Morgunblaðið - 08.11.1960, Side 22
22
MORCUTSru. 4 Ð1Ð
Þrlðjudagur 8. nóv. 1960
Annar leikur Tékkanna:
Feimið Reykjavíkurúrval gaf
Tékkunum of mikið forskot
og Tékkarnir unnu 16 — 15
TÉKKNESKU handknatt-
feiksmeistararnir frá Gott-
waldov mættu úrvalsliði
Reykjavíkur í öðrum leik
sínum hér. Fór hann fram á
sunnudagskvöldið og varð
eftir daufa byrjun skemmti-
legur og tvísýnn. Mátti lengi
vel ekki á milli sjá hvort
liðið næði sigri. Það féll i
hlut Tékkanna, sem skoruðu
16 mörk gegn 15.
Dauf byrjun
Upphaf leiksins bar daufan
svip. Reykjavíkurliðið mætti til
leiks óákveðið og feimið. Það
og gerbreyttist svipur leiks-
ins. Á næstu mínútum nær
Reykjavíkurliðið öllum tök-
um á leiknum. Gunnlaugur
skorar tvívegis í röð og Karl
bætir 10. markinu við. Vane-
cek lagar töluna fyrir Tékk-
ana, 14:10. En það stöðvar
ekki Reykvíkingana. Guðjón
skorar 11. markið og siðan
Gunnlaugur tvö (það siðara
úr vítaspyrnu) og Karl Jó-
hannsson jafnar, 14:14. — Þá
voru 8 mín. til leiksloka.
Tékkarnir misstu samt aldrei
forystuna og skora tvö mörk,
en Gunnlaugur hafði „síðasta
orðið“, skoraði úr vítaspyrnu.
Lokastaðan varð 16:15.
Markmaður Tékka varði af hreinni snilld.
(Myndirnar tók Sveinn Þórmóðsson)
örlaði ekki á vilja hjá því til að
berjast framan af. Tékkarnir
tóku frumkvæðið með rólegum
leik — höfðu örugga forystu i
mörkum og allri sókn og höfðu
greinilega undirtökin í viður-
eigninni. Smá saman uku þeir
forskot sitt og í hálfleik stóð
11:7.
Ofan á báráttuleysið bættist
það hjá Reykjavíkurliðinu, að
skotin voru ónákvæm. Þannig
átti Reykjavíkurliðið 5 stangar-
skot í hálfleiknum.
ic Hrista af sér slenið
í byrjun seinni hálfleiks
héldu Tékkamir áfram frum-
kvæðinu og komust upp í sex
marka forskot, 13:7
En að því kom að Reykja-
víkurliðið hristi af sér sleniðStefán segja.
★ Liðin
Reykjavíkurliðið fékk mun
minna út úr leik sínum en
ætla hefði mátt miðað við síð-
ari hálfleikinn. Feimnin við
gestina og fyrirfram ákveðinn
ósigur fyrir þeim dró máttinn
úr liðinu. En þegar á leið og
feimnin hvarf kom styrkur liðs-
ins í Ijós. Liðið vann síðari hálf
leik með 8 gegn 5. Það sýnir að
úthald þess var í lagi og kunn-
áttan. Það var hikið og fálmið
í upphafi, sem réð úrslitum.
— Bezti maður liðsins var
Gunnlaugur — markhæstur og
bezt leikandi. Guðjón átti og
prýðisgóðan leik. Nafnarnir Karl
Jóhannsson og Karl Benedikts-
son féllu ekki í liðið sem sín
eigin lið. Sama má reyndar um
Heinz, Hermann, Rejmi og
lleinz komst i færi, en var hindraður.
Tékkarnir áttu lengst af ró-
legan leik og kærðu sig ekki
um að auka hraða hans í upp-
hafi. En svo fór að þeir máttu
taka á sínu bezta. Samt höfðu
þeir aldrei sérstaka yfirburði
yfir þetta heldur misheppnaða
úrvalslið. Beztir voru Provaz-
nik, Ruza, Kukla og Gregoraivc
að ógleymdum markverðinum
Stekl, sem varði af hremni
snilld. Snerpa hans er meiri en
allra markvarða er að Háloga-
landi hafa sézt, öryggi hans, ró-
semi er frábær.
Mörk Reykjavíkur skoruðu
Gunnlaugur 8 (þar af 4 úr víta-
köstum), Karl 4, Guðjón 2 og
Reynir 1. — Mörk Tékkanna
skoruðu Ruza- (1 úr víti), Greg-
orovic 3, Sobora, Kukla og
Vanecek 2 hver og Provaznik
úr víti.
Dómari var Hannes Sigurðs-
son og sló töluvert af ná-
kvæmninni, sem hann viðhafði
í upphafi, þegar á leið leikinn.
— A. St.
Þrír ÍR-ingar bítast um knöttinn við körfu Ármanns.
Körfuknattleiksmótið:
ÍR sigraúi Ármann með yfir-
buróum eftir jafna byrjun
Harður leikur á laugardag
KÖRFUKNATTLEIKSMÓT
Reykjavíkur héit áfram aö
Hálogalandi á laugardags-
kvöldið. í 2. flokki sigraði
KR ÍR-b með 58 stigum
gegn 30 og í meistaraflokki
sigraði ÍR með 60 stigum
gegn 39 stigum Ármanns.
KR—iR-b 58:30 (27:16)
KR-ingar unnu auðveldan sig-
ur yfir B-liði ÍR í 2. flokki.
