Morgunblaðið - 25.11.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1960, Blaðsíða 8
8 m o r c r JV *? r <»)»» Föstudagur 25. nóv. 1960 Jóhann P. Jónsson skipherra - Minning HANN lézt af hjartabilun hinn 19. þ.m. og verður borinn til moldar í dag. Með Jóhanni er horfinn af sjónarsviðinu einn af þekktustu og virðulegustu mönn- um úr ísl. sjómannastétt og vin- sæll brautryðjandi eins mesta menningarmáls okkar á síðari tímum, björgunar- og gæzlu- starfsins við strendur landsins. Jóhann fæddist að Lundi í Lundareykjadal hinn 20. maí 1887, sonur mætra hjóna, Jóns Guðmundssonar og Þórdísar Björnsdóttur, sem þar bjuggu þá, en síðan lengi að Reykjum í sömu sveit. Jón var valinkunnur atorkumaður á sinni tíð, var í mörg ár austanpóstur, eftir að hann hætti búskap, og síðan ráðs maður Vífilsstaðahælis fyrstu 6 —7 árin eftir að það tók til starfa. Konu sína missti Jón ár- ið 1902, en andaðist hjá syni sín- um, Guðmundi bónda á Hvítár- bakka, árið 1927, 68 ára að aldri. Jóhann fór ungur í Mennta- skólann í Reykjavík, en hvarf brátt frá námi og fór á þilskip skömmu eftir fermingu og síðan á togara, bæði hér heima og er lendis, var t.d. háseti með Ind- riða Gottsveinssyni á „Coot“, fyrsta íslenzka togaranum. Lauk Jóhann fiskimannp.prófi við Stýri mannaskólann í Reykjavík vorið 1906, en fór síðan í siglingar á útlendum verzlunarskipum, því lítið eða ekkert var þá um þess konar skip hér á landi. Lauk hann stýrimannaprófi og síðan skípstjóraprófi í Danmörku, og í fyrri heimsstyrjöldinni gekk hann á sjóliðsforingjaskóla og lauk þar prófi. Starfaði hann sem yfirmaður í danska sjóhernum um IV2 árs skeið, en hélt áfram siglingum á kaupskipum að ó- friðnum loknum. Þegar Vestmannaeyingar réð- ust í það af alkunnum stórhug og dugnaði, en jafnframt af brýnni nauðsyn, að kaupa skip til björgunar- og eftirlitsstarfa við Eyjarnar, þótti þeim miklu varða að vel tækist um val skip- stjóra á skip þeirra, því að þeir þóttust sjá, sem og reyndist rétt, að skipinu myndi í framtíðinni verða falin önnur og fleiri verk- efni en bátagæzlan ein saman. Mun Emil Nielsen ,framkvæmda- stjóri Eimskipafélags íslands hafa bent þeim á Jóhann, sem þá var orðinn yfirstýrimaður hjá Sameinaða gufuskipafélaginu, og réðist hann í þjónustu björgun- arfélagsins síðari hluta árs 1919 og hafði umsjón með breytingum og útbúnaði á skipi því „Thor“, sem félagið hafði fest kaup á í Danmörku. Hinn 26. marz 1920 kom „Þór“ til Vestmannaeyja og hóf þegar eftirlitsstarfið. Má segja, að þá hafi orðið snögg umskipti á heimamiðum Eyjamanna, því að togarafjöldinn, sem herjað hafði fiskimiðin upp í landsteina, hörf- aði nú allur úr landhelgi við Eyj- ar og annarsstaðar, þegar til eft- irlitsskipsins sást. Þótt „Þór“ væri óvopnaður fyrstu árin, vann han stórmikið gagn, bæði sem björgunar- og strandgæzluskip, og varð árang- urinn af starfi hans óefað hvatn- ing til þess að við tækjum land- helgisgæzluna að öllu leyti í eig- in hendúr og kæmum okkur upp nothæfum skipastóli til björgur,- ar og gæzlustarfa við strendur landsins. Árið 1926 keypti ríkið Þór og lét samtímis byggja nýtt varð- skip, „Óðin“ og tók Jóhann þá við stjórn þess skips. Stjórnaði hann síðan varðskipum okkar með hinni mestu farsæld og giftu til ársins 1947, er hann varð að fara í land fyrir aldurs sakir. Eftir það hafði Jóhann ekkert fast starf með höndum, en var þó sjaldan óvinnandi, því að ★ Klvítt HELDUR hefur verið hljótt um Peter W. Townsend síðan hann kvæntist Marie Luce Jamagne. Sú var tíðin, að myndir