Morgunblaðið - 20.10.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORCTJNBLAÐIÐ
5
I
MENN 06 T
= MAŒFN1 =
Kúba hefur misst sendi-
herra sinn viS SÞ og jafn-
framt hefur Fidel Castro orð-
ið að sjá eftir einkavinkonu
sinni til Ameríku. Sendiherr-
ann og vinkonan eru nefni-
lega ein og sama persónan,
hin 40 ára gamla Teresa Cas-
uso, og með brottför hennar
hefur Castro ]»ví orðið fyrir
tvöföldum missi.
Hin fallega og skapheita
Teresa hefur beðizt haelis í
USA, og má gera því skóna
að sú ósk hennar verði upp-
fyllt, því talað er um að hún
sé gott tromp í áróðursstríð-
inu móti Kúbu. Þegar hún var
spurð, hvers vegna hún hefði
yfirgefið Castro, svaraði hún,
að hún hefði ekki getað horft
lengur upp á hvernig hennar
fyrri vinur og velgerðarmað-
ur hefði breytt Kúbu í hreint
lögregluríki.
★
— Castro þarf endilega að
vera í stríði við alla af því að
hann er í stríði við sjálfan
sig, sagði Teresa og andvarp-
aði. Síðan settist hún niður
og skrifaði 15 síðna langt
bréf til fyrrverandi húsbónda
síns, þar sem hún útskýrði
gerðir sínar.
k ★
Teresa Casuso var í- fyrstu
eldheitur aðdáandi uppreisn-
arhetjunnar Castro. Hún var
hjálparmaður hans þegar
hann barðist við að koma fyrr
um einræðisherra Kúbu, Bat-
ista, fyrir kattarnef. Hinn
skeggjaði foringi varð svo
hrifinn af ákafa Teresiu og
auk þess töfraðist hann af
hinni sérstæðu fegurð stúlk-
unnar, að hann gerði hana að
vinkonu sinni og þess utan —
sjálfsagt í þakklætisskyni —
var hún skipaður sendiherra í
New York. Nú hefur Teresa
sagt: Hingað og ekki lengra,
og stökk um leið i fangið á
hinum hötuðu Ameríkumönn-
um. Sorglegt — fyrir Castro.
Ólafur Grímsson fyrrum fisk-
sali Höfðaborg 58 er 75 ára í dag.
Fimmtugur er í dag Sigurður
P. Jónsson kaupmað-
ur og bæjarfulltrúi á Sauðár-
króki.
Gefin hafa verið saman í hjóna
band af sr. Jóni Thorarensen,
ungfrú Valgerður Sigþóra Þórð-
ardóttir, Víðimel 49 og Runólfur
Helgi ísaksson, rafvirki, Bjargi,
Seltjarnarnesi. Heimili þeirra
verður að Bjargi, Seltjarnarnesi.
Opinberað hafa trúlofun sína
— Og hver heldurðu svo að
þetta sé?
★
Hundurlnn Liebchen, er áreið-
anlega hamingjusamasti hundur
heimsins um þessar mundir. —
Hann á heima í London og fókk
um daginn heilan ijósastaur í
sfmælisgjöf frá húsmóður sinni.
* ★
'• Prófessorinn situr við vinnu
*ína, þegar konan kemur hlaup-
andi inn og hrópar: — Barnið
hefur drukkið allt blekið úr blek
bittunni, hvað eigum við að
gera?
Prófessorinn: — Skrifa með
blýanti.
Kennarinn: Hvað heitir þú?
Drengurinn: Pétur Jónsson.
Kennarinn: Mundu að segja
herra, þegar þú talar til mín.
Það borgar sig alltaf að vera
kurteis.
Drengurinn: Herra Pétur Jóns-
son.
★
Móðirin: — Áðan voru tvær
kökur frammi í búri, en nú er
bara ein. Hvernig stendur á því
Kalli?
Kalli: — Það hlýtur að vera af
því, að það er svo dimmt þar.
★
— Var það stór ávísun, sem
þú tapaðir?
— Nei, hún var á stærð við
póstkort.
ungfrú Theodóra Steinþórsdóttir
Bakka í Ölfusi, og Sigurður
Valdimarsson, Hólmgarði 64,
Reykjavík.
að morgni dags
Vetur gamli vefur
vorið sér um fingur —
nú er Esja orðin
alhvít niður á bringur.
Þannig eru æsku-
ævistundir mínar:
vonlaust er að vinna
vor sem aldrei hlýnar.
— Aðsent.
Leiðrétting. — Báturinn, sem bjarg-
aði Hersteini, heitir Aðalbjörg BE 5,
en ekki Guðbjörg eins og misritaðist
í blaðinu á þriðjudaginn.
Enska söngkonan Joanne
Scoon, sem undanfarnar vik-
ur hefur skemmt í Tjarnar-
café er meðal þeirra, er koma
fram á miðnæturhljómleikum
Otto Brandenburg í Austur-
bæjarbíói í kvöld.
Aðrir, sem þarna koma
fram, eru hljómsveitarmenn
Karls LiIIiendahl og söngvar-
inn Óðinn Valdimarsson.
Hljóðfæraleikarar úr hljóm
sveit Karls munu aðstoða
Brandenburg og hafa æfingar
staðið yfir undanfarna tvo
daga. Meðal laga hans er eitt
sem hann gerði frægt í Dan-
mörku, en það þekkjum við
undir nafninu „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig“.
Akranes — íbúð Til sölu er 3ja herb. ibúð á Akranesi á bezta stað í bæn um. — Útborgun 20—30 þús.. Sími 32101. Akranes til leigu 2 herb. með sér inngang. Aðeins fyrir ein- hleypa reglumenn. Uppl. í síma 58.
Mótatimbur til sölu. Uppl. í síma 24759 og 19000 Pússningasandur til sölu ódýr. Upplýsingar í síma 50230.
Bréfritari Dani, sem skrifar ensku, þýzku og frönsku óskar eft- ir atvinnu. Tilboð merkt: „1838“, sendist afgr. Mbl. Sjómaður í millilandasiglingum ósk- ar eftir 1—2ja herb. íbúð nú þegar Uppl. í síma 34649.
V ikurg j allplö tur 7 og 10 cm. Holsteinn. BRUNASTEYPAN S.F. Sími 35785. Athugið að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunhlaðinu en í öðruro blöðum. —
50 tonna vélbátur
í góðu standi, se'm gerður hefir verið út frá Njarð-
víkum, er til sölu að hálfu. Leiga á bátnum næstu
vertíð, hálfum eða öllum kemur til greina.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.
Skrifstofustulka óskast
Málflutningsskrifstofan
EGGERT CLASSEN
gCstaf A. SVEINSSON
iiæstaréttarliiginenn
Þórshamri — Sími 1-11-71.
w,>rf3smo„„ !
vantar 3—4 herbergja íbúð til leigu sem fyrst. Má
vera í fjölbýlishúsi. — Upplýsingar gefur:
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43.
-----------------------------.-r--
Sendisveinn óskast
allan daginn
Friðrik Bertelsen & Co.
Sími 16620
I ðnaðarhúsnœði
óskast til kaups eða leigu 200—400 ferm. — Tilboð
sendist afgr. MdI. fyrir hádegi n.k. laugardag, merkt:
„Þögull — 1850“.
Háseta
vantar strax á mótorbátinn Fiskaklett, sem veiðir
í reknet. — Upplýsingar um borð í bátnum við
bryggju í Hafnaríirði.
Búsloð auglýsir
Klæðaskápar, ljósir og dökkir
Buslód
Njálsgötu 86 — - Sími 18520