Morgunblaðið - 08.11.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.11.1960, Qupperneq 13
Þriðjudagur 8. nóv. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 65 miljónir Bandaríkja- manna velja sér forseta dag New York, laugardag, 5. nóv. SÁNINGARTÍMANUM, hörð- ustu og víðtækustu kosninga- baráttu, sem um getur í Banda- ríkjunum, er að ljúka. Það er komið að uppskeruhátíðinni. Á þriðjudag kveða 65 milljónir Bandaríkjamanna upp úrskurð sinn um það, hver eigi að búa í Hvíta húsinu í Washington D.C. næstu fjögur ár, móta stefnu Bandaríkjanna og hafa forystu meðal frjálsra þjóða heimsins. Þetta er vissulega örlagaríkur dagur, ekki aðeins fyrir banda- rísku þjóðina heldur fyrir þró- un heimsstjórnmálanna næstu árin. Aldrei hefur veröldin þurft meira á vitrum og víðsýnum forystumönnum að halda á for- setastóli stærsta og þróttmesta lýðræðislands heimsins en ein- mitt nú, þegar geigvænlegar hættur og dimmir skuggar grúfa yfir í alþj óðamálum. Það sem fólkið um víða veröld varðar um ,er ekki fyrst og fremst, hvernig þessi volduga þjóð skip- ar innanríkismálum sínum, held ur hitt, hvernig henni tekst lífs- nauðsynleg forysta um að varð- veita heimsfriðinn og koma í veg fyrir það hyldýpi af ógæfu, sem ný styrjöld hefði í för með sér. Það er vegna þessa for- ystuhlutverks Bandaríkjanna, sem allur heimurinn fylgist með lifandi áhuga á úrslit- um kosninganna, sem fram fara í dag. Fólkið, sem um er kosið í þessum kosningum hefur baráttan ekki aðeins staðið um þá Nixon og Kennedy. Hún hef- ur einnig staðið um fjölskyldur þeirra, konur þeirra og jafnvel börn. í fáum, ef nokkru lýð- ræðislandi, tekur konan eiens ríkan þátt í kosningabaráttunni með manni sínum og hér. Hún ferðast með honum á fundina, heldur ræður, efnir til sjálf- stæðra funda og samkvæma, þol ir í stuttu máli súrt og sætt með honum. Og heimili fram- bjóðenda í forsetakosningum eru opin fyrir rannsakandi aug- um alþjóðar. Auga sjónvarpsins liggur stöðugt á þeim. Börnin leggja sinn skerf fram til bar- áttunnar með því að sýna sig í leik og hversdagslífi. Það er þess vegna óhætt að fullyrða að kjósendurnir kjósa beinlínis um fjölskyldurnar, hafa þær i heild í huga þegar þeir ganga að kjör borðinu. Við skulum segja að fleslir byggi úrskurð sinn á stefnu frambjóðandans í hinum þýð- ingarmestu málum. En margir muna líka eftir útliti, framkomu og fasi konunnar hans, sem ingum til öldungadeildarinnar 1952 þegar Lodge var önnum kafinn í baráttunni fyrir sigri Eisenhowers og uggði ekki að sér fyrir hinum 34 ára gamia kongressmanni. Kona Kennedys er Jacqueline Lee Bouvier, fyrrverandi blaða- maður, listmálari og málagarp- ur. Talar auk ensku, frönsku, spönsku og ítölsku. Hún er 31 árs gömul og eiga þau hjónin eina þriggja ára dóttur, Caró- línu. Þau eiga von á öðru barni sínu í desember n. k. Frú Kennedy er mjög , glæsi- leg kona, dálítið sérkennileg, hefur mikið dökkt hár, lágt enni, miklar augabrýr og nokk- uð þykkar varir. Eru allir sam- mála um það að hún mundi sóma sér vel sem húsfreyja í Hvíta húsinu. Varaforseraefni Demókrata er Lyndon B. Johnson frá Texas, t'ftir Sigurð Bjarnason verður „fyrsta húsfreyja“ þjóð- arinnar ef hann nær kosmngu. Kennedy — Johnson