Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 7

Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 7
Laugardagur 17. des. 196t M O R G V iTfí I- 4 ÐIB 7 Hvað mega menn drekka? SVO spyr S. B. í Morgun'blaðinu í dag, 9. desember. Ekki furða þótt maðurinn spyrji, í allri þessari drykkjueklu á íslandi, því eitt er enn ófengið, sterki bjórinn. Hitt er allt fengið: Spán arvínið, léttu víntegundirnar og sterku drykkirnir, ýmssr teg- undir. En hvernig geta áfengis- unnendur unað því að eitthvað vanti?_______ Grein þessi er aðallega stíluð á undirritaðann og því ekki óvið eigandi að ég geri við hana nokkrar athugasemdir, þótt mér virðist hún vera harla ómerki- leg og reyndar hið mesta rugl. Hin hlýlegu orð til mín í upp- hafi greinarinnar missa marks, því að augljóst er mért að mað- urinn hefur allt annan mann í huga. Ég hef aldrei átt neitt „hnúðprik", og aldrei stutt mig við slíkt og hef aldrei heldur látið ,.hattinn hallast út í hægri vangann“, ekki heldur hinn vinstri. Ég hef óbeit á öllu skökku, hvort sem það er höfuð fat, dyrahurð eða málsmeðferð. Þetta er því hreint og beint rugl um mig, en reyndar hégómi. En S. B. hlýtur að eiga við annan mann. Hann vegur að okkur bind- indismönnum með þessum venju legu vopnum andstæðinga okk- ar, en þau eru sannarlega ekld hermannleg. Brigzlyrði um skyn semisskort, blindni og ofstæki. En hvort skyldi nú vera meiri blindni, að berjast gegn því, sem böli veldur eða greiða því veg. Óvíst að það séu skynsöm- ustu mennirnir, sem brigzla öðr- um um skynsemisskort, en önn- ur vopn hafa andstæðingar okk ar ekki. Þeir vita mæta vel að ekkert er á bak við alla áfengis- sölu annað en gróðafíkn og nautnasýki. Hvorugt göfugt. Það ! er lúaleg aðferð, að reyna stöð- | ugt að lítilsvirða menn, í stað ! þess að færa fram einhver hald góð rök, en í máli andstæðinga j okkar eru þau ekki til. S. B. telur okkur bindindis- menn jafndómbæra á það, hvað menn skuli drekka, eins og i blinda stúlku á litaval. Gáfulega I talað! Skyldu menn ekki geta ; talað um skaðsemi éiturnautna, j ópíum og annarra, nema vera ópíumþrælar sjálfir. Slíkt fleip- ur er sannarlega ekki svaravert. S. B. vill að menn séu látnir í friði með það, hvað þeir drekka, en þessi „skynsami“ maður hlýtur að vita, að þeir I sem drekka láta ekki aðra í friði, i því hafa dagblöðin lýst rækilega j síðastliðin ár, og þess vegna lát- um við þá í friði með þann drykk, sem sviftir þá oft ráði og rænu, gerir þá hættulega menn á heimilum, í allri meðferð og stundum að glæpamönnum. — Heimskulegri fullyrðingar eru ekki til en þær, að áfengisneyzla sé einkamál manna. Hún er þjóð sannarlega ekki. Hún er þjóð- félagsvandamál og margur á um sárt að binda vegna þess vandamáls. Og þetta fólk, sem S. B. telur að „kunni að neyta áfengis" og eigi *því að vera „óáreitt", er engu síður hættu- legt fólk í þessum efnum, því að fordæmi þess hefur leitt margan manninn út á glötunarbraut. Að vilja alltaf mæla áfengisneyzl- unni bót, þrátt fyrir alla reynzlu manna — ófagra, og allar vís- indalegar sannanir um skaðsemi áfengisins, er sannarlega að berja ,,höfðinu við steininn", en ekki stefnufesta okkar, sem viljum útrýma bölvaldinum. Það eru hrein ósannindi S. B. að í Englandi og Danmörku sé | ekkert ölvandamál. Hvað eftir j annað hafa danskir læknar skrif j að um það atvinnutjón og fleirij meinsemdir, sem ölþamb manna oft ’veldur í Danmörku, að neita slíku er að berja höfðinu við ( steininn. Slíkt er „leiðindastarf“ | en ekki stefnufesta okkar bmd- indismanna, en að fást