Morgunblaðið - 08.11.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 08.11.1960, Síða 2
2 MORGUNRLAÐIÐ Þriðjudagur 8. nov. 1960 Krúsjéff skálar fyrir friði og frelsun kúgaðra MOSKVU og PEKING 7. nóv. (NTB-Reuter). — Kommúnista- leiðtogar tólf Ianda voru í dag viðstaddir hátíðahöld í Moskvu í tilefni 43 ára afmælis rúss- nesku byltingarinnar. Það vakti athygli aff viff hersýningu á Rauffa torginu skipaði Liu Shao-Chi, forseti Kína, heiðurs- sess milli þeirra Krúsjeffs i'or- sætisráffherra og Leonid Brezhn. ev forseta. ELDFLAUGAR Á hersýningunni voru aðal- lega sýndar ýmsar gerðir eld- flauga, en vestrænir fréttaritar- ar segja að flestar þeirra hafi verið sýndar áður og aðeins tvær nýjungar hafi komið fram. T ignir gestir Eftirfarandi frétt birtist í Þjóðviljanum s.l. sunmidag: „Gestir frá verkalýffsflokk- um um heim allan verffa við staddir hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af bylting- arafmælinu. Þeirra á meðal eru Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson, og fóru þeir utan í gær“. Meðal annarra kommún- istaleiðtoga á hátíðahöldun- um er Janos Kadar frá Ung- verjalandi. Þarna var meðal annars „Silf- Urnálin", þriggja metra löng eldflaug, samskonar og sú er grandaði U-2 flugvélinni banda- rísku hinn 1. maí sl. Þá voru þarna risaeldflaugar, tuttugu metra langur, kjarnorkufallbyss. ur, skriðdrekar og fl. KRÚSJEFF SKÁLAR Áður en hersýningin hófst, flutti Malinovski hermálaráð- herra ræðu, þar sem hann m. a. sagði að ef ráðizt yrði á Sovét- — Kongó Frh. af bls. 1. Mobutu herstjóri í Kongó hef- trr látið efla varðsveitir þær er gæta dvalarstaðar Lumumba í Leopoldville. Er ástæðan sú að uppi hafa verið sögusagnir um það að Lumumba æriaði sér einnig að halda til New York. LUMUMBA VILL FRIÐ Lumumba gaf í dag út frétta- tilkynningu. Er það í fyrsta sinn í fjórar vikur að hana lætur til sín heyra. í fréttatilky.iningunni segir Lumumba að ríkisstjórn sú, sem hann væri forsætisráð- herra í, væri algjörlega sam- mála skýrslu þeirri um Kongó, sem Dag Hammarskjöld gaf Allsherjarþinginu nýlega. Jafn_ framt dreifðu stuðningsmenn hans 2000 orða fjölrituðu ávarpi hans til þjóðarir.nar sem hann skorar á íbúana að hætta „bræðravígum" og innbyrðis deilum ættflokkanna. Dagskrá Alþingis DAGSKRA Efri ideildar í dag kl. 1,30: 1. Bjargráðasjóður Islands, frv. 1. umr. 2. Fiskveiðilandhelgi Islands, frv. Frh. 1 .umr. 3. Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður sveitabæja, frv. Frh. 1. umr. 4. Bústofnslánasjóður, frv. 1. umr. 5. Jarðgöng á þjóðvegum, frv. — 1. umr. Dagskrá Neðri deildar kl. 1,30 í dag: Lífeyrissjóður togarasjómanna ,frv. 1. umr. ríkin, myndu þau gera gagnár- ás, sem riði heimsvaldasinnun- um að fullu. Sagði hann að Sovétríkin hefðu nú allt er til þyrfti til að verja landamæ-ri ríkisins og að unnt væri að skjóta sovézkum eldflaugum til allra staða á jörðu. Siðar í dag hafði Krúsjeff for- sætisráðherra boð inni fyrir um 2.000 gesti. Þar skálaði Krúsjeff fyrir „friði um allan heim og frelsun nýlendubúa undan oki heimsvaldasinna.