Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 3
Föstuíagur 7. okt. 1960 MORCVNBLAÐ1Ð 3 Ferskur fiskur í SVO oft hefir verið sagt frá * því í blöðum og útvarpi, að fiskur hafi verið fluttur flug- leiðis á erlendan markað, að varla er hægt að telja slíkt til stórtíðinda lengur. En þó eru það tíðindi út af fyrir sig þegar duglegir áhugamenn Ieita nýrra markaða og nýjar aðferðir eru notaðar við' út- flutning á þessari aðalfram- leiðsluvöru okkar. í enska vikublaðinu Fish Trades Gazette þann 17. sept. sl., er grein um fiskútflutn- inga til London með Viscount- flugvél F.í. og er þar talið að þetta sé í fyrsta skipti sem fiskur er fluttur loftleiðis til Lundúnaborgar. Einkum yfir vetrar- mánuðina Blaðið segir að fiskurinn hafi verið kominn á markað í Billingsgate innan 24 stunda frá því hann var veiddur á íslandsmiðum og hafi hann selzt fyrir hæsta verð, enda hafi fiskurinn, sem fluttur var í plastpokum, verið glænýr og ferskur. í yiðtali við blaðið, segir for stjóri fisksölufyrirtækisins Jangard & Co., að fiskurinn hafi verið af bezta gæðaflokki og sé hann mjög ánægður með hversu vel fiskurinn hafi ver- ið útlits eftir flutninginn. Mr. Jangard telur að slíkir loft- flutningar á verðmiklum físk tegundum, svo sem skarkola, sólkola og smálúðu, eigi mikia framtíð fyrir sér, einkum yfir haust og vetrarmánuðina, þegar skortur er á þessum teg- undum og verðlag er hátt. Kastað af bíl á 40 km hraða. f>að kemur í ljós í grein hins brezka blaðs, að útflytjandi þessa fiskjar, er Guðjón E. Bjarnason yfirflugumsjónar- maður á Keflavíkurflugvelli. Tíðindamaður Mbl. brá sér því á fund Guðjóns og bað hann að segja lesendum Mbl. nánar frá tildrögum þessa út- flutnings. Guðjóni sagðist svo frá: • — Ég hefi lengi verið að velta því fyrir mér, hvort ekki væri hægt að koma íslenzkum fiski á erlendan markað, án þess að leggja í þann mikla og oft vafasama kostnað að leigja heila flugvél til flutn- inganna. Farþegaflugvélar okkar eru oft svo létt hlaðn- ar í millilandaflugi að þær gætu hæglega tekið allt að einu tonni af varningi til flutr. ings. Spurningin var því hvernig hægt væri að flytja út fisk, sem venjulega flug- fragt, án þess að skemma ann- an farangur. Ég fann lausnina á þessu af tilviljun í sumar er ég var á ferð í London. Þar komst ég í samband við Metal Box Co., sem framleiðir m. a. allskonar plastpoka. Fékk ég hjá þeim til reynslu, glæra plastpoka 55x88 cm að stærð og um 1 mm að þykkt. Pokar Eiskpokarnir teknir úr farangursrými Viscount á Lundúnaflugvelli. þessir reyndust svo sterkir að þeir héldu þótt þeim væri, fullum af fiski, kastað ofan á steinsteypta stétt, úr bíl sem ók með 40 km hraða. •■gi „Abragðs gæðavara" Ég sendi út til reynslu 500 kg af flatfiski. Fiskinum var landað í Reykjavík kl. 8 að morgni og setti ég hann strax í plastpokana og kom honum til geymslu í kæli. Kl. 13 sama dag var fiskurinn fluttur um borð í Vinscount- flugvél Flugfélags íslands og á markaðinn í Billlngsgate var hann kominn fyrir kl. sex næsta morgun. Fiskurinn þótti afbragðs gæðavara og var rií- inn út, enda vakti hann mikla athygli meðal fiskkaupmanna. Ég notaði engan ís við þessa flutninga, enda nægilega kalt i farangursgeymslu flugvélar- innar. Við þetta sparaðist mikið fé í flutningskostnað, þar sem umbúðirnar um þessi 500 kg vógu 2.5 kg en þegar fiskur er fluttur í kössum þá eru notuð um 200 kg af ís á hvert tonn af fiski, auk þess sem kassarriir sjálfir vega. