Morgunblaðið - 07.10.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 07.10.1960, Síða 1
24 síður á J,A TOUR du Pin, Frákklandi, e. okt. — (NTB — Reuter). — Charles de Gaulle, Frakk- landsforseti, beindi harðri gagnrýni að Sameinuðu þjóð- unum í ræðu, sem hann hélt hér í kvöld. Jafnframt beindi hann aðvörunum til alsírskra uppreisnarmanna og kvað Frakkland ekki mundu láta einn eða neinn þvinga sig. Frakkland stuðlaði að stofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði forset inn, — en ekki til þess að sam- tökin skyldu hrörna svo, að þau rn-ættu kallast eitt samfellt hneyksli, þar sem mest ber á van stillingarræðum, yfirboðum og valdabaráttu. Frakkland vill ekki taka þátt í slíku. Frakkland ósk- ar eftir samstarfi milli allra þjóða, en það mun ekki láta neina stofnun gleypa sig — allra sízt að því er varðar Alsír, sagði forsetinn. Frafckland mun ekki hlýða predikunum meira og minna valdasjúkra og meira og minna einræðishneigðra aðila. Frakkland óskar eftir friði og bræðralagi í Alsír og mun ekki láta neinn beita sig þvingunum. Forsetinn drap einnig á Atlants hafsbandalagið og kvað þau sam- tök í samræmi við óskir Frakka —- en þeir vildu áfram vera Frakkar með sínar eigin skyldur og ábyrgð. Við viljum varðveita sál vora og athafnafrelsi vort, sa.gði de Gaulle að lokum. N U eru skólarnir að byrja og veldur það mikl um brey tingum á jútburð arstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi nokkrum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaupenda, a. m. k. fyrstu daga október, en að sjálf sögðu verður allt gert sem hægt er til þess að það gangi sem greiðleg- í ast. — Geir Hallgrímsson kjör- inn borgarstjóri í Reykjavík GEIR HALLGRlMSSON var á bæjarstjórnarfundi í gær kjörinn borgarstjóri til loka yfirstandandi kjörtímabils. — Fer hann einn með embættið, en á þessum fundi var num- in úr gildi samþykkt um skip- un og skiptingu borgarstjóra- embættisins í Reykjavík, er gerð var í nóvember í fyrra. Sögðu lausu starfi Fyrir bæjarstjórnarfundinum í gær lá bréf frá Gunnari Thor- oddsen, fjármálaráðherra, þar sem hann baðst lausnar frá borg- arstjórastörfum. Einnig bréf frá frú Auði Auðuns borgarstjóra sama efnis. Er samþykkt hafði verið að taka þessa lausnarbeiðn- ir gildar og samþykktin um skipt ingu borgarstjóraembættisins hafði verið felld úr gildi, var gengið til borgarstjórakjörs fyr- ir það sem eftir er af yfirstand- andi kjörtímabili. Geir Hall- grímsson var kjörinn með 11 at- kvæðum en 3 seðlar voru auðir. Næstlengst í embætti Hinn nýkjörni borgarstjóri, Geir Hallgrímsson tók til máls. Þakkaði hann traustið og kvaðst ekki vilja láta hjá líða að bera fram þakkir til Gunnars Thor- oddsens og Auðar Auðuns. Gunn- ar Thoroddsen, sem nú hefði fengið að fullu lausn frá borgar- stjórastörfum, hefði næstlengst allra borgarstjóra Reykjavíkur gegnt þessu starfi, eða frá 6. febrúar 1947. Hefði hann á starfs- ferli sínum unnið sér verðskuld- að og almennt traust og vinsæld- ir bæjarbúa fyrir glæsilega og farsæla forystu bæjarmálefna á þeim tíma, sem bærinn hefði verið í örum vexti. Þá árnaði borgarstjóri Gunnari Thoroddsen alira heilla í því mikilvæga starfi, sem hann gegnir nú í þágu alþjóðar. væri ljúft og skylt að þakka frú Auði Auðuns gott samstarf í borgarstjórastarfi um nálega eins árs skeið, samstarf, sem enginn skuggi hefði fallið á. Sem betur færi mundi frú Auður starfa á- fram í bæjarráði og þar sem í bæjarstjóm mundu bæjarbúar njóta öruggrar dómgreindar hennar og mikillar þekkingar og reynslu. Að lokum lét borgar- stjóri í ljós ósk um gott sam- starf við bæjarfulltrúa, starfs- menn bæjarfélagsins og alla bæj- arbúa, Reykjavík og Reykvíking- um til heilla og hagsbóta. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, þakkaði borgarstjóra og sagði ennfremur, að í árs- starfi hefði Geir Hallgrímsson áunnið sér almennt traust bæjarfulltrúa og bæjarbúa. ÍGunnar Thoroddsen, fjár- ' málaráðherra, frú Auður Auðuns alþingismaður og Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri. — Myndin var tekin í lok bæjarstjórn- arfundarins í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fellibylur á Filipps- eyjum MANILA, 6. okt. (Reuter). — Hvirfilvindur gengur nú yfir Filippseyjar, og er búizt við að hann nái hingað á morgun síðd. í opinberri tilkynningu segir, að þegar hafi 16 manns farizt í of- viðrinu og margra sé saknað. Er aðallega um að ræða sjómenn, sem farizt hafa á hafi úti. Gagnsókn Gaitskells \ — Hin .,milda“ stefna hans varðandi | þioðnýtingn fær yfirgnæfandi fylgi Þá sagði borgarstjóri, að sér Scarborough, Englandi, Mikill meirihluti Jnnrás' 27 manna á Kúbu HAVANA, Kúbu, 6. október. — (NTB — Reuter). — Flokkur gagnbyltingarmanna gekk í gær á land í Oriente- héraði á Kúbu, að því er segir i tilkynningu frá kúbanska hern- um. Voru gagnbyltingarmenn 27 saman, þar á meðal þrír Norður- Ameríkumenn. í tilkynningunni segir, að flokkur hermanna og menn úr heimavarnarliði Kúbu hafi drep- ið leiðtoga gagnbyltingarmanna, Armentino Feria, sært einn úr hópnum og tekið annan til fanga. Herinn veitir nú eftirför þeim 24, sem eftir eru, segir í til- kynningunni. Þá segir, að flokkur þessi hafi rænt 50 bændum og verið á leið með þá upp í hæðir nokkrar, þeg- ar til bardagans kom, en þá hafi bændunum tekizt að sleppa. — Kúbumenn náðu bandarískum fána, sem landgöngumenn höfðu með sér, þrem múldýrum, sem klyfjuð voru skotfærum, og sjö byssum, sams konar og banda- ríski herinn notar, segir enn i tilkynningunni. Réttarhöld yfir Menderes og mönn um hans MIKLAGARÐI, 6. okt. (Reuter) — Cemal Gursel hershöfðingi, forseti og forsætisráðherra Tyrk lands, tjáði fréttamönnum í dag, að hinn 14. þ. m. mundu hefj- ast réttarhöld yfir Adnan Men- deres, fyrrum forsætisráðherra, flestum ráðherra hans og embætt ismönnum stjórnarinnar. 6. október. — (Reuter). — HUGH GAITSKELL, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefir hlotið mikið lof í brezkum blöðum og víðar fyrir hina skeleggu ræðu er hann flutti á flokksþinginu í gær, þótt stefna hans og flokksforyst- unnar í kjarnorkumálunum biði þar ósigur. — í dag vann svo Gaitskell eftirtektarverð- an sigur, er stefna flokksins að því er varðar þjóðnýtingu var til umræðu. Gaitskell fékk þingið til þess að samþykkja með 4.153.000 atkv. gegn 2.310.000, að tillaga hans nýlega um að draga úr og „milda“ eindregna þjóðnýtingar- stefnu flokksins — samkvæmt hinni mjög svo umdeildu 4. grein flokksstefnuskrárinnar — færi í rétta átt og væri mikilvæg stefnu yfirlýsing. — Tillaga Gaitskells, sem hann fékk samþykkta fyrir nokkru í miðstjórn flokksins, fel- ur, ekki í sér beina breytingu á stefnuskrá flokksins, heldur leggur áherzlu á, að fara beri þær leiðir í þjóðnýtingarmálum, sem bezt eigi við hverju sinni. Er Frh. á bls. 2. Ji

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.