“ Nikita Krúsjeff VINÁTTA OG SAMHELDNI í Peking hélt sovézka sendi- ráðið veizlu í tiiefni byltingar- afmælisins og meðal gesta voru Mao Tse-Tung formaður kín- verska kommúnistaflokksins og Chou EnLai forsætisráðherra Kína. Forsætisráðherrann flutti ræðu í hófinu þar sem hann m. a. lofaði Sovétrikin fyrir að vinna óþreytandi að því að koma á friðsamlegri sambúð í heimin- um meðal þjóða með ólík þjóð- skipulagskerfi, fyrir að vernda heimsfriðinn og fyrir að draga úr spennunni í heiminum. Sagði Chou En-Lai að Kínverjar hefðn alltaf barizt fyrir friðsamlegri Mjög góður ýsu- afli á trillur AKRANESI, 7. nóv. — Mokafli er nú á trillubátana og er það ýs- an sem þeir veiða svona gráðugt. í síðasta róðri voru þrjár trillur með alls 4200 kg af fallegri ýsu. Hér minnast menn vart þess að svona hafi ýsan vel veiðst um þetta leyti árs. — Oddur. sambúð og að vinátta og sam- heldni þjóða Sovétríkjanr.a og Kína væru byggð á grundvallar- reglum í kenningum Lenins og Marx. Þessi vinátta og sam- heldni hefði staðizt maigar raunir, en báðar þjóðirnar hefðu fullan skilning á gilii slíkrar vináttu fyrir heimsfriðinn. Aðalfundur Stúd- entafélags Rvíkur AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu sl. sunnudag. Frá- farandi formaður, Pétur Bene- diktsson, bankastjóri, stýrði fund inum. Flutti formaður skýrslu um störf stjórnarinnar. í lok skýrslu sinnar minntist formað- ur, dr. Þorkels Jóhannessonar, háskólarektors og risu fundar- menn úr sætum sínum í virð- ingarskyni við hinn látna. Gjald- keri las síðan reikninga félags- ins og voru þeir samþykktir. Þá fór fram stjórnarkjör og er stjórnin nú þannig skipuð: For- maður. Matthías Jóhannessen, rit- stjóri. Meðstjórnendur: Hrafn Þórisson, bankam., Einar Árna- son, lögfr., Björgvin Guðmunds- son, viðskiptafr., Örn Þór, lögfr. Varastjóm: Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Jón E. Ragnarsson, stud. jur., Jóhann Hannesson, skólastjóri, Elín Pálmadóttir, blaðakona, Bjarni Beinteinsson, stud. jur. í fundarlok fóru fram umræð- ur um 50 ára afmæli Háskóla ís- lands á næsta ári. Stærsta skip síðan styrjöldiniii lauk RENDSBURG, V-Þýzkalandi, 5. nv. (Reuter). — í dag hljóp af stokkunum í Þýzkalandi stærsta skip, sem Þjóðverjar eignast síð an styrjöldinni lauk. Skipið er 4800 tonn. Það verður notað sem æfingaskip fyrir sjóherinn. Verð- ur áhöfn þess 270 menn auk 250 sjóliða. Forsetafrú V-Þýzkalands, frú Wilhelmine Liibke, skírði skip- ið „Deutschland". Ellefu ára snáði skákar Keflvík- ingum HRAÐSKÁKMÓT Suðurnesja var haldið í Keflavik á sunnu- daginn var. Keppendur voru 20 og var teflt í einum riðli. í fyrsta og öðru sæti með 16% vinning hvor af 19 mögulegum, urðu þeir Jón Pálsson hraðskák- meistari Reykjavíkur og Haukur Angantýsson 11 ára snáði úr Keflavík. Haukur litli tefldi mjög vel og vann t.d .fyrstu 11 skákirnar og þegar 2 umferðir voru eftir var hann 1% vinning hærri en Jón Pálsson. En svo fór þreytan að segja til sín. í 3. sæti var Pálm- ar Breiðfjörð með 16 vinninga. — B. Þ. NA /5 hnútar / SV 50 hnútar X Srjókoma » Oi/ 17 Skúrír K Þrumur 'W?.Z KuUatki/ Hittski/ HAHmt k L&LauB | 7./1.1960 k/ // ^/SSO l Ía t°fö p • NÁMSKEIÐ Heimdallar um er- lend stjórnmál og alþjóðastofn- anir heldur áfram í kvöld kl. 8,30 í Valhöll. í tilefni af forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum verð- Heimdallar ur sýnd kvikmynd af þriðja sjón varpseinvígi Nixons og Kenne- dys. Á eftir verður rabbað um forsetakosningarnar og stjórnmál ; Bandaríkiunum. í GÆR var almikil hæð yfir Bretlandseyjum, en djúp lægð fyrir SV Grænlandi. Regn- svæðið var komið suðvestan úr hafi til Vesturlandsins og annað á leiðinni um 1500 km suðvestur í hafi. Veðurspáin kl .10 í gærkv.: SV-land til Vestfjarða og miðin: SA átt, víða allhvass og rigning með köflum. Norðurland og norðurmið: Sunnan kaldi, dálítil rigning vestan til í nótt. NA-land, Austfirðir og mið- in: SV gola .