Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 1
20 síðui
47. árgangur
281. tbl. — Miðvikudagur 7. desember 1960
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Óttazt upp-
þot í Alsír
París, 6. des. — (Reuter)
T A L I Ð er sennilegt að de
Gaulle, forseti Frakklands,
muni krefjast þess að Pierre
Chatenet, innanríkisráðherra,
segi af sér, vegna flótta
Pierre Lagaillardes, leiðtoga
uppreisnarmanna í Alsír. —
Fór ríkisstjórnin fram á það
í dag að Lagaillarde yrði
sviptur þinghelgi.
M/ETTI EKKI
Lagaillarde hefur undanfarið
verið fyrir rétti í París vegna
uppþotanna, sem hófust í Algeirs-
borg í janúar sl. Réttarhöld
áttu að halda áfram á mánu-
Ljósadýrð
SVONA er nú ljósadýrðin
í Austurstræti á aðventunni
Þar loga hundruð ljósa
í grenivafningum sem
mynda hlið með nokkuð
reglulegu millibili eftir
endilöngu Austurstræti.
Svona skrautlýsingar stytta
nú skammdegið, að m. k.
hér í Austurstræti, sagði
gamansamur náungi, sem
komu til bæjarins utan af
landi.
Hætta á borgara-
styrjold í Kongó
LEOPOLDVILLE, 6. des. (NTB-
Reuter) — Svo virðist sem hætta
sé á að borgarastyrjöld brjótist
Sfefna Krúsjeffs
slgrar í Moskvu
Leibtogar kommúnistaflokka heimsins
undirrita stefnuskrá
London, 6. des. (NTB-Reuter)
í DAG birtist í kínverskum
og rússncskum blöðum 20.-
000 orða greinargerð varð-
andi ráðstefnu leiðtoga komm
únistaflokka 81 lands, sem
lauk í Moskvu í síðustu viku.
Virðist sem skoðanir Krús-
jeffs hafi í flestu ráðið úr-
slitum, en öfgastefna Kín-
verja orðið að víkja.
Vinátfa og
brœðralag
London, 5. des. (Reuter)
LIU SHAO-CHI forseti Kína
lauk í dag miklu lofsorði á
vináttu Sovétríkjanna og
Kína og ásakaði „heimsvalda
sinna“ fyrir að reyna að
grafa undan þessari „miklu
vináttu og einingu“.
Liu sagði að Vesturveldin
beittu öllum brögðum til að
eyðileggja vináttu Kína og
Sovétríkjanna.
í greinargerðinni segir að
stríð við „auðvaldsríkin“ sé
ekki óhjákvæmilegt. — Þeir
sem bezt þekkja til málanna
í London, telja að engin
veruleg breyting verði á ut-
anríkisstefnu kommúnista-
ríkjanna, og að eftir forseta-
skiptin í Bandaríkjunum í
janúarlok muni Kr^»,jeff
taka upp aftur stefnu sína
um friðsamlega sambúð.
Hins vegar er bent á að
ekkert í greinargerðinni gefi
til kynna að Kínverjar muni
taka upp stefnu vinsamlegri
Bandaríkjunum.
Sama og 1957
1 greinargerðinni er stefna
kommúnistaflokksins ákveðin að
því er varðar stríð, frið, barátt
una gegn auðvaldi og r.ýlendu-
kúgun og varðandi uppbyggingu
kommúnismans í heiminum. Er
greinargerðin í fullu samræmi
við yfirlýsingu er leiðtogar 12
kommúnistaríkja undirrituðu að
lokinni svipaðri ráðstefnu í
Moskvu árið 1957. Að þessu sinni
Framh. á uis. 19.
út í Kongó milli stuðningsmanna
Lumumba og Mobutus. Herflokk
ar Mobutus herstjóra berjast nú
við vopnað lögreglulið frá Ori-
entale-héraði, þar sem stuðnings
menn Lumumba fyrrverandi
forsætisráðherra ráða ríkjum.
í tilkynningu frá Mobutu
segir að herlið hans hafi hrund-
ið árás lögregluliðsins, og að 140
fallhlífarhermenn hafi verið
sendir á vettvang til að veita
Mobutumönnum lið.
Mobutu neitaði í dag þeim á-
sökunum að Lumumba hefði
sætt ómannúðlegri meðferð og
sagði að honum liði vel. Hins
vegar neitaði hann að leyfa full-
trúum 'SÞ að heimsækja Lum-
umba í fangelsið í Thysville.
Mobutu sagði að Lumumba hefði
að vísu hlotið slæma meðferð er
hann var handtekinn sl. fimmtu-
dag, en kvaðst hafa komið í veg
fyrir að því yrði haldið áfram.
