Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 22
22 V n n r rr v n r 4 fí 1 f> Föstudagur 7. okt. 1960 Vonbrígði t staö gulls i Rómarferð Einn af fótfráustu monnum heims hefur kvatt frjálsíþróttir MARGIR af beztu íþrótta- mönnum heims urðu fyrir sárum vonbrigðum á Olympíu leikunum í Róm. Sumir komu beinlínis þangað — að eigin skoðun og margra annarra — til að sækja guilið fyrir eina keppnisgrein eða fleiri. Svo öruggir sigurvegarar þóttu þeir. ★ III örlög. Einn af þessum mönnum var Bandarjkjamaðurinn Norton, sem spáð var sigri í spretthlaupun- um. En örlög hans í þeirri keppni urðu öhnur og verri. Þessi „öruggi sigurvegari" lenti í 6. sæti bætfi í 100 metrum og 200 m. Og ekki nóg með það. Það var hann sem átti sök á því að banda- ríska sveitin í 4x100 m boð- hlaupi var dæmd úr leik. Það urðu því vonbrigði en ekki gull sem Norton sótti til Rómar. ★ Kvaddi frjálsíþróttirnar Með þetta í huga er kannski skiljanlegt að hann hafi sagt sitt síðasta orð í frjálsum íþróttum. Hlaupin hans í Róm urðu hans síðustu hlaup á því sviði. Þegar heim kom gerði hann samning við félag þar, og er nú atvinnumaður í amerískum fót- bolta. Vera kann að einhverjum Rakel Bessadóttir 80 ára Við ljósbrot frá liðnuim dögum ég leysti upp minjasjóð, nam an,gan frá önduðum blómum og yl frá kulnaðri glóð. EITTHVAÐ þe&su lík voru þau hughrif, er gripu mig, þegar ég fyrir nokkrum dögum las afmæl- isgrein um Rakelu BessadóttOr áttræða. Mér hvarf hugur frá borgarys og önn í hljóðan faðm blárra fjalla í nyrztu byggðum Húnaþings, hann hvarf á vlt iþeirra löngu liðnu unaðsstunda, sem æskan ein getur átt í hópi vina og nánustu ættingja. Að þessu sinni varð mér skýrust í fauga mynd Rakelar eins og ég man hana unga og þó óvenju þroskaða konu. Hvar sem leið hennar ló duldist engum, að þar fór engin venjuleg kona. Hinn sterki persónuleiki hennar, frjáls mannleg reisn í fasi og sá hressi legi blær bjartsýnis og dreng- lyndis, sem frá henni streymdi, vöktu hvarvetna athygli, enda hefir henni aldrei orðið vinavant á sinni löngu æfileið. fflifflgl £V,,«8, veitist erfitt að elta þennan fót- fráa mann uppi á þeim velli. Vetrarstcuf frjálsíþróttadeildar KR Tímar fyrir byrjendur bæði drengi og stúlkur VETRARSTARFSEMI íþrótta félaganna fer nu senn að hefjast Svo sem verið hefur undanfarin ár mun frjálsiþróttadeild Knatt- spymufélags Reykjavíkur efna til æfinga á vetri komanda, og munu þær verða með nokkuð svipuðu sniði og var í fyrravet- ur. Æfingarnar verða í íþrótta- húsi Háskólans undir stjórn Benedikts Jakobssonar, íþrótta- kennara Háskólans, sem einnig hefur verið þjálfari frjásiþrótta- manna KR um langt árabil. I félaginu mikill fengur að homim, þar sem vart er að finna sér- menntaðri mann hér á landi í þvi fagi. á Tímar fyrir byrjendur. Félagið hyggst beita sér fyrir nokkurri nýbreytni hvað æfing- ar snertir nú í vetur. Eru þær einkum fólgnar í því, að efnt verður til tíma fyrir unga drengi og stúlkur, byrjendur. og verða þeir sérstaklega við hæfi þeirra. Fyrst um sinn verða tveír tímar í viku