Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 17. des. 1960 NÚ ER HVER síðastur að kaupa Electrolu kæliskáp til afgreiðslu fyrir hátíðar, en hann er ennþá, ódýrastur allra kæliskápa af svipaðri stærð og gerð. 7,4 kubikíet (210 lítra) Hátiðaskilmálar. Electrolux-umboðið h l-iitunv Laugavegi 176. Sími 36 200. Andlit Bdlu-Hjálmars Svar tíl Ríkharðs Jónssonar, myndhóggvara í RITDÓMI um bók Finns Sig- mundssonar, Bólu-Hjálmar, sem ég skrifaði í Morgunblaðið 8. þ. m., bar á góma mynd Ríkarðs Jónssonar af Hjálmari. Gat ég þess í ritdómnum, að fróðlegt væri að lesa það, sem Finnur tíndi til af lýsingum þeirra manna á Hjálmari, sem sáu hann með eigin augum, enda þótt þeim beri nokkuð á milli, og segi síð- an orðrétt: „Þó kemur flestum saman um, að mynd sú, sem Ríkarður Jónsson gerði (þ.e. af Hjálmari), sé ekki vitund lík honum". Vera má, að það hafi ekki kom ið nógu skýrt fram í ritdómn- um, að hér er átt við, að flestir þeirra manna, sem lýsa Hjálm- ari í bók Finns, láta þess getið, að mynd Ríkarðs líkist honum ekki. Svo mikið er víst, að Rík- arður Jónsson hefur ekki skilið þessa setningu mína á þann veg, heldur álítur í svargrein sinni í Morgunblaðinu 13. þ.m., að hér eigi ég við almenning í landinu. Það er vitaskuld misskilningur. Almenningur í landinu hefur eng in tök á að segja til um, hversu lík Hjálmari mynd Ríkarðs kann að vera, því sennilega er enginn lengur á lífi, sem bæði sá hann og man vel eftir honum. Xjarni málsins er sú staðreynd, að flest- ir þeirra, sem sáu Hjálmar með eigin augum og látið hafa í ljós álit sitt á mynd Ríkarðs, segja, að hún sé ekkert lík honum, Það er þetta, sem ég tek fram í rit- dómnum. Orðum mínum til skýr- ingar vitnaði ég til lýsingar Árna á Geitaskarði á Hjálmari, vegna þess hve nákvæm hún er. I svargrein sinni segir Ríkarð- ur, að ég „finni mynd sinni flest til foráttu“. Þetta er rangt. Ég sagði ekkert um myndina annað en það, að flestum kærni saman um, að hún væri ekkert lík Hjálmari — þau orð skal ég rök- styðja — og búið væri að nota hana um of, þegar það væri haft í huga. I vörnum sínum fyrir mynd- inni segir Ríkarður, og vill með því sýna, á hve traustum grunni hann standi: „Bólu-Hjálmars- myndina gjörði ég fyrir áeggjan séra Jónasar á Hrafnagili og und ir hans umsjá“. Og síðar í grein- inni: „Það er mjög eðlilegt, að þeir séra Jónas á Hrafnagili og Árni á Geitaskarði litu sínum augum hvor á silfrið. Hafa þeir séð hann (þ. e. Hjálmar) á mjög misjöfnum aldri, séra Jónas hef- ur séð hann með augum hins þroskaða manns, en Árni, sem var miklu yngri maður, hefur sjálfur verið allungur, en Hjálm- ar gamall, er þeir sáust“. Hér fer Ríkarður mjög villur vegar. Árni á Geitaskarði var j ekki „miklu yngri maður" en Jónas, heldur var hann fjórum árum eldri, fæddur árið 1852, en Jónas ekki fyrr en 1856. Það er því fremur Árni, sem „séð hefur Hjálmar með augum hins þrosk- aða manns“, vegna þess að hann er 23 ára, þegar Hjálmar lézt, en Jónas aðeins 19 ára. Varð Árni ráðsmaður á Geitaskarði þegar árið 1873 (tveimur árum fyrir dauða Hjálmars), sem sýnir, að hann hefur verið bráðger. Þá er og vitað, að Hjálmar fór í sínar tíðu ferðir vestur í Húnavatnsr sýslu fram til hins síðasta og Árni vaxinn upp á þeim slóðum þar, sem Hjálmar heimsótti hvað oftast. Er því alveg víst, að hann hefur staðið vel að vígi, þegar hann lýsir honum. Enda segir svo í bók Finns (endurprentun á grein úr Eimreiðinni): „Átti Arni þá (þ. e. á uppvaxtarárum sínum) heima í Holti í Svinadal, en þangað kom Hjálmar ætíð (leturbr. mín), er hann var á kynnisferðum um Langadal“. Þó enginn dragi ágæti Jónasar á Hrafnagili í efa, tel ég, að hann hafi ekki haft betri tök á að segja rétt til um. útlit Bólu- Hjálmars en Árni á Geitaskarði. Undirfyrirsögn svargreinar Rík arðs í Morgunblaðinu hljóðar: Fróðleikur, sem ekki má gleym- ast, og á hann þá við þann rök- stuðning, sem sanna á gildi mynd ar hans. Lesandi, ókunnugur málavöxtum, gæti því haldið, að í grein sinni drægi Ríkarður fram ný, haldgóð atnði, máli sínu til stuðnings. Svo er þó ekki. Allt, sem hann tekúr fram, stend- ur þegar á prenti, a. m. k. á tveimur stöðum, bæði í Eimreið- inni og nú í bók Finns Sigmunds- sonar. Einna mesta áherziu legg- ur hann á álit Courmonts, sem