Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 15

Morgunblaðið - 17.12.1960, Side 15
Laugardagur 17. des. 1960 MORGVNRLAÐ1Ð 15 I Herdís Finnbogadóttir frá Fögrubrekku HINN 30. sept. sl. lézt í sjúkra- húsinu á Akureyri frú Herdís Finnbogadóttir frá Fögrubrekku í Hrútafirði eftir langvarandi vanheilsu. Ég vildi leyfa mér að minn- ast þessarar frænku minnar með fáeinum orðum. Herdís var fædd 15. júlí 1895 að Fögrubrekku, dóttir hjón- anna Finnboga Jakobssonar, bónda þar og Sigríðar Ólafs- dóttur, Pálssonar, dómkirkju- prests. Voru þau hjón náskyld, af öðrum og þriðja lið frá séra Þorvaldi Böðvarssyni í Holti. Finnbogi var greindur maður, gleðimaður og góður hestamað- ur. Hann bjó góðu búi á þeirra tíma mælikvarða. Sigríður var skemmtileg kona og létt í lund og hafði yndi af tónlist. Mér er sagt, að hún hafi leikið á harm- oniku og sungið með allt fram á efri ár og var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kom. Þau Finnbogi og Sigríður önd- uðust bæði í hárri elli á heimili Herdísar á Akureyri, en þar höfðu þau notið frábærrar um- önnunar hennar og manns hennár síðustu árin. Herdis ólst upp í föðurgarði í glöðum systrahópi og mótaðist heimilisbragur allur af glaðværð og léttleika og fylgdi það vega- nesti henni æ síðan. Tvítug gift- ist hún hinum ágætasta manni, Gísla R. Magnússyni, verzlunar- manni, ættuðum úr Hörgárdal og stofnuðu þau heimili á Akur- eyri. Var hjónaband þeirra óvenju ástúðlegt og hamingju- samt frá fyrstu stund til hinnar hinztu og hygg ég, að í þessi 45 ár hafi þar aldrei fallið eitt styggðaryrði á milli. Börnin eru 4, Sigríður, kona Júlíusar Jónssonar bankastjóra á Akureyri, Rósa, kona Gunn- laugs Jóhannessonar húsgagna- smíðameistara á Akureyri, Finn- bogi stýrimaður, kvæntur Sól- veigu Sigurðardóttur, búsettur í Reykjavík, og Magnús banka- maður á Akureyri, kvæntur Ásu Ingólfsdóttur. Um það leyti er Herdís og Gísli reistu bú á Akureyri gerð- ist Gísli bókhaldari hjá Af- greiðslu Skipaútgerðar ríkisins þar og gegnir hann því starfi enn. Herdis tók miklu ástfóstri við Akureyri og Eyjafjörð og festi þar rætur. Hún bjó manni sínum og börnum ástúðlegt og aðlaðandi heimili og helgaði því alla krafta sína. Hún var frá- bærlega frændrækin og gestris- in og var höfðingi heim að sækja og veittu þau hjón af mikilli rausn. Ég hef fáum heimilum kynnzt, þar sem húsbændurnir voru jafn samhentir um að láta gest- um líða vel og á þann hátt, að öllum fannst þeir vera heima hjá sér. Fjöldinn allur af ætt- ingjum og vinum og vinum barna þeirra Herdísar og Gísla, er dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Akureyri við nám eða störf, áttu sitt annað heimili hjá þeim í Strandgötu 15. Þeir, sem áttu þar athvarf, þurftu ekki að vera einmana né utangarðs á Akureyri. Herdís átti alltaf samleið með Ungu fólki og hafði gaman að hafa það hið næsta sér. Hún og Gísli voru alltaf þátttakendur í gleð- skap unga fólksins, en ekki vandlætingarsamir áhorfendur eða siðapostular, eins og svo oft vill verða um þá eldri í við- horfi þeirra til hinna yngri. Herdís var ákaflega glaðlynd, eins og hún átti kyn til, glettin og gamansöm. Kímni hennar var þó ætíð græskulaus og meiddi aldrei nokkurn mann. Hún var hreinskilin, hispurslaus, hégóma- laus og gerði sér ekki raanna- mun. Hún stóð sig eins og hetja í baráttunni við þann sjúkdóm, sem að síðustu varð lífsvilja hennar yfirsterkari. Hún sýndi þar hugrekki og hetjulund og heyrðist aldrei kvarta, en hún þráði lífið og vonaði fram til hins síðasta, að sér yrði unnt nokkurra ára í viðbót. Hún vann engin st<5rvirki á opinberum vettvangi, tók ekki þátt í félagsmálum svo nokkru næmi og reisti sér ekki neinn bautastein á því sviði. En minn- ingin um