Leikurinn var prúðmannlega
leikinn af beggja hálfu, en ekki
gat hann talist spennandi, til
þess voru yfirburðir KR of
miklir. •
Stigahæstir KR-inga voru
Halldór Sigurðsson með 17
stig, Jón Otti Ólafsson með 14
og Guttormur Ólafsson með 10
stig. Skúli og Sveinn áttu einn-
ig góðan leik.
Stighæstir ÍR-ingar voru
Helgi Hólm og Kristján Eyjólfs
son með 8 stig hvor.
Dómarar voru Sigurður Guð-
mundsson og Marinó Sveinsson
og dæmdu vel.
ÍR—Ármann, meistaraflokkur,
60—39 (17:17)
Islandsmeistaramir byrjuðu af
miklum krafti og höfðu skorað
10 stig áður en Lárusi tókst að
skora fyrstu körfuna fyrir Ár-
mann.
Talsverðs taugaóstyrks virtist
gæta hjá Armenningum framan
af hálfleiknum, en um miðjan
hálfleikinn fóru þeir að sækja
í sig veðrið og skoruðu 11 stig
á meðan ÍR bætti aðeins einu
stigi við sig úr vítakasti.
Hálfleiknum lauk með jafn-
tefli, 17:17, sem voru réttlát ur-
slit, en lág stigatala er það hjá
meistaraflokksliðum. Leikurinn
var nokkuð grófur á báða bóga
og mikið dæmt af vítum, en
bæði liðin voru mjög óheppin
með vítaköstin.
Strax í byrjun síðari hálf-
leiks færðist aukin harka í leik-
inn. ÍR-ingar léku maður gegn
manni og fóru nú að „pressa“
og sækja eftir knettinum alveg
upp að körfu mótherja. Með
slíkri leikaðferð er alltaf hætta
á grófum leik og því áríðandi
að dómurum takist að halda
leiknum niðri. Þetta tókst þvi
miður ekki og höfðu dómararn-
ir hvergi nærri fullt vald á
leiknum.
Allmikið sást nú af hrinding-
um og hindrunum, sem ekki var
dæmt á. Einkum fannst mér
áberandi hve vægt var tekið á
bakvörn, sem hindrar eðlilegar
hreyfingar leikmanns, sem er
með knöttinn.
Þegar Ieikar stóðu 27:24 fyrir
ÍR, varð Birgir Birgis að yfir-
gefa leikvöllinn þar sem hann
hafði hlotið 5 víti. Við þetta
virtust Ármenningar missa móð-
inn, enda var Hörður með 4
víti og varð að fara varlega í
sakirnar.
Islandsmeistararnir tóku nú
leikinn meira og meira í sínar
hendur og var engann bilbug á
þeim að finna þótt bæði Helgi
Jóhannsson og Guðmundur Þor-
steinsson yrðu að yfirgefa völl-
inn með 5 víti.
Leiknum lauk með stærri
sigri iR, en á horfðist í fyrstu.
Lið Ármanns var að mestjl
skipað sömu mönnum og gegn
2. flokki ÍR, nema hvað Davíð
Helgason lék nú ekki með vegna
meiðsla. I stað Davíðs kom hinn
15 ára gamli Guðmundur Gísia-
son, sem átti góðan leik og
skoraði 6 stig. Lárus Lárusson
var beztur Ármenninga með 11
stig og Árni átti einnig mjög
góðan leik og skoraði 6 stig. —
Hörður og Birgir hafa oft verið
betri.
ÍR-liðið sýndi nú óvenjulega
grófan og lélegan leik. Það var
ólíkt skemmtilegra að sjá þetta
lið leika gegn flugvallarúrval-
inu á dögunum. Þorsteinn Hall-
grímsson var sem fyrr beztur
með 22 stig og Hólmsteinn, sem
skoraði 15 stig, er í stöðugri
framför. Aðrir leikmenn voru
fyrir neðan sína venjulegu
getu. Ragnar Jónsson mun vera
góður handknattleiksmaður, en
hann er áberandi grófur leik-
maður í körfuknattleik.
Dómarar voru Ingi Þorsteins-
son og Ásbjörn Eyjólfsson. Það
mun hafa verið mjög erfitt að
dæma þennan leik, enda virtust
dómararnir missa tökin á hon-
um í síðari hálfleik.
BÞ.
Hondknattleiksmótið
HANDKNATTLEIKSMÓT Rvik-
ur hélt áfram á sunnudagir.n. I 2.
fl. kvenna vann Armann KR
með 11:5 og í 1. fl. kvenna sigr-
aði Ármann Víking 5:0.
Fimm leikir fóru fram í 3. fl.
karla. Valur vann lR 9:3 KR
vann Ármann 6:4, KR vann
Þrótt 7:2, ÍR vann Armann 5.4
og Valur og Víkingur skildu
jafnir, skoruðu 8 mörx hvor.
I 2. fl. karla fóru fram þrir
leikir. Víkingur vann KR 10:6,
Frarn vann Þrótt 10:5 og Arrnann
vann ÍR 10:2.
Skemmtilegustu leikirnir voru
3. fl. leikir Ármann og ÍR og
leikur Vals og Víkings. Þegar 5
mín. voru eftir af leiknum höfðu
Víkingar 5 mörk yfir, en 'V als-
drengjunum tókst að íafna á síð-
ustu sekúndum leiksins.