Morgunblaðið - 20.10.1960, Blaðsíða 24
Fréttir frá Alþingi
Sjá bls. 8.
240. tbl. — Fimmtudagur 20. október 1960
ÍÞRÓTTIR
eru á bls. 22.
Hitaveita í öl!
4 til 5 árum
Prd fundi fulltrúardðs Sjdlfstæðisfélaganna
1 gærkvöldi
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæð-
Nýi Mýrarhúsaskólinn
tekur til starfa í dag
isfélaganna í Reykjavík
efndi til fyrsta fundar á vetr-
inum í Sjálfstæðishúsinu í
gærkvöldi og var rætt um
bæjarmálin. Formaður full-
trúaráðsins, Birgir Kjaran,
alþingismaður, setti fundinn
og bauð fulltrúa velkomna.
Gaf hann því næst frummæl-
anda, Geir Hallgrímssyni,
borgarstjóra, orðið.
★
Geir Haligrímsson gat þess í
upphafi máls síns, að nú væri
undirbúningur fjárhagsáætlunar
fyrir næsta ár hafinn. Kvað
hann við samningu þessarar fjár
hagsáætlunar myndi lögð áherzla
á að gæta ítrasta sparnaðar, en
þó yrði jafnframt stefnt að því
að halda í horfinu með verkleg-
ar framkvæmdir og þjónystu við
borgarbúa. Fór borgarstjóri síð-
an nokkrum orðum um helztu
verklegar framkvæmdir á veg-
um bæjarins, gat þess hvað þeim
hefði miðað á síðustu árum og
hver verkefni væru framundan.
1 samræmi við gatna- og hol-
ræsagerð gat Geir Hallgrímsson
þess, að lóðagjaidið, sem lagt
Rukkarinn
átti fótum
fjör að
launa
PATREKSFIRÐI, 19. október.
Innheimtumaður rafveitunnar
fór enn á stúfana í dag og
heimsótti feðginin sem föng- 1
uðu hann í fyrri viku. Heima-
sætan lokaði manninn þá inni
í eldhúsinu og varð hann að af
henda rafmagnsreikning án
þess að fá greiðslu fyrir til
þess að losna úr haldi. Frá
þessu var sagt í Mbl. sl. sunnu
dag.
Nú hafði nýr reikningur
verið skrifaður og hugðist
innheimtumaðurinn, sem er á
sextugsaldri, gera upp sakirn-
ar við heimasætuna.
Áfast við hús feðginanna
hefur faðirinn steypustöð og
framleiðir þar rör með meiru.
Bar fundum innheimtumanns
og heimasætunnar saman við
steypustöðina. Vart hafði hinn
dyggi þjónn rafveitunnar
dregið nýjan reikninginn upp
úr tösku sinni, er blautri stein
steypu tók að rigna yfir hann.
Var heimasætan þar að verki
og fylgdu mikil ókvæðisorð,
er hún jós úr einni skóflu af
annarri yfir þennan dánu-
mann.
Ekki beið innheimtumaður-
inn þess, að kvenskörungur-
inn steypti hann niður þarna
framan við húsið — og átti
hann fótum fjör að launa. En
reikningnum hélt hann að
þessu sinni, enda þótt hann
tefldi djarflega.
var á fyrir skömmu, hefði dreg-
ið mjög úr braski manna með
lóðir.
★
Borgarstjóri sagði að í hol-
ræsamálum hefði verið gert
mikið átak og væru þau mál
nú í góðu ásigkomulagi að dómi
verkfræðinga.
Um gatnagerðina sagði borg-
arstjóri ennfremur. að í undir-
búningi væri frumvarp til laga
um að húseigendur tækju þátt
í kostnaði við malbikun gatna
við hús sín og yrði þeim gert
að greiða greiða tillag sitt á
nokkrum árum.
Þá ræddi borgorstjóri um í-
búðarhúsabyggingar á • vegum
bæjarins og skýrði frá því, að
upp úr áramótum yrðu 48 íbúð-
ir við Skólagerði tilbúnar til af-
hendingar og hafin væri bygg-
ing á 61 íbúð við Grensásveg.
Á næstunni yrði svo boðin út
bygging 62 íbúða við Álftamýri.