við slík- j an málflutning eins og hjá S. B. er leiðindastarf. Við erum farnir að venjast því, bindindismenn, að heyra ýmsa ferðalanga fullyrða, að meðal ýmissa þjóða sé áfengis- neyzlan ekkert vandamál, þær eigi „áfengismenningu“, og er þá oft vitnað í Frakka, en hvað segir svo frakkneska stjórnin um þessar mundir. Nýlega sögðu blöð á Norður- löndum, einnig hér heima, frá baráttu ríkisstjórnarinnar í Frakklandi gegn áfengisneyzl- uni. í einu NorðurJandablaði las ég nýlega, að Debré forsæt- isráðherra Frakka hefðí fyrir skömmu sagt í ræðu, að á 14 árum hafi dauðsföll af völdum áfengisneyzlu tólffaldast, lit’rar- sýkisdauðsföllin sexfaldast, en þessi sjúkdómur er fylgiíiskur áfengisneyzlunnar, tala geðsjúkl inga af völdum áfengisneyzlunn ar, sem þarfnast hælisvistar, hafi átjánfaldast, og helft allra glæpa í landinu sé framin undir áhrifum áfengis. — Þetta voru orð ráðherrans. Ekki skortir þó drykkjufrelsið í Frakklandi og þar er úr nógu að velja. En for- ustumenn þjóðarinnar telja um málum vinnum, höfum oft hana nú í mikilli hættu af völd- orðið að leggja á okkur, og ekki með hina: — Fyrsta flokks mjög útbreiddu — pólsku rafmagnsmótora fyrir riðstraum og jafnstraum Margar tegundír og gerðir. Umboðsmenn : Trans-ocean, vöru- og skipamiðlun Hólavallagata 7, Keykjavík, Sími: 13626. Verðlistar og vörulýsingar eftir beiðni. E1 n ksútflytjenflur : POLISH FOBEIGN TKADF COMPANY FOB ELECTKICAL EQUIPMENT Ltd. £lékMm Warsxawa 2, Czackiego 15/17 Poland Símnefni: ELEKTRIM-Warszawa P.O. Box 254 um þess frelsis. Þá reynir S. B. að lítilsvirða okkur bindindismenn fyrir það að gera bindindisstarfið að at-' vinnuvegi. Ég skora á hann að, gera áfengið landrækt og við skulum fagna því að missa at- vinnuna. Þótt ég kunni ekk; að jafnast á við hann að gáfum og skynsemd, hefði ég vel treyst mér til að fá betur launað starf, j en þetta, sem áhugi minn þok- j aði mér út í. Vill þá S. B. láta' leggja niður öll félagsmála-1 störf, alla starfsemi, sem leggst. gegn ómenningu, bæði kirkju-| legt starf, fræðslustarf og annaðj þessháttar? Er ekki bindindis- starfsemin einn liðurinn í slíku j menningarstarfi. S. B. talar svo gáfulega um þetta, þenna „kát- lega atvinnuveg að lifa af þvi að drekka ekki.“ Er það nú and- leg skerpa. Veit hann um ein- hverja af öllum þeim sæg á ís- landi, sem ekki drekkur, sem er borgað kaup fyrir það eitt að drekka ekki? Mundi S. B. nokkru sinni leggja á sig allt það erfiði, sem við, sem að þess- ævinlega fyrir hátt kaup. Það er líka skakkt með farið, að ég sé launaður erindreki góð- templarareglunnar. Það hef ég ekki verið hátt á annan áratug, þótt ég ferðaðist fyrir hana á árunum eftir 1930. En þótt ég hafi haft algerlega frjálsar hend ur í bindindisstarfi mínu og mátt vinna að slíku menningar- starfi á breiðum grundvelli, nef ég aldrei sett mig úr færi um að vinna Reglunni það gagn sem ég hef mátt, vitandi að hún er sterkasta reipið, og ég félagi hennar yfir 40 ár. Styrjaldir og áfengisbölið eru verstu óvinir mannkynsins, en lífseigir. Á bak við báða er gróðafíkn og alls konar eigin- girni. Að vinna gegn þessum mannfélagsmeinum, er að vera í þjónustu Guðs og góðra mál- efna, en slíkir sleppa sjaldan við aðkast og getsakir. Til slíkra vopna verður að grípa, þegar önnur veglegri eru ekki fyrir hendi. Pétur Sigurðsson. Frá hinu þekkta íirma O Pragoexport FLYTJUM VIÐ INN ALLAR TEGUNDIR AF guihimi hS ImKm m IIWOIEUHI PAPPA Fsest í öllum uejitu serverzlunum landsins M lÍMJliglA/QM ÍP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.