Morgunblaðið - 13.10.1960, Page 11
Fimmtudagur 13. okt. 1960
1 O R CU N B L A ÐIÐ
11
Alþjóðasýningin í París.
FIMMTUDAGINN 6. þ. m.
var opnuð alþjóða bifreiða-
sýning í París og ber flestum
saman um að bandarísku
,,smá“-bílarnir veki þar
mesta athygli.
Þarna eru sýndar bifreiðir
frá 106 framleiðendum og er
búizt við að um ein milljón
manna sæki sýninguna, sem
lýkur hinn 16. þ. m. Af fyrir-
tækjunum sem þarna sýna
eru 26 frönsk, 26 brezk, 22
vestur-þýzk, 19 bandarísk,
9 ítölsk og eitt frá hverju
landi, Spáni, Hollandi, Sví-
þjóð og Tékkóslóvakíu. Þá
sýna einnig sérfræðingar í
yfirbyggingum.
„SMÁ“ BÍLAR
Bandarísku ,,smá“-bílarnir voru
fyrst sýndir í París í fyrra, og
voru þar þá þrjár tegundir en
nú eru þar 10 tegundir, þ. e.
Dodge Lancer, Pontiac Tempest,
Buick Special, Oldsmobile F 85,
Ford Falcon, Ford Comet, Ghevro
let Corvair, Chrysler Valiant,
Rambler og Studebaker Lark. —
Fjórar fyrstnefndu gerðirnar eru
alveg nýjar.
W ANKEL-HRE YFILLINN
Renault-verksmiðjurnar frönsku
sýna þarna nýtt ,,módell“, sem
nefnist Renault Dauphine Ond-
ine, endurbætt útgáfa af Dau.p-
'hine bifreiðinni, með aflmeiri
vél.
Bretar komu ekki með neina
nýjung á þessa sýningu, en eru
sennilega að bíða eftir bílasýn-
ingunni í London, sem tekur við
af Parísarsýningunni.
Þjóðverjar sýna þarna ýmsar
nýjungar, þar á meðal Wankel-
vélina, sem er ný gerð bifreiða-
hreyfla án strokka (cylindra),
sem NSU-Prinz verksmiðjurnar
munu brátt hefja framleiðslu á.
VW
Að sjálfsögðu gefur þarna að
líta Volkswagen bifreiðir. Að
ytra útliti virðast þær óbreyttar,
en nokkrar breytingar hafa þó
verið gerðar á þeim. Með því að
breyta lögun benzíngeymisins,
hefur farangursrýmið verið
stækkað um tvö teningsfet. Vél-
arorkan hefur verið aukin úr 36
í 40 hestöfl og ýmsar fleiri breyt
ingar gerðar, svo sem al-„syn-
króniseraður" gangskiptir, högg-
deyfari á stýrisstöng, sjálfvirkt
innsog o. fl. Volkswagen smiðj-
urnar eru hinar stærstu í Evrópu
og framleiða um 3200 farþega-
bifreiðir á dag.
„SKELLINAÐRA"
Mesta eftirtekt allra bifreið-
anna á sýningunni vöktu Chevro
let Corvair Special, sem ítalinn
Pinin Farina teiknaði, og frönsk
Citroen bifreið af gerðinni DS 19.
Minnsti „bíllinn" á sýningunni er
Vespa 400, sem í rauninni er að-
eins „skellinaðra" með þaki, en
er seld í Frabklandi með tveggja
ára eða 50.000 kílómetra ábyrgð.
Fiat verksmiðjurnar ítölsku
sýna þarna m.a. nýja sportbif-
reið, Fiat Abarth 1000, með 91
hestafla vél og yfir 200 km há-
markshraða á klst.
Alls eru á sýningunni um 1300
bifreiðir.
VAXANDI
FRAMLEIÐSLA
Miðað við fyrstu sex mánuði
ársins í ár og í fyrra, var heild-
arframleiðsla sjö stærstu bíla-
framleiðslulandanna sem hér seg
ir, talið í þúsundum bifreiða:
BANDARÍKIN: 1959 1960
Farþegabifreiðir 3277 3802
Sendiferðabifreiðir 659 719
BRETLAND:
Farþegabifreiðir 574 798
Sendiferðabifreiðir 176 236
VESTUR-ÞÝZKALAND:
Farþegabifreiðir 651 846
Sendiferðabifreiðir 101 114
FRAKKLAND:
Farþegabifreiðir 566 640
Sendiferðabifreiðir 100 125
ÍTALÍA:
Farþegabifreiðir 226 314
Sendiferðabifreiðir 13 22
SOVÉTRÍKIN:
Farþegabifreiðir 62 68
Sendiferðabifreiðir 180 189
KANÁDA:
Farþegabifreiðir 200 209
Sendiferðabifreiðir 43 46
Fiat Abarth 1000
Chevrolet smíðar nú þennan vagn, sem nefnist Greenbrier
sports Wagon til að keppa við Volkswagen sendiferða-
bifreiðina (,,rúgbrauðið“).
