Morgunblaðið - 20.10.1960, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORCUNBLAÐIÐ
23
Verzlunarstjórinn Lárus G. Jónsson í hinni nýuppgerðu verzlun.
Gamla skóverzlunin,
sem alltaf er ný
Lárus G. Lúðvígsson í endurbættum
húsakynnum
dæmi má nefna að Ingólfur ís-
ólfsson hefur unnið þar í 40 ár.
100 ár frá fæðingu I.árusar G.
Lúðvígssonar
f ágúst sl. voru liðin 100 ár frá
fæðingu Lárusar G. Lúðvígsson-
ar og konu hans, Málfríðar Jóns-
dóttur, og var það hugmyndin
að þá yrði þessari breytingu lok
ið. Af því gat þó ebki orðið.
Hugmynda um fyrirkomulag og
innréttingu hefur verið víða leit
að, en þó munu eigendur hafa
lagt þar fram drjúgan skerf. Nýj
ung mun það vera að innréttað
hefur verið sérstakt pláss inn af
aðalverzlun, en er eingöngu ætl-
að fyrir dömur.
Lárus G. Jónsson sagði að kjör
orð verzlunarinnar væri: Þetta
er sú gamla skóverzlun, sem allt-
af er ný. Og sagði hann að verzl-
unin vildi halda við því gamla
kjörorði.
— Hitaveita
Frh. af bls. 24
veita myndi lögð í hvert hús i
borginni á næstu fjórum til
fimm árum, ef þau lán fengj-
ust, sem vonir stæðu nú til, enda
væri stækkun hitaveitunnar ein-
hver vísasta kjarabót fólkinu til
handa. Væri mikils um vert, að
stefna að því„ að leggja hita-
veitu í húsin um leið og þau
væru reist, því stofnkostnaður
við kyndingartæki mundi jafn-
vel vera jafndýr hitaveitulögn.
Geir Hallgrímsson lauk miál
sinu með hvatnmgarorðum til
fundarmanna.
í GÆR opnaði ein elzta verzlun
landsins, Skóverzlun Lárusar G.
Lúðvígssonar, í endurbættum og
mjög glæsilegum húsakynnum í
Bankastræti 5. í því tilefni var
blaðamönnum boðið að skoða
verzlunina. Lárus G. Jónsson,
verzlunarstjóri, sýndi frétta-
mönnum húsakynni og skýrði
nokkuð frá sögu fyrirtækisins.
Fyrirtækið var stofnað fyrir
um 83 árum eða nánar tiltekið
15. nóvember 1877, en þá birtist
í Þjóðólfi auglýsing þess efnis
að í Bieringshúsi við Laugaveg
væri tekin til starfa skóvinnu-
stofa, sem smíðaði og gerði við
skó og eigandinn var Lárus G.
Lúðvíksson. Fyrirtækið hefir síð
an verið til húsa á ýmsum stöð-
um, í hinum svoikallaða „Ekkju-
kassa“ og að Ingólfsstræti 3, en
síðan 1929 hefur verzlunin verið
í Bankastræti 5. Á tímabili rak
fyrirtækið umfangsmikla heild-
verzlun, jafnhliða smásölunni,
en nú hin síðari ár hefur þróun-
in orðið sú, að horfið hefur verið
æ meira frá heildsölunni.
Vel hefur hinni vinsælu verzl-
un haldist á starfsfólki, og sem
Útrýmir svartbakurinn
œðarvarpi og laxveiði?
UNDANFARINN áratug hefur
svartbak fjölgað svo gífurlega
að stórhætta er fyrir dyrum, að
!hann gjöreyðileggi æðarvarp og
dúntekju landsmanna, einnig er
lax og silungsveiði í stór hættu
af hans völdum. Hverjar eru á-
stæðurnar til að svartbak hefur
fjölgað svo mikið? 1. Nú eru
ekki tök á því vegna fóikseklu
að leita að eggjum hans og lóga
ungunum eins og gert var áður,
2. það var heimilt samkvæmt
lögum að eitra fyrir hann, en nú
er það bannað. 3. Með tilkomu
frystihúsa og fiskvinnslustöðva í
flestum kaupstöðum landsins
hefur svartbakurinn fengið
hreinar uppeldisstöðvar. Nytjar
af svartbak eru engar nema egg
in, séu þau tekin óunguð, en til
þess þarf mikinn vinnukraft. Og
meðan eyjar voru slegnar þótti
faann rækta vel en nú eru slík
not af eyjum að mestu úr sög-
unni.
