Morgunblaðið - 13.10.1960, Side 6

Morgunblaðið - 13.10.1960, Side 6
6 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 13. okt. 1960 skrifar um: KVIKMYNDIR Fréttabréf úr Aöaldal Dilkar rýrír — Gott tíðarfar — Heyfengur mikill — Byggingafram kvœmdir og vegabœtur GAMLA BÍÓ: Spánarævintýri. MSTTA er austurrísk gaman- anmynd tekin t litum og með hinum vinsæla enska dægurlaga söngvara Tommy Steele í aðal- Wutverkinu. — Nefnist hann þarna Tommy Tomkins og er jmgsti hásetinn á brezku kaup- fari, sem liggur í höfn í Sevilla á Spáni. Skipshöfnin er öll í FYRIR liðlega þrem árum hófst verulegur innflutningur til lands ins á hinum þekktu dráttarvél- um frá ZETOR verksmiðjunum í Tékkóslóvakíu. Umboðsmenn þessara dráttar- véla hér á landi, heildverzlunin Everest Trading Company, hafa skýrt blaðinu frá að nú nýlega hafi verið hér á ferðinni við- gerðar- og eftirlitsmaður frá verksmiðjunum. Dvaldist hann héríendis I rúmar 5 vikur og ferð aðist um meðal eigenda Zetor- dráttarvélanna og leiðbeindi þeim í viðhaldi og meðferð þeirra. Hafði verksmiðjan einnig sent verkstæðisbifreið, sem not- uð var af þessu tilefni. landi nema Tommy, sem á að gæta skipsins, en óvænt atvik veldur því, að hann fer líka í land. Lendir hann þar í margs- konar ævintýrurn meðal fagurra kvenna og skuggalegra bófa, en hættulegast er þó þegar hann af misskilningi flækíst í það að ger ast nautabani. Skall þá hurð nærri hælum, en allt fer þó vel að lokum og hann hreppir sína Heildverzlunin Everest Trad- ing Company heíur í samráði við Zetorverksmiðjúrnar ákveðið að hafa árlega sérfræðing frá verk smiðjunum, sem ferðast um meðal bænda og leiðbeina þeim í viðhaldi vélanna. Hr. Z. Gottwald fór héðan til Noregs, en þar eru Zetordráttar- vélarnar mikið notaðar og þá sérlega við alls konar skógar- höggsvinnu. Finnland er með flestar Zetordráltarvélar á Norð urlöndum eða nálægt 17000, en vélar þessar hafa reynst mjög heppilegar í löndum með kald- ara loftslagi. Alls eru lið- lega 70 Zetor dráttarvélar hér á landi. fögru Amöndu. Mynd þessi er vissulega ekki mikils virði, hvorki um efni eða leik. Þó koma þar fyrir ýmis brosleg atriði og Tommy er geðs legur piltur og góður söngvari á sína vísu, en ekki mikill leik- ari. NÝJA BÍÓ: Draumaborgin Vín. ÞETTA er austurríks gaman- mynd í litum og er leikstjórinn hinn gamalkunni kvikmynda- leikari Willi Forst, sem allir rosknir Reykvíkingar muna eft- ir frá mörgum skemmtílegum kvikmyndum hér áður fyrr. — Hefur Forst síðari áratugi eink- um gefið sig að kvikmyndastjórn, enda lætur honum afburðavel að setja á svið kvikmynda- óperettur og Vínar-gaman- myndir. — Mynd sú, sem hér ræðir um, er ein af slíku tagi. — Aðalpersónurnar eru Alex- ander I. konungur í Alaníu og Sandra dóttir hans, sem koma í heimsókn til Vínarborgar. Er þeim tekið með mikilli viðhöfn, þeim sýnt allt hið fegursta, sem borgin hefur upp á að bjóða, en meira til frá því er hann sem það þekkir konurinn allt og ungur maður stundaði nám þar í borg og tók