Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 15
Fimmtudagur 20. okt. 1960 MUKGUiyBLAÐIÐ 15 Kristmann Guðmundsson skrifar um„ BÓKMENNTIR Nú ern aðeins eftir þrjár sýningar á gamanleik Rattingans, „Ást og stjórnmál“, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. — Leikurinn var frumsýndur á sl. leikári og var svo tekinn upp aftur nú í haust. Aðalhlutverkin eru leikin af Rúrik Haralds- syni, Ingu Þórðardóttur og Jóhanni Pálssyni og er myndin af þeim í hlutverkum. Leikstjóri er Benedikt Árnason en hann dvelst um þessar mundir austur í Tyrklandi og leikur þar i enskri kvikmynd. Næsta sýning verður í kvöld. Pennaslóðir eftir 11 höfunda. Útgefandi: Hlaðbúð. SÖGUR þessar eru allar eftir konur, enda undirtitill bókarinn- ar: Rit kvenna. Ritstjóri er Hail- dóra B. Björnsson, og Jóhannes Jóhannesson hefur gert kápu- teikninguna, sem virðist vera xnynd af hundasvipu og hvítum trefli á blóðugu baktjaldi. Ritið hefst á sögu, er nefnist ,,Yfirflutningsskrifstofan“ eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. Hún fjallar, eins og nafnið bendir til, um skrifstofu eina, sem hefur það úlutverk að flytja menn — yfir um. Söguhetjan er Jón Jónsson forstjóri, sem er nýlega orðinn fimmtugur, en samt tiltölulega ungur maður, því að á þeim tíma, 8em sagan gerist, geta menn lif- «ð a. m. k. tvö hundruð ár. Eigi að síður fær Jón Jónsson á þess- um morgni tilkynningu, að hann eigi að flytjast yfir um daginn eftir. Tilkynningn kemur auð- vitað frá Yfirflutningsskrifstof- unni. Jóni verður illa við, sem von er, og hringir þegar í St. Pétur í þeim tilgangi að fá frest, en faer neitun. Þá vill hann vita, í hvorum staðnum hann muni lenda. Pétur vill ekki segja það, en telur þó, að jafnvel þótt hann lenti í kjallaranum, ætti hann að kunna dável við sig, því að þar séu allflestir vinir hans og kunn- ingjar. Jón unir þessu illa og spyr, (hvort hann geti fengið að tala við forstjórann, þ. e. Guð almátt- ugan, en svo bölvanlega stendur ó, að Drottinn er þá nýfarinn til Reykjavíkur til að athuga bók- haldið hjá Jóni nokkrum Jóns- syni. Svona langt er sögukornið skemmtisaga, en úr því fer hún að verða rómantísk og endar á ökuferð í lofti yfir ísland með Drottin sjálfan við stýrið, unz komið er að sólgylltri strönd, þar sem gamall ferjumaður bíður með bátinn sinn, og í skutnum situr ung og lagleg stúlka. Drott- inn kynnir herrana, Jón Jónsson og Dauðann. Þeir brosa hvor til annars. En stúlkan er gömul ást- mær Jóns, og allt er í þessu fína. — Skemmtilegt viðhorf til dauð- ans og sagan öll bæði frumleg og snoturlega gerð. Hið sama er ekki hægt að segja um .Fimmtíu sterlingspund" eft- ir Líneyju Jóhannesdóttur, sem er harla lítill skáldskapur og ein- hver óheiðarleikablær yfir henm allri. „Tveggja saga“ eftir Valborgu Bentsdóttur er bráðvel gerð smá- saga og fjallar um það, hvernig smás-aga verður til. Ég held, að þessi höfundur geti orðið skáld, því að í þessu litla listaverki koma fram ýmsir eiginleikar, sem benda til þess. „Lausn-1 eftir Rósu B. Blön- dals er lagleg saga, óvenjulega gerð — og aðeins kona hefði get- að skrifað hana. ,,Fegurð“ eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur er ekki ómerk, sál- fræðileg stúdía og allvel skrifuð. En nafnið finnst mér út í bláinn. „Helgur skuggi byssusnagans" eftir Arnfríði Jónatansdóttur er í stuttu máli sagt della. „Fransí, biskví" eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu) er dágóð __________ þjóðlífslýsing án skáldlegra til- þrifa. „Höll þagnarinnar“ eftir Sig- ríði Einars frá Munaðarnesi er góð saga, slungin nokurri dul. Höf. tekst að skapa óvenjulega stemmingu í frásögn sinni, sem er lifandi og hófsöm og þannig gerð, að lesandinn gleymir henni ekki. „Sápukúlurnar" eftir Steingerði Guðmundsdóttur er laglegt riss, en reynir fullmikið á trúgirni lesandans og mætti vera styttra. Þankastrikin mættu líka vera færri! Þau eru alls 259. „Bergnumin“ eftir Halldóru B. Björnsson er frískleg smásaga, dável gerð. „Konan í Dalnum" eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur er ein bezta sagan í ritinu, vel byggð og snoturlega skrifuð. Þar er ágæt- lega farið með frumlega séð efni. Loks eru stutt æviágrip höf- undanna og grein eftir