með því sniði, á mánu- dögum kl. 7,40—8.30 fyrir drengi og föstudögum á sama tíma fyr- ir stúlkur. Þeir tímar verða und Lækningastofan • er flutt í Túngötu 5. Viðtalstími kl. 3,30—4,30 e.h. nema laugardaga eftir umtali. Sími á stofu 15970. Víkingur H. Arnórsson, læknir. Bifreiðastjórar Opið alla vivka og helga dag frá kl. 8 f.h. til 11 e.h. — Einnig í matartímanum. Hiólbarðaverkstæðið HRAUIVHOLT (við hliöina á Nýju sendibílastöðinni við Miklatorg) Skrifstofustúlka (ritari) — óskast að Náttúrugripasafni íslands frá næstkomandi áramótum eða nú þegar. Vélritunar- og roálakunnátta nauðsynleg. — Umsóknir sendist Náttúrugripasafninu fyrir 10. okt. n.k. ir samstjórn Benedikts Jabobs sonar og Guðmundar Þorsteins- sonar, millivegalengdahlaupara, en hann hefir lokið námi við íþróttaskólann á Laugarvatni. ★ Vaxandi áhugi. Ahugi á frjálsum íþróttum hefur farið mjög vaxandi með- al stúlkna nú undanfarið, eins og greinilega kom fram í mótum sumarsins, og er það með sér- stöku tilliti til þess, að nú er efnt til sérstakra æfinga fyrir þær. Þá er þess vænst, að byrjenda tímar drengja verði til þess að laða fleiri til iðkana frjálsra í- þrótta, enda er það einmitt þar sem Islendingar hafa á undan- förnum árum náð hvað lengst. í ráði er að fjölga bæði stúlkna- og drengjatímunum upp í tvo fyrir hvorn hópinn er á veturinn líður. Æfingar hinna eldri verða mjög með sama sniði og veriðj hefur. Fyrri hlúta vetrar verð- ur lögð áherzla á venjulega le’k fimi, staðæfingar o. fl., en et líða tekur á, þyngjast æfingarn- ar og upp úr áramótum hefjast hinar svokölluðu þrekæfingar, en Benedikt mun fyrstur manna hafa tekið þær upp fyrir tveim- ur árum. Hafa þær gefizt mjög vel, og þær einar eru á við margfalt lengri æfingu með gamla sniðinu. Hámarki ná þær æfingar siðara hluta vetrar, og eru þær grundvöllur þess að menn geti sinnt sumaræfingum á þann hátt sem vænlegastur. er til árangurs. Tímar hinna eldn verða því tveir i viku, á mánu- dögum og föstudögum kl. 8,30 —9,20. ★ Góð efni . Það hefur margoft komið fram í viðræðum við erlenda þjálfara, sem hér hafa dvalizt, og aðra er kynnt hafa sér í- þróttamál hér á landi, að hér er að finna mörg og góð efni í í- þróttafólk, og því er það von frjtálsíþróttadeildar, að sú ný- breytni sem hér er riðið á vaði með, muni hljóta góðar undir- tektir. Allar nánari upplýsýingar gef- ur Sigurður Björnsson, formaðurj deildarinnar, í síma 10798. - Allsherjaþingið Framh. af bls. 8 að vernda hann fyrir. Það hefur allt aðra sögu að segja af upp- reisninni 1956 en hann. Sú saga gleymist ekki. Og á spjöldum veraldarsög- unnar mun uppreisnin í Ung- verjalandi haustið 1956 og þeir, sem drekktu henni í blóði frelsisunnandi fólks fá allt annað eftirmæli en það, sem fólst í ræðu Janosar Kadars á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna haustið 1960. Dimmar blikur á lofti Eftir hálfsmánaðar setu þessa þings verður ekki annað sagt, en dimmt hafi verulega í lofti í al- þjóðamálum. Kalda stríðið hef- ur kólnað að mun. Möguleikar stórveldaleiðtoganna til