Morgunblaðið - 03.11.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 03.11.1960, Síða 3
Fimmtudagur 3. nóv. 1960 MORCTtKr>T Anjh 3 Mikið á sig iagt • ...... NICHOLAS Clinch, banda- ríski fjallamaðurinn, sem hér var á ferð í vor á leið til Hima layafjalla, til að klífa einn af hæstu tftidum jarðar, eins og þá var skýrt frá hér í blaðinu, er nú kominn aftur eftir að hafa sigrað tindinn Masher- broom, sem er 7821 m. á hæð. Fyrir tveimur árum var Clinch í leiðangri, sem fyrstur komst á Gasherbroom eða Felutind, þar skammt frá, en sá tinduv er 8069 m. á hæð. Til saman- burðar má geta þess að Hvannadalshjúkur, hæsti tind ur á íslandi, er 2119 m. Clinch kom við á ritstjórn- arskrifstofu Mbl. fyrir nokkr- um dögum. Það sér á honum að Himalayaferðir eru enginn barnaleikur, því hann er orð- inn grindhoraður, 30 pundum léttari en í vor. Við báðum hann um að segja okkur ofur- lítið frá ferðinni og fórust honum svo orð: hátt uppi eins og Sherparnir. í upphafi ferðarinnar frá Kat- mantu höfðum við auk þess 140 burðarmenn. Á jeppa við rætur Himalaya Frá því við vorum þarna síðast hafði verið lagður jeppa vegur frá bænum. Og sem við gengum þarna í halarófu, leið leiðangursmenn og 140 burðar menn með sdlt það dót sem há fjallaleiðangri tilheyrir heyrð- um við allt í einu vélarhljóð og jeppi kom fyrir beygju á veginum. í jeppanum sátu sænskur kapteinn, danskur liðþjálfi og einhverjir fleiri. Þarna voru komnir starfsmenn frá Sameinuðu þjóðunum, sem hafa eftirlit á landamærum Pakistans og Indlands. Þeir urðu jafn forviða að sjá okkur eins og við að sjá þá. — En gátuð þið þá ekki líka nötað farartækið til flutninga fyrsta spölinn? — Það var enga jeppa að fá í Katmantu, og við vildum gjarna fá þjálfun í að ganga á sæmilegum vegi. Auk þess hefðum við hvort eð er fljót- lega þurft að láta bera. Við vorum búnir að flytja allan farangurinn í fyrstu Masherbrúmtindur, 7821 m á hæð, var í fyrsta sinn sigraður í sumar. fyrir 15 mín. á einum hœsta tindi Himalaja Bandaríski fjallamaðurinn Nicholas Clinch Fyrstir á tindinn — Þó Masherbrom sé um 150 m. lægri en Felutindur, þa reynist sá fyrrnefndi erfiðari. í fyrsta lagi urðum við að byrja að klífa fjallið talsvert neða eða í 4100 m. hæð, við þurftum að hafa 7 bækistöðv- ar á leiðinni upp í stað 5 áður, þegar farið var á hinn tind- inn og leiðin milli þeirrar 5. og 6. var ákaflega brött og erfið. Þrír leiðangrar hafa áður reynt að komast á Masher- bromtindinn, Bretar 1938. Ný sjálendingar 1955 og Bretar afí ur 1957. Þeim tókst ekki að komast alla leið upp, urðu fyr- ir óhöppum. Tveir úr leiðangr inupj frá 1938 lentu í óveðri og sködduðust af frostbólgu, einn af háfjallaburðarmönnunum frá 1955 dó úr lungnabólgu og einn af Bretunum úr leiðangr inum 1957 einnig, er leiðang- urmenn voru komnir upp í 7. og síðustu bækistöðina. — En hvernig gekk ferðin hjá ykkur? — Við fengum gott veður fyrstu 10 dagana og gátum not að þá til að selflytja farang- urinn nokkuð áleiðis. í ferð- inni voru 7 Bandarkjamenn og þrír fjallamenn frá Pakistan. Við höfðum svo með okkur 6 Balta, sem eru háfjallaklifr ) arar og geta borið farangur bækistöð og koma upp bæki- stöðvum 2 og 3, þegar veðrið versnaði. Veðrið var svo mis jafnlega slæmt í 24 daga. Okk ur tókst þó að koma upp 4., 5. og 6. bækistöð. En það var mjög hættulegt á efstu leiðinni, því þar féllu tíð snjó flóð. Fjórir af mönnum okkar lentu í einu, þegar þeir voru að koma niður frá 6. bækistöð inni. Einum tókst þó fyrir einstaka heppni að komast á fætur, höggva sig fastan og halda hinum, sem voru bundn ir við hann. Þann 6. maí komust tveir af