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessir plastpokar eru notaðir við fiskflutninga og fylgdist verksmiðjan sem framleiðir þá, með þessari til- raun af miklum áhuga. Mikil eftirspurn Ég hefi ekki sent nema tvær sendingar af fiski til London. Bezt er að fara var- lega í sakirnar til að byrja með, enda eru nokkur vand- kvæði á að fá hæfilegan fisk til útflutnings á réttum txma. Eftirspurn eftir ferskum ís- lenzkum fiski er mjög mikii segir Guðjón og því til sönn- unar dregur hann upp langt simskeyti frá London, sem honum var að berast rétt í þessu. Þar er óskað eftir miklu magni af ferskum fiski og fisk- flökum af ýmsum þyngdar- flokkum og ótal tegundum. Útflutningsaðferð Guðjóns er vissulega þess virðj að henni sé gaumur gefinn, þar sem hér virðist fundin aðferð til að flytja fisk flugleiðis án þess að greiða stórfé fyrir flutning á ís og umbúðum. B.Þ. SIAKSTEINAit Svo hófust framkvæmdir í Vísi birtist fyrir skömmn grein um Mjólkurbú Flóamanna. f henni segir m.a.: „Og svo hófust framkvæmdirn- ar. Einn færasti byggingarmeist- ari austanfjalls stóð fyrir þvi aS mölva hið garnla mjólkurbú og byggja upp það nýja, og fullyrt er að honum hafi farið hvort- tveggja vel úr hendi, miðað við þá uppdrætti og útreikninga, er fyrir lágu .... Loks kom nú að því að koma vélunum fyrir í hinni nýju hölL Til þess var fenginn norskur sér- fræðingur. En sá maður dvaldist hér á landi aðeins skamma stund. Hann mun nefnilega fljótlega hafa komizt að því að liinar ný- byggðu og stæðilegu byggingar MBF væru eitt, vélarnar annað og þeim yrði aldrei fyrir komið nema með stórfelldum breyting- um á húsakosti, „endurbótum“, sem hann vildi ekki eiga neinn þátt í. Hann mun hafa undir- strikað að þetta tvennt, vélar og hús, þyrfti að samræma frá upp- hafi, um leið og hann kvaddi kóng og prest og hélt af landi brott“. Vélafirmað í Kolding Síðan heldur greinarhöfundur áfram: „Var nú horfið að því ráði að hringja til vélafirmans í Kold- ing, — það hafði selt þeim vél- arar. — Vildu þeir nú ekki gjöra svo vel og koma þeim fyrir við tækifæri? — Og nú kom sá á- gæti danski verkfræðingur, Poul sen, maður á þrítugsaldri, sem áreiðanlega miun hafa haft fullan hug á því að gera það sem gera þurfti, en það var heldur ekk- ert smáræði. Til þess að koma öllum hinum nýju „mublum" fyrir, þurfti að brjóta niður veggi, byggja upp aðra á öðrum stöðum, lengja byggingarnar og byggja heilan ostakjallara undir aðalbygging- una....... f upphafi var sagt, að þar ætti að spara fólkshald um helming. Hvergi verður þar vart við sparn að í þeim efnum, en sumstaðar hefur orðið að þrefalda mann- skapinn miðað við það sem áður var. Ef til vill er fólkshaldið einnig miðað við framtíðina?“ Tankar springa Síðar í greininni segir: Yfir 300 nemeiidur í C, A. .Kennslubók í frönsku og ,Líffræði' í 2. útgáfu AKUREYRI, 4. okt.: — Gagn- fræðaskóli Akureyrar var settur í gær. Setningin fór fram í Ak- ureyrarkirkju, þar sem salar- kynni skólans rúma ekki alla nemendur, en þeir munu í fyrsta sinn vera yfir 500 eða um 60 fleiri en sl. ár. .Jóhann Frímann skólastjóri setti skólann og brýndi einkum fyrir nemendum að samstaríið milli heimila og skóla. Taldi hann að nánara samband ætti að vera milli heimilann og skól- nna en verið hefur undanfarið. — Skólastjóri gat auk þess ýmissa nýjunga i starfsemi skc'- ans, en harmaði hins vegar að ekki hefði tekizt framkvæmdii á viðbyggingu skólans, sem væru mjög aðkallandi. Vonir standa þó til að sú við-bygging verði fram- kvæmd á næsta ári. Bekkjardeildir í skólanum verða 20, 14 í bóknámsdeild, 6 í verknámsdeild. 