Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 6

Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. des. 196C Athugasemd j. Myndin er úr fyrsta þætti óperunnar „Ævintýri Hoffmanns". Magnús Jónsson sem Hoffmann og Kirsten Hermansen sem Olympia. — SVO sem kunnugt er, bauð Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna nokkrum frystihússeigenduin og forráðamönnum frystihúsa,' svo og tveim blaðamönnum til Bandaríkjanna og Bretlands í haust. 1 Morgunblaðinu 22. nóv. sl er fréttagrein úr þessari för, þar sem m. a. er veizt að Fiskmati Ríkisins á mjög niðrandi hátt, er þar að finna t. d. eftirfarandi: „í þeim hópi virtust menn sammála um, að Fiskmat Ríkis- ins, eins og það er í dag, væri einskis virði.“ Ég þekki persónulega flesta þá frystihúsaeigendur, sem boðn ir voru í þessa för og hefi haft við þá- mikið samstarf á undan- fömum árum, en samkvæmt reynslu minni af því samstarfi, átti ég ekki von á, að þau um- mæli, sem þarna eru höfð fcftir þeim ágætu mönnum, væri per- sónuleg skoðun þeirra. S. H. sem samstarfsaðili Hins vegar gefa ummæli þessi tilefni til þess að skýra frá því, að vinnubrögð S. H. á undan- I förnum árum gagnvart Fiskmati Ríkisins, hafa oft og tíðum verið 1 þannig, að vel mætti ætla, að takmarkið hefði verið að gera Fiskmat Ríkisins einskis virði, en hafi það verið eða sé ásetn- ingur S. H., hafa þær tilraunir mistekizt til þess; að öðru leyti en því áð torvelda á margan hátt hið vandasama starf, sem Fisk- mat Ríkisins þarf að inna af höndum, viðkomandi mati á fiski til útflutnings. Um þetta eru til mörg glögg dæmi, sem hægt er að leggja fram hvenær sem er, en .lengra verður ekki farið að þessu sinni. Jón Gunnarsson og matsvottorðin I blaðagrein þeirri, sem hér er vitnað í, eru þau ummæli höfð eftir Jóni Gunnarssyni, sölu- stjóra S. H., „að langt væri sið- an S. H. vjgri hætt að senda fisk- matsgerðir til annarra láhda, því ekkert mark væri tekið á þeim“. Varla verður gert ráð fyrir, að sölustjóri S. H. viti ekki hvað stendur í sölusamningum, sem hann gerir og væntanlega skrif- ar undir, en geri hann það hlýt- ur hann að segja hér ósatt af ásettu ráði, samanber eftirfar- ándi: Samkvæmt sölusamningum, sem nú eru í gildi um sölur S. H. á frystum fiski og frystri síld, áskilja m. a. kaupendur eftir- talinna landa alveg skýlaust, að með fiskinum fylgi matsvottorð frá íslenzka ríkismatinu: Vestur- Þýzkaland, Sovétríkin, Pólland, Tékkóslóvakía. Hvort sölustjóri S. H. reynir svo að fá samkomulag við kaup- endur um að ekki þurfi að skila matsvottorði, veit ég ekki um. Brezkir kaupendur á frystum fiski héðan munu ekki krefjast matsvottorða, enda ekki óeðli- legt, þegar ettirfarandi er athug- að: S. H. hefir oft sýnt mikla tregðu á því að afhenda Fisk- mati Rikisins upplýsingar úr sölusamningum, er varða gæði og mat fisksins. Þetta hefir að sjálfsögðu truflandi áhrif á, að Fiskmat Ríkisins geti gengt skyldu sinni um mat og eftirlit fisks, sem afhentur er upp í við- korr.andi samninga. Af þessum ástæðum skrifaði fiskmatsstjóri árið 1958 aðal- kaupanda S. H. í Bretlaudi, Bemast Ltd., og óskaði eftir að firmað léti Fiskmati Ríkisins í té þau samningsatriði, er vörð- uðu gæði fisks, er þeir keyptu frá íslandi. Bemfast Ltd. tók mjög vel þess ari ósk Fiskmatílns og taldi, að slikt gæti orðið öllum viðkom- andi aðilum til góðs. Hins vegar óskaði firmað eftir að bera mál- ið undir S. H. Svar S. H., sehi mun hafa ver- ið undirritað af Jóni Gunnars syni, var á þá leið, að það væri engum til gagns, að íslenzka Fisk matinu væru gefnar slíkar upp- lýsingar og lagðist á móti þvi, að það væri gert. Þetta getur varla heitið annað en tilraun til að ómerkja störf hins opinbera íslenzka Fiskmats við erlenda fiskkaupendur eða tilraun sölustjóra S. H., á frystum fiski, til þess að „ekk- ert mark verði tekið á fisk- matsgerðum", því eðlilega dett- ur manni í hug, að það sem hann segir og gerir í Bretlandi, kunni hann að gera annars staðar. Með matsvottorð til Banda- ríkjanna er rétt að skýra frá eftirfarandi: Fiskur, sem