okkar mönnum, þeir George Bell og William Unsold loks á tindinn og tveimur dögum seinna ég og kapteinn fra Pakistan, Jawed Akhtar að nafni. Ég átti í rauninnj ekki að gera fyrr en þriðju tilraun ina. En Bandaríkjamaðurinn, sem átti að vera í annarri ferðinni upp veiktist. Höggvið þrep brast líka undan Pakist- anmanninum, svo að hann hrapaði af stað niður eftir fjallshlíðinni, en læknirinn, sem var bundinn við hann, gat náð í fasta reipið, er strengt hafði verið þarna. Læknirinn sneri svo við niður með veika Bandaríkjamanninn. En Pa- kistanmaðurinn lét þetta ekk- ert á sig fá, fremur en ann- að, og ákveðið var að hann skyldi reyna að klífa tindinr. með mér og Dick Amerson. f logandl tjaldi í 7600 m. hæð Við vorum því þrír eftir i 7. bækistöð sem var stallur,- þar sem rétt rúmaðist eitt j tjald. Þeir sem fyrst kom- , ust á tindinn höfðu lagt upp kl. 5 um morgun og komizt á tindinn kl. 2 og við ákváð- um að leggja upp kl. 2 um nóttina. Þegar við fórum að taka til mat handa okkur áður en lagt skyldi af stað, kvikn- aði í öðru gastækinu okkar, hinn gasdunkurinn hefur lík- lega lekið. Mér varð það fyrst fyrir að skvetta vatninu okk- ar á logann, en það kom auð- vitað fyrir ekki. Þá þaut ég að tjaldopinu, en tjaldið var lok- að með tveimur rennilásum og annar stóð á sér. Dick Amer- son, sem var orðinn fárveikur, vaknaði og sá logana í tjald- inu. Hann greip hníf og reyndi að skera gat á tjaldið. En Pakistanbúinn var hinn róleg- asti, þó við værum þarna í logandi tjaldi á stalli sem varla var hægt að snúa sér við á, í 7.600 m. hæð. Hann greip dúnbuxurnar sínar og kæfði eldinn með þeim. Við lögðum svo af stað kl. 7.30 pg komumst upp. — Er það þess virði að leggja á sig allt þetta erfiði? Nicholas Clinch virtist alveg undrandi á þessari spurningu: — Já, það er þess virði, sagði hann loks, annars væri maður ekki að þessu. Við gátum að- eins stanzað á tindinum í 15 mínútur. Það var dásamlegt veður, hvergi ský á lofti og allt í kringum okkur blöstu við hæstu tindar veraldar. Við lögðum svo af stað nið- ur, en festum annað sigreipið og gátum því ekki farið fyrir hugaða leið. Við vorum alla nóttina að komast niður í tunglskini. Við komum svo í 7. bækistöðina réttum sólar- hring eftir að við höfðu lagt upp þaðan. Pakistanbúar ánægðir Pakistanbúar eru ákaflega ánægðir með þennan árangnr, þar sem þetta er fyrsti hátind urinn sem þeir sigra. — Eigið þér ekki mikið af skemmtilegum myndum úr ferðinni til að lána okkur? — Það er nú það. Pakistan stjórn tók af okkur nær allar myndir, og ætlar að láta fara í gegnum þær af ótta við njósn ir. Við fáum þær sjálfsagt á eftir okkur. — Og nú eruð þér á leið heim? — Já, ég varð eftir, til að sjá um heimsendingu á far- angrinum okkar, en hinir héldu beint heim. Síðan kom ég hingað með viókomu í Sviss og Englandi. Himalayaleiðang ur er ágæt afsökun fyrir að koma hingað og hitta kunn- ingjana, sem ég á síðan ég var í bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli fyrir fjór- um árum. Ég er búinn að fara með Flugbjörgunarsveitinni til Þingvalla, þar sem þeir klifr- uðu og ég horfði á. Á mánu- daginn sagði ég frá Himalaya- leiðangrinum á fundi hjá Jöklarannsóknarfélaginu og einnig sagði ég frá honum i Skógaskóla, á leiðinni með Fjallamönnum og björgunar sveitinni á Fimmvörðuháls, en við urðum að snúa við vegna veðurs. Og nú er ég á förum heim. — Hvenær komið þér aftur við hjá okkur á leið í Hima- layaleiðangur? —Það verður nú bið á því. Ég verð líklega að finna mér nýja afsökun. — E. Pá. STAKSTEINHR Hverjir hafa gleymt um- mælum Hermanns f forystugrein Tímans í gær segir