Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 4

Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 4
4 IU O K H V iy n L 4 Ð I Ð Laugardagur 17. de* 196C INIýkomiJ Storesefni, Cobenett, þýzk brjóstahöld og mjaðma- belti og handklæði af ýmsum stærðum og geroum. Ó. V. JÓHANNSSON & CO. Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563. BÓSí'A'GEÉDSN U L/A sm/ WSlOfrMSÓEM- HLEB/iSt»If(li|í liftgi hlébarðiíin Viðburðarrík og spennandi drengja og ungiingasaga frá síyrjöldinni í Kína. Aðalsöguhetjan Ju-ling lendir í ótal ævintýrum, þar sem frábær hugdirfska hans og ráðsnilld.nýtur sLn til fulls. Ungi hlebarðinn á þegar marga aðdáendur meðal ís- lenzkra drengja og þeim fer fjölgandi, því enginn dreng ur les sögu hans án þess að hrífast af henni. Bókin fæst hjá öllum bók- sölum. Lilja Gamall emhæílismaður skri '■ ar skáldscgu um Tyrkjarániö FYKIR tveim árum byrjaði Sig- fús M. Johnsen fyrrum bæjar- fógeti á því að semja sögulega skáldsögu, og byggði hana á ein- um óhugnanlegasta atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu. j Raunar er næsta ótrúlegt að eng- | inn skuli hafa glímt við þetta : dramatiska efni fyrr. Er sagan | komin út hjá ísafoldarprent- j smiðju og heitir Herieidda stúlk- an. Sigfús M. Johnsen hefur látið af embætti fyrir aiilöngu fyrir aldurssakir, eftir 43 ára starf í þjónustu ríkisins. Þegar ég minnist á æskuheim- ili Sigfúsar í Vestrnannaeyjum hýrnar yfir honum. Heimilið var fjölmennt úívegsheimili og margt vinnuhjúa, eins og tíðkaðist allvíða þá. Þar voru margai> vinnandi hendur og böm um einnig ætlaður sinn skerfur af vinnunni við eyjabúskapinn, eftir getu þeirra. Þótt ærinn væri erillinn og mikil umsvif, var þó frábærlega góð regla á öllum hlutum. Faðir hans hafði haft bænahússjörðina Kirkjubæ og studdist við búskap, en fleiri járn hafði hann og haft í eldin- j um. Jörðinni fylgdu hlunnindi í úteyjum, veiðiskapur o. fl. ★ Á þessu heimili tíðkaðist sagnalestur á vökunni, einnig rímnakveðskapur. Sigfús hafði 1 snemma komizt í kynni við ís- — N ý s e n d i n g — Hagkvæmir greubslu.skiimáiar P H I L C O P H I L C O P H I L C O PHILCO PHILCO PHILCO PHILCO PHILCO Raftækjadeild Gerið svo vel að líta inn Hafnarstræti 1 Opið til klukkan 10 \ kvöld Sigfús M. Johnsen lendingasögurnar. Var bókakost- ur heimilisins góður. Enn í dag minnist Sigfús lifandi og alvöru- þrunginna frásagna gamla fólks- ins af Tyrkjaráninu. Einkum er honum minnisstæð frásögn há- aldraðrar konu sem var á heimil inu, en hún var stúpdóttir Sigurð I ar Breiðfjörðs. Það kom því nokk urn veginn svo af sjálfu sér, að hjá hinum unga Vestmannaey- ingi vagnaði áhugi á sagnfræði, enda á Sigfús til þeirra að telja sem getið hafa sér góðan orðstír á því sviði. Sigfús missti föður sinn ungurj og féll hann frá, frá fimm börn- j um þeirra hjóna á aldrinum 1 til ■ 12 ára. Móðir hans hafði rekið áfram búskapinn og hélt uppi hinu stóra heimili með sömu rausn, jafnvel þó árferði væri slæmt og aflaleysi. En brátt várð ekkjunni mikil stoð af Gísla elsta syninum. Móðir Sigfúsar unni mennt- un og kom honum til séra Ólafs Ólafssonar í Arnar- bæli, til að læra undir skóla. Þar var Sigfúsi samtíða prófessor Alexander Jóhannesson fyrrum háskólarektor. Sigfús var tvö ár í Latínuskólanum og las mest utanskóla. Að loknu stúdents- prófi sigldi hann til Hafnar og lauk þar embættisprófi í lögfræði með lofsamlegum vitnisburði. Þar starfaði hann um stund við stj órnarráðsskrifstofuna íslenzku. en gerðist síðan fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu hér heima, þá hæstaréttarritari allmörg ár. Um árabil var hann svo bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir embættisstörf sín kom Sigfús því í verk, en hann er vinnuhestur hinn mesti, að skrifa Sögu Vestmannaeyja o. fl., sem hlotið hefur góða dóma. Sem dæmi um það hve mikið verk liggur að baki Vestmannaeyja- sögunnar, má geta þess að heim- ildaskráin ein