drjúgan þátt í hinu Framh. á bls. 17. ÁRNESI í Aðaldal, S-Þing., 10. okt. — Slátrun sauðfjár stendur nú sem hæst hér, og er gert ráð fyrir, að á félagssvæði Kaupfé- lags Þingeyinga verði slátrað 35.700 fjár. Er það rúmum þrem ur þúsundum fleira en sl. hausí. Dilkar reynast rýrir til fráiags, hvað sem veldur, Flestir eru þó þeirrar skoðunar, að sölnun grasa í haust, sem varð með fyrra móti, eigi mestan þátt í þroskaleysi lambanna. Ágætt tíðarfar Það, sem af er haustinu, hef- ur tíðarfarið verið með fágæt- um gott, — stöðug góðviðri og úrkomuleysi. Sumarið, sem nú er að líða, mun því verða talið með beztu sumrum í heild, þar eð bæði vorið og sumarið voru í betra lagi, þótt miðhlutinn úr sumrinu væri nokkuð óþurrka- samur. Heyskapur mikill Heyskapurinn mun hafa orðið eitthvað minni nú í sumar en síðastliðið ár, en þá varð hér meiri heyfengur en nokkru sinni fyrr. Heybirgðir manna munu þó vera eins miklar nú og haust- ið 1959, þar sem mjög miklar heyfyrningar voru í vor hjá bændum yfirleitt. Má því gera ráð fyrir, að búfé fjölgi fremur en hitt á fóðrurn í vetur. Skort- ur á húsrými mun þó torvelda verulega fjárfjölgun eins og fyrr. Kartöfluuppskera ágæt Kartöfluuppskeran er mjög góð á þessu hausti, en skortur á góðum kartöflugeymslum veld- ur erfiðleikum hjá kartöflufram- leiðendum. Er mikil nauðsyn á því að ráða bót á því ófremdar- ástandi, að garðræktin hafi stór- um lakari aðstöðu í búrekstrin- um en hinar höfuðgreinar hans, kjöt- og mjólkurframleiðsla. Byggingaframkvæmdir Nokkuð er hér um byggingar- framkvæmdir í senn, og virðist ekki jafn mikil stöðnun og kyrr- staða í þeim efnum hér, og blað- ið „Dagur“ á Akureyri teiur vera í Norður-Þingeyjarsýslu. Á því er þó mikil nauðsyn að auka stuðning þess opinbera við frum býlinga og nýbýlamenn til sam- ræmis við það, sem þeir bjugg'j við fyrir næstsíðustu efnahags- aðgerðir. Miklar vegabætur Óvenjumikið hefur verið unn- ið að vegabótum hér í sumar, og enn er unnið af fullum krafti. Lokið er við að fullgera nýja veginn frá Laxárbrúm til Húsa- víkur, þótt hann hafi ekki verið tekinn formlega í notkun enn. Malaríburður er þó ekki kominn í fulla breidd á nokkrum hiuta leiðarinnar enn. Þetta er mjög vel gerður vegur, hár og breiður, og mun hann marka tíma- mót í vetrarsamgöngumálutn okkar Þingeyinga. Verkstjórinn, Jón Sigurðsson. og yfirverkstjór inn, Karl Friðriksson, eiga mikl- ar þakkir skyldar fyrir þann dugnað og áhuga, sem þeir hafa sýnt þessari þýðingarmiklu sam- göngubót. Mikinn hluta bíia- vinnunnar hafa atvinnubílstjór- ar hér lánað, og ýtuvinnu rækt- unarsambandið Arður. Til við- bótar þessari vegabót er nú unn ið að mikilli vegabót í Aðaldal, frá Hafralæk og út fyrir Tjörn. en þessi kafli vegarins í Aðaldal hefur reynzt snjóaþyngstur und- anfarið. Þessi vegarbót fer fram með sama hætti og hin, — með lánsfé að miklu leyti. Mikill á- hugi er ríkjandi hér í héraðinn á þessum vegabótum öllum og áframhaldandi vegaframkvæmd- um. — Fréttaritari. Bœndum íeiðbeint um