af honum skreyttu for síður allra helztu dagblaða Evrópu og menn biðu þess með eftirvæntingu að honum yrði leyft að eiea prinsessuna sína. Sú saga er nú á enda — aðalhetjurnar komnar í hjóna- band hvor í sínu lagi og virð- búrgundarvín ast hinar ánægðustu. ★ En svo bar við fyrir skömmu, að myndir af Peter Townsend birtust aftur á for- síðum franskra dagblaða. Til- efnið var, að hann var að kaupa miklar vínbirgðir í Frakklandi. Townsend hefur sem sé gerst vínkaupandi fyr- ir hið stóra bandaríska vín- firma Gold Seal Wineyard’s Inc., sem aðsetur hefur í New York. Meðfylgjandi mynd sýnir þau Townsend-hjónin smakka hvítt búrgundarvín í Baune- vínkjallaranum í Dijon í Frakklandi. hann var ágætlega hagur og verk laginn, hvað sem hann fékkst við. Hann var í mörg ár próf- dómari við Stýrimannaskólann, eftir að hann hætti sjóferðum. Eins og áður er að vikið, er nafn Jóhanns P. Jónssonar svo nátengt því brautryðjendastarfi í björgunar- og strandvarnmálum okkar, sem hófst með stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja og starfi gamla „Þórs“, að þar verður ekki á milli skilið. Það hugljúfi er honum kynntist nán- ar. — Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var dönsk að ætt, Anny fædd Jeppesen, og skildu þau samvistir. Ólu þau upp eina fósturdóttir, Helene, sem nú er gift Árna Friðrikssyni, fiskifræð- ingi. Síðari kona Jóhanns er Mar grét Helgadóttir Guðmundsson- ar, málarameistara, og lifir hún mann sinn. Ég minnist með þakklæti var Jóhann, sem markaði stefn- una, og fullyrða má, að það álit, sem þessi starfsemi hefur notið til þessa, megi ekki hvað sízt þakka því, hvernig forustan tókst í upphafi. Allir eða nálega aihr h'inna eldri varðskipaforingja okk ar hafa fyrr eða sðar unnið undir hans stjórn og notið lengur eða skemur leiðbeininga hans og cil sagnar. Þar verður því enn sem komið er einskis eins manns með réttu framar getið. Jóhann var hinn mesti gleðl- maður og hrókur alls fagnaðai I vinahópi. Hann naut óvenjumik- illa vinsælda í starfi -æm í einka lífi, enda hinn mesti höfðingí í lund, hjálptus og hvers manns m-argra áratuga samstarfs og vin áttu við Jóhann heitinn og votta ástvinum hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Friðrik V. Ólafsson. f Lifir yfir landi látins vinar orðstír fagur sem aldrei deyr. ★ í DAG er gerð útför Jonanns P. Jónssonar fyrrum skipherra. — Hann andaðist hinn 19. þ. mán. rúmlega 73 ára að aldri. Nafn Jóhanns P. Jónssonar og starfsferill hans er kunnugur öll- um íslendingum, sem komnir eru um miðjan aldur og svo ná- tengt er það íslenzkum björgun- ar- og strandgæzlustörfum, að á hvorugt verður minnzt, svo beggja sé ekki getið. Jóhann var fyrsti íslendingur- inn, sem lauk prófi við danska sjóliðsforingjaskólann, eftir að hafa lokið stýrimanns. og skip- stjórnarprófum frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og síðar frá skipstjóraskólanum í Mars- tal í Danmörku. Eftir víðtæka reynslu á íslenzkum fiskiskipum og síðar á erlendum verzlunar- skipum og 4 ára starf sem sjó- liðsforingi í danska flotanum m. a. við strandgæzlu hér við land, hófst hinn eiginlegi þáttur í lífs- starfi hans. Frá því árið 1920, að hann réðist sem skipherra á björgun- ar- og gæzluskipið Þór frá Vest- mannaeyjum og þar til hann lét af störfum árið 1947, var allt starf hans óslitið helgað íslenzk- um björgunar- og strandgæzlu- málum. Jóhann var brautryðjandi í ís- lenzkri sjómennsku í þessu tví- þætta starfi sínu og er óumdeilt, að hann lagði grundvöllinn að íslenzkri