Morgunblaðið

Date
  • previous monthNovember 1960next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.11.1960, Page 2

Morgunblaðið - 03.11.1960, Page 2
2 MORGUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1960 Víðtækar varúðarráðstafanir — i Paris og Algeirsborg, vegna réttarhalda yfir foringjum Alsir uppreisnarinnar París, 2. nóv. — (Reuter) — Á MORGUN hefjast í París réttarhöld í máli 20 leiðtoga uppreisnarinnar gegn de Gaulle í Alsír í janúar sl. Er búizt við, að til átaka og óeirða kunni að koma i sam- bandi við réttarhöldin, og gerir lögreglan hvers konar öryggísráðstafanir í því sam- bandi. — Svipaða sögu er að segja frá Algeirsborg, þar sem mikils óróa gætti þeg- ar í dag. ★ Fjórir fjarstaddir Fjórir þeirra tuttugu, sem ákærðir eru fyrir að stofna öryggi franska ríkisins í hættu með uppreisnartilrauninni, verða dæmdir að þeim fjarstöddum, þar sem ekki hefir tekizt að hafa hendur í hári þeirra. Einn þess- ara manna er veitingahússeigand inn Joseph Ortiz,' en hann kom mjög við sögu í uppreisninni. Fréttist siðast til hans á Balear- eyjunum spönsku. — Þekktastur þeirra uppreisnarmanna, sem sitja munu í stúku ákærðra er fallhlífaliðsforinginn Pierre Laga illarde. Réttarhöldin standa vænt anlega í sex vikur. ★ Ólga í Algeirsborg Eins og fyrr segir, gætti mikils óróa í Algeirsborg í dag. Hafði lögreglan mikinn viðbúnað, er Paul Delouvrier, aðalfulltrúi frönsku stjurnarinnar í Alsír, ók inni í borgina. Urðu miklar um- ferðartruflanir í sambandi við þær aðgerðir, og var talið væn- Lislkynning Mbl. Jóhann Briem I GÆR hófst sýning á mál«»rk- um eftir Jóhann Briem í sýn- ingargluggum Morgunblaðsins. Að þessu sinni sýnir hann fjög- ur olíumálverk sem bera þessi nöfn: Hestar i grænni brekku, Btaurar við sjó, Haust, Rautt hár og blátt haf. Myndirnar aru allar til sölu. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins eða listamanninum sjálf Dagskrá Alþingij Efri deild: 1. Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður sveitabæja, frv. — Frh. 1. umr. 2. Fiskveiðilandhelgi Islands, frv. — Frh. 1. umr. 3. Bústofnslánasjóður, frv. — 1. umr. 4. Jarðgöng á þjóðvegum. frv. — 1. umr. Neðri deild: 1. Landnám, ræktun og byggingai’ í sveitum, frv. — 1. umr. 2. Aætlunarráð ríkisins, frv. — 1. urnr. legast að flytja Delouvrier hið snarasta aftur til aðseturs síns, til þess að reyna að koma í veg fyrir uppþot. — Stúdentar við háskólann í borginni skoruðu á menn að gera verkfall í fyrra- málið —■ og lýstu yfir stuðningi við sakborningana í París. ★ Nýjar tillögur? Á föstudagskvöld flytur de Gaulle forseti útvarpsávarp til frönsku þjóðarinnar — og mun hann væntanlega skora á menn að veita sér stuðning gegn vax- andi aðstöðu við stjórnarstefn- una, sem gætt hefir undanfarið. —• Talið er, að forystumenn helztu trúarbragðaflokka í Frakk landi séu nú að reyna að fá for setann til að leggja fram nýjar tillögur til að kt>ma á friði í Alsír, áður en hann heldur útvarps- ávarp sitt. VeSdeild Búnaðarbank- ans verði elfd með lánsfé 1 fyrirspurnatíma Alþingis í gær svaraði landbúnaðarrað- herra, Ingólfur Jónsson, fyrir- spurn frá Ólafi Jóhannessyni um veðdeild Búnaðarbankans. Innti fyrirspyrjandi eftir því, hvað gert hefði verið til eflingar veð- deildinni, en sl. vor var sam- þykkt þáltill. þess efnis. Kvað landbúnaðarráðherra hag veðdeildarinnar mjög bágan, en á þessu ári mundi hún þó geta lánað sex milljónir króna án þess að auka fyrri skuldir. Þá skýrði hann frá því, að er ráðuneyt- inu hefði borizt þáltill. sl. vor, hefði bankaráði Búnaðarbankans þegar verið skrifað og beðið um tillögur þess um hvernig veðdeildin yrði efld. Tillögur hefðu ekki enn borizt frá banka- ráðinu, en nú væri