Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 16
16 M OKCV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 7. des. 1960 29 hvernig get ég verið svona Ijót, þegar bæði pabbí og mamma eru svo lagleg? Eg hataði sjálfa mig, og leið fjandalega. — Eg trúi því varla, sagði hann, og leit á mig undrandi. Svo hellti hann í glasið aftur. Svo fór hann að lesa Erancis Thompson, Keats og Shelley. Hann las ágætlega. Mér fannst, meðan ég hlustaði á þetta eins og í draumi, að hann væri sjálf ur alveg eins og það, sem hann var að lesa — hæglátui tilfinn inganæmur, fallegur. Hann er Leslie Howard og Philip Holm es, blíður og guðdómlega til- finninganæmur og skilningsgóð ur . . . Hann hefur sál . . . Diana, sagði ég við sjálfa mig, þú ert ekki annað en gæsarungi. Ég var enn í þessu hugará- standi, þegar hann afsakaði sig og gekk út en kom svo aftur um hæl með náttföt í höndunum. — Afsakaðu, ég vissi ekki, að þú ætlaði að fara að hátta, sagði ég og stóð upp. Hann brosti. — Þetta er ekki handa mér, elskan, heldur handa þér. Eg glápti á hann og fann, að mér steig blóðið tíl höfuðs. Eg vissi ekki, hvernig svara skyldi — hvort ég rtti heldur að vera kafrjóð skólastelpa eða heims- vön kona. Hingað til hafði ég ekki haft náin kynni nema af einum manni. Þegar ég hikaði, brosti Bramwell bara og sagði: — Jaeja, elskan, ef þú vilt það ekki núna, þá viltu það bara seinna. Eg tók að umgangast Bram- well talsvert mikið, og mér tókst að leyna því fyrir mömmu, að mestu leyti. Eg aumkaði hann. Hann hafði verið óhamingjusam ur í hjónabandi sínu, hann var skáldlega sinnaður, hæglátur og dreymandi, og einhvernveginn fannst mér ég skilja hann til fullnustu. Og ég komst að því, hvern hann minnti mig á. Um þessar mundir var verið að sýna „Verið þér sælir, hr. Chips“ í öllum kvikmyndahúsum. Og hann var eins og hr. Chips — ungur. Við gengum oft langar göngur í Central Park. Hann var með flaksandi trefil um hálsinn, og hann gat lesið kvæði timun um saman, og hann hrærðist af öllu, sem fallegt var í bókmennt um og iistum. Við áttum okkur þarna einn uppáhalds stein. Hann var vanur að setja mig upp á hann, og svo las hann mér fallegu kvæðin. Hann fór með mig í lítil en fín veitingahú.s með daufum ljósum og dýrum m . Eg sat eins og töfruð, þegar hann taiaði um sjálfan sig. Hann hafði þrælað í tryggingaskrifstofu í London, en hungrað og þyrst í vonleysi eftir leikhúsinu, og þráð að geta leikið í Englandi og Ameríku. Hann hafði verið í Hoilywood, en leikhúsið var samt sem áður óskadraumur hans. Eg hugsaði með sjálfum mér: Mamma er skáld, pabbi er leikari. Þarna hef ég hitt á þann rétta. Eg hafði hitt eldri menn en hann, en þeir voru ’ iðbjóðs- legir, gamlir kvennabósar — ein mitt menn sem mamma hafði varaö mig við. Eg hafði hitt leik ara, en þeir voru oft glaðværir og ábyrgðarlausir, alveg eins og ég sjálf. Bram var öðruvísi. Eg gat lært af honum og virt hann. Því að þá þegar var mér orðið það Ijóst, að ég þurfti eitthvað tii að halda jafnvægi. Og þar var Bram eins og kjörinn. Eg hugsaði: Hvernig get ég borið fínu glæringjana saman við hann? Þeir sögðu: — Já . . . þú ert að leika núna, hvernig er það? En vitanlega var þeim al- veg sama um, hvernig það var. Þeir töluðu um kappsiglingar í Bermuda og hver væri með hverri, og hvar. Og stúll-.urnar voru innantómar og hégómlegar, apandi allt eftir öllum, einkum kvikmyndastjörnu ársins. í bili voru þær allar eins og Veronica Lake, með hárið greitt niður í vinstra augað . . . Þessar vin- stúlkur mínar úr samkvæmislíf- inu voru manneskjur, sem átu í einhverju fínu veitingahúsi og drögnuðust svo í leikhúsið í miðj um fyrsta þætti, — einmitt fólk ið, sem leikarar höfðu andstyggð á. Nei, þarna átti ég ekki leng- ur heima! 