landhelgisgæzlu og ís- lenzkum björgunarstörfum. Vel flestir yfirmenn og skipherrar á íslenzka varðskipaflotanum nú, hafa meira og minna notið hand. leiðslu hans og starfað undir hans stjórn. Enginn vafi er á því, að vinsældir þær, sem starf ís- lenzku strandgæzluskipanna á nú við að búa, er mikið að þakka brautryðjendastarfi fyrsta ís- lenzka skipherrans og hve giftu samlega forustan tókst í upphafi undir hans handleiðslu. Öll störf Jóhanns P. Jónssonar í þágu íslenzkrar landhelgis- gæzlu fóru honum mjög giftu- samlega úr hendi, enda var hann þeim kostum búinn, sem gerði hann sérlega vel hæfan til starfs ans auk hinnar víðtæku reynslu sinnar og menntunar í fræðum sjómannsins. Hann var maður geðfastur og fylginn, en gætinn og réttsýnn. Ósérplægni hans í störfum var Við brugðið og var hann mjög ástsæll og virtur af samtsarfsmönnum sínum og und irmönnum og velmetinn af öll- um sem honum kynntust. Hann naut maklegrar viðurkenningar fyrir brautryðjendastörf sín og var sæmdur mörgum heiðurs- merkjum, erlendum sem innlend um. Sérstakra vinsælda naut hann hjá Vestmannaeyingum fyrir störf sín í þágu björgunar- og gæzlumála þeirra og vottuðu þeir honum þakklæti sitt og við- urkenningu með heiðursskjali árið 1945, er aldarfjórðungur var liðinn frá því hann hóf starf sitt á björgunarskipi þeirra. Fyrir röskum aldarfjórðungi hófst kunningsskapur okkar Jó- hanns P. Jónssonar og varð brátt að allnáinni vináttu, sem alla tíð verður mér mikils virði. Jó- hann var sérstakt prúðmenni og með afbrigðum aðlaðandi maður, hreinlundaður og góðhjartaður, en nokkuð hlédrægur að eðlis- fari. Hann var sérlega vandur að virðingu sinni og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var mjög vel menntaður maður og víðles- inn og hafði mikið yndi af ljóð- um og góðum bókum, enda var lestur helzta tómstundaiðja hans hin síðari árin. Árið 1935 gifist hann eftir- lifandi konu sinni Margréti Helgadóttur, Guðmundssonar, málarameistara. Hún bjó manni sínum yndislegt heimili, sem vinir þeira fjölsóttu mjög, enda mótaðist það af rausn og höfð- ingsskap húsbóndans. Eiga vinir þeirra margar góðar minningar um ánægjulegar samverustundir með þeim hjónum á heimili þeirra. Þau voru samhent í öllu, sem máli skipti og ástríki var mikið milli þeirra. Jóhann unni konu sinni mikið og virti hana öðrum fremur, enda taldi hann mestu hamingju sína hafa ver- ið þá, er hann gekk að eiga frú Margréti. Jóhann hafði tvisvai áður kennt sjúkdóms þess, sem nú leiddi hann til dauða með svip- legum hætti. Hið fyrra sinnið var 1947 nokkru áður en hann lét af störfum. Mun hann aldrei haaf gengið heill til skógar síðan þótt hann reyndi að dylja það. Hann varð fyrir mikilli sorg við andlát bróður síns Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka, en mikil ástúð og vinátta var með þeim bræðrum. Var Jóhanni sýnlega mjög brugðið eftir það. í veikindum hans stundaði frú Margrét mann sinn með fádæma umhyggju og ástúð, sem hann kunni vel að meta. Jóhann P. Jónsson er mikill harmdauði ættingjum og vinum. Með honum er göfugur maður genginn. Alfreð Gíslason. t í DAG er til moldar borinn Jó- hann P. Jónsson skipherra. Mér kom sú fregn mjög á óvart er ég heyrði lát hans. Það er nú einu sinni þannig að þegar dauð- inn ber að dyrum þá verður manni bilt við. Sérstaklega þeg- ar góðir vinir kveðja. Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans sátum við saman á skip- stjórafélagsfundi og var h'-nn Fi'ainh. á bls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.