Morgunblaðið - 15.10.1960, Page 13
Laugardagur 15 okt. 1960
M O R r. THK n T 4 n IÐ
13
Níræður 1 dag:
Árni Thorsteinsson
Árni Þorsteinsson níræður .. 4
fíESTOR íslenzkra tónská'.da,
Árni Thorsteinson, verður ni-
ræður í dag.
Hann fæddist 15. október 1870
f Landfógetahúsinu við Austur-
stræti, þar sem nú er Hressir.g-
arskálinn. Foreldrar hans vor.i
Árni Thorsteinsson, landfógeti
og bæjarfógeti 1 Reykjavík, og
kona hans, Soffía Kristjana
Hannesdóttir. Árni landfógeti
var sonur Bjarna Þorsteir.ssonar
amtmanns og konu hans, Þór-
unnar Hannesdóttur biskups
Finnssonar í Skálholti. Voru
þeir bræður, Árni landfógeti og
Steingrímur skáld Thorstein-
son. Soffía Kristjana var dótt.ir
Hannesar Johnsen kaupmanns,
sem var sonur Steingríms Jóns-
sonar biskups í Laugarnesi og
konu hans, Valgerðar Jónsdótt-
ur, en hún var ekkja eftir Hann-
es biskup Finnsson, þegar Stein-
grímur fékk hennar, og var því
langamma Árna tónskálds í báð
ar ættir. Bróðir Soffíu Kristjönu
var Steingrímur Johnsen söng-
kennari, sem mjög kemur við
sögu söngmálanna hér um langt
árabil.
Tónlistarlíf var heldur fá-
skrúðugt í Reykjavík á upp-
vaxtarárum Árna. en þó hefir
hann sagt frá því, að ein af
fyrstu bernskuminningum hans
er tengd tónlist. Kristján IX-
Danakonungur kom hingaS 1il
|>ess að vera við þjóðhátíðina í
á-gúst 1874, og hljómsveit úr líf-
varðarliði hans lék hér á Skóla-
brúnni, þegar konungur gekk til
og frá messu í dómkirkjunni.
Þetta hefir orðið Árna minnis
stætt, þótt hann væri þá aðeins
taepra fjögurra ára. og þótt önn-
tir atvik í sambandi við þjóðliá-
tíðina hafi vafizt móðu gleymsk
wnnar.
Á æskuheimili Árna var oft
#ungið og leikið á hljóðfæri. og
eftir að hann kom í lærða skól-
ann, tók hann drjúgán þátt í
söng skólapilta, en söngiíf stóð
þé með meiri blóma í skólanum
en oft síðan. Hafði Árni fagra
baritonrödd og kom oft fram
sem einsöngvari á söngskemmt-
unum.
Eftir að Árni lauk stúdents-
prófi, fór hann utan til Kaup
mannahafnar og hugðist leggja
stund á lögfræði. En ekki lauk
hann þv-í námi, og er það at-
hyglisvert, hve frásagnirnar úr
sönglífi Hafnarstúdenta eru rúm
frekar í æviminningum Árna.
Hann var einnig mjög áhuga-
samur tónleikagestur, og í minn
ingum sínum telur hann upp
nokkrar óperur, sem hann sá
milli 10 og 20 sinnum hverja á
'Hafnarárum sínum. 'Sjálfur seg-
ir hann, að tónlistin hafi ruglað
sig aglerlega í ríminu og stolið
frá sér tíma og áhuga við namið.
Mun hann hafa haft mestan 'iug
á að helga sig her.ni eingör.gu,
en slíkt þótti ekki álitlegt fyrir
ungan íslending á þeim árum.
Það varð því úr, að Árni nam
ljósmyndagerð í Kaupmanna-
höfn, eftir að hann hvarf frá
iögfræðináminu, og rak har.n
síðan ljósmyndastofu hér, þang
að til á styrj aldarárunum fyrri.
Jafnframt hafði hann á hendi
umsjón með brunavirðingum
húsa í Reykjavík, og 1918. þeg-
ar Sjóvátryggingafélag Islands
var stofnað, gerðist hann starfs-
maður þess. Var hann bókari
hjá félaginu til 1929, en þá tók
hann við starfi í Lands'banka
íslands og vann bar til ársins
1940, er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Árni kvæntist ald-amótaárið
Helgu Einarsdóttur frá Hraun-
um í Fljótum. Varð þeim fjög-
urra barna auðið, og eru dæturn
•r þrjár á lífi, e« sonur þeirra,
Árni lögfræðingur, andaðist 1948.
Helga lézt 1958, og hafði hin
langa sambúð þeirra hjóna verið
frábærlega farsæl.
Minningar úr söng- og tónlist-
arlífi Reykjavíkur eru ríkasti
þátturinn í æviminningum Árna,
sem Ingólfur rithöfundur Krist-
jánsson færði í letur og komu
út 1955, og þeim fylgja nokkt.r
drög að söng- og tónlistarsögu
Reykjavíkur, sem Árni hefir
tekið saman. Er það sem vænta
má, að aldraður maður, sem
lengst af hefir haft allan eða
mestallan hugann við þau efni,
og s.iálfur beinlmis lifað bessa
sögu næstum frá fyrstu byrjun,
kann frá mörgu athyglisverðu
að greina. Þó er Árni næsta
sagnafár um merkan þátt sög-
unnar: sitt eigið framlag til ís.
le^zkrar sönglagagerðar. En
hann hefir samið milli 90 og 100
sönglög fyrir einsöng og kóra,
og eru sum þeirra meðal skær-
ustu perlanna í safni íslenzkra
sönglaga. Ekki eru nærri öll lög
Árna prentuð, en fjögur söng-
lagahefti hafa komið út eftir
hann og eitthvað af lögum hefir
komið út sérprentað.