1 hvert skipti, sem ég kom : heim og fór að tala um leikhúsið og allt það eftirtektarverða fólk, sem ég hitti þar, fórum við mamma að rífast. Eg yrði að komast yfir þessa unlingshrifn- ingu af leikurum, sama hversu töfrandi þeir sýndust vera, þá mætti ég að minnsta kosti aldrei hugsa mér þá sem væntanlega eiginmenn! Með því uppeldi, sem ég hefði fengið, gæti ég ekki orðið hamingjusöm nema með fínum manni. — Þú gætir al- drei þolað ööruvísi manr. en fínan, sagði hún. — Ef þú giftist manni eins og honum pabba þín um, færi það allt í hund og kött. —• Heersvegna? — Vegna þess, að þú ert höfð ingjasleikja, jafnvel þó að þú gerir þér það kannske ekki ljóst, og þú verður ekki ánægð með mann, nema af betra taginu. Eg hugsaði mig um. — Tá, lík- lega er ég það, en samt kæri ég mig ekki um neinn þeirra, sem ég þekki. — En þú gætir alltaf hitt ein- hvern, sem þú vilt. Það var eins og þegjandi samkomulag, að hvorug okkar nefndi Tony Duke á nafn. —En hvað sem um það kann að vera, þá vil ég, að þú giftist heldri manni, þegar þar að kemur. Hún- þagði ofurlitla stund. — Þú munt reka þig á það, að heldrimennirnir endast betur. Við körpuðum um þetta fram og aftur. Loksins hleypti mamma af einu skotinu enn. — Kisa mín, ég get aldrei gleymt egginu á sloppnum hans pabba þíns við morgunverðar- borðið. Heldurðu, að þig langaði til að vakna einhvern morgun- inn og sjá annað eins? — Egg, mamma? Hvað ertu eiginlega að tala um? Hún útlistaði það fyrir mér, að heldrimenn kynnu mannasiði. Eg skyldi hinsvegar ekki vænta þeirra hjá leikurum. — Jæja, mamma, ég er nú ekki neitt líkt því í þann veginn að giftast og ef ég geri það, get ég gifzt heldrimanni, bara ef hann er skemmtilegur. En sannleikurinn var sá, að ég var að dragast lengra og lengra frá fínu vinunum og eyða meiri o~ meiri tíma innan um leikhús fólk. Þegar lokið var annríku sumarferðalagi, en meðan á því stóð reyndi ég að hitta Bram eins oft og tækifæri gafst, fór- um við bæði til Toronto í sama hópnum, með „í gærkvöld klukk an 8,30“ eftir Noel Coward. 1 -Toronto rifumst við í fyrsta sinn. Bram vildi fara að segja : mér til. — Þú ert leikari en ekki leikstjóri, Bramwell, sagði ég. — Farðu ekki að reyna að kenna mér að leika. Svo urðum við bæði vond. Við flugumst á, jafn vel á sviðinu — einu sinni, með an Bram var að þruma ræðu í einhverju setustofu-atriði, fór ég að kasta brauðmolum upp i loft og grípa þá aftur með munn inum. Áhorfendurnir gláptu auðvitað eingöngu á mig og öskr uðu af hlátri. Bram stikaði út úr leikhúsinu og upp í hótelherberg ið sitt og læsti að sér. Eg barði á hurðina. — Fyrirgefðu mér, elskan. Opnaður! En hann sat við sinn keip. Eg þaut niður í herbergið mitt, sem var beint fyrir neðan hans herbergi og hringdi hann upp í símann, og við öskruðum hvort á annað. — Þú gerðir mig svo reiða, Bram! Var það svo hræðílegt, sem ég gerði? Bram stundi. — Nú skal ég segja þér nokkuð, byrjaði hann. Eg fleygði símanum á rúmið, þaut upp bakdyrastigann og barði á hurðina hjá honum. Eg heyrði hann vera að tala í sím ann. — Augnablik, Diana, það er einhver að berja hjá mér. Svo opnaði hann og óg renndi mér inn eins og áll og fór að rífa i hárið á honum. Augnabliki síð ar vorum við livort í annars örm um, skellihlæjandi. Ein stjarnan í þessu leikriti var Ann Andrews, sem hafði leikið Ethel frænku í „Konungs fjölskyldunni" eftir George S. Kaufman, en það var skopleikur um Barrymore-fjölskylduna. Ann, sem þekkti mömmu, hafði dálítið af hátignarsvip Ethel frænku. Hún var mjög hreinskil- in og hikaði aldrei að láta mig heyra álit sitt á skrípalátum mín um á sviðinu — og seinna, utan sviðs. — Þú ert hreinasta skepna, Diana, sagði hún og mér fannst ég heyra röddina í mömmu. — Þetta er skammarlegt. Það ætti að flengja þig! Eg lofaði að gera það aldrei oftar. Þegar við komum til New Ycxrk aftur, gerðist Bramwell sjórnmálalegur lærifaðir minn. Eg hélt ræður til að safna Skáldið og mamma litia „bögglum fyrir Bretland“, en mamma hafði þá fengið eitt óút- reiknanlega kastið sitt og geng ið í lið með Aðalnefndinni Ame- risku. Einn daginn tilkynnti hún mér, að Charles Lindbergh of- ursti ætlaði að