Allir þeir, sem þekkja til i
varplöndum og hirða um æðar-
varp horfa á bað með skelfingu
að svratbakurinn drepur meiri
part allra æðarunga sem koma
úr eggi, á sumum stöðum er bað
allt að 80—90%. Það geta allir
séð, að engin stofn þolir slíka
eyðingu. Æðardúnn er dýrasta
vara sem ísl. landbúnaður fram-
leiðir og fyrir hann er ótakmark
aður markaður utanlands og
innan. I mörgum eyjum á Breiða
firði er æðardúnn nú ekki nema
10% af því. sem hann var fyrir
40—50 árum. Við flesta árósa
liggur svartbakurinn og tínir
upp laxa og silungsseyði auk þess
pem hann hefir auga með hrygn
ingastöðum og étur hrognin. Á
'leirunum fyrir framan Laxá í
Leirársveit hefur svartbakurinn
leikið sér að því undanfarin
sumur að sögn kunnugra, að
ráðast á fullorðna laxa og stinga
úr þeim augun, festa í þá klærn-
ar og stýra þeim upp á grynn
ingar og setjast svo að krásinni.
Er nú ekki kominn tími til að
okkar 60 alþingismenn setji iög-
gjöf um eyðingu svartbaks. Með
útrýmingu hans má auðveldlega
tífalda æðarvarpið og stór auka
lax og silungsgengd í ám og
vötnum.
Það á að veita verðlaun fyrir
hvem svartbak sem felldur er,
hann er styggur og verður því
ekki felldur með skotvopnum
einum, en með eggjatöku sem
væri að einhverju leyti styrkt
af því opinbera mætti halda
fjölguninni niðri.
Svártbaksgildrur er mjög auð
velt að setja upp. Þær eru þann
ig: Lítill blettur er girtur með
þéttu vírneti tvær, þrjár mann-
hæðir, fiskúrgangur eða síld er
sett í botninn, fuglinn steypir
sér niður og nær ekki flugtaki
upp og er þá auðvelt að lóga
honum. E. t. v. þykir þetta ekki
fín aðferð, en svartbakurinn er
nú ekkert klökkur, þegar hann
gleypir ósjálfbjarga æðarunga.
Allur veiðiskapur er miskunn
arlaus; saklaus rjúpan á sér
einskis ills von, þegar veiðimað-
urinn sendir henni höglin og það
er ekkert fínt við það að láta
þorsk og lax gleypa öngul með
tálbeitu.
Svartbakurinn er vargur í
okkar mestu nytjafugli og stjórn
arvöldum landsins ber skylda til
að setja löggjöf um eyðingu hans.
Hjálmtýr Pétursson.
— Mýrarhúsaskóli
Framh af bls. 24.
inn fallegur. — Svona helmingi
fallegri en gamli skólinn- sagði
einn þeirra og hann saug upp
í nefið.
Ánægðir með skólann
í skólanum hittu komumenn
Jón Tómasson sveitarstjóra. Hann
upplýsti að kostnaðurinn við
skólabygginguna væri nú orðinn
um 5 milljónir. Hann hefur farið
fram úr áætlun, af ýmsum gild-
um ástæðum. Við erum ánægðir
með skólann. Það ér mikið átak
fyrir ekki stærra sveitarfélag að
reisa og reka slíkan skóla, en
íbúum fjölgar hér mjög. Þegar
skólinn verður fullbyggður, verð
ur hann um það bil helmingi
stærri en hann er nú.
Um áramótin vætum við þess
að geta byrjað kennslu í handa-
vinnu stúlkna og pilta, en þær
stofur verða í kjallara skólans.
Handavinna hefur aldrei verið á
námsskrá í Mýrarhúsaskóla, sagði
sveitarstjórinn, en gamli skólinn
var byggður árið 1906.
• ★ •
Mbl. vill nota tækifærið og
samfagna íbúum Seltjarnarness-
hrepps með hinn veglega skóla.
,Er borgarstjóri hafði lokið máli
sínu kvaddi Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra sér hljóðs.
Kvað hann sig ekki hafa órað
fyrir því, er hann tók við borgar
stjórastarfi í febrúar 1947 að hann
ætti eftir að gegna því starfi
í 13 ár, en á því tímabili hefðu
miklar breytingar orðið í bæjar-
lífinu. Hann vék að baráttunni
í þeim bæjarstjórnarkosningum,
sem háðar hefðu verið meðan
^ hann var borgarstjóri og taldi að
sigrar Sjálfstæðisflokksins hefðu
fyrst og fremst byggzt á því, að
hann hefði starfað á grundvelli
séreignar og athafnafrelsis, en
j jafnframt beitt sér fyrir marghátt
uðum félagslegum umbótum.
1 borgarstjórastarfinu sagði
hann oft hafa verið hvað þung-
bærast að þurfa að leggja á út-
svör, sem öllum hefði verið ljóst
að illa' komu við borgarana og
atvinnurekstur bæj arbúa. Þetta
hefði þó verið óhjákvæmilegt
vegna þess að bærinn hefði ekki
haft aðra tekjustofna. Sem fjár-
málaráðherra hefði hann viljað
beita sér fyrir umbótum í þessu
efni og því hefði verið ákveðið
við setningu laganna um sölu-
skatt, að bæjarfélögin fengju
hlutdeild í honum.
