Morgunblaðið - 15.10.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.10.1960, Qupperneq 20
Kjarval 75 ara Sjá bls. 11. ftiwgitnblðjttófr 236. tbl. — Laugardagur 15. október 1960 ÍÞRÓTTIR eru á bls. 18. Árásormálið á Njálsgötunni ,Ég man ekkeit segir árásarmaðurinn RANNSÓKN árásarmálsins á Njálsgötunni, um síðustu belgi, hefur leitt í ljós að hér var um að ræða svo grófa árás á konuna, að hún hefði jafnvel getað kostað hana líf ið. — Árásarmaðurinn hefur skýrt frá því, að hann hafi, vegna áfengisneyzlu lengi nætur, misst minnið algjör- lega og í slíku ástandi hafi hann framið árásina. Árásarmaðurinn situr enn í gæzluvarðhaldi, og konan, sem fyrir árásinni varð er enn rúmliggjandi og illa haldin. ★ ★ ★ Rannsóknardómari þessa máls, Þórður Björnsson, skýrði blöðun- um í gærkvöldi frá helztu niður- stöðum rannsóknarinnar. Það var kl. 5,40 sl. sunnudags- morgun, að Runólfur Eiríksson, rakarameistari, sem á heima við Njálsgötu, vaknaði við skerandi neyðaróp utan af götunni. — Það var hann, sem hringdi á lögregl- una, og voru tveir lögreglumenn komnir að vörmu spori á vett- vang. í öðrum nálægum húsum hafði fólk einnig vaknað við neyðarópin. ★ AÐKOMAN Við hús þama skammt frá komu lögreglumennirnir að grindverki og fundu inni í garð- inum mann, sem lá ofan á konu. — Hann spratt þegar á fætur og hugðist komast undan, en var handtekinn nær samstundis. Konan lá hreyfingarlaus. Hún var þá meðvitundarlaus. Maður- inn var færður í „Kjallarann", en konan í Slysavarðstofuna, þar sem hún kom brátt til meðvit- undar. Var hún mjög illa útleik- in, með glóðarauga á báðum augum, og annað þeirra sokkið, og með skurð á augabrún. Al- blóðug var hún, marin og hrufl- uð, og kvartaði um þrautir í höfði. Utanyfirföt hennar voru rifin, svo og nærföt. Engir áverk- ar fundust á henni sjálfri, sem af mátti ætla, að framið hefði verið á henni kynferðisbrot. ★ ARÁSIN • í sakadómi hefur konan, sem er rúmlega fertug, skýrt frá að- draganda árásarinnar. Hún hafði verið á heimleið, er hún varð vör við það, að maður gekk spölkorn á eftir henni og fylgdi fast á eftir, þótt hún greikkaði sporið. Svo fór, að hann náði henni skammt frá gatnamótum Njáls- götu og Vitastígs. Hann spurði hana hvað klukkan væri, og hún kvaðst hafa svarað honum. Á næsta andartaki var maðurinn kominn fram fyrir hana — vatt sér að henni og sló hana mikið högg undir hökuna. Féll hún við, Framh. á bls 2. Óttuðust að flugvélin fyki DC-3 flugvél frá Flugfélaginu varð veðurteppt á ísafirði í gær- kvöldi í ágætisveðri. Sem kunn- ugt er hefur flugvöllurinn á Skipeyri nýlega verið tekinn í notkun. Hann hefur ekki náð fullri iengd og þykir því ekki ör- uggt að leyfa flugtak í suður. Þegar lent var á ísafirði var s-austan víndur í það mesta, sem má vera til að hægt hefði verið að fara þaðan aftur. En meðan staðið var við óx vindurinn og var kominn upp í 15 hnúta, þegar leggja átti af Allir til rjúpnoveiða HÚSAVÍK, 14. okt. — Á morg un er friðurinn úti hjá rjúp- unni. Húsvíkingar hafa fægt byssur sínar í óða önn í dag, því margir munu ætla til rjúpna á morgun — og m.a. eru komnir hingað 6 veiði- menn frá Akureyri. Ekki ætla þeir að missa af neinu. Hús- víkingar stunda rjúpnaveiðar jafnan af miklu kappi, margir sem atvinnuveg, en fleiri skjóta þó aðeins fyrir sig og sína. í fyrra var rjúpnaveiðin með minnsta móti og velta menn mikið vöngum yfir því hvernig veiðin verði núna. — Fréttaritari. mm EKKl aðeins e' heldur TVEIR Volkswagen eru í skyndihappdr. Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru af nýiustu gerð oj; um þá verður dregið 8. nóvember. — Miðarnir fást í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Hver vill ekki eignast nýjan Volkswagen? stað. Ætluðu flugmennirnir að fara á loft með tóma vélina, en hættu svo við það. Samkvæmt reglum Flugfélagsins er hámarks meðvindur í flugtaki 5 hnútar og hámarks hliðarvindur þar vestra er 10 hnútar. Björn Pálsson lenti sinni vél á ísafirði um svipað leyti og var ekkert því til fyrirstöðu að hann færi þar eð flugvél hans þarf mun styttri flugbraut en DC-3. Veður var ágætt og lendingar- og flugtaksskilyrði ekki óhagstæð fyrir Katalínu. í gærkvöldi hafði Mbl. sam- band við Flugfélagið og voru flugmenn og starfsmenn FÍ á ísa- firði