Fyrsta lagasafn hans kom út
1907 og hefir að geyma 12 ein-
söngslög. Þar á meðal eru Sól-
skinnsskúrin (Stgr. Thorstein-
son), Dalvísur (Jónas Hallgríms-
son), Vorgyðjan kemur (Guðm.
Guðmundsson), Áfram (Hannes
Hafstein), Kirkjuhvoll (Guðm.
Guðmundsson), Rósin (Guðm.
Guðmundsson), Þess bera menn
sár (Hannes Hafstein), Nótt
(Magnús Gíslason). Þarf naum-
ast lengur að telja, til þess að
sýna hvílíkur fengur þetta hefti
var. Þessi lög Árna og mörg
fleiri munu lifa góðu lífi, þegar
margar þær tónsmíðar eru
gleymdar, sem íburðarmeiri
kunna að teljast.
Siðar voru gefin út þrjú lög
úr Lénharði fógeta eftir Einar
H. Kvaran (1913), 10 sönglög
fyrir karlakóra (1921) og loks 13
einsöngslög (1922), sum af þeim
endurprentuð úr fyrra einsöngs-
lagaheftinu. Meðal karlakórslag-
anna má nefna Öll él birtir upp
um síðir (Bjarni Jónsson frá
Vogi), Hún sveif þar yfir vogi
(Þorsteinn Gíslason), Sólu sær-
inn skýlir (Stgr. Thorsteinson)
og Álfafell (Guðm. Guðmunds-
son), sem öll bera sömu ein-
kenni og beztu einsöngslögin.
Arni Thorsteinson er sjálf-
menntað tónskáld, en honum var
gefinn guðdómsneistinn, og
ásköpuð smekkvísi hans, sem
hann hefir þroskað með því að
hlýða á góða tónlist hvenær sem
færi gafst, hefir orðið honum
óbrigðull leiðarsteinn við laga-
smíðina. Hefði hann hlotið þá
menntun í tónlist sem trúlegt
má telja, ef hann hefði verið
fæddur með öðrum þjóð-
um, og notið að öðru
leyti ákjósaniegri starfsskil-
yrða, er vafalitið, að hann
hefði orðið stórbrotið og af-
kastamikið tónskáld. En fyrir
okkur íslendinga, í fámenni
okkar og fátækt í tónlistarefn-
tónskáld
um, er framlag hans ómetanlegt
og mun halda minningu hans á
lofti, meðan lög eru sungin.
★
Árni Thorsteinson er höfðingi
í sjón og raun, eins og hann á
kyn til. Það er bjart yfir þessum
aldna heiðursmanni, þar sem
hann gengur götur Reykjavíkur,
þótt sjónin sé nú farin að bila,
og það hefir verið bjart yfir ævi
hans, þótt ekki hafi harmur og
áhyggjur sneytt hjá honum,
fremur en flestum öðrum mann-
anna börnum. Megi birtan end-
ast honum ævikvöldið.
Jón Þórarinsson.
(Erindi þessi voru ort á afmæl-
isdegi tónskáldsins fyrir fimmtán
árum en ekki send. Ef þau áttu
rétt á sér þá, mun sá réttur í
gildi enn í dag).
Þó aö kólni, þó aö kveldi
þokar ei hin gullna rún;
dag skal söngsins sólareldi
signa aö hafsins yztu brún.
Ennþá Ijóma Ólymps tindar,
á þá blessuö sólin skín;
ennþá hljómar, fslands Pindar,
yndistóna harpan þin:
getur bœöi hjúfraö, hlegiö,
heillaö álfa og dísir fram,
perlu úr hafsins djúpi dregiö,
dúöaö blómum leiti og hvamm.
Hljómi hún vxtt og hljómx lengi,
hrynji tóna steypiflóö;
enn þá gömlu gullinstrengi
göfga láttu alla þjóö.
Tóna svanur, þakkir þjðöar
þér eru sendar nú — * dag;
þótt þœr sumar séu hljóöar,
sama er viö þœr allar lag.
X
Pottablóm Pottablóm
Gerið svo vel og lítið á landsms fjölbreyttasta úrval
pottablóma. Alltaf opið, einnig á kvöldin og sunnu-
dögum. — Alitaf eitthvað nýtt.
Gróðrarstöð PAUL V. MICHELSEN
Hveragerði.
OPNUM 1 DAG
málflutningsskrifsfofu
að Laugavegi 105 II. hæð. Sími 11380.
Önnumst innheimtu og málflutningsstörf svo og
fasteignasölu.
Jón Skaftason, hrl.
Jón Grétar Sigurðsson, lögír.
Gródrastöðin við Miklatorg
Símar: 22-8 22 — 19-7-75.
★ Nýtt í húsgagnagerð
★ Nýr Sindrastóll
★ Stál, plast, svampur, ullaráklæði
IIMDRASMIÐJAIM
*ýn« Awtttria