu að mála . . .
Ég skal annast skyldustörfin-
— Sjálfsagt pabbi-
Á meðan, í kofa Jóa Malotte i
Norðurskógum . . .
— Hættu að hafa áhyggjur Jói.
. . . Þetta verður allt í lagi!
— Ég get það ekki María . . .
Markús verður ^ð koma! - ,
/ 4
ekki heyrðist, en var einna likast
„hver skrattinn!“, og gekk síðan,
einbeittlega að símanum. Hún
náði í séra Simpson, sem gaf
henni sambandi við einkasima
dómprófastsins. t
— Eg vona, að ég geri ekki
ónæði, sagði hún, — en Phyllis
hefur af tilviljun hitt mann S
dag, sem hafði verið inni hjá yS
ur. Munið þér eftir honum? Það
er út af honum, sem ég er aS
hringja. Mig hálflangaði að fá
hann í kvöldverðarboð í kvöld.
Er ekki allt í lagi með hann?
Þekkið þér nokkuð til hans? Get
ég boðið honum? t
Pat hlustaði á skæra rödd dóm
prófastsins, sem hún gat heyrt
,alla leið þangað sem hún stóð.
Hún sá glettisglampa í augum
Sonju.
— Já ég þekki hann. Það er
allt í lagi með hann; ég myndi
ekki hika við að bjóða honum
heim til mín.
— Ágætt. Þá ættuð. þér að
gera það. Annað kvöld?
— Eg skal athuga málið, svar
aði klerkur, eftir nokkra þögn.
Þegar Sonja hafði sleppt síman
um, sat hún kyrr andartak og
barði hvítum hnúunum á tennur
sínar. *
—Pat, sagði hún hátíðlega. —
Við erum af tilviljun orðnar þátt
takendur í leyndarmáli. Parker
er í lagi — verðugur þess að
verða boðinn til dómprófastsins
— en ekki annað kvöld.
— Þú ættir að hætta þessu,
áður en oflangt er farið, Sonja.
— Ekki að nefna, svaraði Sonja
einbeitt. Þessu verð ég að ráða
til lykta.
Hún gekk aftur að símanum,
náði í Norwood og sagði honum,
að þær hefðu eignazt nýjan vin.
Norwood kvaðst fús til að bjóða
honum í kvöldverðinn með þeim.
— En er það ekki ofseint?
sagði hann. — Hver veit nema
hann hafi lofað sér annarsstaðar
. . . Sagðirðu St. Lawrence?
Þegar Phyllis kom úr baðinu,
stóð Sonja bogin yfir símaborff
inu. Hún leit spurnaraugum á
þær á víxl, og Pat, sem fannst
SUtltvarpiö
Föstudagur 7. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.13
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn-
ingjar.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Herúlakenning Barða
Guðmundssonar (Skúli Þórð-
arson magister.)
20.55 Islenzk tónlist: Islenzkir kór
ar og hljómsveitir flytja al-
þýðulög.
21.35 Utvarpssagan: ,,Barrabas“ eftir
Pár Lagerkvist; IV. (Olöf Nor-
dal).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f
Havana'* eftir Graham Greene;
XX. (Sveinn Skorri Höskuldsson),
22.30 Djassþáttur í urnsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.10 Dagskrárlok.
Laugarðugur 8. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15
Tónleikar. — 8.30 Préttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3 40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). ,
12.00 Hádegisútvarp. w
(12.25 Fréttir og tilkynnir.gar). T
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. — Fréttir kl.
15.00 og 16.00).
14.00 Laugardagslögin. — (Fréttir kl.
15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Smásaga vikunnar: ,,Sesselja“ eft
ir Johannes V. Jensen í þýðingu
Olafs Hauks Arnasonar skólastj.
(Þóra Friðriksdóttir leikkona
les).
20.55 Tónleikar: ,,AstaljóðavaIsar“ opw
52 eftir Ðrahms (Austurrískir
listamenn flytja undir stjóm
Ferdinands Grossmanns).
21.20 Leikrit: „Gestir hr. Birowskis**
eftir Gtinther Eiöh í þýðingu Ingi
bjargar Stephensen. Leikstjóri:
Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danfil^r. — 24.00 DagskJ*rk4fc