Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 6

Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 6
6 MORC.VWTtr 4 010 Laugardagur 15. okt. 1960 Tvö ný fciiuj- eSsi verði reist Vinnuhælið á Litla- Hrauni stækkað — en ,Steinninn* lagður niður Bjarni Benediktsson gerir grein fyrir frumvörpum um lausn á ófremdar ástandi fangahúsmálanna STJÓRNARFRUMVARP um rík- isfangeisi og vinnuhæli svo og héraðsfangelsi voru til fyrstu um ræðu á í'undi Efri deildar í gær og gerði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, þá grein fyr- ir efni þeirra. í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu um ríkisfangelsi og vinnuhæli gat Bjarni Benedikts- son þess fyrst, að nú í vetur væru liðin rétt 200 ár siðan hafizt var handa um byggingu hegningar- hússins við Arnarhól. Það hefði verið reist af mikilli rausn, svo sem sjá mætti af því, að það hefði brátt verið tekið fyrir bú- stað æðsta embættismanns lands- ins og síðar stjórnarráðið, sem enn hefði þar aðsetur. Þó að ekki ríkti nú sama oftrú á mikilvægi fangelsanna eins og gert hefði á þeim tíma, væri óhjákvæmilegt að hafast nokkuð að í því efni. Öngþveiti í fangahúsmálum. Nú hefði um allangt skeið ríkt algjört öngþveiti í fangahúsmál- um hér. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið á Litla-Hrauni væru bæði ófull- nægjandi. Því færi t.d. fjarri, að í þeim rúmuðust allir þeir, sem til fangavistar hefðu unnið. Af- leiðing þess væru sú, að á lang- inn drægist, að afbrotamenn af- Tvímennmgs- keppni HAFNARFIRÐI — Önnur um- ferð tvímenningskeppni Bridge- félagsins var spiluð sl. miðviku- dagskvöld, og eru þessir nú efst- ir: Árni Þorvaldsson og Kári Þórðarson 186 stig, Reynir Ey- jólfsson og Kristján Andrésson 176, Einar Guðnason og Gunn- laugur Guðmundsson 163, Jón Guðmundsson og Eysteinn Ein- arsson 161%, Sigmar Björnsson og Jón Pálmason 160, Viggó Björgúlfsson og Kjartan Markús- son 158 % stig. Spilaðar verða fimm umferð- ir, sú næsta nk. miðvikudags- kvöld. plénuðu refsingu sína, stytta yrði fangavistina og náða menn í rík- ará mæli en heppilegt væri. Ekki hefði heldur verið fært að að- skilja afbrotamenn eins og lög gerðu ráð fyrir, t.d. ungiinga frá fullorðnum og forhertum föng- um. Eins gæti af ýmsum ástæðum þurft að hafa fanga í vörzlu eina sér, en þess naumast verið kostur. Þá mætti segja, að nú væri með öllu ógerlegt að koma konum fyrir í fangelsi; að vísu væri sem betur færi fátítt að þess þyrfti, en þó ekki með öllu óþekkt. L o k s hefði ekki verið aðstaða til að hafa sér í gæzlu þá, sem einung- is hefðu verið úrskurðaðir í varð hald og því ekki ástæða til að setja með öðrum föngum. Aðbúnaði fanga ábótavant Dómsmálaráðherra vék einnig að aðbúnaði þeirra fanga, sem nú sitja inni, og kvað honum í mörgu ábótavant. Þar væru varla fyrir hendi vistarverur um fram þær, sem fangarnir svæfu í; en það gerði mjög erfitt um vik allri starfsemi sem krefðist stærri húsakynna, t.d. kennslu, kvikmyndasýningar, guðsþjón- ustur eða aðrar samkomur þeirra. Hin ófullkomnu húsa- kynni gerðu gæzlumönnum einn- ig mjög erfitt fyrir með að rækja starf sitt, og væri það atriði reyndar öllum kunnugt. — Um endurbætur á fangelsunum væri það að segja, að á undanförnum árum hefði aðeins verið lítillega dyttað að þeim, þegar ekki hefði Iengur verið komizt hjá slíku. Sakadómi falin athugun. Vegna