Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. des. 1960 MORCT’lVTtr AÐIÐ 13 r Þorsteinn Asgeirsson Minning Fæddur 9. jan. 1888. Dáinn 1. des. 1960. Úr garði fór ég ungur, en gamall kom ég heim, frá skóginum og vatninu og skóganna anda. Þó liðið sé að hausti, er hugur minn hjá þeim, í heimi sinna gömlu veiðilanda. Til ferðar var ég kvaddur um fjöll og úfin höf, frá skóginum og vatninu og vatninu ljósa. Svo langt varð ég að fara til að leita mér að gröf < landi minna hvítu jökulrósa. Davíð Stefánsson. Þorsteinn fluttist til Kanada órið 1918 og átti oftast heimili — Landbúnaður Framh. af bls. 11. miður ekki nú, en sá fróðleik- ur væri mikilvægur ásamt vit- neskju um, hversu margir tvít- ugir menn setjast að í sveitum árlega. Ég hef í huga að rita um þá hlið málsins, er manntalinu 1960 er lokið. Landrými, bygg- ingar og vélar eru vissulega mik ilvægur þáttur fyrir bnskap, en við megum ekki gleyma, að sveitafólkið er uppistaðan. Ný lega hefur glöggur maður sagt, að sveitir íslnds væru að verða að stóru gamalmennahæli. Vit- neskjan um þetta verður mikh? vægt innlegg í umræðurnar um framtíð landbúnaðarins. Samvinnufélagsskapur bænda er hér skipulagður með mjög líku móti og í Danmörku. Ég teldi æskilegt, að forráðamenn samvinnufélagsskaparins gerðu á því rannsóknir í tíma, hvort rétt muni vera að stofna hér eða stuðla að uppbyggingu svipaðrar framleiðslu-samsteypu á land- búnaðarvörum og „integration“- •samsteypurnar eru í Bandaríkj- unum. Fyrsta sporið í þessa átt hefur S.Í.S. nú þegar stigið í samvinnu við Jean de Fontenay, með stórræktun til framleiðslu á fóðurkorni og grasmjöli. Mikl- ar líkur eru fyrir að með þessu móti verði unnt að framleiða al- innlendar, fyrsta flokks fóður- blöndur fyrir svín og hænsni. Fóðurtilraunir verður að hefja strax og framleiðslan liggur fyrir, því að hugsast gæti, að á fóðurblöndusviðinu ættum við mikla framtíð, ekki aðeins til notkunar innanlands, heldur einnig til útflutnings. Úr inn- lendu grasmjöli, byggi, fiski- mjöli og þangmjöli auk einhvers ihiuta af innfluttum maís ættum við að geta framleitt fóðurblönd ur í fremsta flokki. Ég vil nú segja Erlendi Einarssyni, að (þegar ég fylgdist með því í út- varpinu sl. haust, er fyrsta plóg- ristan var gerð á landi beirra Samvinnumanna við Hvolsvöll, varð mér að orði: „Nú er ís- lenzkur landbúnaður á krossgöt- um“. Ég sá i þessum framkvæmd um aukna framleiðslu, minni til- kostnað og lækkandi verðlag á íslenzkum matvælum eða hækk- andi tekjur framleiðenda. Þann- ig verður líka að leysa vandamál framtíðarinnar, — og við sveita- menn verðum að leysa það þann- ig, — annars kemur „litla-gula- hænan“, bandariska hveitikornið, alþjóðlegt fjármagn og erlendir sérfræðingar og taka viðfangs- efnið úr höndum okkar. Hvað getum við sveitamenn gert við 'þesu? Samtakamáttur okkar er lítill, við erum að verða lítii- magnar í átökunum við þjóðfé- lagsstéttirnar, — gamalt fólk við örðugar aðstæður að talsverðum hluta. Við eigum aðeins eina leið færa: aukna pekkingu. Næsta grein mun heita: Þrælar þróunarinnar. hjá móðursystur sinni Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Kollsá í Hrútafirði. Fyrstu árin stundaði hann hvers konar vinnu, vann meðal annars við skógarhögg og varð verkstjóri við jámbrautarlagningu. Síðan gerðist Þorsteinn umfangsmikill útgerðarmaður og brautryðjandi í vatnaveiðum. Á þeim árum kannaði hann mörg veiðivötn í óbyggðum Kanada, dvaldi löngum meðal Indíána og hafði lag á að vinna hylli þeirra, enda sáu þeir og mátu forystuhæfileika hans. — Kenndi Þorsteinn Indíánum nýjar veiðiaðferðir er bættu lífsafkomu þeirra. Veiði í hin- um miklu vötnum með frum- stæðum tækjum var mjög hættu leg og urðu stundum stórslys hjá veiðiflokkum. Gifta Þorsteins var slík, að aldrei varð slys á mönnum í h'ans útgerð, hins vegar