vitaskuld sá Hjálmar aldrei, og hafa orð hans því sáralitla þýð- ingu í þessu 'sambandi, hversu mikla aðdáun sem hann kann að hafa haft á skáldskap hans Önn- ur vitni á bandi Ríkarðs eru Bjarni Matthíasson, hringjari í Dómkirkjunni, sem sá Hjálmar aðeins einu sinni, nokkra daga að sumri til árið 1862. Var Hjálm ar þá gestkomandi í Stóradal í Húnavatnssýslu, en Bjarni sum- armaður þar, 17 ára að aldri. Hitt vitnið er nafnlaus rukkari, : sem á að hafa séð myndina sem snöggvast, nýlega fullgerða, á vinnustofu Ríkarðs og sagt, að hún væri lík Hjálmari, sem hann hefði kynnzt fyrir norðan. Gegn þessum mönnum standa ekki ómerkari vitni en Einar H. Kvaran og Indriði Einarsson. Eft ir þeim fyrrnefnda hefur Snæ- björn Jónsson þau orð, „að ekk- ert geti verið ólíkara Hjálmari en mynd Ríkarðs", og Indriði Einarsson segir, að hún sé „alls endis ólík þeim, sem hún á að vera af.“ Þá leitaði Snæbjörn, einnig álits Þorláks Vigfússonar Reykdals, bóksala, á Bólu-Hjálm- arsmyndinni. Hafði hann haft kynni af Hjálmari og mundi hann vel. Fer hér á eftir orðrétt frásögn Snæbjarnar: „--------ég mætti honum (þ. e. Þorláki) í Aðalstræti við gamla kirkjugarð inn og spurði, hvort hann hefði séð mynd Ríkarðs af Bólu-Hjáim ari. Hann kvað svo vera. „Virð- ist þér hún lík Hjálmari?" spurði ég. Þorlákur gekk við giidan krókstaf. Greip hann nú um legg inn á stafnum með snöggu taki og brá honum þannig á loft, svo hann lét höndina nema við vanga sér. „Ekki fremur en stafuriun sá arna“, svaraði hann“. Þyngst á metunum, ásamt lýs- ingu Árna á Geitaskarði, ei þó sennilega álit Símonar Eiríksson- ar bónda í Litladal í Skagafirði. Um hann segir Sigurður Nordal: „Símon var sonur Eiríks hrapp- stjóra Eiríkssonar í Djúpadal og var fæddur 1843. Mátti hann muna Hjálmar manna bezt, því hann átti heima á næstu grösum við hann, var rúmlega þrítugur, þegar Hjálmar dó, en sjálfur at- hugull og langminnugur". Sím- oni farast svo orð í bréfi til Sig- urðar Nordals: „Ég hef séð mynd af honum (þ. e. Hjálmari) eftir Ríkarð Jónsson, og er hún meist- aralega gerð. En þó er hún ekki lík að útliti, sem ekki er von, þar hann sá aldrei karlinn". Af framansögðu, sem allt er tekið úr riti Finns Sigmunds- sonar, ætti að vera ljóst, að það var ekki hleypidómur minn, þeg- ar ég sagði, að flestum kæmi sam an um, að mynd Ríkarðs af Hjálmari væri ekkert lík honum, því þar studdist ég við úrskurð dómbærustu manna. Undir þann úrskurð hlýtur Ríkarður að beygja sig. Það er í sjálfu sér eng in gagnrýni á Ríkarð sem mynd- gerðarmann, þó honum tækist ekki að teikna viðhlítandi mynd af Hjálmari með því áð styðjast við andlit afkomenda hans og lýs ingar annarra manna á honum. Það hefði vafalaust vafizt fyrir fleirum en honum. Hins vegar er ófært, að mynd hans sé haldið að þjóðinni undir því yfirskini, að hún sé vel heppnuð og sýni, hvernig Bólu-Hjálmar var í fram an, fyrst hún gerir það ekki. ís- lendi-ngar hafa orðið að una því, að ekki eru til neinar myndir af mörgum mestu mönnum þjóðar- innar. Er skárra, að,Hjálmar bæt ist í þann hóp, en birt sé af hon- um í þaula mynd, sem á sér litla sem enga stoð í veruleikanum og þannig blásið að kolum rangr- ar hugmynda um hann. Hins veg- ar er ekki hægt að amast við mynd Ríkarðs, sé hún eingöngu skoðuð sem hans persónulega túlkun á því, hvernig Bólu-Hjálm ar hafi átt að líta út, eftir skáld- skap hans að dæma,1 því um það atriði er hverjum frjálst að hafa þá skoðun, sem honum sýnist. , l Hannes Pétursson. ULLAR OG MYLOMKJÓIA er auðvelt að prjóna heima ORION Universal Peysur — pils — blússur, barnaföt, ábreiður, vett- lingar, sokkar, treflar. Orionprjónavélarnar hafa hlotið óskorað lof hjá öllum þeim konum sem hafa notað þær hér á íslandi. Orion-Universal er talin fullkomnasta tveggja- nálaborða prjónavélin sem enn hefur á mark- að komið; handhæg, lipur og sterk, með á- byggðum umferðateljara. Orion-Electric er fyrsta 2ja nálaborða prjóna- vélin sem á markað kemur. Mótorinn er fót- stýrður og hendur því frjálsar. Orion-prjónavélamar prjóna úr sverasta ull- argarni og fínasta nælongarni. Við eigum birgðir af O K I O N prjónavélum á leiðinni. Pantið fyrir jól. ORION-umboðið Bolholti 6 — Sími 35124. ^j/ocií

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.