í athugun hjáá ríkisstjórninni hvernig veð Kirkjuþinpið Á FUNDI kirkjuþings í gær var til umræðu frumvarp til laga um kirkjugarða. Flutningsmaður og framsögumaður var Bjarni Bene diktsson kirkjumálaráðherra. — Allmiklar umræður urðu um málið og var því ví&að til lög- gjafarnefndar. Á dagskrá í dag er tillaga til þingsályktunar um fyr»ingasjóð kirkna. — (frá kirkjuþingi). deild Búnaðarbankans yrði efld þannig að hún gæti haldið sinni starfsemi áfram. Á þessu ári hefðu verið veittar til hennar 3 milljónir króna. Sagði ráðherr- ann að lokum, að nauðsyn bæri til að efla veðdeild Búnaðarbank ans svo hún gæti sinnt sínu hlut- verki í þágu landbúnaðarins. Flugvélar \ið vægu verði BANDARÍKJASTJÓRN mun hafa boðið íslenzku flugfélög. unum gamlar herflutninga- flugvélar við vægu verði. Er hér um að ræða tveggja hreyfla DC-vélar, sem hafa allmikið burðarþol. Samkv. því, sem Morgunbl. veit bezt, er frekar lítill áhugi fyrir þessu hjá íslenzku félögunum, einkum vegna þess, að vél- arnar eru nú þegar „gamal- dags“, enda þótt þær séu ekki svo ýkja gamlar. Ekki mun þó endanlega gengið frá þessum málum. Hins vegar má geta þess, að margar þeirra flug- véla, sem íslenzku flugfélögin hafa eignazt og hafa haft í þjónustu sinni um ára skeið, voru upphaflega bandarískar. Hörðui Sigurgestsson, stud oecon formuður Stúdenturúðs NÝKJÖRIÐ stúdentaráð Háskóla íslands kom saman til fyrsta fund ar síns í gærkvöldi. Fór fram kosning stjórnar ráðsins fyrir þetta kjörtímabil og hlutu eftir- taldir stúdentar kosningu: Hörður Sigurgestsson stud. oecon formaður, Jóhannes L. L. Helgason stud. jur. gjaldk., Örn Gjöf til Grafar- neskirkju GRAFARNESI, Grundarfirði, 2. nóvember. — Nýlega afhenti frú Kristín Runólfsdóttir, Búðum í Grundarfirði, sóknarprestinum að Sebbergi, sr. Magnúsi Guð- mundssyni, krónur 10,000 að gjöf í kirkjubyggingarsjóðinn í Grundarfirði. Þessi gjöf frú Kristínar er til minningar um látinn mann hennar Cecil Sigur- björnsson, sem fórst með línu- veiðaranum Papey árið 1933. Er þetta stærsta peningagjöf frá einstaklingi til kirkjubyggingar- innar, en fleiri hafa borizt áður. Á sl. sumri var byrjað að byggja kirkjuna og vann við það hópur útlendinga sem hingað kom til þess á vegum Alkirkjuráðsins. Varð lokið við grunn undir nokk urn hluta kirkjunnar og kjallari væntanlegs félagsheimilis kirkj- unnar var byggður, en í félags- heimilinu verður miðstöð kristi- legs starf safnaðarins. J /* NA IShnúhr 1 / SVSOhnútar Snjókomo f ÚSi V Skúrir PC Þrumur W& KuUaski! Hi/ts/ci/ H Hmi L LagB Bjarnason stud. med. ritari. Varstjórn skipa eftirtaldir stú- dentará Grétar Br. Kristjánsson stud. jur. varaform., Gylfi Bald- ursson stud. philol. varagjaldk., Halldór Halldórsson stud. med. vararitari. Þetta stúdentaráð mun sitja til 1. marz 1962. Hljumsveitar- stjórinn Mitro- poulos lálinn MlLANÓ, ítalíu, 2. nóvember. — (Reuter). — Grísk-banda- ríski hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Dimitri Mitropoulos lézt hér í dag úr hjartaslagi, 64 ára að aldri. Mitropoulos var að æfa þriðju sinfóníu Gustavs Mahlers með hljómsveit Mílanó- óperunnar, þegar hann hneig skyndilega niður. Hann lézt á leiðinni til sjúkrahússins. — ★ — Mitropoulos var fæddur 1 Aþenu árið 1896 og hlaut tón- listarmenntun sína þar, í Brúss- el og Belgíu. Hann starfaði víða um lönd, en sl. aldarfjórðung dvaldist hann mest í Bandaríkj- unum — og var bandarískur borgari. Árið 1937 gerðist hann stjórnandi Minneapolis-sinfóníu- hljómsveitarinnar, en síðan 1951 hefir hann verið aðalstjórnandi Filharmoníuhljómsveitar New York. Hann hefir stjórnað mörg um hljómsveitum við hljóm- plötuupptökur og er mjög víða þekktur af þeim. Fjórtán mál rædd í sameinuðu