31 kennari verður við skólann, 22 fasta- kennarar, 9 stundakennarar. — Stefán. í GÆR kom út önnur útgáfa af tveimur kennslubókum hjá ísa- foldarprentsmiðju h.f., „Kennslu bók í frönsku“ eftir Magnús G. Jónsson, menntaskólakennara og „Líffræði" eftir dr. Sigurð H. Pétursson. Kennslubók í frönsku Frönskukennslubókinni hefir í heild verið gerbreytt. Talsverð- ar breytingar hafa verið gerðar á málfræðinni, og eru málfræði- kaflarnir 40 í stað 30 áður og með mjög breyttum texta. Les- kaflarnir eru að langminnstu leyti hinir sömu og áður. „Við samningu þessarar nýju gerðár hafa tvö sjónarmið verið höfð í huga“, segir í formála, „að gera bókina léttari og fjölbreytilegri". Fjölmargir kaflar eru teknir úr kennslubókinni „Franska“ eftir frú Ostrogorsky með leyfi höf- undarins. Líffræðiágrip er talsvert aukið og endurbætt frá fyrstu útgáfu. Það er enn sem fyrr einkum ætl- að til kennslu í lærdómsdeildum menntaskólanna og öðrum fram haldsskólum, þar sem nemen'hxr hafa hlotið undirstöðuiþekkingu í náttúrufræðum. Tólf ár eru n-ú liðin frá því að líffræðiágrip þetta birtist í 1. út- gáfu, og er því fengin á því tals- verð reynsla. „Sem von er á, hef ur margt komið í ljós, bæði um val og meðferð efnisins, sem bet- ur mátti fara og hefur nú verið reynt að bæta úr því“. Hefur ýmsu verið breytt og mörgu nýju bætt við. Myndir eru þær sömu í bókinni og áður, eri nokkr u-m nýjum hefur verið bætt við. Báðar eru bæk-ur þessar í sama broti og frá-gangur vandaður. Hæstu vifiningar SÍBS happdrætt- isins í GÆR var dregið í 10. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. um 1190 vinninga að fjárhæð alis kr. 1,280,500,00. Hæstu vinningarnir féllu á eftirf-arandi númer: 200 þús. kr. 50916, umboð Austurstræti 9, 100 þús. kr. 14213, umboð Sandgerði, 50 þús. kr. 42301, umboð Akranes, 56154, um boð Austurstræti 9, 10 þús. kr. 7900 16065 12671 13340 17223 17645 24948 35443 36794 39457 41211 51896 54969 55833 61262 5 þús. kr. 3634 4002 7264 10685 10837' 11702 12285 13421 14236 18474' 20214 23712 24518 28393 32046 42153 42943 47854 54675 55485 56048 57106 58629 60654 63688 (Birt án ábyrgðar). „Eitt af því fyrsta, sem ferffa- mönnum er sýnt, er þeir koma í Mjólkurbú Flóamanna, er salur einn mikill, þar sem hátt er tál lofts og vítt til veggja. Þar standa m.a. 12 risavaxnir mjólk- urtankar frá Kolding. Hver tank ur tekur 10 þús. lítra mjólkur, sagður hafa kostaff 'A milljón kr. miðað viff gamla verðiff .... Svo var þaff einn sólfagran dag í sumar að starfsmenn heyrðu sprengingu mikla og drunur í einum tankinum. Var þá uppi fótur og fit um gjörvallt búið. Ekkert varff séff á tankinum að utan en viff athugun kom í ljós að einangrunarplötur höfðu brost ið og var nú tankurinn tæmdur. Og nokkru síffar fóru tveir hinna risavöxnu mjólkurtanka sömu leiffina. Var nú ekki beffiff boffanna eu hringt til Kolding og þaffan kom tæknimenntaður maður .... Öll logsuðu- og rafsuffutæki Kaupfélagsins voru nú í gangi dag og nótt í nokkurn tima. Aff því búnu stóðu þremenningarnir á sínum staff en Ijótur saumur á stálfeldi. — Enginn maður mun hafa flýtt sér eins mikið úr landi voru og logsuðumeistarinn frá KoIding“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.