Morgunblaðið - 20.10.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORGUNbL 4 ÐIÐ
3
Snáðinn blikkaði ekki einu sinni, þegar smellt var af.
Drengur eöa stúlka?
Fæðingarheimilið ný]a heimsott
góð kona. Allt virðist eðlilegt I
og í góðum gangi. |
Alltaf læknir viðstaddur.
Þetta var einn fæðmgar-
læknanna, sem hringdi til að
vita hve langt fæðingin væn
komin, útskýrði Hulda. Það
er alltaf læknir viðstaddur
hverja fæðingu. • Hann Guð-
jón okkar hefur sínar vaktir
og fer á stofugang fyrir há-
degi, en auk þess hefur har.n
samvinnu við þrjá fæðingar
lækna, sem taka sínar vaktir
og eru alltaf tiltækir þegar á
þarf að halda.
Svo eru 7 ljósmæður sem
skipta með sér vöktum, héit
Hulda áfram, og eru vaktirn-
ar þrískiptar. Hér á efstu
hæðinni eru fæðingarstofurn-
ar og nokkrar sjúkrastofur,
en á hæðinni fyrir neðan
liggja þær konur, sem hafa
fótavist. Þær eru fluttar nið-
ur á 4.—5. degi. Á fyrstu hæð
inni er eldhúsið og þvottahús.
ið í kjallara. Hér er þvegið
mikið, enda oft skipt um. Tii
dæmis notum við sér sloppa á
fæðingarstofunum við fæð-
ingar, einnig förum við aldrei
inn í barnastofuna nema fara
í slopp, sem tilheyrir henni,
og þann þriðja notum við á
sjúkrastofunum. En eigum við
ekki að koma niður á neðri
hæðirnar?
Tveir frumburðir
Á hæðinni fyrir neðan var
Halla Jónsdóttir, ljósmóðir á
vakt, og vísaði hún okkur inn
á stofu nr.6. Þar lágu tvær
ungar mæður með frumburði
sína í fanginu. Þær höfðu ný-
lokið við að gefa þeim að
drekka, er okkur bar bar að.
Litlar vöggur stóðu við hlið-
ina á rúmum þeirra.
Fyrstu spurningunni bein-
um við að Jórunni Sörensen:
— Drengur eða stúlka?
— 'Stúlka. svaraði hin ný-
orðna móðir hreykin og strauK
mjúkan dúninn á höfði barns-
ins. Hún vóg 16 merkur við
fæðingu, en nú er hún fjög-
urra daga gömul.
Hin móðirin, Hjördís Sig-
urðardóttir sussaði á dreng
inn sinn, sem fór að hrína rétt
í þessu. Hann blikkaði þó
ekki einu sinni augunum, er
ljósmyndarinn smellti af
en rak upp reiðiöskur, þegar
hann var settur í vögguna.
Framhald á bls. 17.
STAK8TEINAR
Eysteinn h;*fundur
hringavitleysunnar
f Tímanum í gær er rætt unt
ræðu, sem Eysteinn Jónsson
I flutti á Alþingi í fyrradag. Þar
segir um orð ræðumanns:
„Unnt hefði verið að leysa
hallann án stórfelldra ráðstafana
með því að'fara að ráðum Fram
sóknarflokksins. Fara þá leið,
sem íslendingar hafa fylgt und-
|' anfarna þrjá áratugi — f/lgja
stefnu uppbyggingar og fram-
leiðsluaukningar og rétta siff
þannig við. Mæta erfiðleikunum
með þvi að skattleggja eyðsluna,
en ekki fyrst og fremst neyzl-
una, svo sem til dæmis rafmagn
og soðningu, eins og nú er gert.
Auka yfirfærslugjaldið og
draga úr uppbótakerfinu í áföng
um. Láta þá fjárfestingu sem
bíða mátti sitja á hakanum en
greiða fyrir fjárfestin.gu, sem
mesta þýðingu hefur fyrir al-
menning".
Eins og menn minnast var Tím
inn stefnulaus í efnahagsmálum
í allt sumar en Eysteinn Jóns-
son dvaldist þá erlendis.
Skömmu eftir að hann kom
heim, birti Tírninn síðan það,
sem kallað var „stefna" Fram.
sóknarflokksins. Spáði Morgun-
blaðið því að Eysteinn mundl
vera höfundur þessarar mestu
hringavitleýsu í íslen/kum
stjórnmálum og sú spá virðist
hafa verið rétt.
Að draga úr uppbótum
með því að auka þær!