var hann oft kallaður til björgunarstarfa og leysti þau af hendi með karlmennsku og dugnaði. Hin mikla gifta Þor- steins fór ekki fram hjá hin- um frumstæðu þjóðflokkum. Var til hans leitað með virð- ingu um lausn ýmsra vanda- mála, enda var hann bæði hjálp- samur og hollráður. Á kreppu- áFunum fékk stjórnin hann í lið með sér til að efla viðskipti og verzlun á umræddum slóð- um. Sparaði Þorsteinn hvorki fyrirhöfn né eigið fé til bjarg- ar atvinnurekstri skjólstæðinga sinna. Þegar aldur færðist yfir og kraftar tóku að dvína leitaði hugurinn heim á fornar slóðir. Þorsteinn var fæddur á Stað í Hrútafirði 9. janúar árið 1888, sonur hjónanna Sólveigar Guð- mundsdóttur og Ásgeirs Jóns- sonar, hreppstjóra og póstaf- greiðslumanns. Hann var yngst- ur af 12 systkinum, en af þeim komust 10 til fullorðinsára. Eft- irlifandi systkini eru Ásgeir, kaupmaður í Reykjavík, Sigríð- ur, búsett hjá frændfólki sínu á Hólmavík og Arndís, er býr hjá dóttur sinni og tengdasyni í Kaupmannahöfn. Þorsteinn gekk á Möðruvallaskóla og tók gagnfræðapróf eftir að skólinn var fluttur til Akureyrar. Vann hann að loknu prófi ýms störf og stundaði síðan millilandasigl- ingar þar til hann fluttist til Vesturheims. Þorsteinn kom snögga ferð til íslands árið 1930, ásamt fyænda sínum Albert Goodman. Voru þeir viðstaddir Alþingishátíð- ina. Albert settist að hér á landi en Þorsteinn hvarf aftur til fyrri starfa vestanhafs. Samband þeirra frænda rofnaði aldrei, bg var hugur Þorsteins alla tíð bundinn við heimalandið. Brá hann sér hingað í kynnisför í desember 1954, en fór síðan ut- an aftur til að ganga endanlega frá sínum málum vestanhafs. Kom hann alkominn heim í febrúar 1956. Frá því Þorsteinn kom heim og til dánardags bjó hann á hinu vistlega heimili Alberts Goodmans frænda síns. Voru þeir systrasynir og þrátt fyrir aldursmun í raun bræður á heimili Ingibjargar móður Al- berts. Þorsteinn elskaði og dáði Ingibjörgu móðursystur sína, munu þau um margt hafa verið lík. Er Þorsteinn kom heim slit- inn að kröftum reyndist Albert honum allt í senn, góður sonur, yinur og félagi. Helzt sú um* hyggja og gagnkvæm vinátta til hinztu stundar. Þorsteinn var stór maður og höfðinglegur, fáskiptinn en við kynningu viðmótsþýður og hjartahlýr. Hið bjarta og göfug- mannlega yfirbragð vakti hvar- vetna eftirtekt. I 'arga kvöld- stund reikaði ég n.eð honum á vængjum minninganna um ó- kunnar slóðir veiðivatnanna, kynntist háttum frumstæðra þjóðflokka, fegurð óbyggðanna, fjölbreyttum dýrum skóganna er leituðu í flokkum drykkjarvatns í húmi næturinnar, en fyrst og fremst kynntist ég góðum dreng, sem kvaddur er í dag með þakk læti og virðingu. Frænda hans og skyldfólki sendi ég samúðarkveðjur. Til- gangi heimferðarinnar er náð í sátt við guð og menn. Blessuð sé minning hans. HanneS Pálsson. Ný Ijóbabók TÓMSTUNDIR eftir Gísla Indriðason er komin út. — Bókin er prentuð í 500 eintökum, þar af 300 eintök tölusett og árituð. 1 bókinni eru 43 ljóð. Afgreiðsla og sala bókarinnar er hjá Bókaútgáf- unni Norðra, Reykjavík og hjá höfundi bókarinnar Egilsgötu Í0, Reykjavík. Verð bókarinnar er: Árituð kr: 100.— An áritunar kr: 80.— ALUIVIIIMIUiVI BILPALLAR þýða aukna hagkvæmni í rekstrí Alumininum bílpallar sameina styrkleika og léttleika, hlassið má þyngja, reksturkostnaðurinn lækkar. Viðhaldskostnaður lækkar því aluminum þarf ekki að mála og það ryðgar eða tærist ekki. Aluminium er endingargott og slitnar minna við gróf- gerð hlöss. Alumininum bílpallar eru mun léttari en stál og fimb- urpallar. 1. Bílpallar úr aluminium prófílum 2. ,J“ prófill í þverbita 3. Gólf-„plankar“ og festingar 4. Samsetning á „plönkum“ og þverbitum 5. Endastykki ALCAN INDUSTRIES LTD. Bush House, Aldwych London, W.C. 2 Uinboðsmenn: €» l€ Laugavegi 178.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.