Eru þetta allt tveggja og þriggja
herbergja íbúðir. — Fór hann
því næst nokkrum orðum um
skólabyggingar og sagði, að nú
væru í smíðum sex skólahús með
153 almennum skólastofum.
★
Að lokum minntist borgar-
stjóri á fyrirtæki bæjarins, raf-
magnsveitu og hitaveitu. Lagði
hann áherzlu á nauðsyn þess,
að þessi fyrirtæki stæðu á eigin
fótum. Gat hann þess, að hita-
Framh. á bls. 23
ÍSAÐUR fiskur í kössum er
nú fluttur til Bretlands frá
Vestmannaeyjum. I gær var
greint frá því í Mbl., að brezk
um sjómönnum hefði orðið
illa við, er vélbáturinn Haf-
örn landaði þar 1000 kössum
fyrir nokkrum dögum. Haf-
örn lét úr höfn í Vestmanna-
eyjum í gær með annan farm
og reynt verður að fara aðra
ferð í viðbót fyrir mánaða-
mótin.
Um frekari útflutning með
Haferni verður sennilega ekki að
ræða að sinni, því um mánaða-
mótin rennur dragnótaveiðileyf-
ið út og verður þá lítinn fisk að
hafa í kassana, að því er blað-
inu var tjáð í Eyjum.
ísaður hefur verið flatfiskur
og ýsa og hefur fengizt gott verð
fyrir farminn ytra.
Fyrsti verðflokkur af kolan-
um hefur farið fyrir liðlega 16
kr. kílóið og hausskorin ýsa
fyrir liðlega 9 krónur kg. Eiít-
hvað var líka um þorsk og fékkst
HINN nýi Mýrarhúsaskóli, barna
skóli Seltjarnarnesshrepps, verð-
ur settur í dag, en formleg vigsla
þessa glæsilega skóla mun fara
fram síðar.
Smíði skólans, sem er tvær
hæðir á kjallara, hófst fyrir
tveim árum og hefur gengið
mjög greiðlega. í honum verða
sjö kennslustofur.
í vetur verða um 200 börn í
skólanum og nægja skólastofurn-
ar til þess að rúma þann fjölda,
samtímis. Verða þær búnar falleg
um, nýtízku skólaborðum, en í
hverri stofu eru auk þess stórir
skápar til afnota fyrir nemendur.
í álmu út frá aðalbyggingunni
verður kennarastofa, inn af henni
lítið eldhús, og þar verður bóka-
herbergi skólans, skrifstofa skóia
stjóra o. fl.
svipað verð fyrir hann og ýs-
una.
— Annars eru þrír verðflokk-
ar af kola, sá verðhæsti er 20
shillingar per. stone, sá lægsti
15 shillingar.
Þess ber að geta, að há sölu-
laun og mikill útflutningskostn-
aður rýra ágóðann nokkuð.
Einnig það. að tíékassarnir eru
dýrir — og eru þeir ekki end-
urkræfir.
Hafömin flytur 1000 kassa í
senn, en það eru um 50 tonn.
Akureyri
Miyiið spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri í kvöld,
fimmtudagskvöld, á Hótel KEA.
Keílovík
HIN vinsælu Bingó kvöld hefjast
aftur föstudaginn 21. október
kl. 9 að Vík. Fjöldi ágætra vinn-
inga.
Sjálfstæðisfélögin í Keflavík.
Nýtt bjöllukerfi
í skrifstofu skólastjórans, Pá!s
Guðmundssonar, er í IBM-klukku
allsherjar bjöllukerfi fyrir allan
skólann og aðrar klukkur þar. Er
klukkan stillt samkvæmt stunda-
töflu í upphafi skólaárs, og síðan
þarf enginn í skólanum að hafa
áhyggjur af því að hringja út eða
inn,. því það gerir klukkan.
Er þetta að sögn kunnugra
fyrsta slíka skólaklukkan. Svo ná
kvæm er hún, að 15 sek. getur
skakkað til eða frá eftir mánuð-
inn. Þó rafmagnið fari af litla
stúnd, þá setur hún sig rétt sjálí-
krafa þegar straumur kemur á
aftur.
Vönduð bygging
Mjög hefur verið vandað ti’
byggingar skólans, enda skal það
vandað, sem lengi skal standa.
