Morgunblaðið - 03.11.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.11.1960, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐlh Fimmtudagur 3. nóv. 1960 Utg.r H.f. Arvakur ReykjavDc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoa. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2JU80. Askriftarg]ald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. EYSTEINSKA "I ALLT sumar var Fram- *■ sóknarflokkurinn algjör- lega stefnulaus í efnahags- málum. Mbl. lýsti oft eftir stefnu flokksins, en ekkert svar fékkst. Eysteinn Jóns- son dvaldist þá erlendis, og munu Framsóknarmenn ekki hafa treyst sér til að marka efnahagsstefnu flokksins an hans. Við heimkomu Eysteins brá hinsvegar svo við, að Tíminn birti það, sem hann kallaði „stefnu Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum“, og í þingræðu fyrir skömmu gerði Eysteinn orð blaðsins að sínum. Morgunblaðið hefur marg- sinnis skorað á Tímann að skýra ýmislegt í þessum til- lögum og ræða þær málefna- lega, en við því hefur mál- gagn Framsóknarflokksins ekki orðið. Er því full ástæða til að rifja þessar til- lögur enn upp og skora á menn að kynna sér þær og hugleiða, hversu gjörsam- lega ringlaðir Framsóknar- menn eru og stefnulausir í efnahagsmálum. Fyrsta atriði stefnu Fram- sóknarflokksins er það, að í stað viðreisnarinnar hefði átt að auka yfirfærslugjald- ið og telja Framsóknarmenn, að í vor hefði nægt að bæta við sem svaraði 250 milljón- um króna eða nálægt 7000 kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu. Öruggt má telja, að þessi upphæð hefði verið of lág, en hitt er þó meginatriðið að strax nú í haust mundi hafa orðið að bæta við áþekkri upphæð eða annarri hærri, bæði vegna verðfallsins á útflutn- ingsafurðum og aflabrests og svo eins af því, sem alkunna er, að uppbótakerfið vafði stöðugt upp á sig og kraíð- ist meiri útgjalda. En það er ekki aðalatriði þessa máls. Hitt er sýnu fár- ánlegra, að Framsóknarmenn segja, að með þessum ráð- stöfunum hafi þeir ætlað „að draga úr uppbótakerfinu í áföngum“. 250 millj. króna viðbót við uppbótakerfið atti sem sagt að vera fyrsti áfanginn að því að draga úr uppbótakerfinu. Annað meginatriði stefn- unnar var það að halda „uppbyggingarstefnunni á- fram með fullum þrótti“, en takmarka jafnframt og draga úr fjárfestingu með fjárfest- ingareftirliti. Er ekki að ó- fyrirsynju að við hjá Morg- unblaðinu spyrjum að því, hvernig þetta eigi að sam- ræma, að halda „uppbygg- ingarstefnunni“ áfram með fullum þrótti og draga jafn- framt úr fjárfestingu. Þriðja atriðið var það, sem Framsóknarmenn kölluða „að jafna skattana í efna- hagslífinu“. Þessi „útjöfnun" Framsóknarmanna á skött- unum hefur ekki fengizt skýrð með einu orði og eru menn því nokkurn veginn jafnnær um það, hvað flokk- urinn á við með því. í fjórða lagi var svo lýst yfir, að Framsóknarflokkur- inn vildi auka eyðsluskatta, þ. e. a. s. söluskatta. Á sama tíma sem þessi yfirlýsing er gefin, er barizt hatramlega gegn þeim söluskatti, sem ríkisstjórnin setti á til að draga úr beinu sköttunum. Getur því ekki hjá því farið að við spyrjum, hvort þessi yfirlýsing Framsóknarflokks- ins sé ekki traustsyfirlýsing á stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Síðan hefur svo Eysteinn Jónsson bætt við enn einni kenningu Eysteinskunnar, sem hljóðar þannig, að auð- menn og atvinnurekendur eigi allt fjármagnið í þjóð- félaginu og njóti því einir góðs af vaxtahækkuninni. En sömuleiðis séu menn þessir stórskuldugir og þurfi að taka fé að láni til að reka fyrrtæki sín og hinir háu út- lánsvextir séu algjörlega að setja þá á hausinn og stöðva! allt atvinnulíf. Allar eru þessar kenning- ar Framsóknarmanna með slíkum endemum, að stefna þeirra gengur almennt undii nafninu: „Hringavitleysan'‘. En aumlegast er þó, að Fram sóknarmenn skuli alls ekki treysta sér til þess að taka upp umræður um það, sem þeir nefna sína eigin stefnu, þrátt fyrir margítrekaðar á- skoranir um það. Með tilliti til þess að Morgunblaðið hef ur margoft skorað árangurs- laust á Tímann að ræða þessi mál, vill það nú beina áskor- un sinni til Eysteins Jóns- sonar, persónulega, þar sem hann hefur a. m. k. gert orð Tímans að sínum og þó öllu líklegra að hann sjálfur hafi1 verið höfundur hringavit-! leysunnar. Áskorun Mbl. er þessi: Viljið þér, Eysteinn Jónsson, skýra nánar þá fimm punkta í „stefnu Fram- sóknarflokksins“, sem rædd- ir hafa verið hér á undan? i UTAN IIR HEIMI Erindreki Stalíns í Kanaa'a — fulltrúi Krúsjeffs á Kúbu Eftir Igor Gouzenko Mjög feitlaginn og ófriður, með mikla undirhöku og þykkar varir. En hann var vingjarnlegur