ritstjór- ann, er nefnist „Fáein orð að auki“. Fæ ég ekki séð, að þau auki gildi bókarinnar. — ★ — Sólúr og áttaviti eftir Kristján Röðuls. Útgefandi: Hrímnir. ÞETTA er fimmta bók Kristjáns Röðuls og sú bezta. Einhver sagði um síðustu bók hans: „Þaðan sem lagt var af stað, og þangað sem nú er komið, er svo langur veg- ur, að með ólíkindum má telja“. Þetta er hverju orði sannara: Kristján Röðuls hefur sýnt fá- dæma dugnað og viljastyrk á listabraut sinni. Hann byrjaði ekki efnilega, en nú verður ekki framhjá honum gengið: hann er orðinn skáld. Kvæði hans eru nýtízkuleg og eru þó laus við galla nýtízkuskáld skapar. Mörg þeirra eru djarfiega gerð, en öfgalaus með öllu, og höf. setur sér strangar, listrænar skorður. Nokkuð hefur hann lært Framh. á bls. 16. 4 LESBÓK BARNANNA 49. Nú leið að aðfanga- dag jóla. Glámur i;tóð snemma upp og kallaði tii matar síns. Húsfreyjan sagði það ekki kristinna manna hátt að malast þann dag. Hann svarar: „Marga hindurvitni hafið þér. Þótti mér þá betri siður, er menn voru heiðnir kallaðir, og vil ég hafa mat minn, en cngar ref jar“. Húsfeyja mælti: „Víst veit ég, að þér mun illa farast í dag, ef þú tekur þetta ill- brigði til“. Hún þorði eigi annað, en að gera sem hann vildi, og er hann var mettur, gekk hann út og var heldur gustillur. L,eið nú fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim. Þá var hríð á og niðamyrkur, svo hans varð eigi leitað. 50. Á jóladag fóru menn í leitina og fundu féð víða í fönnum. Því næst komu þeir á traðk mikinn ofarlega í dalnum. Þótti þeim því. líkt, sem þar hefði glímt verið heldur sterklega, því að grjót ið var .víða upp leyst og svo jöðin. Þeir sáu, hvar Glám- ur lá skammt í brott frá þeim. Hann var dauður og blár sem hel, en digur sem naut. Þeim hraus hugur við honum, en leituðust þó við að færa hann til kirkju og gátu ekki komið honum nema á einn gilsþröm þar skammt frá. Fóru þeir lieim við svo búið og sögðu bónda þennan atburð. Sl. Annan dag jóla var far- lð að leit&st við enn að færa Giám til kirkju. Váru eykir fyrir beittir, og gátu þeir kvergl fært hann, þegar slétt tendi var og eigi forbrekkis að fara gengu nú frá við fvo búið. Hinn þriðja dag fó-r prestur með þeim, og leituðu ullan daginn, og fannst Glám ur eigi. Eigi vildi prestur oft- ar til fara, en sauðamaður fannst, þegar prestur var eigi í ferð. Létu þeir þá fyrir vinn ast að færa hann til kirkju og dysjuðu hann þar, sem þá var hann kominn. 52. Litlu síðar urðu menn varir við það, að Glámur lá eigi kyrr. Varð mönnum að þvi mikið mein, svo að marg- ir féllu i óvit, ef þeir sáu hann, en sumir héldu eigi vitinu. Stukku þá margir menn i brott. Því næst tók Glámur að ríða húsum um nætur, svo að lá við brotum. Gekk hann þá nálega nætur og daga. Varla þorðu menn að fara upp í dalinn, þó að ættu nóg erindi. Þótti mönn- um þar i héraðinu mikið mein að þessu. 4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 20. okt. 1960 Þú getur búið til Brúðu- leikhús Pabbi var úti að vinna og mamma þurfti nauð- synlega að sikreppa í bæ- inn. Það kom því í hlut Diddu stórusystur að gæta Lillu eins og venju lega, — ekki þurfti svo sem að búast við hjálp frá Jóa. Hann var úti að leika sér við strákana eins og vant var. Ég veit ekki hvort þið kannist við svona tveggja ára stelpur, eins og hana Lillu. Það vantar svo sem ekki, að hún geti verið góð og elskuleg, sérstak- lega þegar hægt er að vera með hana úti, sýna henni köttinn, sem á heima í næsta húsi, kenna henni að hoppa í parís, eða þeytast með hana í kerrunni. En ef það er rigning og þú neyðist til að vera með svona stelpur inni, þá getur nú farið að kárna gamanið. Það veit enginn, nema sá sem reynir, hvað þær geta verið óskaplega óþægar og þreytandi. Þarna heimta þær stöðugt að fá þetta eða hitt og sé ekki strax látið undan þeim., öskra þær svo að þakið ætlar af húsinu. Og |>eg- ar þær svo fá það sem þær heimta, grýta þær öllu í gólfið, skemma og rífa, svo að stórasystir er á nálum allan timann. Því auðvitað fær stóra- systir skammirnar fyrir allt sem aflaga fér.; En svo við hvérfum aftur að sögunni, þennan dag, sem mamma fór í bæinn, hittist einmitt svo á, að það var úrhell-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.