þingi SEXTÁN mál voru á dagskrá sameinaðs þings í gær og voru fjórtán þeirra tekin fyrir. Voru ræddar átta þingsályktunartillög ur, sem flestra hefur verið getið hér í blaðinu áður. Var þessum tillögum öllum vísað til nefnda, en umræðunni frestað. Þá talaði fjármálaráðherra fyr ir fjáraukalögum 1958, sem síðan var vísað til 2. umr. og fjárveit- inganefndar. í lok fundartímans urðu nokkrar umræður um gjald eyristekjur af ferðamannaþjón- ustu, landkynningu og ferðamál og verður getið nánar um það í blaðinu á morgun. Blóm görðum ÍSAFIRÐI, 2. nóv. — Á sunnu- dagskvöldið féll fyrsti snjórinn hér í byggð, en hann tók aftur upp eftir fáeinar klukkustundir. 1 jallvegir eru en færir og allt fram til þessa hafa blóm verið að springa út í görðum. — Guðj. Seinkar ve«na n óveðurs MIKIÐ óveður er nú á Norður- sjó og hafa þrír íslenzkir togar- ar, sem eru á leið með fisk til Þýzkalands, tafizt af þeim sök- um. Einn átti að selja í gær, ann ar í dag og sá þriðji á föstudag, en öllum seinkar a. m. k. um sólarhring. Runólfur frá Ólafsvik mun hafa landað 50 lestum af síld í Þýzkalandi í gær og fengið fyrir 13 þús. mörk, mjög lágt verð. Mý hljómsveit og breyting á rekstri Tjarnarkaffis S Ú breyting hefur nú orðið á rekstri Tjarnarkaffis, að Egill Benediktsson veitinga- maður hefur látið af störf- um og selt allt innbú fyrir- tækisins í hendur Kristjáni Gíslasyni. Tók Kristján við rekstri hússins um sl. mán- aðamót. Kristján skýrði tíðindamanni Mbl. svo frá í gær, að hann hefði í huga breytingar á starfsemi veitingahússins. Verður húsið héðan í frá nær eingöngu leigt til veizlu. og fundahalda. Sagði Kristján að sér virtist að í höf- Veðurspáin klukkan 10 í gærkvöldi. BV-mið: Austan og NA átt, hvasst til hafsins, dálítil rign. ing. SV-land til Breiðafj., Faxa flóamið: og Breiðafjarðarmið: NA átt, allhvasst í nótt, skýj- að. Vestfirðir Vestfjarðamið og Norðurmið: Austan og NA- ^ stinningskaldi og skýjað, s hvasst og slydda þegar líður i á nóttina. • Norðurland til Austfjarða, i, NA-mið til SA-miða: All- S hvass og síðar hvass NA, í rigning með köflum. i SA-land: Allhvass NA, S skýjað með köflum. ^ uðstaðnum væri mikill skortur á húsnæði fyrir félög og hópa, sem vildu skemmta sér út af fyrir sig, eða félögum, sem skorti húsnæði til fundahalda. Kvaðst hann mundi reyna að bæta úr þessu og myndi gera ýmsaf minniháttar breytingar til þess að geta gert betur fyrir það fólk sem salinn leigir. Ný hljómsveit. Til hússins hefur verið ráðin ný hljómsveit. Hljómsveitarstjóri er J. Riba, góðkunnur hljóðfæra. leikari hér um nær 3 áratuga skeið. Hljómsveit hans er skip. uð Guðjóni Pálssyni frá Vest- mannaeyjum (píanó), Reyni Sigurðssyni, (bassi, harmónika) og Sverri Garðarssyni (tromm- ur). Eru þetta allt kunnir hljóm sveitamenn og kvaðst Kristján fullviss um að gestum myndx falla leikur þeirra vel í geð. Til gamans má geta þess, að Riba lék í Tjarnarkaffi þá er það fyrst var opnað. Kvað hann þá oft hafa verið glatt á hjalla og hann og menn hans myndu »gera sitt til að svo yrði þar aftur nú. ★ Kalt borð og kaffi. Tjarnarkaffi hefur nú hug á að leita fyrir sér með ýmsar nýjungar í rekstri hússins. — Verður t. d. haft kalt borð á boðstólum á laugardögum og sunnudögum og einnig verður tekin upp kaffisala síðdegis dag hvern og leika þeir fé. lagar þá létta músík við hvers manns hæfi. AKRANESI — Á stjórnmála- námskeiðinu hér á Akranesi verður í kvöld flutt erindi um sj álf stæðisstefnuna og á eftir verða almennar umræður.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 252. tölublað (03.11.1960)
https://timarit.is/issue/111398

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

252. tölublað (03.11.1960)

Actions: