Morgunblaðið - 13.10.1960, Page 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 13. okt. 1960
Asanuma
JAPANSKI stjórnmálamaður-
inn Asanuma, sem féll í gær
fyrir morðingjahendi í Tokíó
hlaut sl. sumar heitið forseti
götuþingsins þegar hann stjórn
aði hinni ofsafengnu baráttu
stjórnarandstöðunnar gegn
varnarsáttmála Bandaríkjanna
og Japan.
Hann hefur allt frá unga
aldri verið æsinga og öfga-
seggur. Hann varð 64 ára,
fæddist á smáeyju einni fyrir
utan mynni Tokyó-flóa. Faðir
hans var bóndi, sem hafði
unnið sig upp með dugnaði
og gat kostað son sinn ti'.
skólanáms í Tokíó.
En einu sinni kom faðir
Asanuma í heimsókn til hans
í Tokíó og komst þá að því
að sonurinn far farinn að
starfa í samtökum Jafnaðar-
manna. Við þetta reiddist
hann svo mjög að hann svipti
soninn öíllum fjárstyrk. En
Asanuma hélt áfram upp á
eigin spýtur og fékk sér vinnu
í lindarpennaverksmiðju jafn-
hliða náminu. Hann tók síðan
að starfa í verkalýðsfélögum
og hélt því starfi áfram eftir
styrjöldina. Hann var í fyrstu
hægrisinnaður Jafnaðarmaður
en hefur færzt æ lengra til
vinstri, unz margir hafa talið
hann kominn ískyggilega
nærri '■kommúnistum. Stafaði
það máske af því að japanskir
Jafnaðarmenn hafa stöðugt
haldið áfram að tapa fylgi.
Asanuma fór 1959 í heim-
sókn til kommúnista-Kina. Þá
kom hann þjóð sinni mjög á
óvart með yfirlýsingu um að
„ameríska heimsvaldastefnan
er sameiginlegur óvinur Kína
og Japans“. Þá bar hann einn
ig I fyrsta skipti fram kröfuna
um stjórnmálasamband við
Kína og brottflutning amer-
ísks herliðs frá Japan. Má vera
að það hefi verið í örvænt-
ingu vegna stöðugs fylgistaps
Jafnaðarmanna sem Asanuma
tók upp þessa róttæku stefnu
og fitjaði upp á þeim æsingum
sem báru nafn Japans svo
oft inn í heimsfréttirnar sl.
sumar. Það var alvarlegur og
hættulegur leikur. Asanuma
var sjálfur i>otturinn og pann
an í því öllu. Hann æddi um
landið og bunaði úr sér hat-
urs og æsingaorðum. Stund-
um flutti hann yfir 100 æsinga
ræður á dag.
Almenningur í Japan mun
að sjálfsögðu harma það
hvernig komið er, ef morð eru
farin að vera stjórnmálarök-
in í landi þeirra en margur
mun hugsa að hinn róttæki
stjórnmálaforingi eigi kannski
ekki sízt sjálfur sök á því,
hvernig fór.
Samheldni meðal
brezkra íhaidsmanna
Scarborough í Englandi,
12. október.
FLOKKSÞING brezka íhalds
flokksins hófst í dag í sama
fundarsal og flokksþing Jafn-
aðarmanna var haldið í fyrir
skömmu. Ríkir meiri sam-
heldni og baráttuvilji á þess-
um fundi en hinum fyrri. —
Var forystumönnum flokks-
ins mjög fagnað er þeir komu
til þingsins.
Einna mesta hrifningu
vöktu ummæli Watkinsons,
Iandvarnaráðherra, um það,
að ríkisstjórnin þyrði að bera
ábyrgð og léti ekki sligast
— Kongó
Frh. af bls. 1.
slitakosti þess efnis, að ef herlið
SÞ hætti ekki að vernda Lum-
umba fyrir kl. 3 á þriðjudag
myndi herlið Kongó ryðjast inn
í bústað Lumumba og bæri her-
lið 9Þ þá ábyrgð á því ef til
átaka kæmi.
Bomboko utanríkisráðherra
Kongó lýsti því yfir að ef SÞ
héldu áfram að vernda Lum- „ „ ,
umba gætu þeir atburðir gerzt saja c, n irv. 9. Iðia oa iðnaður. frv
í Kongó sem yrðu upphaf þriðju
heimsstyrj aldarinnar.
í gær gáfu talsmenn SÞ út
undir henni. Vísaði hann með
þessu til hins djúpstæða
ágreinings, sem kom í ljós í
Verkamannaflokknum um
landvarnamálin.
Watkinsson bar Verkamanna-
flokkinn þungum sökum fyrir
ábyrgðarleysi í landvarnarmáí-
um. Hann sagði að það alvarleg-
asta við umræðurnar í Verka-
mannaflokknum um landvarnar-
málin hefði verið, að hvergi var
komið nálægt þeim raunhæfu
málum, sem varða iandvarnir
landsins.. Umræðurnar voru til-
Dagskrá Aljping'is
DAGSKRA sameinaðs Alþingis. Fyrir-
spurnir:
a. Lántökur ríkisins. b. Vörukaupa-
lán í Bandaríkjunum. c. Lántökur er-
lendis. — Hvort leyfðar skuli.
Dagskrá efri deildar:
1. Bráðabirgðabreyting og framleng-
ing nokkurra laga, frv. 1. umr. 2. Rík-
isreikningurinn 1958, frv. 1. umr. 3.
Happdrætti háskólans, frv 1. umr.
Dagskrá neðri deildar:
1. Almenn hegningarlög, frv. 2. Eft-
irlaun, frv. 3. Sóknarnefndir og hér-
aðsnefndir, frv. 4. Dómtúlkar og skjala
þýðendur, frv. 5. Lífeyrissjóður em-
bættismanna, frv. 6. Hlutafélög, frv.
yfirlýsingu þess efnis að þeir
gætu ekki leyft handtöku Lum-
umbas, þar sem sakir þær sem
á hann eru bornar styðjast ekki
við lög. Þá er sagt í tilkynning-
unni, að Mobutu herforingi hafi
tekið völd í Kongó í þeim yfir-
lýsta tilgangi að koma á víðtæku
pólitísku samkomulagi. Pólitísk
hermdaraðgerð eins og handtaka
Lumumbas telur framkvæmda.
stjóm SÞ að geti ekki samrýmst
þeim tilgangi.
Ólga hefur verið í Leopold-
ville sérstaklega eftir að frestur
sá sem Mobutu veitti Sameinuðu
þjóðunum rann út. Standa her-
menn SÞ og Kor.góstjórnar hver
andspænis öðrum við bústað
Lumumba og brennur eldur úr
augum þeirra. Er sagt að allt
geti hvenær sem er farið í bál
og brand.
10 Tannlækningar, frv. 11. Lækninga-
leyfi, frv. 12. Leiðsaga skipa, frv. 13.
Sveitarstjórnarkosningar, frv. 14. Fast
eignasala, frv. 15. Niðurjöfnunarmenn«
sjótjóns, frv. 16. Atvinna við sigling-
ar, frv. 17. Löggiltir endurskoðendur,
frv. 18. Réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, frv. 19. Kosningar til
Alþingis, frv. — Mál þessi eru öll til
1. umræðu.
finningavæl, sem snerti ekkert
hverjar landvarnarþarfir ríkisins
væru.
Þá sagði Watkinsson að ekki
kæmi til mála að Bretar afsöluðu
sér einhliða yfirráðum kjarnorku-
sprengja. Slíkt myndi aðeins
veikja varnarmátt vestrænna
ríkja án þess að nokkuð áynnist í
staðinn.
Herforingjar hótuðu
byltingu í Argentínu
Buenos Aires, 12. okt.
(Reuter)
FORINGJAR landhers og
flota Argentínu kölluðu lið
sitt saman í morgun og hót-
uðu að velta Frondizi forseta
úr valdastóli, ef hann ekki
sæi að sér og hreinsaði komm
únista og perónista úr stjórn
sinni. Sendu herforingjarnir
forsetanum raunverulega úr-
slitakosti þar að Iútandi.
Foringjamir skipuðu öllum
hermönnum að vera um kyrrt í
herbúðum og öllum sjóliðum að
koma til skipa sinna. Stjómin
svaraði þá með því að kalla út
ríkislögregluna og stóð hún við
stjórnarbyggingamar meðan
stjómmálamenn ræddu og
sömdu um málið við fulltrúa
hersins.
Hermálaráðherra landsins,
Rudolfo Larcher hershöfðingi,
baðst lausnar í gærkvöldi eftir
að herforingjarnir lýstu því yfir
að hann hefði túlkað mál þeirra
rangt fyrir Frondizi. En forystu
fyrir herforingjunum í þessari
deilu hafði Montero hershöfð-
ingi, yfirmaður argentínska hers
ins, sem kom sér upp bráða-
birgðabækistöðvum í herstöð
um 30 km vestur af höfuðborg-
inni. Yfirmaður flotans, Alberto
Vago, flotaforingi, lýsti því yfir
að hann styddi fullkomlega að-
gerðir hersins.
Hershöfðingjarnir hafa sakað
Frondizi um að leika stöðugt
tveim skjöldum og viljað að gef-
Vestmannaeyjabátar
selja í Bretlandi
VESTMANNAEYJABÁTURINN
Haförn seldi um 1000 kassa af
ísfiski í Hull á mánudag og mun
hafa selt nokkuð vel. Þá lestaði
danska leiguskipið í Eyjum í
fyrradag og fór þaðan um kvöld-
ið með um 660 kassa áleiðis til
Hull. Þó togararnir selji ekki um
þessar mundir í Brettandi, mun
gegna öðru máli um kassafiskinn,
sala á honum mun vera frjáls,
að því er Sighvatur Bjarnason,
útgerðarmaður tjáði blaðinu í
gær.
