Morgunblaðið - 15.10.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 15.10.1960, Síða 3
MORClJiyhLAÐIÐ 3 JT Laugardagur 15. okt. 1960 Reglugerðin um tólf mílur verði lögfest STAKSTEINÁR ÚTBÝTT hefur veriS á Alþingi frumvarpi frá nokkrum þing mönnum Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins um að reglugerðin frá 30. júní 1958 um 12 mílna fiskveiðilögsögu fs- lands skuli öðlast lagagildi. Er reglugerðin birt sem fylgiskjal með frumvarpinu. Því fylgir einnig stutt greinargerð, er s'ro hijóðar: „Verndun fiskimiðanna um- hverfis landið er lífshagsmuna- mál íslenzku þjóðarinnar. Slærð Ágóðanum -"arið til fjárfestingar I ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins í gær segir á þessa leið: „Þegar kaupfélögin voru stofn. uð, var ætlunin sú að þau færðu neytendum vörurnar £ lægra verði en kaupmenn gerðu. Þró- unin hefur hinsvegar orðið sú, að kaupfélögin hafa selt vör- urnar á sama verði og kaupmenn hafa gert og varið ágóðanum í ýmiss konar fjárfestingu. Vissu- Iega hefur sú fjárfesting oft ver- ið nytsamleg en til þess var ætl- azt í upphafi að annað hvort fengju meðliniir kaupfélaganna vörurnar á læga verði en annars staðar eða þá að þeir fengju arð útborgaðan. Undanfarin ár hefur Kron í Reykjavík greitt sára lítinn eða engan arð og kjörbúð SÍS í Austurstiæti greiðir engan arð“. Eitt rekur sig á annars horn í aðalgrein Þjóðviljans í gær er fárazt yfir þvi að varnarliðið græði mjög á gengisfellingunni. Þar segir m. a.: fiskveiðilandhelginnar er nú á ákveðin með reglugerð, sem ríkis l stjórn íslands hefur sett skv. ’ heimild í svonefndum land-1 grunnslögum frá 1948. Þeirri reglugerð er eins og öðrum reglu gerðum hægt að breyta án þess að samþykki Alþingis komi til. Þetta fyrirkomulag verður að teljast óheppilegt til frambúðar og tímabært, eins og á stendur, að lögfesta ákvæði reglugerðar- innar um stærð fiskveiðiland- helginnar.“ I Of lítið og of mikið af línum Stjórnarandstæðingum hefur orðið mjög tiðrætt um bað að ríkisstjórninni mundi ganga erf- ilega að takmarka útlánaaukn- ingu bankanna eins mikið og talið var, að helzt þyrfti að gera. Hinn daginn er því aftur á móti haldið fram, að takmörkun út- Iánaauknin.garinnar sé hinn mesti bölvaldur. Um þetta segir svo í greinargerð fyrir frum- varpi Framsóknarmanna um lækkun vaxta: „Hætta (ber) taf- arlaust að draga sparifé lands- manna inn í Seðlibankann úr út sparisjóðnum, innlánsdeildum kaupfélaganna og viðskiptabönk unum. Þessi aðferð er nú notuð til þess að þrengja að einstaki- ingum og atvinnufyrirtækjum með tilbúnum lánsfjárskorti, sem byggist á þvi að fyrsta helming- inn af sparifjáraukningu lands- manna. Jafnframt þvi Iætur rík- isstjórnin Seðlabankann lána miklu minna en áður út á verð- mæti landbúnaðar og sjávaraf. urða“. ÉG var að skoða sunnu- dagssólskinið niðri í mið- bænum, þegar ég sé einn stuttbuxaðan skáta koma hlaupandi fyrir horn — nú hlaut feitthvað að vera á seyði — skrúðganga, dauða leit eða eitthvað annað í þá átt. — Ég stöðvaði því piltinn og hugðist leita tíð- inda. Sá reyndist vera Helgi S., fréttaritari Mbl. í Keflavík, útitekinn og ungur á