Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 3
Miðvilíudagur 7. des. 1960 M O R C FN *? L 4 Ð 11) 3 Hundahald í borgum HUNDAHALD í borgum er víðar vandamál en í Reykja- vík. Á meðfylgjandi myndum sjáum við örvæntingu ungs drengs, er neytir allrar orku ■sjnnar til bjargar bezta vin- inum, hundinum sem hunda- breinsariun er kominn að sækja. Myndirnar eru frá Sao Paulo í Brazilíu. Þar gaus upp hundaæðisfaraldur fyrir skömmu og bar því brýna nauðsyn til að heilbrigðisyfir völdin gripu í taumana hið snarasta. Öllum flækings- hundum var lógað. Þeir hundaeigendur, sem gátu greitt fyrir rækilega læknis- rarinsókn á hundum sínum máttu halda þeim með því að ganga að vissum skilyrðum varðandi vörzlu þeirra, — aðrir misstu hunda sína. Drengurinn litli á myndun- um átti ekki peninga til að borga þessa rannsókn. Hann á heirna í einum af fátækra- og hlaut að missa hundinn sinn ... Vutn við Andnkíl þverr óðum AKRANESI 2. des. — í kvöld hitti' ég að máli vélstjóra við Andakílsárvirkjun og spurði hann frétta af rafmagnsmálum í Borgarfjarðarhéraði. Störfin við virkjunina ganga sinn vana- gang og vatnið hefir enzt fram- ar vonum, þrátt fyrir hina óvenju þurrviðrasömu veðróttu. Nú eru hinar leyndu vatnsæðar ur hálsunum báðum megin Skorrádals til þurrðar gengnar og jörð frosin. Ef ekki breytir bráðlega til votviðra má búast við að hörgull verði á vatni hvað líður. Viðhorfið í rafmagnsmálum Borgarfjarðarhéraðs er nú orðið miklu öruggara og hættuminna eftir að orkusamband við Sogs- virkjanírnar komst á. Iðnaðurinn í kaupstöðum hér- aðsins krefst árlega aukinnar raforku. — Oddur. hverfum borgarinnar og hafði reyndar naumast efni á að fæða vin sinn. Það fór á sama veg fyrir mörgum öðrum drengjum í ^ Sao Paulo þessa daga. Hafa líklega margir koddar verið votir þau kvöldin. Víðar vandamál en i Reykjavík Hann gat ekki greitt fyrir rannsókn Öldin átjánda — minnisverb tíðindi 1701-1760 KOMIÐ er út ritverk er nefnist Öldin átjánda, minnisverð tíð- indi 1701—1760. Jón Helgason skil og sögu 19. og 20. aldar voru gerð í ritverkunum Öldin okkar og Öldin sem leið. Efnismeðferð , . , og allt form ritsins er með sama hefur tekið nt þetta saman, en i snigi j hinum ritverkunum IÐUNN gefur ut. Það genr sogu báðum Það er byggt upp sem vorri á átjándu öld sams konar Oldin átjðnda < I NW15VERÐ TIÐINDI 17011760 samtíma fréttablað og um allt efni þess fjallað á sama hátt og gert myndi hafa verið af blaöa- manni á þessum tíma, er segði tíðindin á líðandi stund. Átjánda öldin var íslenzku þjóðinni þung í skauti á fleiri en einn veg, en hún var sannar- lega ekki tíðandafá. Hér rekur hver stórviðburðurinn annan. Bók sú, sem nú er komin út, er fyrra bindi af tveimur í síð- ara bindinu, sem fyrirhugað er að komi út að ári, verða sögð tíðindi áranna 1761—1800. Öldin sem leið rekur söguna 1801—1900 og Öldin okkar tekur yfir árin 1901—1950. Þegar lokið er út- gáfu Aldarinnar átjándu, hafa sögu þjóðarinnar í tvær og hálfa öld verið gerð skil með þessum hætti. Bækur þessar eru ekki sagn- fræðirit í venjulegri merkingu þess orðs. En þær bregða upp spegilmynd þjóðlífsins i öllum sínum margbreytileik, eins og það horfir við augum blaða- manns, er segir tíðindi á liðandi stund. Og það er einmitt þetta form, sem átt hefur drýgstan þátt í vinsældum þessara rit- verka, ásamt hinu fjöibreytta efni og mikla myndakosti. Myndirnar eru samtals nálega hálft annað þúsund að tölu. Og eins og að líkum lætur eru þær harla margvíslegar. Hér er mik- ið safn mannamynda, mikill fjöldi fréttamyr.da, myndir af stöðum, mannvirkjum o. m. fl. Á kápu eru myndir teiknaðar eftir tréskurðarmyndum frá þess um tíma. Atli Már Árnason teikn aði kápuna. Frágangur bókarinnar er hinn vandaðisti. Hún er prentuð* prentsmiðjunni Odda, er bundin íí Sveinabókbandinu. Ný þingskjöl LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um við- auka við lög um veð. Byggist frv. þetta á því, að nokkur vafa- atriði voru í túlkun eldri laga og eins hafa atvinnuhættir breytzt mikið eftir að eldri lög- in voru sett. Þá hefur Pétur Sigurðsson lagt fram frumvarp þess efnis, að