Bæði ofannefnd skip hafa áð-
ur farið eina ferð hvort með kassa
fisk til Bretlands, danska skipið
með um 240 kassa og Haförn með
með aflann út. að ráði.
, NA 95 hnúiar / SV 50 hnutor X Snjókoma 9 OSi V Skúr ir FC Þrumur mtit KuUathl Hittt kit H.Hmt 1 l*Lme» I
ÁRÍÐANÐI fundur verður hald-
inn í fulltrúaráði Heimdallar í
dag, fimmtudag, kl. 5,30.
Brezkur malsveirm í
sjúkrahúsi á Patreksfirði
500—600 kassa og selt ágætlega.
Eins og kunnugt er reyndu Vest-
mannaeyingar í sumar að selja
til Danmerkur en gafst það ekki
vel.
Þá seldi Hildingur, bátur Helga
Benediktssonar, lítið magn af
fiski í Aberdeen fyrir skömmu.
Var báturinn á veiðum og hafði
fengið 4 tonn af lúðu og bætti á
sig 6 tonnum af ýsu, og sigldi
in yrði ákveðin stjórnaryfirlýs-
ing, þar sem afneitað væri sam-
starfi við kommúnista og fasista.
Um tíma leit út fyrir að her-
inn væri að framkvæma nýja
valdatöku, en seint í kvöld bár-
ust fregnir af því að samkomulag
hefði tekizt milli herforingj-
anna og Frondizi forseta og var
þeirri kreppu þar með aflétt.
Sumos-tunglskot
mistókst
WASHINGTON, 12. okt.: —
Fyrsta tilraun Bandaríkja-
manna til að skjóta upp Samos
könnunargervitungli mistókst
í dag. Gervitunglinu var
hleypt upp með eldflaug frá
Point Arquello eldflaugastöð-
inni í Kaliforníu. Gervitungl-
ið vó um 2 tonn og átti það
að fara á sporbaug yfir bæði
heimskautin frá norðri til
suðurs. En af einhverjum
ástæðum misheppnaðist skotið
og tunglið komst ekki á rétta
braut.
Gervitunglið Samos á að
vera undanfari þess að hægt
verði að senda á loft gervi-
tungl til nákvæmrar vígbún-
aðarkönnunar úr lofti.
Myndlistaskólinn
byrjaður
• Myndlistarskólinn í Reykja-
vík er tekinn til starfa á Freyju-
götu 41, og er aðsókn góð. Þó
mun vera hægt að bæta nokkr-
um nemendum við. Kennari i
höggmyndadeild er Ásmundur
Sveinsson, í málaradeild Haf-
steinn Austmann og teiknideild
Ragnar Kjartansson. Kennt er á
kvöldin. í barnadeildum kennir
Sigrún Gunnlaugsdóttir og hefst
kennsla þar 18. október. Innritun
þar verður nk. föstudag.
Eldur í bát
KLUKKAN að verða tíu í gær-
morgun kom upp eldur í bátnum
Andra frá Patreksfirði, þar sem
hann lá við Ægisgarð í Reykja-
vik. Hafði neisti hrokkið í olíu.
Eldurinn var slökktur fljótlega,
áður en nokkrar skemmdir urðu
PATREKSFIRÐI, 12. okt. — Um
kl. hálf tólf í gærkvöldi kom
brezka reigátan Palliser hingað
inn með veikan mann. Var það
matsveinn af brezkum togara,
sem hafði veikzt, og fékk her-
skipið leyfi til að flytja hann í
land.
Læknirinn á herskipinu kom
fyrst í land á hraðbátnum og fór
læknirinn hér, Sigursteinn Guð-
mundsson með honum um borð.
Er hann hafði skoðað sjúkling-
inn, taldi hann að blóðtappi
mundi vera í öðru lunganu. Var
maðurinn fluttur í land og er
hann nú á sjúkrahúsinu hér á
Patreksfirði. Sjúklingurinn er
fullorðinn maður, líklega um
sextugt. — Trausti.
DJÚP lægð (980 mb.) um an lands.
100 km suðvestur af Reykja-
nesi þokast hægt norðaustur Veðurspáin kl. 22 í gærkvöldi
eftir, enda er SA-hvassviðri, SV-mið: Allhvass austan
hlýnandi og þokuloft skammt eða SA, skýjað, dálítil rign-
undan suðvesturströnd ís- ing.
lands. Háþrýstisvæði (1020 SV-land, Faxaflói og
mb) er milli íslands og Fær- Faxafl.mið: Austan og síðar
eyja, en lægð yfir Danmörku SA stinningskaldi, dálitíl rign
veldur allhvassri N-átt á ing.
Norðursjónum. Breiðafjörður, Vestfirðir og
í nótt sem leið var allt að miðin: Austan gola, skýjað.
7 stiga frost í uppsveitum Norðurland til Austfjarða
norðanlands og um hádegi og miðin: Góðviðri.
var 0 stiga hiti á Akureyri, SA-land og SA-mið: SA
hins vegar 6—8 stiga hiti vest gola, skýjað.
«