svip. Ég spurði hverju sætti að hann væri að striplast hér á stuttbux- um og komið fram á haust. — Við erum á heimleið úr Háskólanum, eftir að hafa lokið einum þriðja hluta námsins — við höfum verið austur á Úlfljótsvatni og þar upp um fjöll og fyrnindi — en nú erum við á heimleið og getum farið að fylgjast með Brú þessi var eitt af verkefnum, er nemendur skólans þurftu að ynna af hendi. Háskóli skatanna hvernig ástandið er í menn- ingunni — hvort Kasavúbú hefur jétið Lúmúmba og í hvaða átt hann Krúsi steytir hnefana. — Háskólanum? — Já, þetta er okkar há- skóli. Æðsta stig í skátafræð- um er Gilwell-skólinn, sem nú hefur tekizt að fá fluttan í námskeiðum. hingað heim. Leiðbeinandi og stjórnandi þeirra tveggja námskeiða, sem hér hafa verið háð, hefur ver- ið norski skátaleiðtoginn Odd Hopp og íslenzkir skátar, sem lokið hafa Gilwell-skólanum hér heima og erlendis, hafa aðstoðað við kennsluna. — Hvað er þetta Gilwell? — Gilwellsveitin er alheims sveit — nú orðið stærsta skátasveit í heimi. Hún var stofnuð af Baden Powell. Þó hann sé farinn heim, eins og við segjum, eða dáinn — þá er hann í anda sveitarforingi Gil- well. Skozkur heiðursmaður gaf skátahreyfingunni landsetur sitt — Gilwell Park — rétt utan við London og þar er skólinn stofnaður og starf- ræktur — og þegar Badeu Powell var aðlaður af Breta- kóngi tók hann sér aðalsnafn- ið Lord of Gilwell. — Hvað lærið þið í þessum háskóla ykkar? — Já, það er nú það. Við erum ekki búnir með nema einn þriðja hluta skólans. Eftir er mikið bréflegt og verklegt nám. í stórum drátt- um lærum við hvernig eigi að kenna og stjórna skátafélög- um — hvaða tökum skuli beitt til að ná æskulýðnum til þroskandi tómstundastarfs — til sjálfsbjargar bg þjónustu við samfélagið, guð og fóstur- landið. Þetta er ærið verk og verður seint fulllært. Gilwell er þrep á leiðinni — veiga- mikið þrep ofarlega í stigan- um. — Hvað voru margir í skól- anum? — Það voru 18 drengir og 4 stúlkur, frá 8 stöðum á landinu. Kennararnir voru 6 og var Björgvin Magnússon skólastjóri ásamt Odd Hopp. — Hvernig var vistin þarna austurfrá — var veðrið gott? — Það er allt veður gott — aðeins mismunandi gott. Við klæðum okkur eftir veðri og reynum að gera það skynsam- lega — það er einn liðurinn í þjálfun okkar. Veðrið var gott og vistin góð. Þessir dag- ar liðu sem einn dagur, fullir af námi og starfi — gleði og alvöru. Starfsdagurinn hófst klukkan 8 og klukkan 11,30 skyldi vera kyrrð í svefnskál- um, en ekki er örgrannt að lif- að hafi á kertisstúfum fram eftir nóttu. — Var farið í nokkrar úti- legur eða fjallferðir? — Já, við lærðum að undir- búa næturleiki og alls konar útileiki og það lærðum við bezt með því að fara sjálfir í leikina. Okkur, sem þarna vorum, sæmilega rosknir sumir hverjir, fannst svo gam an að leikjunum að við urð- og komast hina ákveðnu leið. Það var engin afsökun til fyr- ir því að villast eða ná ekki lokamarkinu í tæka tíð. — Þið hafið leikið ykkur þaraa eins og smástrákar? — Já, það gerðum við — en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það er meiri sálfræði í því falin að þekkja æsku- leikina af eigin raun, en