★
Fjármálaráðherra benti á, að
miklar úrbætur hefðu fengizt við
skatta og útsvarlagabreytingar á
síðasta þingi, en þær breytingar
hefðu aðeins verið byrjunin. í
sumar hefði verið unnið áfram í
skattamálunum og mundu ný
frumvörp í skattamálum lögð
fyrir Alþingi það, sem nú situr.
Að lokum gat ræðumaður þess,
að sú skipan að hafa tvo borgar-
stjóra hefði aðeir_s verið til
bráðabirgða. Frú Auður Auðuns
hefði nú horfið frá borgarstjóra-
störfum vegna annarra starfa
enda hefði hún einungis fallizt
á að sinna borgarstjórastörfum
um stundarsakir. Þakkaði hann
frú Auði ágætt samstarf i bæjar-
stjórninni. Þá árnaði hann hinum
nýkjörna borgarstjóra, Geir Hall-
grímssyni heilla í starfi, en ég
hygg að það sé allra dómur að
hann hafi sýnt í störfum, að hann
sé með afbrigðum traustur far-
sæll og drengilegur“, sagði fjárm.
ráðh. að lokum.
— Vöiuflufningar
Frh. af bls. 1
Þá er þess og getið að Kúbu
stjórn eigi vangoldinn um það
bil fjórðung þess varnings, er
fluttur hafi verið til landsins síð-
an stjórn Castros komst til valda,
svo og að Kúbustjórn eigi van-
goldnar geysiháar skaðabætur
vegna þjóðnýtingar bandarískra
framleiðslufyrirtækja í Kúbu.
Verðmæti eigna bandarískra
manna á Kúbu, sem gerðar hafa
verið upptækar er um það bil
35 milljarðar ísl. kr.
Ásaka Bsndaríkjamcnn
Um sama leyti og tilkynningin
um ráðstöfun Bandaríkjastjórnar
var birt opinberlega, voru lögð
fram hjá Sameinuðu Þjóðunum
tilmæli Raul Roa, utanríkisráð-
herra Kúbu um að taka til með-
ferðar kæru Kúbustjórnar á
hendur Bandaríkjunum, en þar
segir m. a. að efnahagslegar ráð-
stafanir Bandaríkjamanna gegn
Kúbu sé hin mesta ógnun við
heimsfriðinn, enda miði þær að
því einu að draga Kúbu inn í
stjórnmálastyrjöld Bandaríkja-
manna og Rússa. Meðal þess, sem
Bandaríkin eru sökuð um, eru
efnahagslegar þvinganir og inn-
rás á eyna, en stjórn Castros tel-
ur, að Bandaríkjastjórn standi að
baki þeim 27 mönnum, er á dög-
unum gengu á land á Kúbu og
nú hafa tekið út sinn dóm.
— íþróttir
Framh. af bls. 22
landslið okkar o. fl. Talið með
myndinni er á ensku, en óneit-
anlega væri meira gagn og gam-
an að myndinni, væri hægt að
koma fyrir íslenzkum texta eða
tali á íslenzku. En slíkt kann að
vera ógerningur kostnaðarms
vegna.
Vonandi endurtekur Knatt-
spyrnusambandið þessa fundi
sína enn nokkur skipti, því marg
ir munu hafa hug á að kynnast
því sem þar fer fram. Vissulega
er hér um óvenjuheilbrigða og
skemmtilega „samkomu" að
ræða.
Knattspyrnuunnandi.
(Myndin verður sýnd í kvöld
kl. 7, annað kvöld kl. 7 og laug-
ardag kl. 3 í Tjarnarbíói).
FILMUR FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTÓFIX Vesturveri.
Innilegt þakklæti mitt til þeirra mörgu, sem minntust
mín á áttræðis afmæli mínu þann 14. okt.
Guð blessi ykkur öll.
Þorsteinn Jónsson, Laufási, Vestmannaeyjum
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig og
sýndu mér margvíslega vinsemd á sjötugsafmæli mínu
8. október sl.
Jón Gunnlaugsson
Stúlka óskast
til heinxiiisstarfa í 1—2 mánuði. Hátt kaup.
Uppl. hjá ÓJafi Jónssyni, Melhaga 1, sími 15070.
Konan mín
PÁLlNA PÁLSDÓTTIR
andaðist í I andspítalanum miðvikudaginn 19. þ.m.
Pjetur Stefánsson
Hagamel 18
Maðurinn mir.n og faðir okkar
SIGURÐUR JÖNSSON
Grenimel 5
andaðist 18. október
Jóhanna Þorleifsdóttir
Þorleifur Sigurðsson, Hilmar Þór Sigurðsson
Móðir okkar
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Bakkakoti í Leiru
verður jarðsett laugardaginn 22. þ.m. kl. 14 að Útskálum.
Minningarathöfn fer fram frá Dómkirkjunni sama dag
kl. 11.
Börnin
FRO ÞORBJÖRG FRIÐGEIRSSON
seni andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þ. 12. okt.
verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn þ. 21.
okt. kl. 1,30.
Vandamenn