Vitlausa stefnan í Fnmsókn
i segir í fyrsta Iagi, að auka eigi
yfirfærslugjaldið Varla getur
það verið gert til annars en að
greiða útveginum hærri upp-
bætur. Hinar hækkuðu uppbæt.
ur til útvegsins eiga svo að
„draga úr uppbótakerfinu i á-
föngum". Aukning uppbótanna
segja Framsóknarmenn að þurft
hefði að vera 250 milljónir, sem
KLUKKAN var langt gengin
sex seinni hluta mánudags,
þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins gekk inn í hvítmálað
hús á horni Eiríks- og Þor-
finnsgötu, en í því húsi hef-
ur, eins og kunnugt er, verið
opnað nýtt fæðingarheimili.
Gera má ráð fyrir að flesf-
allar konur i Reykjavík eigi
einhvern tíma eftir að heim-
sækja þennan stað, annað
hvort til að ala börn sín eða
heilsa upp á vinkonur og ætt-
ingja; og þar koma til með
að bíða ótalmargir tangaó-
styrkir eiginmenn, sem siðar
ganga út glaðir og reifir og
tilkynna fróttine: — Konan
mín átti strák í nótt!
En hvernig er umhorfs i
þessu ríki þjáninga og gleði,
Við skulum litast þar um
stundarkorn.
Erilsamt í daff
Uppi á þriðju hæð hittum
við forstöðukonu heimilisins,
Huldu Jensdóttir, þar • sem
hún sat á sknfstofunni í drif-
hvítum slopp og með kappa
á höfði. — Hvort leyfilegt
væri að trufla hana andartaK
með spurningum? Hulda
brosti ofur rólega og sagði:
— Jú, ætli það ekki, annars
er mér heldur illa við biaða-
menn. Þeir skrifa svo margt
sem betur væri látið ógert.
En látum það li.ggia miili
hluta í þetta sinn.
Síðan tókum við að rabba
saman.
— Það hefur vanð býsna
erilsamt hjá okkur í dag,
sagði Hulda, tvær fæðingar
nýafstaðnar og sú þriðja á
leiðinni. — Já, já það gekk
mjög vel, hér er við pað mið-
að taka á móti eðlilegum fæð
ingum. Ef við vitum fyrir-
fram að eitthvað sé að, send-
um við konurnar upp á fæð-
ingardeild.
— Á hvern hátt er hægt að
vita það, hvort um óeðlilega
fæðingu verður að ræða?
— Jú, t. d. ef það kemur í
Ijós við skoðun, að konan get-
ur ekki fætt vegna grindar-
þrengsla eða einhvers annars
— eða, ef hún er með svo
kallaða meðgöngueitrun, svo
eitthvað sé nefnt. En sitjandi
fæðingu höfum við hér síð-
ast í gær og einnig töng.
— Hvernig hefur aðsóknm
verið?
— Alveg prýðileg, bað hafa
72 konur fætt fram að þessu.
í þessu hrmgir símin.i: —
Já, já — hún er mjög róieg —
gáfum henni pedetin um hálf
fiögur leytið — já, ró'eg —
Sigrún matráðskona, hrærir í
kartöflumúsinni.
sagt kvartmilljarðs viðbót við
fyrri uppbætur. Slíka viðbót
telja þeir skref í áttina til að
afnema uppbótakerfið.
„Stefnan“ í fjárfestingarmál-
um er túlkuð þannig að halda
eigi „uppbyggingarstefnunni"
áfram með fullum þrótti en
draga jafnframt úr fjárfesting-
unni. Okkur hér á Morgunblað.
inu gengur líka dálítið erfiðlega
að skilja, hvernig fara eigi að
því.
Þá lýsir Eysteinn því yfir, að
auka eigi eyðsluskatta, þ. e. a. s.
óbeina skatta. Þar með er lýst
stuðningi við söluskattinn. sem
hinn daginn er fjargviðrazt út
af í Tímanum.
Loks fylgdi það svo með í
stefnunni, að „jafna ætti skatt-
ana“. Eysteinn virðist ekki hafa
minnzt á það i ræðu sinni núna,
en einnig væri gaman að fá skýr
ingu á. því, hvernig þá útjöínun
ætti að framkvæma.
Þorlákshöfn
Nú hafa verið teknar endan.
legar ákvarðanir um hafnargerð
í Þorlákshöfn. Mun hafnargerðin
hafa mikil áhrif á þróun at-
vinnumála í Suðurlandskjör-
dæmi, en þar eru ein mestu
framtíðarhéruð landsins.
Úti fyrir ströndinni eru mjög
góð fiskimið, sem verða nýtt
bæði frá Vestmannaeyjum og
hinni nýju höfn. Geta þessar
verstöðvar haft mikinn stuðning
hvor af annarri. Höfnin og
byggðin, sem við hana mun
myndast, munu einnig stuðla að
aukinni ræktun á Suðurlands.
undirlendinu. Og síðast en ekki
sízt mun höfnin flýta fyrir og
styrkja iðnvæðinguna, en á
þessum slóðum eru mestu orku-
lindir landsins. Nægir í því sam
bandi að minna á Þjórsá og