svo: „Morgunblaðið þykist hafa „kjarabætur án verkfalla“ að kjörorði þessa ðagana. Gallinn er aðeins sá að í verki hafa allar athafnir stjórnarvalda undan- farið í þessum efnum haft í för með sér kjaraskerðingu. Og það eru slíkar athafnir sem bjóða vandræðum eins og verkföllum heim. Komi nú til verkfalla er það einmitt vegna þess, að stjórn arliðið hefur þverbrotið boðorðin um „kjarabætur án verkfalla" en í þess stað skellt kjaraskerð- ingu á kjaraskerðingu cfan. Vildl ríkisstjórnin nú snúa við og fara að skila aftur, þvi, sem hún tók, mundi það bægja verkfallshætt- unni frá. Fyrsta skrefið ætti að vera afnám okurvaxtanna og „bráðabirgðasöluskattsins“. Tíminn læzt, sem fyrr, ekki vita hvað það fyrst og fremst var, sem gerði nauðsynlegar hin- ar róttæku ráðstafanir núver- andi rikisstjórnar til að koma efnahagslifi landsins á réttan kjöl. Eru Tímamenn einir allra landsmanna búnir að gleyma ummælum Hermanns Jónasson- ar við fali vinstri stjórnarinnar? Ofstæki afturhaldsins í forystugrein Þjóðviljans t gær gat að líta eftirfarandi klaiusu: „Og áfall íslendinga af verð- hruni á nokkrum útflutningsvör um sjávarútvegsins er beinlinis skipulagt vegna ofstækis is- lenzka afturhaldsins í markaðs- málum, sem varnað hefur því að útflytjendur sættu ágætum mörk uðum fyrir þær afurðir, heldur hentu þeim eingöngu á verð- hrunsmarkað Vesturlanda". Það verðúr að teljast til hins mesta ofstækis, að þvi skuli haldið fram, að ríkisstjórnin skipuleggi erfiðleikana í mark- aðsmálunum. Og afturhaldsmenn hljóta þeir að vera kallaðir, sem heimta, að þjóðin beini nær öll- um eða helzt öllum viðskiptum sínum til landa, sem að á mjög mörgum sviðum hafa aðeins lé- lega og óhentuga vöru á boðstól- um. íslendingar hafa áþreifan- lega komizt að raun um að svo er. Skrif Þjóðviijans um „ofstæki afturhaldsins“ hlýtur því að hitta kommúnista sjálfa. Og er ramnar algengt, að svo takist til hjá þeim. ,Gott fólk“ smá*ögur eftir Einar Kristjánsson MBL. hefur borizt eintak af smásagnabók eftir Einar Kristj- ánsson. Bókin heitir Gott fólk, smásögur og skemmtiþættir. — Hún er rúmlega hundrað blað- síður að lengd og inniheldur níu þætti.. Bókaútgáfan Víðifell á Akureyri gefur bókina út ,en hún er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f. Einar Kristjánsson hefur áður gefið út þrjár bækur. Sú fyrsta, Septem- berdagar, kom út árið 1952, Und ir högg að sækja 1955 og Dimm ir hnettir árið 1959. Káputeikn- ingu að hinu nýja smásagna- safni Einars Kristjánssonar hef- ur Einar Helgason gert. Hví voru þeir seldir? Eftirfarandi klausa er tekin úi* íslendingi á Akureyri: „Lúðvík Jósefsson útgerðar- ’sérfræðingur kommúnista og 4. þingmaður Austfirðinga sagði í útvarpsræðu á mánudagskvöldið: „í sífellu er talað um tap háta- flotans, tap fiskiðnaðarins, tap togaranna o.s.frv. Almenningur í landinu er löngu orðinn þreytt- ur á því að heyra um þessi töp útgerðarinnar og verða að þola ýmist þessar ráðstafanir eða aðrar til þess að bjarga aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar úr þess- um sífellda taprekstri“. Ef svo er, að taprekstur á tog- araútgerð sé aðeins marklaust orðagjálfur, hvers vegna hefir Lúðvík þá látið það viðgangast, að allir togararnir, sem út hafa verið gerðir í kjördæmi hans um árabil. hafa verið seldir brott af Austfjörðum?“ Von er að „fslendingur“ spyrji. En hitt er svo allt annað mál, að auðvitað er ekki gerandi ráð fyr- ir, að togaraútgerð, sem rekin er af mönnum, sem vit hafa á út- j gerð, fari jafn hörmulega og fyr- irtæki sem Lúðvík Jósefsson stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.