Morgunblaðið - 03.11.1960, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.1960, Side 1
Fiskvei ðid eilan: Verkalý&sfulltrúi hingað til viðræðu ? London, 2. nóvember. —■ (Einkaskeyti til Mbl.) — FULLTRtJI frá brezka flutn- ingaverkamanna-félaginu mun fara til Reykjavíkur á næstunni, í boði íslenzku sjómannasamtakanna, til þess að kynnast fiskveiðum Is- lendinga og fiskiðnaði og tii viðræðna í sambandi við fiskveiðideiluna milli Bret- lands og íslands. Engar við- ræður hafa til þessa farið fram um það mál milli full- Beðið fyiir Ungverjum í tilefni þess, að hinn 23. okt. sl. voru 4 ár liðin síðan þjóð aruppreisnin í Ungverja- landi hófst, hélt fjöldi fólks til landamæra Austurríkis og Ungverjalands við Andau, þar sem flestir hinna ungversku flótta- manna komust yfir til Aust- urríkis — og frelsisins, þeg- ar rússneski herinn kæfði uppreisnina í blóði. — Hér sést nokkuð af fólki þessu, þar sem það biður fyrir þjök uf.um og kúguðum Ungverj- i:m að baki járntjaldsins Qfviðri og flóð Dacca, Pakistan, 2. nóv. — (Reuter). — ÓTTAZT var í dag, að a.m.k. 300 manns hefðu farizt í nýj- um flóðum, sem orðið hafa í austanverðu Pakistan — en í ofsaveðri hinn 10. okt. sl. fórust um 6.000 manns á svæðinu umhverfis hafnar- borgina Chittagong. — ★ — Nýtt ofveður gekk yfir á sömu slóðum sl. mánudag. — Vindhraðinn mældist allt að því 160 km á klst., og olli veðr- ið, og eftirfylgjandi flóðbylgja, gífurlegu tjóni, jafnaði þús- undir húsa svo að segja við jörðu og sökkti fjölda skipa og báta. Samgöngur og símasamband er víðast hvar rofið á umræddu svæði, og eru fréttir því ekki ljósar enn. Frétzt hefir þó, að höfnin í Chittagong sé ónothæf vegna skemmda og að ofviðrið hafi kastað á land tveim 10 þúsund lesta skipum og átta minni. Vitað er um sex skip, sem hvolfdi á Karnaphuli-fljóti. Hörmuleg staðreynd: 20 unglingar stálu 200 þús. kr. í 51 innbroti trúa frá viðkomandi félaga- samtökum í löndunum. Umræddur fulltrúi flutninga- verkamanna-félagsins er Peter Henderson, einn af riturum fé- lagsins og sérfræðingur um fisk iðnaðarmál. — Haft er eftir hon um, að hann vilji gjarna kynn- ast af eigin raun afstöðu ís- lenzkra sjómanna í landhelgis- deilunni. Ummæli Jóns Sigurðssonaf Mbl. sneri sér til Jóns Sig- urðssonar, formanns Sjómanna- sambandsins, vegna þessarar fréttar. — Kvaðst Jón fyrir skömmu hafa fengið bréf frá Alþjóða flutningaverkamanna- sambandinu, þar sem þess hefði verið farið á leit, að hann beitti sér fyrir því, að fyrrgreindum manni yrði boðið að koma til Islands í kynnisför. Jón kvaðst hafa tjáð sambandinu í svar- bréfi, sem hann vissi raunar ekki, hvort því hefði borizt enn, að hann mundi ekki beita sér fyrir slíkri heimsókn, sem hann teldi ekki æskilega á þessu stigi málsins. — Lýsti Jón því undr- un sinni á fyrrgreindri frétt. | Fjoldi manna viðriðinn máliö, sem \ \ ) \ kaupendur jbýfis eða fyrir yfirhylmingu \ KEFLAVÍK, 2. nóv. — Rann sókn á þjófnaðarmálunum hér í Keflavík, þar sem all- margir ungir menn hafa komið við sögu, og sagt hef- ur verið frá, er nú langt á veg komin. Við rannsókn málsins hefur tekizt að upp- lýsa hvorki meira né minna en 51 innbrot og