að sitja við skriíborð og semja kennisetningar — og álasa æskunni fyrir framferði sitt, þeirri æsku, sem þekkir ekki dásemdir móður náttúru og hefur ekki verið þjálfuð til þjónustu við háleitar hug- sjónir. — Hefur þú starfað lengi með skátunum? — O-já, nokkuð lengi. Ég tók nýliðaprófið fyrir sumar- daginn fyrsta 1926. Ég er allt- af að sannfærast betur og bet- ur um réttmæti kjörorðs Rov- ersskátanna: Einu sinni skáti — ávallt skáti. — Eruð þið Gilwell-skát- arnir ekki hátt hafnir yfir ný- liðana og önnur lægri stig í skátahreyfingunni? — Nei, við eigum að vera þess umkomnir að veita betri og meiri þjónustu. Það er lífshamingja að vera skáti, þeim mun meiri, sem þeim tekst að vera betri skáti. Við fáum okkar gráa klút og skóg armerkið hans Baden Powells — að öðru leyti erum við skát ar í skátasveit eins og allir Að í fjallaferð. um ungir í annað sinn — — hvað mun þá um hina, sem enn eru ungir að árum. — Var gengið á fjöll? — Já, við höfðum eina 25 tíma útivist. Hver flokkur hafði sína ákveðnu leið að fara, með byggð, yfir fjöll og dali og þurfti að leysa ýmis verkefni, sem reyndu á þekk- ingu og athygli flokksins, allt frá einfaldri ferðamennsku að stærðfræði- og náttúru- fræðilegum viðfangsefnum. Hver flokkur var með vilja, lítið nestaður og mátti ekki þýðast gestrisni sveitanna — heldur að bjarga sér sjálfur hinir. Ég ætla að hafa gráa klútinn og skógarmerkið á kistunni, þegar ég fer heim! — Ætlarðu til Keflavíkur í kistu? — Nei, þangað fer ég í bíl — en hin eilífa fjallaferð hefst með því að skrokkurinn er lát inn í kistu. Svo er stuttbuxaði skáta- drengurinn þotinn af stað á leið til Keflavíkur, ásamt fé- lögum sínum, sem eru að koma af Gilwell-skólanum. Það hlýtur að vera eitthvað í eða á bak við skátahreyfing- una, sem getur tekið roskið fólk slikum tökum. Kennarar og leiðbeindandi Gilwell-skólans. Fjórði frá vinstri er Odd Hopp, norski skátaforinginn, og við hlið hans situr Björgvin Magnússon, skólastjóri. „Fyrir gengislækkunina fékk hernámsliðið sem kunnugt er rúmar 16 krónur fyrir hvern dollar — en eftir hana 38 krón- ur, þ. e. meira en tvöfalt hærri upphæð. Afleiðingin verður sú, að Bandaríkin þurfa að nota meira en helmingi færri dollara til sömu framkvæmda og áður hér á landi“. Þetta finnst þeim Þjóðvilja- mönnum vera harðir kostir. Sið- an ræða þeir um það, að þegar j efnahagslöggjöfin var sett hafi ríkisstjórnin skýrt frá því, að hún mundi leita eftir því, við Bandaríkjastjórn að hún bætti þetta tjón með nokkru. Það finnst Þjóðviljamönnum aftur á móti há.lfu verra og tala um það í miklum vandlætingartón að ríkisstjórnin ætli að standa við þetta fyrirheit. Um það segir blaðið meðal annars á þessa leið: „Var hjálparbeiðnin m. a. rök- studd með því, að hernámsliðið hefði hagnazt svo verulega á gengislækkuninni, að eðlilegt væri að ríkisstjórnin fengi ein- hvern hluta af þeim gróða“. Það fer þannig að verða vand lifað i heiminum. þegar hvort tveggja er svik, að láta varnar- liðið búa við sömu gengisskrán- ingu og aðra og eins hitt að leita eftir því að bætur fáist þess vegna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.