S. H. flytur til Bandaríkjanna, er fluttur þang- að óseldur í þeirra eigin geymslu, en seldur síðar. Matsvottorð héð- an hafa því ekki gildi, þegar fiskurinn er seldur síðar úr geymslu í Bandaríkjnnum, eftir misjafnlega langan tíma. Sterkt ríkismat f nefndri blaðagrein kernur fram, að Jón Gunnarsson, sölu- stjóri, óski eftir sterku ríkis- mati. Ég hefi nú lítillega sýnt fram á, að hann sjálfur og S. H. hafa unnið að því að veikja ríkis matið en ekki styrkja. Hins veg- ar gefst S. H. nú tækifæri til þess að styrkja ríkismatið á næstunni, m. a. með eftirfaran jí: Á fundi fiskmatsstjóra og yfir- fiskmatsmanna, snemraa á yfir- standandi ári, var að vel athug- uðu máli, einróma samþykkt til- laga um, að sú breyting væri gerð á skipan Fiskmats Ríkisins, að framvegis verði settir sér- stakir óháðir fiskmatsmenn til Starfa í frystihúsunum, en þau störf ekki falin starfsmönnum frystihúsanna sjálfra, sem einnig hafa önnur störf með höndum. Tillaga þessi var send hinu háa Sjávarútvegsmálaráðuneyti, ásamt greinargerð og rökstuðn- ingi. Varla mun vera vafi á því, að hið háa ráðuneyti vilji þannig styrkja aðstöðu ríkismatsins, og hér gefst S. H. tækifæri til þess að sýna í verki áhuga fyrir sterku ríkismati, með því að gera sitt til þess að auðvelda þessa breytingu sem fyrst. Erfiff störf launuff meff van þakklæti. Það vita allir, sem til þekkja, að á undanförnum árum hafa yfirfiskimatsmenn, fiskimats- stjóri og aðrir fiskmatsmenn, unnið mikil og gagnleg störf við óvenju örðug skilyrði. Finnst mér, að þessi störf yfirfiskmats- manna og matsmanna frystihúsa hefðu frekar átt þakkir skiíið frá hendi S. H., heldur en að störf þeirra væru einskis metin. Benda mætti einnig á, að hinni einu opinberu skipulegu kennslu í störfum við mat og verkun á frystum fiski, hefir verið haldið uppi af Fiskmati Ríkisins með árlegum námskeðum, sem hið háa Sjávarútvegsmálaráðuneyti hefur jafnan styrkt fjárhagsíega og á annan hátt. Hafa námskeið Magnús Jónsson syngur Hoffmann í Konunglega KAUPMANNAHÖFN, 12. des. — (Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.) — Magnús Jónsson söng í gærkvöldi titilhlutverkið í Æv- intýrum Hoffmanns, sem Kon- unglega leikhúsiff flytur nú í nokkuð nýjum búningi. — Berl- ingur skrifar, aff þaff sé þakk- arvert af óperunni aff leyfa Magnúsi að spreyta sig á þessu hlutverki. Hún hafi lítiff notaff sér hina góðu hæfileika hans, en menn minnast hinnar fögru raddar hans og góðu „leikhús- persónu“ frá frumraun hans í Trúbadúrnum. — ★ — Þar hafi leikur hans verið nokkuð stirður, en sem Hoff- mann hafi hann hins vegar ver- ið öruggur og frjálsmannlegur á sviðinu. — Röddin hefur hinn sérstaka, íslenzka tenórblæ, seg- ir blaðið. Það talar um, að fram burður hans til að byrja með hafi ekki verið sem beztur, en batnað, er á leið, og hafi þá hin- ir háu og opnu tónar hans verið hreinir og hlýir. Segir blaðið, að hann hafi túlkað Hoffmann. skynsamlega. — ★ — Politiken segir, að Hoffmann geri miklar og sérstæðar kröfur, sem mörgum reynist erfitt að uppfylla. Segir blaðið, að Magn- ús hafi ekki skapað hið rétta „Hoffmannsandrúmsloft". Rödd- in sé nú orðin fastari í skorð- um og „karaktermeiri“ en áður, en tæpast nógu full enn. — Auk þess eigi söngvarinn í erfiðleik- um með máliið. þessi vakið athygli víðar en á íslandi. Auk þessara námskeiða hefur Fiskmat ríkisins árlega efnt til svokallaðra „skyndinámskeiða" með fiskmatsmönnum úti á landi, en þau námskeið hafa átt mik- inn þátt i að auka samræmi í framleisðlunni og bæta gæði hennar. Við alla þessa starfsemi hefur Fiskmat Ríkisins jafnan gefið sölusamtökum kost á þátttöku. I Án frekari tilefna í þessu máli, verða ofangreindar upplýsingar látnar nægja. Desember, 1960. B. Á. Bergsteinsson. fiskmatsstjóri. ■HáitfiaTuétíuMMt {javuŒuís ^Mugatís , J’avcfa/'öer/ais / pökÆum SKREYTTAR ÍSTERTUR úr vanilaís og súkkulaðiís þrjár stærðir: 6 manna 9 manna 12 manna „ístertur þarf að panta með 2ja daga fyrirvara í útsölu- stöðum á Emmess ís. MJÓLKURSAMSALAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.