framangreinds ástands í fangahúsmálunum kvaðst Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, hafa falið. Valdimar Stefánssyni, sakadómara, að taka þau til meðferðar og hefði hann að lokinni athugun skilað ýtar- legu áliti, sem frumvarp þetta svo og frumvarpið um héraðs- fangelsi (sem getið er á öðrum stað hér í blaðinu í dag) hefðu verið byggð á. Þrjú fangelsi ríkisins. Þessu næst rakti dómsmálaráð herra efni frv. um ríkisfangelsi og vinnuhæii, en þar er gert ráð fyrir að ríkið reki þrjú fangahús. 1) Ríkisfangelsi fyrir 100 fanga, í Reykjavík eða ná- grenni, þar sem verði 4 deildir. Einangrunarfang- elsi, öryggisgæzludeild, geðveiiladeild, kvennafang elsi og gæzluvarðhald. 2) Vinnuhælið að Litla Hrauni, sem skal stækkað 1 svo að þar rúmist 60 fang ar og skulu unglingar eigi sendir þangað. 3) Unglingafangelsi í sveit, þar sem hægt verði að hafa 25 unglinga yngri en 22 ára. Eins og Ijóst er af þessu, er í frv. ákveðið á um byggingu tveggja nýrra fangahúsa, þ.e. ríkisfangelsis og unglingafangels is. Er þá jafnframt ráðgert, að hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg verði lagt niður, en vinnuhæl ið á Litla-Hrauni hins vegar starf rækt áfram, þó þannig, að það verður stórum aukið og endur- bætt. Ríkisfangelsið reist fyrst Dómsmálaráðherra sagði, að ekki væri enn ákveðið í hvaða röð ráðist yrði í framkvæmdir. Þó teldi hann, að auk endurbóta á Litla Hrauni yrði fyrst hafin bygging ríkisfangelsisins. Það væri sú stofnun, sem mest kall- aði að og sízt mætti dragast að reist yrði. Unglingafangelsið yrði væntanlega að bíða, en þar sem rekstur vinnuheimilisins að Kvíabryggju hefði nú verið tek- inn upp að nýju, væru uppi á- form um að koma unglingunum þar fyrir og flytja þá fremur að Litla-Hrauni einhverja þeirra barnsfeðra, sem eigi greiddu með lög sín. Þetta fyrirkomulag gæti orðið til mikilla bóta meðan ungl ingafangelsið væri ekki enn risið. Milljón á fyrsta ári. Bjarni Benediktsson ræddi einnig nokkuð um fjárhagshlið málsins og kvað ljóst vera, að framkvæmdir þessar mundu kosta mikið fé. Það væri hins vegar fyrst fyrir hendi að fá heimild til að reisa fangelsin, svo að unnt væri að hefja nauðsynleg an undirbúning, að byggingar- framkvæmdum, láta teikna þau o.s.frv. Nú þegar væri þó gert ráð fyrir að verja 1 millj. króna á ári í þessum tigangi. Það yrði hins vegar allt of lítið til þess að æskilegur hraði gæti verið á framkvæmdunum, eftir að út í þær væri komið. Með einhverj- um hætti yrði þá að afla meira fjár til þeirra og væri rétt að menn gerðu sér það ljóst nú þeg ar. Hefjast þarf handa Að síðustu kvaðst dómsmála- ráðherra þess fullviss, að þing- menn væru sér sammála, að óvið unandi væri fyrir þjóðina, að sama ástand í fangelsismálimum, héldist til frambúðar. Hér yrði að hefjast handa. Vonaðist harni því til að málið hlyti góðar við- tökur. Frv. var að ræðu frummæl- anda lokinni vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar með sam- hljóða atkvæðum. Þá var á sama fundi Efri deildi ar tekið fyrir frv. um héraðs- fangelsi. Fylgdi dómsmálaráð- herra Bjarni Benediktsson, því einnig úr hlaði. Sagði m.a., að í frv. væri byggt á sama samstarfi ríkis og sveitarfélaga í þessu efni og ríkt hefði, en gerðar væru með frv. ráðstafanir til, að frem ur yrði úr framkvæmdum en áð ur. Samkvæmt frv. gætu báðir aðilar