meðferð dráttarvéla Umboðsmenn Zetor dráttar- vélanna höfðu einnig viðgerðar- menn til aðstoðar hinum tékk- neska sérfræðingi, sem heitir Z. Gottwald. í förinni með hon- um var forstjóri Everest Trading Company, Þorsteinn Þórarinsson vélstjóri ásamt þeim Magnús Ge orgssyni vélvirkja og EinariMatt híassyni. Bændur lýstu einum rómi á- nægju sinni yfir að fá slíka þjón ustu, þar sem taka má tillit til þess, að núverandi umboðsmönn um hérlendis hafa einungis flutt inn vélarnar síðustu þrjú árin, en aðeins þrjár vélar höfðu kom ið til landsins fram að' þeim tíma. Elzta dráttarvélin er frá 1948 og er í V-Húnavatnssýslu og hefur reynst með ágætum. Má þar af marka, að V-Húna- vatnssýsla er með hlutfallslega lang flestar Zetor dráttarvélar. * Óviðunandi ástand í rafmagnsmálum Heimilisfaðir skrifar: — Það er kunnara en frá þurfi að segji, að margir þeir eldsvoðar, sem átt hafa sér stað, standa í sambandi við rafmagnstæki og leiðslur. Skömmu fyrir síðustu helgi vildi svo til í húsi einu í Bú- staðahverfinu, að eldur kom upp í miðstöðvarherbergi. — Hafði kviknað 1 út frá sjálf- virku, rafknúnu kynditæki, með þeim afleiðingum, að tækið eyðilagðist, enda þótt skjótt tækist að ráða niður- lögum eldsins. Það segir sig sjálft. að fólk reynir að vinda að því bráðan bug, að koma slíku í lag aft- ur, ekki sízt á þessari árstíð. En þetta er ekki eins auðvelt og manni kynni að finnast að óreyndu. í því tilfelli, sem hér um ræðir, var að vísu hægt að fá viðgerð á tækinu, en síðan má ekki nota það fyrr en lög giltur rafmagnsmaður hefur skoðað það og samþykkt það nothæft. Nú er rafvirkjum þannig farið, eins og öðrum iðnaðarmönnum á þessum tímum, að þeir hafa nóg að gera og virðist manni því auð skilið, að þeim þyki ekki borga sig að eltast við smá- muni af þessu tagi. • Þarf að bæta úr Þegar vatnsrör springur í húsi þarf ekki annað en til- kynna það vatnsveitunni og ræður hún þá tafarlaust fram úr vandanum. En í áður- greindu tilfelli er enginn op. inber aðili, sem hægt er að snúa sér til og vænta aðstoð- ar frá. Tilgangur minn með þess- um línum, er að vekja at- hygli á, að hér þarf að bæta úr. Rafveitan þarf að hafa á að skipa mönnum, sem geta tekið að sér slíkt eftirlit svo fólk, sem verður fyrir óhappi eins og þvi sem ég gat um, þurfi ekki að hýrast í íbúð- um sínum óupphituðum dög- um saman. • Illa gerður blóðmör Húsmóðir hringdi til Vel- vakanda um daginn og talaði um ýmsar unnar matvörur, sem hér eru seldar í búðum, Kvartaði hún einkum yfir því, hve sá blóðmör, sem hún fengi hjá sínum kaupmanni, væri illa unninn. Væru mör- bitarnir allir í einni hrúgu einhvers staðar í keppnum, en meginhluti hans mörlaus. Þegar þessi blóðmör væri skorinn niður hryndu sneið- arnar í sundur og yrði þetta allt hið óhrjálegasta þegar það væri sett á borðið. — Það er krafa okkar húsmæðra, að þeir sem vinna þessar vörur geri það þannig að þær séu mönnum bjóðandi, sagði £rú- in um leið og hún kvaddi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.