Frambjóðandi demókratanna er John Fitzgerald Kennedy, 43 ára gamall, sonur eins ríkasta manns Bandaríkjanna, sem Roosevelt gerði á sínum tíma að sendiherra í London. Lauk há- skólaprófi frá Harward, tók þátt í styrjöldinni í 4 ár og var sæmdur heiðursmerki fyrir hetjudáð, hefur setið á þingi í 14 ár, stundað blaðamennsku, skrifað þrjár bækur og fengið Pulitzer bókmenntaverðlaun fyr 52ja ára gamall, þaulreyndur málafylgjumaður. Hann var fyrst kosinn á þing til fulltrúa- deildarinnar árið 1937 en hefur átt sæti 1 öldungadeildinni síð- an 1948. Leiðtogi Demókrata á þingi hefur hann verið síðan ár- ið 1953. Kona hans er Claudia Taylor og eiga þau tvær dætur, 13 og 16 ára. Hlutverk Johnsons í kosninga- baráttunni hefur fyrst og fremst verið að halda Suðurríkjunum saman um framboð Demókrata. Telja margir að honum hafi tek izt að sameina liðið, sem var i öldina og gat sér gott orð í flot anum á árunum 1942 til 1946. Nixon hefur átt sæti á þingi í 14 ár. Var fyrst kosinn til fulltrúadeildarinnar árið 1946 en til öldungadeildarinnar 1950. — Var kjörinn varaforseti Banda- ríkjanna árið 1952 og endurkos- inn 1956. Han er kvekari að trú. Nixon er 5 feta hár, hinn gerfilegasti maður, léttur í hreyfingum, dökkur yfirlitum, baráttumaður mikill og heíur marga hildi háð í amerískum stjórnmálum. Andstæðingar hans telja hann mjög harðskeyttan og ekki vandan að baráttuað- ferðum. Hann hefur ferðizt mik ið erlendis á stjórnarárum Eis- enhowers og rekið erindi for- setans og stjórnar hans. Hefur honum þótt farnast mjög vel í þessum ferðum. Kona Nixons er Patricia Ry- an ,sem er jafngömul manni sín- um. Eiga þau tvær dætur, Pat- riciu 14 ára og Júlíu 12 ára. Frú Nixon er hin glæsileg- asta kona og hefur getið sér ágætt orð sem varaforsetafrú. Hún hefur ferðazt um allt land- ið með manni sínum í þessari kosningabaráttu og flestum öðr- um pólitískum ferðalögum hans. Varaforsetaefni Repúblikana er Henry Cabot Lodge fyrrver- andi ambassador Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, 58 ára gamall, fæddur í Massachu- setts eins og Kennedy. Sat á þingi í öldungadeildinni frá 1936 til 1952. Stundaði blaða- mennsku áður en hann gerðist þingmaður. Hann er kvæntur Emily Sears og eiga þau tvo Kosió er um það hver búa eigi í Hvíta húsinu. ir eina þeirra. Han er róm- versk-kaþólskrar trúar og nýt- ur þess eða geldur í kosning- unum. John Kennedy er 6 feta hár, fríður sýnum, viðfeldinn og glæsilegur maður. Hefur orð verið haft á því, hve vel hon- um hafi orðið til liðs meðal ungra kvenna, sem vinna af miklum eldmóði fyrir kosningu hans. Kennedy er fæddur í Brook- line í Massachusetts. Var fyrst kosinn þar þingmaður til full- trúadeildarinnar en felldi síð- an Henry Cabot Lodge í kosn- upphafi nokkuð sundrað. Aðrir telja að Suðurríkin, jafnvel Tex as, heimaríki Johnsons, hallist mörg að Nixon, þótt ekki muni hann reynast eins liðsterkur þar og Eisenhower. Nixon — Lodge Richard Milhous Nixon fram- bjóðandi Repúblikana er fædd- ur í Kaliforníu og er nú 47 ára gamall. Faðir hans var smá- kaupmaður og vann Nixon í æsku alla algenga vinnu og var efnalítill. Hann er lögfræðingur að mennt og stundaði um skeið lögfræðistörf. Fór í heimsstyrj- hafa