þjófnaði. Sannazt hefur nú að yfir 20 piltar hafa tekið að meira og minna leyti beinan þátt í þjófnuðunum. Eru þeir á aldrinum 12—27 ára, flesíir 15—19 ára. Eru þeir héðan úr bænum sumir, aðrir úr Njarðvíkum, Reykjavík og Hafnarfirði. ★ Fjöldi manna viðriðinn málið Tekizt hefur að hafa uppi á nokkru af þýfinu. Hefur þvi ýmist verið skilað eða fundizt í vörzlum þeirra er átt höfðu viðskipti við piltana og keypt af þeim hinar stolnu vörur og muni. Hefur mesti fjöldi manna dregizt inn í málið, m. a. á þenn an hátt og aðrir t. d. vegna yf- irhylminga. Er þessi þáttur rann sóknarinnar ekki að fullu kann- aður. • Mikið þýfi Talið er að samanlagt verð mæti þess sem þjófarnir stálu eða hafa eyðilagt muni nema 200—300 þús. krónum. Stærstu og flestu innbrotin voru framin í vörugeymslu verzl. Stapafell, Kaupfél. Suð urnesja, Efnalaug Suður- nesja, hraðfrystihúsið Jökul, verzl. Breiðablik, Hafnarbuð- ina, vöruskemmur Sölunefnd ar varnarliðseigna og hjá Rafveitu Keflavíkur. — Var sums staðar margoft brotizt inn og stolið. ★ Undir lögaldri Margir þeirra pilta sem eiga hlut að máli og tekið hafa þátt í innbrotsþjófnuð unum, eru undir lögaldri sakamanna. Mál þessara ung menna, sem og málið í heild, verður sent til fyrirsagnar dómsmálaráðuneytisins, þeg- ar rannsókn málsins verður að fullu lokið. HSJ Morðinginn svipti sig Iífi TÓKÍÓ, 2. nóv. (Reuter) Hinn 17 ára gamli morð- ingi japanska jafnaðar- mannaforingjans, Inejiro Asanuma, framdi sjálfs- morð í kvöld. — Lögreglan skýrði þannig frá, að Oto- ya Yamaguchi hefði verið fluttur úr fangelsinu, þar sem hann hefir setið siðan hann drap Asanuma, I op- inbera byggingu, þar sem hann skyldi undirbúinn að koma fyrir rétt vegna morðsins 12. okt. Þarna komu lögreglumenn svo að Yamaguchi látnum í kvöld — hafði hann hengt sig. Mikil harka i kosningabaráttunni: Nixon: Kennedy ábyrgðarlaus Kennedy: - Nixon stefnulaus New York, 2. nóv. — (Einka- skeyti frá Sig. Bjarnasyni). — EISENHOWER forseti hefir nú kastað sér af fullum krafti út í kosningabaráttuna með Nixon varaforseta. í morgun kom forsetinn til New York og heldur fjölda funda hér með þeim Nixon og Lodge, varaforsetaefni. Telja repú- blikanar, að vinsældir og á- hrif Eisenhowers séu nú hið eina, sem hindrað geti sigur Kennedys í þessu fjölmenn- asta ríki Bandaríkjanna, ★ Of seint? Margir álíta þó, að forsetinn komi of seint til þess, að straumn um verði snúið við — demókrat- ar hafi þegar tryggt sér hina 45 kjörmenn New York-ríkis. — Repúblikanar héldu í dag fund á Herald-torgi á Broadway, og fagnaði þar gífurlegur mann- fjöldi forsetanum, Nixon og Lodge, er þeir komu til fundar- ins. — Eisenhower skoraði á borgarbúa að kjósa Nixon — kvað þá ekki geta fengið betri leiðtoga. Minnti forsetinn á, að borgarar New York hefðu veitt sér glæsilegan meirihluta við kosningarnar 1952 og 1956. — o — Nixon ræddi um hið nána sam- starf, sem verið hefði með hon- um og forsetanum. Hyllti hann Eisenhower sem „bezta og sterk- asta son Bandaríkjanna“. — Þeir Lodge og Nelson Rockefeller héldu einig ræður. ★ Flestir spá Kennedy sigrl Kosningabaráttan er nú að ná Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.