þess að hittast og hefja vinsamlegar við- ræður að nýju hafa versnað. Nær óhugsandi er að Krúsjeff og Eisenhower hittist að sinni. For- setinn hefur þó lýst yfir að hann sé reiðubúinn til þess að láta utanríkisráðherra sinn hafa sam- band við utanríkisráðherra Rússa til þess að kanna möguleika á samningaviðræðum. En fullkomin óvissa ríkir um það, hvað Krúsjeff hyggst raun- verulega fyrir. Fæst hann til þess að taka upp ærlegar umræður um afvopnUn og raunhæft eftir- lit með henni? Það er sú spurn- ing, sem efst er á baugi í dag. Sú setaðreynd verður ekki sniðgengin ,að það eru Rússar, sem gefa tóninn í umræðum á þessu þingi. Það er forsætisráð- herra þeirra, sem hleypt hefur þar öllu í bál og brand. Meðan haturstónninn heldur áfram að hljóma í ræðum hans og fylgis- manna hans er hætt við að lítill árangur verði af störfum þings- ins. Jafnhliða heldur vald óttans við ný ógnarátök áfram að auk- ast í hugum þjóðanna. Rakel er fædd að ökrum 1 Fijótum norður 18. sept. 1880. Foreldrar hennar voru Bessi Þor- leifsson, skipstjóri, atorku- og drenigskaparmaður og Guðrún Einarsdóttir Andréssonar frá Bólu, sem talinn var af sinni samtíð sérkennilegur gáfumaður og gott alþýðuskáld. Guðrún var mikilsvirt gáfukona og skáid- mælt vel. Rakel fluttist barn að aldri með foreldrum sínum vest- ur í Húnavatnssýslu og divaldi I föðurhiúsum unz hún í blóma lífs ins giftist Guðlaugi Þorláikssyni, velgefnum prýðismanni. Þrátt fyrir litil fararefni reistu þau sér heimili um þjóðbraut þvera, ef svo mætti segja, við fjölfarinn fjallveg og veittu þar góðan beina hverjum gesti, sem að garði bar. Þeim varð sjö mann- vænlegra barna auðið og komust öll til fullorðins ára, en uppkom- inn myndarpilt misstu þau og varð hann þeim mikill harm- dauði. Það mun öllum ljóst, að starf- svið húsmóður á slíku heimili er erfitt og umfangsmikið, en Rak- el hafði þá skapgerð, sem ekki lætur bugast, þó öðru hvoru rísi fjall við fang. Á þessum vett- vangi hefir hún háð sigursæla baráttu í hartnær hálfa öld og brást þar aldrei orka né atgervi. Önn einyrkjans er margþætt, en Rakel bjó yfir ótrúlegri verk- hæfni. Hvort sem setið var við sauma, rokkurinn þeyttur eða unnið á teignum, allt bar vitni um hennar högu, afkastamiklu hönd. Rakel hefir ekki ein.göngu verið dáð fyrir gestrisni, likams-. • orku, verkhæfni og félagsstörf, heldur og ek-kí hvað síst fyrir ljóðgáfu sína, en henni liggja rím o.g stuðlar jafnlétt á vörum og óbundið mál. Ljóð hagyrðinga eða alþýðuskálda eru ef til vill ekki þung á bókmenntavog nú- tímans, en þau hafa samt borið ómetanlega birtu inn í fábrotið líf alþýðu manna bæði til sjávar og sveita. Þau eru eins og blær- inn, sem kemur og fer, á erfið- um stundum sem andvarp, er léttir þreyttum huga, en við gleði sýn eins og litill lofsöngur til ljóssins og fegurðarinnar. Ekki verður heldur skýrt til fulls Frh. á bls. 23 Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda: Fjólugötu T ómasarhaga Talið við afgreiðsluna. JRovgitttÞlfi&ife Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.