fagnað Kennedy þegar hann hélt hér mikinn útifund 19. október. Nú í vikunni komu svo þeir Eisenhower og Nixon og héldu fundi vítt og breitt um borgina. Töldu Repúblikan- ar að um tvær milljónir manna hefðu fagnað þeim. Lögreglan sagði ein milljón. Kosningamiðstöð Demókrata er á Hótel Biltmore en Repú- blikana á Hótel Roosevelt. Er þar gífurlegt annríki frá morgni til kvölds. Dýrt morgunkaffi í fyrramálið kemur Kennedy til borgarinnar. Eiga menn þess þá kost að drekka með honum morgunkaffi. En það kostar hvorki meira né minna en 50 dollara. Þannig reyna flokkarn- ir að afla sér fjár til þess að standa undir kosningaútgjöldum sínum, sem eru gífurleg. Fram- bjóðendúrnir verða t.d. að leigja sér einkaþotur til ferðalaga sinna milli hinna fjarlægustu staða í Bandaríkjunum. Á kosningadag mun Nixon verða staddur í heimaríki sínu, Kaliforníu, og Kennedy í Massaschusetts, þar sem hana á heima. Kosningadagurinn Á þriðjudaginn mun svo kosn ingin hefjast kl. 7 um morgun- inn. Öllum vínbörum hér í New York verður þá lokað. — Munu það lög í mörgum ríkjum Bandaríkjanna að vínbörum og jafnvel vinbúðum skuli lokað á kjördegi. Kl. 7,30 um kvöldið byrjar svo sjónvarp og útvarp að út- varpa kosningafréttum af þátt- töku í kosningunni og talningu atkvæða í hinum einstöku ríkj- um. Um miðnætti eða nokkru fyrr eftir amerískum tíma ætti að vera mögulegt að sjá úrslit nokkurnveginn fyrir. Þá verður farið að sjást hvert straumur- inn liggur. Þá mun frambjóðandinn, sem unnið hefur, fljúga hingað til New York og heimsækja aðal- stöðvar sínar. Beðið með eftirvæntingu Þessara kosningúrslita er beð- ið með geysilegri eftirvæntingu. Enda þótt Kennedy hafi upp á síðkastið verið spáð sigri geta engir fullyrt fyrirfram um úr- slitin. Enginn veit hvað fólkið gerir í einrúmi kjörklefans. En þótt þeir Nixon og Kenne- dy séu báðir dugmiklir og myndarlegir menn virðist það almenn skoðun Bandaríkja- manna að þeir séu hvorugur „stórir menn“ og varla líklegir til þess að verða mikilhæfir for- setar. Um slíkt er þó ómögulegt að fullyrða. Flestir menn vaxa af stórum verkefnum, sem þeim eru fengin til úrlausnar. Örlaga- ríkir tímar skapa mikla menn. Næsti forseti Bandaríkja Norð- ur-Ameríku tekur við völdum á mikilli örlagastundu. S. Bj. syni, 33 og 30 ára gamla. Lodge gat sér mjög góðan orðstir sem aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ í 7 ár. í kosningabaráttunni hefur það komið í ljós, að hann nýtur mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Telja sumir að hann hefði e. t. v. verið sterk- ari frambjóðandi en Nixon. Síðustu dagarnir Hér í New York setur kosn- ingabaráttan stöðugt mein svip á borgarlífið. Báðir flokkar halda hér stóra fundi síðustu dagana fyrir kosninguna. Demó- kratar sögðu milljón manna Vegurinn lokast ÍSAFIRÐI, 5 .nóv. — Þungfært er orðið um Breiðadalsheiði og vegurinn aðeins fær jeppabilum, eða öðrum með drif á öllum hjól um. Er því viðbúið, að landleiðin suður lokist einvhern næstu daga. Sl vunnn brann ÍSAFIRÐI, 5. nóv. — f nótt brann smáskúr við Hlíðarveg. í honum var lítilsháttar hey. Slökkviliðið kom skjótt á vett- vang, en skúrinn mun hafa eyði- lagzt. — G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.