og hafði heillandi framkomu, svo að mér geðjaðist vel að honum við fyrstu sýn. — Þannig lýsir Gouz- enko höfuðpaur njósnahrings Stalins í Kanada, Serge Kudryavtsev, sem nú hefir verið vaiin til starfa á Kúbu. SERGE Kudryavtsev hefur verið skipaður sendiherra Sovétríkjanna á Kúbu — einn af kænustu, varfærn- ustu, viðmótsþýðustu og hættulegustu erindrekum stjórnarinnar. — Það var í krafti þessara eigmleika, sovézka sendiráðið í Ottawa og gekk á fund kanadisku lögregl- unnar. — Hann hafði meðferðis skjöl, sem fiettu ofan af njósn- um Sovétríkjanna og leiddu til handtöku Klaus Fuchs, Alan Nunn May, Rosenberg-hjónanna o. fl. Mörg ár eftir þetta átti Gouzenko heima’„einhvers stað- ar í Kanada“, ásamt konu sinni og tveim börnum. Enginn vissi um dvalarstaðinn nema lögregl- an. Þessi mynd af Gouzenko, með hulið höfuð var tiekin á blaðamannafundi á þessum árum. — AUtaf mátti búast við hefnd- araðgerðum kommúnista . . . vegna hæfileika hans til að vinna til öruggs fylgis þá, sem fyrir fram eru fremur virisamlegir kommúnisman- um, en óvirkir, og sakir hinna miklu skipulagshæfí- leika sinna, tókst Kudryavt- sev að koma á fót hinum mikla, kanadiska njósna- hring, sem sendi mikilvæg kjarnorkuleyndarmál til Moskvu á styrjaldarárunum. Enda þótt njósnahringui- inn væri afhjúpaður árið 1945, heppnaðist Kudryavt- sev samt að beina athyglinni að mestu frá sjálfum ser. Hann gætir þess ávallt að láta sem minnst á sér beia. • HELZT ZORIN Ef blaðamaður gengi á fund Kudryavtsev, eftir komu hans til Havana, og spyrði: — Er það rétt sem þeir halda fram í Kanada, að þér séuð njósnari — þá myndi sendiherrann væntanlega yppta öxlum, brosa vingjarnlega og svara sem svo: — Hver þá, ég? Nei, aldrei! Gerið svo vel að hafa mig afsakaðan — ég á mjög ann- ríkt. Við öðru svari er náttúrlega vart að búast af sovézkum ,,dipló mat“ í slíkri aðstöðu. En sann- leikurinn er sá, að varla mun sá til í hópi háttsettra embættis- manna sovétstjórnarinnar, sem stendur jafnfætis Kudryavtsev, þegar um er að ræða reynslu í njósnastarfsemi. Það væri þá kannski helzt Valerian Zorm. • VAR OG ER NJÓSNARI Ég ætti að vita þetta, því að ég starfáði undir stjórn hans í sovéska sendiráðinu í Ottawa í Kanada um nokkurt skeið áður Nicholai Zabotin ofursti, sem tal- inn var stjórnandi njósnahrings- ins í Kanada en flett var ofan af sovéska her- málafulltrúanum, Nicolai Zabot- in ofursta, kjarnorkuvísindamann inum dr. Alan Nunn May, sem veitti Rússum upplýsingar og öðrum, sem störfuðu í njósna- hring þeim, sem Kudryavtsev skipulagði. Kudryatsev var — og er — njósnari, sem að minni hyggju mun koma á fót víðtækum og at- hafnasömum „hring“ á Kúbu, hvaðan Sovétríkin munu geta fylgzt með bandarísku flotastöð- inni í Guantanamo — og freistað þess að ná fótfestu í Mið- og Suður-Ameríku. — ★ — Ég hitti Kudryavtsev fyrst per- sónulega, strax eftir að ég kom frá Sovétrikjunum til Kanada. Ég hafði þó áður haft „samband" við hann, eða fyrst árið 1942, þegar ég starfaði í aðalstöðvum leyniþjónustunnar í Moskvu við þýðingu dulmálsskeyta. Ég tók eftir því, að skeyti frá Kanada voru ávallt undirrituð: „Leon“. — Þessi „Leon“ var sífellt að beiðast þess, að sér yrði sendur aðstoðarmaður við þýðingu dul- málsskeyta — og Moskva heimt- aði æ fleiri og skjótari upplýsing ar frá honum. Af tóninum í þessum skeytum dró ég þá álykt- un, að „Leon“ þessi væri mjög mikilvæg persóna, sem nyti mik- ils álits í hópi hinna hæst settu í Morskvu. • „LEON“ HITTIR „SAM“ í október árið 1942 símaði „Leon“, að hann hefði komizt í samband við „Sam“, sem hefði mælt með ýmsum mönnum til sfcarfa. Það var þessi fundur, sem varð tii þess — ekki að svo litlu leyti — að leggja grundvöll inn að hinum sovézka njósna- hring í Kanada — en umræddur „Sam“ var Sam Carr, kanadiskur kommúnistaforingi, sem síðar átti eftir að koma við sögu, þegar upp komst um njósnahringinn. Eftir því sem „Leon“ sagði i skýrslu sinni, hafði Carr talað um möguleikana á því að færa út njósnastarfsemina í Kanada —. og sagzt hafa ráð á nokkrum ,,lykilmönnum“, sem hægt væri að hefja starfið með. Ákveðnar voru í smáatriðum reglur um sambandið við erin- drekana, um söfnun upplýsing- anna og hvernig sendingu þeirra áfram skyldi hagað. Grundvöll- ur allrar starfseminnar hafði þeg- Framh. á ols. 19. IGOR GOUZENKO starfaði í sendiráðinu í Ottawa, við þýðing- ar dulmálsskeyta, þegar hann ljóstraði upp um njósnir Sovétríkjanna í Kanada, árið 1945. — í þessari grein segir hann nokkuð frá hinum nýja sendiherra Sovétríkjanna á Kúbu, en hann skipulagði njósnahringinn í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.