skipverjar á varðskipum skuli njóta sömu áhættuþóknunar og löggæzlumenn í landi og skuli hún greiðast eftir sömu reglum. Þingmenn og uppbótaþing- menn Norðurlandskjördæmis vestra flytja þáltill. um að reisa verksmiðju til niðurlagningar eða niðursuðu síldar á Siglufirði. Ast og hatur BÓKAFORLAG Odds Björnsson ar á Akureyri hefir gefið út skáld söguna „Ást og hatur“ eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur. Bók þessi er róman, sem gerist í sveit á íslandi og fjállar um ástir og örlög Jónatans og Lilju, sem eru bæði einbirni en foreldr ar þeirra svarnir hatursmenn. Á síðari árum hefir farið mjög í vöxt að konur hafi tekið til að rita sveitarómana, sem náð hafa miklum vinsældum. Ingibjörg Sigurðardóttir hefir áður ritað róman, sem hlotið hefir vinsæld- ir hjá þeim, sem gaman hafa af sveitaævintýrum. Launakjör kenn- ara verði bætt FÉLAG kennara í Keflavik héit nýlega aðalfund. Á fundinum var samþykkt að vara eindregið við þeirri þróun, sem léleg launakjör barnakenn- ara muni hafa í för með sér. Krefst fundurinn þess að stjórn fræðslumála láti einskis ófreistað til að bæta laun kennara nú þeg- ar. — Stjórn félagsins skipa: Eyjólfur Þór Jónsson, foi’mað ur; Ingvar Guðmundsson, ritari, og Þorsteinn Kristinsson, gjald- keri. 8TAKSTEINAR „Fr amsóknarkom' nar ‘ ‘ Forystugrein í Alþýðublaðinu í gær hljóðar svo: „Hver dagur leiðir nú í ljós nýja samvinnu milli kommúnista og Framsóknarmanna. Virðist •- þarfi að tala um tvo stjórnar- andstöðuflokka, þar sem þeir koma hvarvetna fram sem einn flokkur. Þegar Alþýðuflokkurinn og kommúnistar voru í stjórnar- andstöðu 1950—56 var þessu á annan veg farið. Þá dró Alþýðu- flokkurinn algjörlega línur á milli, ekki sízt í utanríkismál- um. Sú stjórnarandstaða reynd- ist flokknum vel, hann hefur síð- an fengið aukið fylgi og meiri völd en nokkru sinni fyrr. Fram sókn stefnir riú — í faðmi komm anna — í þveröfuga átt.“ Þá var Þórarinn úti Menn minnast þess, að í haust var Tíminn í 3 eða 4 daga skrif- aður sem andkommúnistiskt blað. Þá var Þórarinn Þórarins- son ristjóri erlendis. Einhverjir kipptu þó í spottann og aftur hófust hálfkommúnistisk skrif. Og einhverjir blaðamanna Tím ans frömdu annað skammarstrik meðan Þórarinn var erlendis. Þeir birtu hina athyglisverðu grein eftir Adólf Petersen, þar sem lýst er innanflokksástandi kommúnista á íslandi. Sagt er að þessi grein hafi lengi legið á Tímanum og ekki fengizt birt, fyrr en Þórarinn var víðs fjarri. Kisuþvottur Eitthvað mun þó ritstjóri Tím- ans vera farinn að óttast „komm únistaorðið“ á blaði sínu og einkum og sér í lagi sýúlfum sér, því að í gær birtir hann ritstjórnargrein um Atlantshafs- bandalagið, þar sem skynsam- lega er af stað farið og meðal annars segir: „Þess verður fastlega að vænta að sá tími komi fyrr en seinna að samkomulag náist um afvopn un, er útiloki styrjöld. Meðan það tekst ekki, er það óhjá- kvæmilegt að vestrænar þjóðir haldi áfram varnarsamtökum sinum og tryggi jafnvægi í kjarnorkuvopnabúnaði, þvi að það, fremur en nokkuð annað, gerir styrjöld ólíklega. Meðan svo háttar er þátttaka íslands í Atlantshafsbandalag- inu eðlileg. Hún er trygging þess, að ísland verði ekki inn- limað með vopnavaldi þegjandi og hljóðalaust eins og orðið hef- ur hlutskipti sumra hlutlausra landa, seinast Tíbets“. Tilgangurinn En í lok ritstjórnargreinar Tímans verður ljóst, hver til- gangurinn er með ritun hennar. Öðrum þræði er tilætlunin sjálf- sagt sú, að reyna að reka ,,komm únistaorðið á Tímanum“ af blað- inu, en fyrst og fremst beinast skrifin þó að því að gera dvöl varnarliðsins tortryggilega. Þar er talað um það, að forsendurnar fyrir herveldarsamningnum séu orðnar úreltar og síðan látið að því liggja að íslendingum beri að krefjast þess að varnarliðið verði flutt brott. Þessi leiðari er þvi ekki frem- ur en önnur skrif Framsóknar- blaðsins að undanförnu til þess fallinn að þvo „kommúnistaorð- ið“ af blaðinu heldur til „að koma kommúnistaorði á Tím- ann“, því að allir vita að einmitt það er æðsta von kommúnista að gera ísland varnarlaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.