Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 18
18 MORGVNBL AÐIÐ Miðvik'udagur 7. des. 1960 Fram vann spyrnumót 9 knatt- í sumar ári og er undirbúningur að þeirri ferð hafinn. Eftirtalin félög komu með yngri flokka og gistu í félags- heimili Fram og léku hér ieiki: Vestri, Isafirði, Þór Vestmanna- eyjum og íþróttabandalag Akra- ness. og fékk eitt sterkasta lið heims til landsins AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsins Fram var haldinn 13. október sl. í Félagsheimilinu. Formaður éflagsins, Haraidur Steinþórsson, flutti skýrslu stjórnar og var starfsemi félags- ins mikil á árinu. Knattspyrna Formaður knattspyrnunefndar var Jón Þorláksson og þjálfarar Reynir Karlsson, Guðmundur Jónsson og Alfreð Þorsteinsson. Á árinu sigraði Fram í 9 knatt spyrnumótum og skiptust sigr- ar sem hér segir milli flokka: SII. fl. B 2 mót; III. fl. A Isl.mót; III. fl. B 2 mót; V. fl. A 1 mót; V. fl. B 3 mót. í keppni milli flokka félagsins sigraði 5. fl. B og hlutu þeir að | launum bikar, sem bezti flokkur félagsins. Þeir unnu öll mót árs- ins í þessum aldursflokki, unnu tólf leiki og skoruðu 42 mörk gegn 1 Til félagsins kom í heimsókn eitthvert sterkasta knattspyrnu- iið, sem komið hefur til íslands, Dynamo Moskvu og lék hér 3 leiki. Er ætlazt til að Fram end- urgjaldi heimsókn þessa á næsta Flokkar félagsins fóru flestir keppnisferðir út á land. 2 flokk- ur fór til ísafjarðar, 3. flokkar til Akureyrar, 4. flokkur til Vestmannaeyja og 5. flokkur til Akraness og er móttökuaðilum á viðkomandi stöðum þakkaðar ágætar móttökur og fyrir- greiðsla. Allmikill áhugi var fyrir knattþrautum K.S.Í. og luku 27 drengir bronseprófi, 6 silfurprófi | og 1 gullprófi, Helgi Númason. Um æfingar þessar sá að miklu leyti Uallur Jónsson. Auk íþróttastarfsemi hélt fé- lagið uppi víðtækri starfsemi .fyrir yngri flokka félagsins, að nokkru í samvinnu við Æsku- lýðsráð Reykjavíkur. Var hér Framhald á bls. 19. tflúseigendafélag Reykjavíkur Leiðbeiningar um brunavarnir eru veittar á skrif- stofu félagsins Austurstræti 14, III. kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Vélbátar óskast Höfum kaupendur að vélbátum af ýmsum stærðum. Sérstaklega vantar okkur nú trillur og báta allt að 30 tonn. Gamla skipasalart Haukur Davíðsson, hdl. Einar Sigurðsson, hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 10309. HALLÓ! HALLÓ! Gallaðar sokkabuxur kr. 50/ Treflar 25/—. Skriðbuxur 25/—. Barnasmekkir 5/—. Barnateppi 65/—. Barnabuxur 15/—. Sloppar 125/—. Sokkahlífar 10/—. o. m. m. fl. Nærfataverksmiðjan LILLA H.F. Smásalan, Víðimel 63. Auglýsing um sveitarstjóra Hreppsnefd Hafnarhrepps Hornafirði hefur ákveðið að ráða sveitarstjóra frá næstu áramótum. Með út- varpsauglýsingu dags. 9. nóv. var umsóknarfrestur ákveðinn til 15. þ.m. Nú hefur verið ákveðið að fram lengja hann til 21. þ.m. Umsóknir ásamt launa- kröfum og upplýsingum um fyrri störf, sendist odd- vita hreppsins fyrir þann tíma. Oddviti Hafnarhrepps, Höfn, 6. des. 1960. Knútur Þorsteinsson. BOLSTRUÐU HUSCOOMIN ALLTAF BEZT HJAAS6RIMI BERGSTA9ASTRKII 2 Real Mad- rid hefndi R E A L Madrid spánska knattspyrnuliðið heims- fræga, tapaði sem kunnugt er á dögunum leik fyrir Barcelona og var Real Madrid, sem unnið hefur Evrópubikarinn 5 sinnum i röð, þar með úr keppninni um bikarinn í ár. En þessa sára ósigurs hef ur félagið nú hefnt. í deildakeppninni spönsku mættust liðin á dögunum og sigraði Real Madrid þá með 5 mörkum gegn 3. Leikurinn fór fram á heima velli Barcelona. Real Madrid hefur nú forystu í deildakeppninni spönsku. Veiztu þetta um ensku knatt- spyrnuna að sá háttur að láta lið færast upp og niður milli deilda var fyrst tekinn upp í Englandi 1898. Flest eða öll lönd heims hafa tekið þennan hátt upp. að Huddersfield og Arsenal eru einu ensku liðin sem unnið hafa deildarkeppnina þrisvar i röð. Huddersfield 1924, ’25 og ’26, Arsenal 1933, ’34 og ’35. að Brentford er gott dæmi um það hverja þýðingu leikir á heimavelli hafa. Árið 1929 til 1930 vann liðið alla sina heimaleiki í deildakeppninni — en vann þó ekki sigurinn. að Burnley á metið