úrkomulaust. SA-land og SA-mið: Sunn- an gola og síðar kaldi, rign- ing. ísafold fœrir út kvíarnar Verzlunin i Austurstrœti stœkkuð 15 nýjar bækur væntanlegar á markaðinn innan skamms BÓKAVERZLUN ísafoldar færir um þessar mundir enn út kvíarnar í Austurstræti. Hefur innri hluti hinnar gamalkunnu verzlunar nú verið aukinn svo, að húsa- kynnin eru um fjórðungi rúmbetri en áður var. Með þessu hefur verzlunin tekið hinum ánægjulegustu stakka skiptum. Mikiff annríki í gær Bókstaflar hlóðust upp í hrannir á víð og dreif um gólf- ið og starfsfólkið var á þönum um búðina við allskyns tilfær- ingar og flutninga, þegar frétta- menn litu inn hjá ísafold síð- degis i gær. Allir unnu þá af kappi við að koma nauðsyn- synlegustu breytingum um kring fyrir opnunina í morgun. í bókadeildinni á baðstofuloft- inu, þar sem fyrrum var hlaða yfir fjósi Björns ráðherra og ritstjóra Jónssonar, var sezt að stuttu spjalli við þá Pétur Ólafs- son, forstjóra og Sigurpál Jóns- son, sem sögðu frá stækkun verzi unarinnar og nokkrum nýjum út gáfubókum ísafoldar. Tvær flugur slegnar Þannig stendur á stækkuninni, að port nokkurt, sem þaxna var að húsabaki og einkum var not- að til geymslu í tíð Morgunblaðs- ins á þessum stað, var orðið til mikils ama, vegna rusls, sem þar hefur safnazt saman og m. a. valdið talsverðri eldhættu, er staðið hefur stuggur af. Það rann upp fyrir mönnum í vetur, að með því að stækka verzlunina út í portið var unnt að slá tvær flugur í einu höggi. Og það er einmitt það, sem nú hefur verið gert. Eftir stækkunina er hægt að koma við betra skipulagi í verzluninni, en því munu við- skiptavinir af eigin raun kynn- ast, næst þegar þeir leggja þang- að leið sína. Kver á ensku til jólagjafa Af um 40 bókum, sem Isafold 1 gefur út á þessu ári, eiga um fimmtán enn eftir að koma út. Þar að auki er svo lítið kver með enskri þýðingu Snæbjarnar Jóns sonar á kafla úr Endurminning- um Sveins Björnssonar, sem tekur yfir skamma tíð frá því í maí 1939; þegar ófriðarskýin hafa svo hrannað loftið að naum ast er að efa hvað í vændum sé, og þangað til rétt um það bil sem Þjóðverjar eru að hefja inn- rás sína í Danmörku vorið eft- ir. Þykir í þessum þætti endur- minninganna koma einkar skýrt fram, hvað I manninum bjó. Þessi litla en vandaða útgáfa sem prýdd er 12 myndum, er ekki hvað sízt ætluð til jóla- gjafa. Hún kemur út í dag. Nýjar bækur Meðal þeirra bóka, sem ísafold gefur út á næstunni, eru Bólu- Hjálmar, æviágrip, sagnir og þættir, eftir Finn Sigmundsson, landsbókavörð, Ævisaga Jóns Guffmundssonar, ritstjóra, eftir Einar K. Laxness, fyrsta bók frá hans hendi, gefin út í samvinnu við Sögufélagið, Leikrit Shake- speares, ný útgáfa af þýðingum Matthíasar Jochumsonar, sem lengi hafa verið ófáanlegar, Rímur Breifffjörffs, sem nú er hafin útgáfa á í umsjá Svein- björns Beinteinssonar og með myndskreytingum Jóhanns Briem; söguleg skáldsaga frá Tyrkja-ráninu hér. Herleidda stúlkan, eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta í Vestmanna eyjum; Frá Grænlandi til Rómaborgar, ferðaþættir eftir Einar Ásmundsson, hrl. Þýddar bækur eru líka allmarg ar og má af þeim t. d. nefna „Of seint, óðinshani", eftir All- an Paton, höfund bókarinnar „Grát, ástkæra fósturmold“, þýdd af Andrési Björnssyni, og 6. bindið af verkum Jack Lond- on, sem byrjað var að gefa út í fyrra og hafa því komið ört út. Svipaffur fjöldi i ár Að lokum má geta þess, að bækur ísafoldar í ár verða svip- aðar að fjölda og í fyrra eða lítið eitt fleiri. Og eins og upp- talningin ber með sér, eru ýms- ar þeirra í senn hinar forvitni- io£jn«sfii np merkar miöíy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.