Innréttingar eru skemmtilegar,
t. d. er mjög smekkleg tréklæðn-
ing í lofti hverrar kennslustofu.
Stórir hverfigluggar sem út um er
hin fegursta útsýn. Mun óvíða
vera eins fallegt skólastæði og
þarna vestur á Valhúshæð.
Skólinn skoðaður
1 gær var verið að leggja síð-
ustu hönd að því að hreinsa og
laga. Blaðamaður og ljósmyndari
fengu orð í eyra frá þvottakon-
um fyrir að stíga óviljandi að
sjálfsögðu á nýbónað gólf í
kennslustofu á efri hæð. Niðri
voru dúklagningamenn rafvirkj-
ar og smiðir, og í anddyrinu for-
vitnir skólakrakkar, sem gæðust
inn í skólastofu.
Nokkrar 11 ára hnátur dásöm-
uðu mjög grænleita skólatöfm
Ji, hún er úr gleri. Þrír kaldir
strákar sögðu að þeim þætti skól-
Framh. á bls. 23.
I Fjúrlngn-
umræðo
d mdnudog
NÚ HEFIB verið ákveðið að
fyrsta umræða um frv. til
fjárlaga fyrir árið 1961 hefjist
í Sameinuðu þingi ,næstkom-
andi mánudagskvöld kl. 8,15.
Eins og að venju verður út-
varpað frá umræðunni, fyrst
framsöguræðu fjármálaráð-
herra, síðan hálfrar stundar
ræðu hinna flokka.nna, og að
lokum stundarf jórðungs svar-
ræðu fjármálaráðherra.
Þetta er hinn nýi Mýrarhúsa-
skóli við Valhúsahæð. Á bak
við hann má sjá á mæni
gamla skólans, sem nú verður
nokkurs konar „Ráðhús“
hreppsins. Myndin er tekin
af hinu rúmgóða leiksvæði,
sem er að sunnanverðu við
skólann, vel skýlt fyrir aðal-
vindáttinn norðanáttinn.
Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Ekki má tæpara
standa
BORGARNESI 19. október. —
Olíubíll skemmdist í eldi hér i
kvöld. Þetta var bíll frá Esso, sem
verið var að aka út úr Bifreiða
og trésmiðju Borgarness. Kom þá
upp eldur í hreyflinum. Slökkvi-
lið var kvatt á vettvang og tókst
að slökkva eldinn og koma í veg
fyrir að hann kæmist í benzín-
geyminn. En ekki mátti tæpara
standa. Er bíllinn mjög illa far-
inn að framan. — Fréttaritari.
Sakadómari talar
á lögmannafundi
n
um fangclsismálin
LÖGMANNAFÉLAG Islands
heldur fund í kvöld í Tjarnar-
kaffi. Valdimar Stefánsson saka
dómari, mun flytja fyrirlestur
um fangelsismál.
Þau mál eru nú ofarlega á
baugi. Fór sakadómari í sumar
til Norðurlanda á vegum dóms-
málaráðuneytisins til þess að
kynna sér þessi mál. Á Alþingi
hafa þegar verið lögð fram frv.
um ríkisfangelsi. Er frv. byggt á
athugunum Valdimars Stefáns-
sonar.*
Bindindisvikan
ÍÞRÓTTASABANDIÐ og Ung-
mppnafélagið sáu um samkom-
una á þriðjudagskvöldið í Góð-
templarahúsinu. Ræður fluttu
Benedikt Waage forseti ÍSÍ,
séra Eiríkur J. Eiriksson sam-
bandsstjóri UMFÍ og Baldur John
sen læknir. Félagar úr Þjóðdansa
félagi Reykjavíkur sýndu þjóð-
dansa og sýnd var kvikmynd um
íþróttir. Fjölmen,ni var á sam-
komunni.
í kvöld gangast Slysavarna-
félag Islands og Bindindisfélag
ökumanna fyrir samkomu í húsi
Slysavarnafélagsins á Granda-
garði. Þar flytja stuttar ræður
þeir: Séra Óskar Þorláksson,
Guðmu,ndur Pétursson, form. um
ferðanefndar, Ásbjörn Stefáns-
son læknir og Helgi Hannesson
fulltrúi. Einnig verður kórsöng
ur og glímusýning.
16 krónur kg
af kolanum
Gott verð fyrir kassa-
fiskinn