Morgunblaðið - 27.10.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.1960, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. okt. 1960 urjón Sæmundsson, bæjarstjóri á Siglufirði, en annar varaforseti Ingólfur Finnbogason, húsasmíða meistari, Reykjavík. Ritarar Iðnþingsins voru kosn- ir Siguroddur Magnússon, raf- virkjameistari, Reykjavík og Guðni Magnússon, málaraméist- ari, Keflavík. Síðan voru kjörn- ar nefndir þingsins, en þær eru sex og tóku þær síðan til starfa. Iðnþinginu heldur áfram í dag og hefst kl. 10 f.h. Mun þá fram kvæmdastjóri Landssambandsins Bragi Hannesson, flytja skýrslu um sfrarfsemi sambandsins síð- asta starfsár, en kl. 2 e.h. flytur Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, erindi um efnahagsmálin. // Hlín 44 Frá setningu Iðnþingsins. í fremstu röð eru, talið frá vinstri: Guðm. H. Guðmundsson, forseti þingsins, Bjarni Benediktsson, iðnaðarmálaráðherra, Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, og Björg- vin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Iðnlánasjóður efldur sagði Bjarni Benediktsson, iðnaðarmdla- rdðherra, við setningu Iðnþingsins Guðmundur H. Guðmun^ >n kjörinn forseti þingsins 22. Iðnþing var sett í Tjarnarkaffi í gær kl. 2 e. h. Forseti Landssambands iðn aðarmanna, Björgvin Fred- eriksen, setti þingið með ræðu. Hann bauð velkomna gesti þingsins og fulltrúa og árnaði Bjarna Benediktssyni, iðnaðarmálaraðherra, allra heilla í störfum, svo og ný- kjörnum borgarastjóra í Reykjavík, Geir Hallgríms- syni. Forsetinn kvað þetta fjölmenn asta Iðnþing frá stofnun Lands- sambands iðnaðarmanna, en þeg ar höfðu borizt kjörbréf fyrir 75 þingfulltrúa. Að svo mæltu minntist hann Einars Jóhannssonar, múrara- meistara, sem látizt hafði síðan síðasta Iðnþing var haldið. Rakti hann æviferil hins látna og kvað hann hafa verið tillögugóðan og heilsteyptan iðnaðarmann. Risu fulltrúar úr sætum í virðingar- skyni við minningu hins látna. Til heilla Síðan vék forseti að lögum frá 1955 um Iðnskóla. Kvað hann lögin á sínum tíma hafa verið stóran áfanga fyrir iðnaðinn í landinu. Væru nú að koma til framkvæmda ýmis atriði úr lög- um þessum og horfðu mjög til bóta. Einnig ræddi forsetinn nauðsyn á byggingu fullkominn- ar þurrkvíar, sem hann kvað hið brýnasta hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Þá ræddi hann stöðu iðnaðarins í þjóðfélaginu Og afstöðu hans til annarra fram leiðslugreina þjóðfélagsins. Hann kvaðst vona, að iðnaðinum yrði gert kleift að halda áfram upp- byggingarstefnu sinni. Þá vék hann að viðreisnarstefnu ríkis- stjórnarinnar og kvað hana mundu verða til heilla, ef svo yrði áfram haldið. Að síðustu lýsti forseti landssambandsins á- nægju sinni með það, sem áunn- ist hefur i málefnum iðnaðarins hin síðari ár. Efling iðnlánasjóðs Þá tók til máls Bjarni Bene- diktsson, iðnaðarmálaráðherra. Þakkaði hann landssambands- stjórn ánægjulegt samstarf og árnaði Iðnþingi heilla í störfum. Hann kvað hið mesta nauðsynja mál að efla iðnlánasjóðð. Ríkis- stjórnin hefði fullan skilning á þörf iðnaðarins, og upplýsti ráð- herrann, að verið væri að vinna að því að útvega iðnlánasjóði 15 milljónir króna til aukningar lánastarfseminni. Þá ræddi ráðherra almenna þýðingu iðnaðarins fyrir þjóð- félagið og lagði áherzlu á mikil- vægi han.s. Einnig, að ungir menn, sem áhuga hefðu á tækni- legum efnum, ættu að afla sér sem beztrar menntunar og sér- þjálfunar á sem flestum sviðum iðnaðarins. — Það er okkar fámennu þjóð mikilvægt, sagði ráðherrann, að tækni og þekking sé hagnýtt í sem ríkustum mæli. Nú á tímum er það þetta tvennt, sem öðru fremur ræður mestu um hagsæld þjóða. Og uppbyggingarstarf okkar þjóðar þarf að mótast af raun- sséi, hélt ráðherrann áfram. Ef fyrir hendi er vilji og þroski til að hagnýta þekkinguna, þá er ég viss um, að ísland á sér bjarta framtíð, sagði Bjarni Benedikts- son að lokum. Kosið í nefndir Að ræðu ráðherrans lokinni, var gert kaffihlé, en að því búnu hófust þingstörf að nýju. Forseti Iðnþingsins var kosinn Guðm. H. Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari, Reykjavík. Fyrsti varaforseti var kosinn Sig Björgvin Frederiksen setur Iðnþingið. • Cape Town, S-Afríku (Reut- er). 24. okt. — Patrick Duncan ritstjóri tímaritsins „Contact", í Cape Town var í dag látinn laus úr fangelsi, en þar hefur hann setið sl. þrjár vikur, vegna þess að hann neitaði að gefa upp heim ildir sínar fyrir fregn um nýja kommúnistaflokkinn í Suður-Af- ríku, sem er bannaður. „Hlín“, ársrif íslenzkra kvenna, 42. árgangur. Útgefandi og rit- stjóri Halldóra Bjarnadóttir. — í ÁR hefst „Hlío“ á bæn eftir dr. Björgu Þórláksdóttur. Og þá kemur áramótaávarp forseta Is- lands og mynd af þeim hjónun- um. Minningargreinar eru margar um íslenzkar konur, vestanhafs og austan, þær eru allar skemmti legar og fróðlegar. Þar er meðal annarra minnzt Ingveldar á Bergi, sem var mikil bindindis- kona og ein af mörgum, sem tók þátt í stofnun Hvítabandsins. Skemmtileg saga um dugnað þess félags og fyrstu starfsemi. Mér þykir mikið gaman að lesa um þessar látnu merkiskon- ur. Allar eru þær dætur íslands. Sérstaka athygli mína vakti mynd Guðnýjar Tómasdóttur frá Fjarðarseli. Svona var íslenzka konan: bar byrðar þungar og bognaði ekki. Það eru margar ritgerðir í bók inni, en á eina ætla ég að benda. Hún heitir: „Hugsað til Vopna- fjarðar“, Sigurður Blöndal, skóg- arvörður frá Hallormsstað, skrif- ar. —■ >á má ég til með að benda á íslenzku sauðskinnsskóna, sem Ríkharði Jónssyni voru gefnir í afmælisgj öf. „Hlín“ er full af fréttum frá frændum okkar vestanhafs, eins af fréttum frá kvenfélögum hér heima, austanlands og vestan, sunnanlands og norðan. Allt eru þetta greinar um heimilis- og félagsstarfsemi kvenna. Ég get ekki látið vera að þakka Eyglóu Gísladóttur bréfið, sem hún skrifaði Ragnheiði Björns- dóttur. Hún skrifar svo sanna og rétta lýsingu af Ungmennafélag- inu „Iðunni‘. Þar voru margar gáfaðar og góðar konur: Inga L. Lárusdóttir, Svava Þórhallsdótt- ir, María skáldkona úr Breiða- firði og fleiri og fleiri. Þeir eru margir kveðjupistl- arnir sem „Hlín“ flytur milli landsfjórðunga. í heild er þetta svo merkilegt rit — ég vildi óska þess að sem flestir fengju þá ánægju að lesa það. Ragnhildur Pjetursdóttir. * Skólaganga Skólarnir eru hafnir fyrir nokkru. Fyrir fáum dögum var frá því skýrt hér í blað- inu, að árið, sem nú er að líða, væri mesta skólabygg- ingaár í sögu höfuðborgarinn- ar. Og í frumvarpi til fjár- laga 1961, sem nýlega var rætt á Alþingi, er þess getið, að framlög til skólamála hækki vegna aukins nemendafjölda. Þannig fjölgar skólabekkjun- um frá ári til árs og hið opin- bera stuðlar að því, með laga setningu og fjárframiógum að hver einasti nemandi á landinu geti setið sinn tii- skilda tíma á skólabekk. Þessi viðleitni til að mennta æsku landsins verður að teljast svo góð svo langt sem hún nær. A. m. k. mun það gert í góðum tilgangi, að veita hverju barni og hverj- um unglingi tækifæri til að afla sér þeirrar undirstöðu- menntunar, sem telja verður nauðsynlega fyrir hvern ein- asta þegn nútímaþjóðfélags. • Er þetta rétta leiðin? Hitt er svo annað mál, hvort þessar löngu og ströngu skóla setur unglinganna eru bezta leiðin til að afla þeim nauð- synlegrar undirstöðumentun- ar. Bendir margt til þess að skólagangan sé allt of löng. — Velvakanda er kunnugt um fjölmarga menn, sem nutu þrisvar sinnum skemmri skólagöngu í æsku en nú tíðk ast, en voru þó sízt verr að sér í fræðunum en þeir ung. lingar, sem nú vaxa upp með þjóðinni. >á er of löng skóla- ganga beinlínis til þess fall- in að vekja með nemendum leiða á ámsefni og lærdómi og verkar þannig þvercfugt við það, sem til var ætlazt. Oft veldur þessi. námsleiði því að annars efniiegir námsmenn slá slöku við og ljúka svo námsferli sínum með því að hverfa úr skólanum bakdyra- megin. * Áhuginn fyrir öllu Allir, sem fengizt hafa við kennslu, vita, að ekkert er nemendum nauðsynlegra en áhugi á náminu, ef nokk- ur árangur á að nást. En hin- ar löngu skólasetur drepa á- hugann á námsefninu, þó að hann hafi verið til staðar í upphafi námsferils. Lær- dómurinn gengur allt of hægt fyrir flesta og það sem þeir bæta við sig dag frá degi er svo lítið, að það heldur ekki við áhuganum. Meðan skóla- gangan var skemmri var allt af eitthvað nýtt og markvert til að læra á hverjum degi og vel gefnir unglingar geta lært býsn á skömmum tíroa. Er það sett fram hér til at_ hugunar hvort ekki mætíi draga úr hinum gífurlega skólakostnaði æskunnar og stuðla jafnframt að bstri menntun hennar með því að stytta skyldunámstíma. Ef þetta tvennt ynnist með því virðist það þess virði að það væri athugað. • 55% ekki 87%. í þessum dálkum í gær varð sú villa að sagt var að á Reykjanesi byggju 87% þjóð- arinnar. Sannleikurinn er sá að 55% búa þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.