haft frumkvæði, en Al- þingi hefði hins vegar réttinn tili fullnðarákvörðunar. Þá væru gerðar ráðstafanir til þess, að greiðslur yrðu inntar fljótt af hendi, og báðir aðilar gætu treyst því, að það drægist ekki. Þar sem séð væri fram á miklar fjárhags byrðar ríkissjóðs vegna fyrirhug aðra framkvæmda við ríkisfang- elsin, þætti ekki eins og sakir stæðu fært, að ríkissjóður greiddi meira en helming kostnaðar við héraðsfangelsin. Ný fangageymsla í Reykjav,k Víðast á landinu væru nú ófull nægjandi fangelsi, m.a. í Reykja vík. Þó að bygging nýrrar lög- reglustöðvar væri nú ákveðin og nokkurt fé hefði þegar verið veitt til hennar, mundi taka of langan tíma að reisa hana, til þess að unnt væri að bíða án ann arra aðgerða. Lögreglustjóra hefði því verið heimilað að láta byggja til bráðabirgða nýja fanga geymslu, sem þannig yrði úr garði gerð, að unnt yrði með liti um tilkostnaði að breyta henni til annarra nota. Þetta frv. hlaut, að ræðu dóms málaráðherra lokinni, sömu með ferð og hið fyrrnefnda. HINN 1. október var undirritað- ur í Varsjá nýr greiðslusamn- ingur milli íslendinga og Pól- verja. Samningur þessi kemur í stað eldri samninga frá 18. nóv- ember 1949 og gildir í eitt ár. Sama dag var einnig undirrit- uð bókun um vöruskipti milli íslands og Póllands á næstu 12 mánuðum. ^Jn-estir^ítmði Það var heldur fált fólk á ferli við Tjörnina í gærmorg- un, þrátt fyrir góða veðrið. En nú er maður orðinn svo vanur blíðskaparveðri, að það eitt dregur mann ekki út frá skyldustörfunum — enda er sjálfsagt meira gengið suður með Tjörn í rökkrinu á kvöld in en um hábjartan morgun- inn. Þeir fyrstu, sem urðu á vegi mínum, voru þrír þresör Þeir kunnu sannarlega að meta góða veðrið, skríktu af ánægju. Eg kom að þeim, þar sem þeir voru að taka sér sturtubað við gosbrunn- inn í Hallargarðinum. Golan feykti vatnsbununni vfir barminn á gosbrunninum.' — Þrestirnir hoppuðu inn und- ir bununa, snerust þar í nokkra hringi, og böðubu svo vængjunum og hristu sig, um leið og þeir hoppuðu und- an regninu. Þeir voru vissu- lega kátir. • FyJj*JaJordæmi mannabarnanna Það er annars furðulegt að sjá útsprungin skrautblóm enn uppistandandi um miðj- an október, grasið nærri grænt og svo mikið lauf á trjánum, þó það sé búið að fá gulan og rauðleitan blæ. f krikanum á Tjörninni hjá Iðnó var reglulegt fuglaþmg, enda nokkrir krakkar komnir með brauð í poka, til að gefa fuglunum. Þýzku svanirnir syntu þar hvítir og tignarleg. ir með ungana sína, sem nú eru vaxnir þeim yfir höfuð, hálslangir og álkulegir. eins og ungviði á þessu þroska- stigi er oft. Þeir eru enn mó- brúnir, eins og þeim sé illa við vatn og reyni að sleppa við að þvo sér um hálsinn, — fylgi þar fordæmi manna barnanna. Úti á Tjörninni synti stór breiða af hettumáfum. Þeir lögðu undir sig Tjömina um það leyti sem krían fór. • Kcpptusl vib lesturinn Á steypta kantinum kring um grasblettinn sátu tvær telpur með skólatöskurnar sínar. Þær voru að lesa og ég hugsaði með mér: — Hvað þatta eru dugleg og áhugasöm börn, að sitja og lesa lex- íurnar sínar, án þess svo mik ið sem að líta upp í þessu góða veðri! En þegar ég ko.m nær, sá ég að bókmenntirnar, sem komið höfðu upp úr skóla töskum þeirra, voru hasablöð. Nei, það var ekkert að ger- ast við Tjörnini þennan morgun — og þó!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.