Morgunblaðið - 20.10.1960, Blaðsíða 2
z
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 20. okt. 1960
Hrútasýning á
Snœfellsnesi
BORG í Miklaholtshreppi, 17.
okt. — Undanfarna daga hafa
staðið hér yfir í héraðinu hrúta-
sýningar í öllum hreppum sýsl-
unnar. Aðaldómarar á sýningum
þessum voru dr. Halldór Pálsson
sauðfjárræktarráðunautur, Bún-
aðarfélags íslands og Leifur Jó-
hannesson búf járræktarráðunaut-
ur Snæfellinga.
Sýndir voru alls 672 hrútar í
sýslunni. Fengu 280 1. verðiaun,
247 2. verðlaun, 99 3. verðlaun,
en 46 voru ekki verðlaunaðir.
í dag var svo haldin héraðs-
sýning á beztu hrútum sýslunnar,
sýninguna varð að halda í tvennu
lagi, vegna þess aðnokkrum hluta
Snæfellsness er sundur skipt með
varnargirðingu. Voru sýningar
haldnar á Vegamótum í Mikla-
holtshreppi og Söðulsholti í Eyja-
hreppi.
Á sýningu þessari voru alls
sýndir 68 hrútar 39 kollóttir og
29 hyrndir.
Sýninguna setti formaður Bún-
aðarsambandsins Gunnar Jóna-
tansson.
Dr. Halldór Pálsson flutti þar
fróðlegt erindi um niðurstöður
sýninganna hér í sýslunni og sauð
fjárræktun almennt hér á Snæ-
fellsnesi. Hvað Dr. Halldór að
sauðfjárræktuninni hefði miðað
mjög vel undanfarin fjögur ár,
miklar framfarir orðið til kyn-
bóta í héraðinu, og stæði sauðfjár
ræktin hér með miklum blóma.
Snæfellingar hefðu staðið sig
bezt í sauðfjárræktuninni eftir
fjárskipti, við að fá vel ræktað fé
á skömmum tíma. Aðal ástæðan
fjrrir því væri sennilega sú, að
Búnaðarsambandið fór tvær
ferðir til Vestfjarða að ísafjarð-
ardjúpi og keypti þar úrvalsfé
til kynbóta aðallega frá Múla og
Laugabóli við ísafjarðardjúp.
Þá hafa og verið framkvæmdir
flutningar á sæði úr hyrnd-
um hrútum úr Árnessýslu, af
þingeyskum stofni og út af því
bafa komið margir góðir ein-
staklingar. Þó hafa einnig verið
starfandi í héraðinu sauðfjórrækt
arfélög í flestum hreppum sýsl-
unnar, hafa mörg þeirra unnið
mikið og markvisst starf.
Þá var einnig höfð á Vegamót-
um í dag kjötsýning sem dr.
Halldór Pálson stjórnaði ogflutti
hann mjög fróðlegt erindi um
byggingarlag dilkanna og út-
skýrði hina einstöku hluti,
skrokksins með sýningu á sund-
urlimuðum skrokkum.
Þá var einnig mættur í dag á
sýningunni á Vegamótum Hjalti
Gestsson búf járræktarráðunautur
Búnaðarsambands Suðurlands, en
Hjalti var dómari ásamt Halldóri
og Leifi á niðurröðun hrúta á
héraðssýningunni.
Kvað Hjalti sauðfjárræktunina
hér á Snæfellsnesi standa með
miklum og ágætum, fyrir tveim
árum var hann dómari hér á sýn-
ingum á svæðinu. Taldi hann sér
staklega mikla framför hafa orð
ið, einkanlega hvað yngri hrútar
væru þroskamiklir og holdgóðir.
Þá fór fram afhending verð-
launagrips sem Búnaðarsamband-
ið gaf, fyrir átta árum. Er það
útskorinn skjöldur með hrúts-
mynd eftir Ríkharð Jónsson.
Að þessu sinni hlaut hann hrút-
urinn Dvergur frá Innra-Leiti á
Skógarströnd, eigandi Jónas Guð
mundsson. Er það í annað sinn
sem Dvergur hlýtur þennan
skjöld. Nú voru sýndir með hon-
um synir hans 6 sem allir fengu
fyrstu verðlaun. Er Dvergur
mjog kynsæl og fögur kind, hann
er kollóttur. Bezti hyrndi hrútur
á sýningu og var Mímir eigandi
Gunnar Guðbjartsson Hjarðar-
felli.
Niðurröðun hrútanna á héraðs
sýningunni var raðað þannig:
fyrst I. heiðursverðlaun í þeim
hópi lentu 19 hrútar. I. verðlaun
A hlutu 26 hrútar L verðlaun B
hlutu 23 hrútar.
Sýning þessi var mjög fjöl-
menn, og ríkir hér í Snæfellsnesi
mikill áhugi í búfjárrækt.
— Páll.
Ekki vandaðar
kveðjurnar
„TOGARASKIPSTJÓRARNIR rökstyðja
einnig afstöðu sína með því í Morgun-
blaðinu, að það sé þeim fjárhagslegt hags-
munamál að geta selt óverkaðan fisk í
Bretlandi — hvað sem líður þjóðarhag.