í>að hafi verið hermenn sem
handtóku Lumumba og ekki við
öðru að búast en að þeir létu
hann finna fyrir því.
Smávægileg meiðsli
Hammarskjöld aðalritari SÞ
sendi Mobutu orðsendingu í dag
og fór þess á leit að hann tryggði
þða að Lumumba yrði ekki mis-
þyrmt í fangelsinu. Mobutu
kvaðst undrast það að Hammar
skjöld hefði slíkar áhyggjur
vegna Lumumba, því ekki hefði
hann sýnt neitt slíkt varðandi
þá stuðningsmenn sína, sem
væru í haldi í Stanleyville. Kvað
hann Lumumba hafa hlotið á-
verka á vinstra auga og vinstri
ótlegg, en þetta væru smávægi-
leg meiðsli.
dag, en þá mætti Lagaillarde
ekki, og ekki heldur fjórir menn
aðrir, sem ákærðir eru fyrir að
hafa staðið fyrir uppþotunum.
Talið er að fimmmenningarnir
hafi flúið til Spánar.
Ýmsir þingmenn setja
flótta Lagaillardes í samband
við undirbúning nýrra upp-
þota gegn de Gaulle. Robert
Abdesselan, þingmaður frá
Alsír, skoraði á Lagaillarde
og félaga hans að grípa ekki
til neinna þeirra ráða er
brytu lög landsins.
„Ef, eins og ég óttast, þeir
eru að undirbúa ný ævintýri, bið
ég þá að láta það vera“, sagði
Abdesselam. Hann sagði að sér-
hver árás á Frakka mundi leiða
nýjar hörmungar yfir alsírsku
þjóðina.
De Gaulle forseti mun fara til
Alsír á föstudag.
Frakkar fó
kjarnavopn
Rarís, 6. des. Reuter)
EFTIR margra vikna umræðuf
ákváðu Frakkar í dag að koma
á fót eigin her búnum kjarnorku-
vopnum.
Samþykkt var í dag í franska
þinginu frumvarp til laga varð-
andi fjárveitingu til að standast
kostnað af fimm ára áætlun um
að búa franskar sveitir kjarna-
vopnum.
Stjórnarandstaðan hefur þrisv-
ar sinnum borið fram mótmæli
gegn þessu frumvarpi, en mót-
mælin ekki fengizt samþykkt.
Umræðurnar í dag stóðu að-
eins hálfa klukkustund og er
frumvarpið nú orðið að lögum.
Breyfingar vegna
forsetaskipta
Bonn og London, 6. des.
— (Reuter) —
ADENAUER, kanzlari Vest-
ur-Þýzkalands, hætti í dag
við för sína til Washington
í febrúar nk., að því er áreið-
anlegar fregnir herma.
Kanzlarinn tilkynnti í síð-
asta mánuði að hann færi til
Bandaríkjanna til að sitja
þar fund um málefni Þýzka-
lands og bætti því við að
hugsanlega mundi hann þá
ræða við Kennedy forseta.
En dagblaðið Frankfurter
Rundschau skýrði frá því í dag
að þýzka sendiráðið í Washing-
ton hafi talið að of snemmt
væri að ræða við Kennedy í
febrúar, þar sem hann tekur
ekki við embætti fyrr en 20.
janúar.
Adenauer hefur undanfarið
legið í inflúenzu og orðið að
hætta við fyrirætlaðar heim-
Framhald á bls. 19.
Kennedy og fke á fundí
WASHINGTON 6. des. — Kenn-
edy, hinn nýkjörni forseti Banda
ríkjanna, fór í dag á fund Eisen-
howcrs forseta í Hvíta húsinu
og ræddu þeir saman í tæpar
tvær klukkustundir. Að viðræð-
unum loknum sátu þeir fund
með Herter utanríkisráðherra,
Thomas Gates varnarmálaráð-
herra og Robert Anderson fjár-
málaráðherra.
Að fundum loknum gáfu for-
setarnir út sameiginlega til-
kynningu þar sem segir meðal
annars að ríkisstjórn Bandaríkj-
anna muni halda áfram að vinna
að friði og frelsi allra þjóða. Þá
segir í yfirlýsingunni að Banda-
ríkin hafi aldrei og muni ekki
sækjast eftir landsvæðum ann-
arra þjóða, né heldur að ráða
yfir eða stjórna öðrum þjóðum.
„Bandaríska þjóðin og ríkis-
stjórnir hennar hafa ætíð reynt
að varðveita frelsi og aðstoða
aðrar þjóðir við að bæta lífs-
kjör sín.“ Þessari stefnu verður
haldið áfram af þeirri stjórn er
við tekur hinn 20. janúar nk. seg-
ir í yfirlýsingunni.