er um átta síður. ★ Hin nýja bók Sigfúsar er einnig mikið verk, um 300 bls. Þó. hún sé færð í skáldsöguiegan búning, hefur hann að bakhjarli kynstrin öll af heimildum, sem hann hefur kannað niður í kjöl- inn, farið gegnum gamlar dóma bækur og bréfabækur biskupa, yfirleitt allt sem að Tyrkjarán- inu laut. Vestmannaeyingar höfðu haft mikinn viðbúnað eftir að fréttist um ránið í Grinda- vík, ef skipin kæmu inn á höfn- ina. En ræningjarnir lentu á óvæntum stað og komu að baki þeim er vörðu og var þá eigi að sökum að spyrja. Ræningjamir höfðu rænt i Vestmannaeyjum einum um 300 manns. Eftir að búið var að smala fólkinu út á skip, héldu þau í haf og höfðu somflot suður til Alsír. Lýsir Sigfús hörmungum fólksins á leiðinni og ýmsu sem þá bar við á hinni löngu leið. Þegar til Alsír kom voru íslendingarnir reknir í land og seldir á þrælatorginu og segir frá mörgum þekktum persónum í hópi íslendinganna svo sem ,,Drottningu Algeirsborg ar“, er Ánna hét og ég tel lýs- inguna á Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu) góða. Þá er sagt frá börnum séra Jóns píslarvotts, frá Jóni Vestmann er varð fræg- ur maður í Alsír og reyndar víðar svo og systur hans Margréti er giftist spönskum aðalmanni. Frá sögnin af herleiddu stúlkunni snýst þó mest um unga stúlku er Björg hét og seld var mansali. Björg er aðalpersónan í bókinni. Sá sem hana keypti á þrælatorg» inu hugðist selja hana einum helzta höfðingjanum í Alsír. Það er sagt frá mörgu er á daga hennar dreif, lýst fundum hennar og nokkurra þeirra herleiddu kvenna er voru ánauðugar í Algeirsborg og varðveittu sína kristnu trú. Hápunktur frásagn arinnar er þegar fundum þeirra ber saman: hinnar ungu stúlku og kaupsýslumanns frá Bristol í Bretlandi, og flóttanum frá Alsír. Hún hafði hitt í hafnar- borginni Marseille ungu presi,s- dótturina frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, Margréti. Þær hafa eðlilega margt að segja hvor annari eftir langa dvöl í Barbaríinu. Margar höfðu freist- ingarnar orðið á vegum stúlkn- anna að því er ráða má af sögn- um. ★ Hverjar eru helztu heimildir þínar? Það er nú fljótsagt. Ég hefi stuðzt við Tyrkjaránssögu Kláus ar Eyjólfssonar lögsagnara á Hólmum. Afrit af þessari frum- heimild er líklegt að verið hafi á Höfðabrekku hjá niðjum Kláusar þar, en til Vestmannaeyja barst það með séra Jóni gamla Jóns- uppgjafapresti frá ICálfafelli er var tengdasonur séra Jóns Stein- grímssonar og þar varðveittist afritið hjá syni hans, séra Jóni Austmann Jónssyni að Ofan- leiti í Eyjum, en Jón Austmann var langafi minn ,sagði Sigfús. Þetta afrit er nú í Landsbóka- safninu. En eins og ég sagði þér áðan studdist ég líka við dóma- bækur o. fl. Það var handritabunki á borði Sigfúsar, og ég spurði hann hvað 1 hann hefði að geyma. Hann vildi nú sem minnst um það ræða. En það svona hrökk af vörum hans, .að hann væri búinn að safna og skrifa mikið varðandi ættir Vest- i mannaeyinga, sömuleiðis um þá | íslendinga og ættir þeirra, er | fyrstir tóku mormónatrú hér á landi og fluttust til Mormóna- ríkisins Utah. Er 1. flokkurinn kominn í ársriti Gagnfræðaskól. ans í Vestmannaeyjum, Bliki, sem Þorsteinn Víglundsson skóla stjóri gefur út. Þá á Sigfús í hand riti fleiri hundruð síður um ættir íslendinga í Danmörku. Og þegar við höfum lokið kaff- inu sýndi Sigfús mér hið fagra útsýni úr stofuglugganum á hinu vistlega heimili hans. Við okkur biasti Reykjanesfjallgarðurinn baðaður hinum rauðleitu geislum skammdegissólarinnar. Sv. P. Þjóðverji foimaSur PARÍS, 13. des. (Reuter). — Á fundi hernaðarnefndar Atlams- hafsbandalagsins í dag var vest. ur-þýzki hershöfðinginn Adolf Heusinger kjörinn formaður nefndarinnar. Mun hann taka við starfi sínu hinn 1. apríl nk. Heusinger tekur við embætti af Hollendingnum Hasselman, og er hann fyrsti Þjóðverjinn, sent kosinn er sem formað11'- ’-ern. aðar nefndar NATO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.