Þeir vilja sem sé selja landsréttindin gegn
því að þeir fái persónulega einhvern
áhata!“
í hvaða blaði er því dróttað að íslenzk-
um sjómönnum að þeir vilji selja lands-
réttindi fyrir persónulegan ábata?
Sjáið ritstjórnargrein blaðsins í dag.
ísland vann
Mongólíu
LEIPZIG, 19. okt.: — Island
vann Mogólíu í annarri umferð
Ólympíumótsins með 2% vinning
gegn 1%. Freysteinn og Gunnar
Gunnarsson unnu sínar skákir,
Arinbjörn gerði jafntefli, en
Ólafur Magnússon tapaði.
Island er með 5% vinning eftir
tvær fyrstu umferðirnar í C-riðl
inum. Tékkóslóvakía, Túnis og
Ungverjaland eru þar efst með
6% vinning hvert land.
Noregur er efstur í A-riðli með
8 vinninga, eða allar skákir sínar
unnar. Búlgaría er þar næst með
5% vinning.
Rússland er efst í B-riðli með
8 vinninga. Argentína og Portú-
gal eru næst með 7V2 vinning
hvor. — Freysteinn og NTB.
Togarasölur
TOGARINN Sigurður, einn
hinna 1000 lesta, seldi afla sinn í
Bremerhaven í gær, 93 léstir fyr
ir 67 þús. mörk. Þá seldi Pétur
Thorsteinsson frá Bíldudal í
sömu borg á þriðjudag tæpar 50
lestir fyrir tæp 32 þús. mörk.
í dag selja Keilir frá Hafnar-
firði og Geir. Þeir eru með um
100 lestir hvor.
Dagskrá >A/Jb/ng/s
SAMEINAÐ Alþingi kemur saman til
fundar í dag kl. 13:30 og er dagskrá,
sem hér segir:
1. Fyrirspumir: a. Rafstrengur til
Vestmannaeyja. Hvort leyfð skuli. b.
Virkjunarrannsóknir. Hvort leyfð
skuli.
Efri deild
1. Fiskveiðilandhelg’ Islands, frv.
1. umr.
2. Vegagerð á Vestfjörðum og
Austurlandi, frv. 1. umr.
Neðri deiid:
1. Fræðslumyndasafn ríkisins, frv.
1. umr.
2. Uthlutun listamannalauna, frv.
1. umr.
3. Bann gegn vinnustöðvun atvinnu
flugmanna, frv. 1. umr.
4. Fiskveiðisjóður Islands, frv.
1. umr.
5. Efnahagsmál, frv. Frh. 1. umr.
6. Skólakostnaður, frv. 1. umr.
Sölusýnmg
í Mokka
f GÆR byrjuðu 3 ungir mynd-
listarmenn sýningar á verkum
sínum í Mokka-kaffi á Skóla-
vörðustígnum. Eru það þeir Karl
Kvaran, Jóhannes Jóhannesson
og Kjartan Guðjónsson. Er hér
um sölusýningu að ræða með
afborgunarfyrirkpmulagi, þannig
að t. d. af 4000 kr. málverki, þarf
kaupandi að greiða 25% og svo
500 kr. á mánuíi. Gildir þetta um
dýrari málverkin, en af hinum
ódýrari þarf að borga 500 kr. og
svo 300 á mánuði. Verð mynd-
anna er yfirleitt frá 1600 kr. og
upp í 4000 kr.
Ekki hefur slíkt fyrirkomulag'
á sölu málverka, þ.e.a.s., af mál-
urunum sjálfum, tíðkazt hér
fyrr.
Sölusýning þessi verður opin
um þriggja vikna skeið, og get-
ur fólk virt fyrir sér málverkin
um leið og það fær sér kaffi-
sopa hjá Guðmundi í Mokka.
Sendiherraskiptin
NÝLEGA hefur dr. Kristinn
Guðmundsson, sendiherra ís-
lands í London, verið skipaður
sendiherra íslands í Moskva frá
1. janúar 1961 að telja.
Þá hefur Pétur Thorsteinsson,
sendiherra íslands í Moskva, ver
ið skipaður sendiherra íslands í
Bonn, einnig frá 1. janúar að
telja, í stað dr. Helga P. Briems,
sendiherra, sem taka mun við
starfi á vegum utanríkisdáðuneyt
isins í Reykjavík.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
- Milljónaveröiiæti
Frh. af bls. 1.
sagði Sighvatur, og í Eyjum eru
7 slíkar vélar, 4 ýsuvélar og 5
flatníngsvélar, en þær síðást-
nefndu skila einna beztri vinnu.
Nær allur fiskur, sem berst til
Eyja, er flakaður í vélurn, sagði
Sighvatur að lokum.
Flökunarvélar eru nú í notkun
í 20 helztu verstöðvum landsins.