verða gestur okk ar til kvöldverðar, heima hjá okkur. — Þá ætla ég að borða annars staðar, sagði ég áköf. — Lret- land er að deyja fyrir okkur, og honum er alveg sama um það! Eg vil ekki sjá hann! Mamma hnykkti höfði. Hún kenndi Bramwell um allt sam- an. — Þú og þessi miðaldra, mið stéttar miðlungsmaður þinn. Hún var sem sagt algjörlega mótfall- in Bram. Hún hafði enga hug- mynd um, hve kunningsskapur okkar var orðinn náinn, og að við vorum saman kvöld eftir kvöld, þegar hún hélt, að ég væri í næturklúbbum eða heima hjá einhverjum kunningjum mín um. Eg var í engum vafa lengur. Eg var ástfangin af Bram. Og hann af mér. í fyrstunni fannst mér hann mundi vera hreykinn SUÍItvarpiö Miðvikudagur 7. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregmr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,A flótta og flugi“ eftir Hagnar Jóhannes- son; XIV. (Höf. les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikritið: „Anna Kaf^ enina“ eftir Leo Tolstoj og Oldri eld Box; VI. kafli. Þýðandi As- laug Arnadóttir. Leikstj.: Lárus Pálsson. Leikendur: Herdís t>or« valdsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Hóbert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Helga Valtýsdóttir, Ævar R. Kvaran, Þorsteinn O. Stephen sen, Nína Sveinsdóttir, Jón Aðils o. fl. 20.40 Píanótónleikar: Gina Bachauer leikur spænska rapsódíu eftir Liszt. 20.55 Vettvangur raunvísinda: Hvernig eru raunvísindi kennd? (Ornólf- ur Thorlacius fil. kand. talar við nokkra kennara í þeim náms- greinum). 21.15 Kórsöngur: Amerískir karlakórar syngja. 21.30 Utvarpssagan: ..LæKnírinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; XVIII. lestur. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda Hx’auni í Oxnadal .eftir Guðm. L. Friðfinnsson; VII. (Höf. les). 22.30 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.00 Dagskrárlok. f>ú hefur ekki rakað blettinn nógu Þú verður að betur vel eftir sláttinn. a 4 u á ,ANÐ I WISH VOU'D EXPLAIN HOW THIS LONG BOAT TRIP IS GOING TO STOP HER/ rrs HER ONE CHANCE TO MEET THE VAN WINKLES, AND SHE’S DETERMINEP THAT WE'LL BE ___- WITH HER... I KNOW MV MOTHER WELL ENOUGH MARK, TO PROMISE VOU SHE'LL B6 HERE TODAV OR TOMORRÓW TO TAKE US HOME FOR THE DANCE/ ^ rr MAY NOT, EVE... IT’S JUST A CHANCE I'M TAKING...AND I’LL TELL VOU ABOUT IT IF IT WORKS/ — Ég þekki móður mína það vel Markús að ég get íullvissað þig um að hún kemur í dag eða á morgun til að fá okkur heim fyrir dansleikinn. Þetta er eina tækifæri hennar til að hitta Van Winkles hjónin, og hún er stað- ráðin í því að við eigum að vera þar með . . . Og ég vildi að þú útskýrðir fyrir mér hvern- ig þessi langa bátsferð okkar á að stöðva hana! — Það er alveg óvíst að þetta heppnist Eva . . . Ég skal segja þér frá því ef það heppnast! Fimmtudagur 8. desember 8.05 Morgunleikíimi. — 8.15 Tón- 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. 12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 14.40 „Við sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Fjölskyldur hljóðfæranna“: Þjóð lagaþættir frá UNESCO, menning- ar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna; II. þáttur: Belghljóð- færin. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusap saga Kálfssonar VI. (Andrég Björnsson cand. mag.). b) Haustnótt í kirkju, frásögn Ingivalds Nikulássonar. (Séra Jón Kr. Isfeld flytur). c) Islenzk tónlist: Lög eftir Hall« grím Helgason. d) Erindi: I skóla hjá séra Þor* valdi í Sauðlauksdal; síðari hluti (Lúðvík Kristjánsson rit« höfundur). 21.45 Islenzkt mál (Asgeir Bl. Magn« ússon cand. magj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Skin eftir skúr**# skáldsögukafli eftir Jón Mýrdal (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Kammertónleikar: Tríó í Es-dúr op. 100 eftir Schubert (Lev Obor ín leikur á píanó, David OistrakU á fiðlu og Knúsévitsky 4 kné« fiðlu). 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.