þá önnum kafnir að binda flugvélina niður. Voru þeir farni- ir að óttast að hún fyki. En sam- kvæmt veðurspánni átti vind að lægja í nótt. Ný lyftitœki fyrir „Gísla J. Johnsen 44 1 GÆR sýndu forráðamenn Slysavarnafélags íslands ný lyftitæki, sem tekin hafa verið í notkun við hús félagsins á Grandagarði. Eru þau til þess að geyma í björgunarbátinn Gísla J. Johnsen, sem hingað til hefur að heita má verið á nokkrum hrakhólum. — ★ — Er hér um að ræða tvær sambyggðar uglur, sem snúast um burðarás við fremri brún skýlisins og tvo vökvaþrýstistrokka, sem spyrna uglunum út og inn. Þegar uglunum hefur verið slegið út, er báturinn tekinn beint upp úr sjó þar til hjólblökk að framan er komin í hnokka á ytri uglu. Þá er vökvadæla sett á hreyfingu og tekur hún uglurnar inn, lyftir bátn- um síðasta áfangann og skilar honum inn á gólf í skýlinu. Tekur ekki nema 5—6 mínútur að koma hon- um á flot og setja hann, og geta tveir menn unnið það verk. Báturinn vegur 25 lestir. — ★ — Þennan lyftuútbúnað teiknaði Guðfinnur Þor- björnsson, vélfræðingur, en Vélsmiðjan Klettur í Hafn- arfirði sá um smíði hans og niðursetningu. Hann kost- aði uppkominn hálfa millj. króna. — ★ — Meðfylgjandi mynd af björgunarbátnum í naust- inu tók Sveinn Þormóðsson í gær. — Aldrei minni ungbarnadauði í NÝJUM Hagtiðindum er yfir-1 28,0% á lit yfir hjónavígslur, fæðingar ! manna. og manndauða á árinu 1959. Árið 1959 voru hjónavígslur á landinu 1337 eða 7,8 á hvert bús- und landsmanna. Síðan 1944 hef ir þetta hlutfall farið minnkandi, en þá hefur það orðið hæst. Á árinu var 152 hjónaböndum slitið við lögskilnað á móti 143 1958. Um fæðingar segir, að tala lif- andi barna hafi verið 4820, eða Utanríkismúlo- númskeið SUS UTANRfKISMÁLANÁMSKEIÐ Sambands xmgra Sjálfstæðis- manna hefst í Skíðaskálanum í dag kl. 3,30. Ræðumenn í dag verða Pétur Benediktsson, bankastjóri, og Jóhann Hafstein, alþingismaður, en á morgun Gunnlaugur Péturs son, borgarritari, og Paul de Lieven, aðalblaðafulltrúi Atlants hafsbandalagsins. Bílferð að Skíðaskálanum verð ur í dag kl. 2,30 frá Valhöll við Suðurgötu í Reykjavík. hvert þúsund lands- Andvana fædd böm voru 60. Af öllum börnum, sem fæddust 1959, voru 1239 eða 25.4% óskilgetin, og er það svip- uð hundraðstala og verið hefur undanfarin ár. Á árinu 1959 dóu 1242 og er það nokkru hærra manndauða hlutfall, .en verið hefur tvö árin á undan. Innan eins árs dóu 79 börn. Miðað við tölu lifandi fæddra á sama tíma, hefur barnadauði innan eins árs verið 1,6% eða nokkru sinni fyrr. Að síðustu er svo fjallað um mannfjölgunina, eða mismuninn á tölu lifandi fæddra og dáinna, en hún var 3578 árið 1959 eða 20,8 af þúsundi. Á árinu 1959 hafði 121 maður flutzt til lands- ins umfram þá, sem fluttst frá því. Hélt lil hafs f GÆR kom flugvél landhelgis gæzlunnar að brezkum togara, sem var að veiðum á mörkum fiskveiðisvæðisins undan Þist ilfirði. Dró togarinn þeg- ar inn veiðarfæri og hélt til hafs. Ekki var annað tíðinda hjá landhelgisgæzlunni í gær. VR xill styttri laugardaga VERZLUNARFÓLK f Reykjavík fór þess á Ieit við vinnuveitend- ur í siðasta mámiði, að verzlun- um verði lokað ki. 1 e.h. á iaugar dögum síðustu þrjá mánuði árs- ins, en lokunartími hefur verið kl. 4. Gegn þvi vildu verzlunar- menn vinna til 7 á föstudögum eins og hinn hluta ársins, byrja ki. 8,30 á iaugardögum og taka ekki matarhlé þá daga. Stjórn VR hefur að undan- förnu rætt við kaupmenn um málið. Ekki náðist samkomulag. Boðaði stjórn VR þá til fundar með félagsmönnum. Rakti for- maðurinn gang málsins og greindi auk þess frá því, að sam- tök verzlunarfólks mundu ganga í Alþýðusamibandið á þingi þess í næsta mánuði. Lýsti fundurinn trausti á stjóm félagsins og jafnframt stuðningi við þá ákvörðun trúnaðarmanna ráðs þess efnis að verzlunarfól'k taki upp þá vinnutilhögun, sem sett var fram í tilboði til vinnu- veitenda. Mun ákvörðunin eiga að ganga í gildi laugardag n. k. Veðnrtepptur SÓLFAXI, Skymastervél Flug- félagsins, hefur verið veðurteppt ur í Syðri-Straumfirði á Græn- landi síðan á þriðjudag vegna ó- hagstæðra flugskilyrða yfir Grænlandsjökli. Einnig hefur ver ið ólendandi í Kulusuk, en þar, á flugvélin að hafa viðkomu leiðinni til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.