Ford Comet 1961. Fordverksmiðjurnar fengu nýlega ítölsku
gullverðlaunin fyrir árið 1961.
Samsalan losnar ekki
við söluskattinn
MJÖLKURSAMSALAN hefur
tapað máli fyrir Hæstarétti, en í
héraði hafði það unnizt. Er um að
ræða ágreining við fjármálaráð-
herra f. h. ríkissjóðs um greiðslu
söluskatts af brauðum en Sam-
salan selur þau í mjólkurbúðum
sínum.
Taldi Samsalan sig ekki eiga
að greiða söluskatt af heildarverð
mæti brauðsölunnar, þar eð veru
legur hluti brauðanna eru ekki
frá eigin brauðgerð heldur öðr-
um og því hafi ekki verið heimiit
að leggja allan söluskattinn á um-
boðssölu-brauðin.
Mjólkursamsalan gerði kröfu
um greiðslu á kr. 79.548.23 með
6% vöxtum frá 1. janúar 1956
til greiðsludags.
í Hæstarétti sýknaði dómurinn
ríkissjóð af kröfum Samsölunn-
ar og segir m. a. svo í forsendum
Hæstaréttardómsins:
„Með setningu 3. gr. laga nr.
108/1954 var kveðið á um nýtt
orðalag á 22. gr. laga nr. 100/1948.
1 a-lið greinarinnar var fyrst
xnælt fyrir um 2% söluskatt af
eölu eða afhendingu smásala, í
b-lið var þvínæst kveðið á um
3% söluskatti af annarri sölu eða
veltu og aftan við b-lið bætt nýju
ákvæði svohljóðandi: „Af sölu
bóksala á bókum í umboðssölu
skal þó aðeins greiða sk-attinn af
umboðsþóknun hans. í öðrum um
boðssöluviðskiptum skal smásaii
eða annar umboðssali greiða sölu-
skatt af öllu heildarandvirði var-
anna frá sér“. í 2. tl. A-liðs 6. gr.
reglugerðar nr. 168/1954 eru og
samskonar ákvæði um þetta efni.
Samkvæmt þessum skýlausu
ákvæðum verður stefndi (Sam-
salan) að teljast hafa verið rétti-
lega krafinn um söluskatt af þeim
viðskiptum, sem rakin eru í hér-
aðsdómi. Eigi getur það haggað
þessari niðurstöðu um skyldu
stefnda til greiðslu söluskattsins
til áfrýjanda, þótt verðgæzlustjóri
hafi ekki leyft stefnda að bæta
söluskatti þessum yið útsöluverð
varanna. Ber því að sýkna áfrýj-
anda (ríkissjóð) af endurgreiðslu
kröfu stefnda og dæma hann til
að greiða áfrýjanda málskostnað
í héraði og fyrir Hæstarétti, kr.
4500.00.
Skólarnir byrjaðir
í Stykkishólmi
.
Studebaker Lark.
STYKKISHÓLMl, 10. okt. —
Barna- og Miðskóli Stykkis-
hólms var settur í kirkjunm í
Stykkishólmi að viðstöddum
börnum og foreldrum þriðjudag-
inn 4. okt. kl. 2. Prófastur Sig-
urður Ó. Lárusson fluiti bæn en
Sigurður Helgason skólastjóri
flutti ræðu og ávarpaði nem-
endur og foreldra. Var ræða
hans mjög um samstarf skóia og
heimila í uppeldismálum æsk-
unnar og mótun hennar. Skýrði
hann einnig fyrirkomulag í vet-
ur en það verður með líkum
hætti og áður. Skólinn skiptist
í 9 bekkjardeildir og eru sam-
tals 175 nemendur við skóla-
byrjun, þar ef 60 í Miðskólanum
í þrem bekkjardeildum. Ný
• ^ • ' ' ■:/.n, .. .
Plymouth 1961 er smíðaður í 26 mismunandi gerðum.
námsskrá kemur til fram-
kvæmda í ýmsum bekkjum skól
ans m. a. verður 3. bekkur Mið-
| skólans aðeins fyrir þá sem
hugsa sér að keppa að lands-
I prófi.
| Þá hefir skólinn fengið kennslu
tæki í átthagafræði, sem reynd
munu í vetur og auk þess mun
; kennsla i föndri verða hafin:
Skólastjóri gat bess að af 7
nemendum í fyrravetur sem
gengið hefðu til landsprófs hefðu
5 staðist og taldi hann þetta á-
gætan árangur.
15 unglingar hafa að undan-
förnu sótt um skólavist en þess-
ir unglingar eru utan Stykkis-
hólms en vegna ýmissa ann-
marka var ekki hægt að taka við
þeim öllum og strandaði m. a. á
húsnæði og fæði. Taldi skóla-
stjóri að ef heimavistin sem und
Framhald á bls. 19.