með flesta leiki án taps. 1920—’21 lék lið- ið 30 leiki í deildakeppninni, án þess að tapa leik. að enskir atvinnumenn fá ekki eftirlaun þegar þeir verða að hætta vegna aldurs. En hafi leikmaður leikið nógu lengi og vel fyrir félag sitt, leikur liðið tvo eða þrjá aukaleiki og leikmaðurinn fær vissan hluta af aðgangseyri „í elli- Iífeyri“. að Lofthouse, hinn frægi mið- herji Bolton hefur nú nýlega fengið sinn þriðja „ellilífeyr- isleik". Hiutur Loufthouse varð um 1000 sterlingspund eða 107 þús. ísl. kr. sem hann géymir til elliáranna. Keiluspil nær allsstaðar óhemju vinsældum, þar sem það er kynnt. Hér er Maurice Chavalier að vígja fyrstu keiluspils- höllina í París. Hún er mjög fullkomin — allt sjálfvirkt. — *** *** ♦♦♦ *♦* *♦* *♦* *♦* *** ■*< .f. .^. ^y. ——0— — —0— — —0— — ^ 9. Bd3 g6 Ég held, að ég megi segja að B. Fischer hafi fyrstur manna inn- leitt þennan leik, og má segja að hann sé rökréttur, því að eftir 9. — Be7. 10. 0-0,’ 0 0. 11. fxe5, dxe5. 12. Del og Rh4 sem er sá leikur er ég talaði um áðan, og nú er svartur neyddur til þess að leika g6 til þess að hmdra Rf5 SVÆÐAMÓTIÐ í Berg en Dal í Hollandi hefur vakið mikla at- hygli hér á landi. Ekki vegna þess hversu vel það er setið, heldur hins, að austantjaldsmenn héldu heim aftur, eftir að Austur-Þjóðverjanum Uhlmann var synjað um dvalarleyfi í Hol- landi. Það eru óneitanlega grimm örlög fyrir skákmenn að þeir skuli þannig vera dregnir inn í hringiðu stjórnmálanna. Enn hvað um það, mótið hófst með þátttöku 10. manna og er röðin þannig eftir sex umferðir: 1. Friðrik 5, 2. Teschner 4!/2 og bið, 3. Dúckstein 4%, 4. Baren- dregt 4, 5. Larsen 3 %, 6. Jo- hannessen 2 og bið, 7. Sköld 1 og bið, 8.—9. Lopez og Ojanen Vz og 2 bið, 10. Schuster % og bið. Úr sjöundu umferð berast þær fregnir að Friðrik hafi unnið K Sköld, en Teschner tapað fyrir Lopez. Aftur á móti vann Teschner biðskák sína við Ojan- en. Ég hef hlerað að Tékkinn Sajdar hafi boðist til að útvega þessu svæðamóti nýjan taflstað í marz eða apríl 1961, og aftir því að dæma virðist vera rnjög vafasamt að þetta mót verði láí- ið gilda sem úrtökumót fyrir miilisvæðakeppni. Þættinum hafa bonzt skákir úr 6. umferð mótsins, og læt ég fylgja hér á eftir skák Friðriks við Ojanen. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Ojanen. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Þetta afbrigði var mikið notað í fyrstu árum Najdorf afbrigðis- ins, en þokaði síðan fyrir Richter afbrigðinu 6. Bg5, en hefur nú á allra síðustu árum náð vin- sældum á nýjan leik. 6. — eð Bezta aðferðin að flestra áliti. 7. Rf3 Dc7 Laust fyrir 1950 kom Pachmann fram með leikinn 7. — Rbd7 sem endurbót á 7. — Dc7, en markmið leiksins var að hindra Rh4 hjá hvítum, sem ávallt kom eftir dá- lítinn undirbúning ,og varð svörtum mjög erfiður ljár í þúfu. 8. a4 Nákvæmara en 8. Bd3, sem gef- ur svörtum kost á að leika b5. 8. — Rbd7 10. 0 0 Bg7 11. Del b6 12. Dh4 h6! Eftir 12. — 0-0. 13. fxeð, dxe5. 14. Bh6 hefur hvítur náð taki á svörtu kóngsstöðunni. 13. Bd2 Bb7 14. Hael exf4 15. Dxf4 0-0 16. 0 0 IIfe8 Ég hefði hallast að 16. — Hae8. 17. Dh4 h5 Óneitanlega ljótur leikur. Til greina kom 17. — Rh5 t. d. 18. g4, Rf6. 19. Bxh6 (ef 19. h3, þá d5!) 19. — Bxh6. 20. Dxh6, Rxg4. 21. Dh4, Rde5 og svarar Rg5 með f6. 18. He2 Friðrik fer sér að engu óðslega, og undirbýr sókn að baki vig- línunnar! 18. — Rg4 19. Rg5 Rdc5 20. h3 Rh6 21. Hef2 De7 22. Dg3 Í6 Ojanen grípur til örþrifaráða til þess að létta á stöðunni, en þessi veiking á að fullu. eftir að ríða svörtum 23. Rf3 Rhf7 24. Be3 Dc7 25. Bd4 Kh7 26. Rh4 Rh8 27. Rf3 Hf8 Nú kemur í ljós, að það var Ha8, sem átti að fara til e8. 28. Rd5! Friðrik lætur til skarar skríða, þar sem hann hefur náð settu marki. Sem sé andstæðingurinn hefur veikt svo peðastöðu sína á kóngsvæng að þar hefur mynd ast bezta hugsanlega sóknar- staða fyrir hvítan. 28. — Bxd5 29. exd5 Rxd3 30. cxd3 Rf7? Staðan er vitaskuld vonlaus hjá svörtum, en þessi leikur flýtir fyrir. 31. Rh4 g5 ABCDEFGH ABCPEFGH Staðan eftir 31. — g5, 32. Bxf6! gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.