A sumum stöðum hafa fleiri en
ein vinnslustöð flökunarvél —
og margar vinnslustöðvanna eiga
fleiri en eina véL
— Deilur harðna
Framh af bls. 1
fjölda forvígismanna Verka-
mannaflokksins, þar sem tekin
eru fram 14 atriði, sem þeir telja
undirstöðu undir starfi flokks-
ins. Meðal þessara atriða eru ein
dregin mótmæli gegn tillögunni
um að Bretar' afsali sér atóm-
vopnum einhliða. Þar er einnig
lögð áherzla á, að þingflokk-
urinn láti enga segja sér fyrir
verkum, svo og að sósíalismi
eigi ekki að vera þurr efnahags
kredda, heldur leið til þess að
öðlast frelsi, jafnrétti ,réttlæti til
handa alþýðu og samvinnu alls
mannkyns.
Margir álíta, að bréf þetta
muni falla í góðan jarðveg hjá
fjölda félagsmanna innan í’okks
ins, þar sem það sé öfgalaust og
skírskoti til almennrar skyn-
semi, enda séu menn uggandi
yfir þeim hótunum vinstri
manna, að kljúfa flokkinn.
Réttarh.öldin
í Tyrklandi:
Sokhorningar
neita akærum
YAS'SIADA, 19. okt. — (Reuter
— NTB)
RÉTTARHÖLDIN í máli fyrr.
verandi forseta stjórnar Tyrk.
lands héidu áfram í dag. — Að-
alákærurnar fjölluðu um að
stjórnin hefði átt upptökin að
og staðið fyrir óeirðunum, sem
urðu í Ismir, Istanbul og víðar
vegna Kýpurdeilunnar haustið
1955. Bæði Bayar og Menderez
neituðu að eiga þar nokkra sök!
Ákæruskjalið á hendur sak.
borningunum var lesið í upphafi
réttarhaldsins i dag og tók sá lest
ur um klukkustund. Forsetinn og
ríkisstjórnin er, sem fyrr segir,
sökuð um að hafa efnt til ó-
eirðanna út af Kýpurdeilunni
haustið 1955, en þá varð m. a.
sprenging í tyrkneska sendiráð.
inu í Saloniki í Grikklandi. —
Menderez er ákærður fyrir að
hafa sjálfur staðið fyrir þeirri
sprengingu og margháttuðum
spellvirkjum öðrum, og síðan
hafi hann kennt kommúnistum
um þau.
Verjandi Baysrs hélt því fram
að samkvæmt stjórnarskránni
bæri Bayar enga ábyrgð á gerð-
um stjórnarinnar og væri því
ekki við hann að sakast vesna
þessarar ákæru, en dómsforseti
tók þá fullyrðingu verjandans
ekki til greina.
Menderez neitaði hinsvegar af-
dráttarlaust að hafa nokkra að-
ild átt að óeirðum i sambandi
við Kýpurdeiluna. Hins vegar
kvað hann sér hafa verið skylt,
sem forsætisráðherra Tyrklands
að standa við hlið Tyrkja á Kýp.
ur í deilumálum þar. Hann
kvaðst þá hafa reynt allt sem
mögulegt hefði verið til að lægja
ofstopann og væri hann þess
fullviss að þær tilraunir hans
hefðu komið í veg fyrir enn fleiri
mannvíg en þar urðu.
FyrrVerandi utanríkisráðherra
Fatin Zorlu, sagði að tyrknesku
stjórnni hefði á engan máta get-
að verið þægð í því að koma á
stað óeirðum vegna Kýpurdeil-
unnar. Sjálfur kvaðst hann ekk-
ert hafa um óeirðirnar vitað fyrr
en þær voru afstaðnar.
NA /5 hnútar SV50hnútar ¥ Snjókoma y Úto V Skúrir lí Þrumur 'WZ, KuUaskit ZS* Hihskif
H Hmt
L* Latl
}
í GÆR var hæg austan og
norðaustan-átt hér á landi,
þurrt veður vestan lands, en
lítil háttar rigning á austan-
verðu landinu. Klukkan 15 var
hitinn 5—10 stig, hæstur í
Hornafirði og undan Eyja-
fjöllum, lægstur í Möðrudal og
á Galtarvita.
Út af Eystribyggð í Græn-
landi var stormur af suðaustri
og rigning með 7—8 stiga hita,
en strax og kom austur fyrir
Hvarf var hiti við frostmark
og snjóaði þar á kafla. Lengra
norður með ströndinni var
hreinviðri og stilla, en vægt
frost.
í Meistaravík var frostið
12 stig og 24 á Norðurslóð, sem
er á 82. gráðu norður, breidd-
ar, um 180 km í hánorður frá
Raufarhöfn,
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-mið: Austan átt, all-
hvasst með köflum, skúrir.
SV-land , til Norðurlands
Faxaflóaipið til norðurmiða:
Austan gola eða kaldi, skýjað
með köflum.
NA-land, Austfirðir og NA-
mið: Austan gola, skýjað.
SA-land Austfjarðamið og
SA-mið: Austan kaldi, smá-
skúrir.