hana skipar öndvegi í hjörtum allra, er kynntust henni og er þeim ógleymanleg og henni verðugur bautasteinn eru börn hennar og afkomendur all- ir. — Blessuð sé minning hennar. Kristín Þorbjarnardóttir. BLÓIVIASKREVTINGAR og allskonar gjafavdrur BLÓMABÚÐIN RUNNI Sími 34174. Hrísateig 1 (gegnt Laugarneskirkju). Afgreiðsla Afgreiðslumaður óskast í bifreiðavarahlutaverzlun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. með eiginhaldar undirskrift, merkt: „Bílabúð — 1440“. Bókin, með yfirlætislausa nafninu, „Frá Suðurnesjum44 flytur áhrifamiklar frásagnir frá liðinni tíð á 400 blað- siðum með nokkrum myndum, Bókin hefir hlotið lof merkustu manna. „Frá Suðurnesjum" er tilvalin jólagjöf sjómönnum og fróð- leiksunnendum. Fæst í öllum bókabúðum hér og víða um land. ÚTGEFENDUR. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAG A 77. Pá. hljóp fram piltur einn frumvaxta, heldur svip- legur, og mælti til Gretfcis: „Undarlegur háttur er nú hér í landi þessu, þar sem menn skulu kristnir heita, að 111- virkjar og ránsmenn og þjóf- ar skulu fara í friði og gera þeim skírslur. En hvað myndi illmenninu fyrir verða, nema forða lífinu meðan hann mætti. Hér er nú einn ódæðamaðurinn, er sannreynd ur er að illvirkjum og liefur brennt inni saklausa menn, og skal hann þó enn ná und- anfærslu, og er þetta allmikill ósiður“. 78. Hann fór að Gretti og rétti honum fingur og skar honum höfuð og kallaði hann margýjuson og mörgum öðr- um illum nöfnum. Gretti varð skapfátt mjög við þetta og gat þá eigi stöðvað sig. Grett- ir reiddi þá upp hnefann og sló piltinn undir eyrað, svo að hann lá þegar í óvitl, en sumir segja, að hann væri dauður þá þegar. En enginn þóttlst vita, hvaðan sá piltur kom eða hvað af honum varð, en það ætla menn helzt, að það hafi verið óhreinn andi, sendur til óheilla Gretti. 79. Nú varð hark mikið í kirkjunni, og var nú sagt til konunginum, að sá beröist iim, sem Járnið skyldi bera. „Mikill ógæfumaður ertu, Grettir“, sagði konungur, „er nú skyldi eigi skírslan fram fara svo sem nú var allt tii búið, og mun elgi hægt að gera við ógæfu þinni. Nú skaitu fara í friði fyrir mér, hvert er þú vilt, vetrarlangt, en að sumri fer þú út til ís- lands, því að þar mun þér auðið verða þín bein að bera“. 80. Að jólum kom Grettir til þess bónda, er Einar hét. Hann átti dóttur gjafvaxta, er Gýríður er nefnd. Hún var fríð kona og b«tti harla ^óður kostur. Svo bar til einn dag á jól- unum, að komu til Einars bónda illvirkjar margir sam- an. Hét sá Snækollur, sem fyrir þeim var. Hann var ber- serkur mikill. Hann skoraði á Einar bónda, að hann skyldi leggja upp við hann dóttur sína, eða verja hana, ef hann þættist maður til. t 4. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 17. des. 1960. GÍRAFFINN Jonna Ármannsdóttir, Háteigsvegi 18, Vestmannaeyjum, sendi Lesbókinni þessa ágætu mynd af gíraffa. Ifann er teiknaður með því að raða saman tölustöfum og ef þú legg- ur saman ailar tölurnar, getur þú reiknað út, hvað gíraff- inn er hár. Við þökkum Jonnu fyrir bréfið og myndina og hérna eru svo nokkrir fróðleiksmolar um gíraffann: Helzta einkenni gír- affans, er hinn langi háls, sem verið hefur mörgum dýrafræðingum ráðgáta. Franski náttúrufræðing urinn Lamarck, kom fram með skemmtilega kenningu um það, hvers vegna gíraffinn væri svona hálslangur. Hann hélt að einhvern tíma hefði gíraffinn verið miklu hálsstyttri, og smám saman hefði háls- inn lengst, af því að hann hafði þann sið að teygja sig stöðugt hærra og hærra til þess að geta et- ið mýkstu og safamestu sprotana sem uxu efst í limi trjánna. Ekki fallast dýrafræðingar nú al- mennt á þessa skoðun, en það er rétt ,að við fæðu- öflun kroppar gíraffinn limið í trjákrónunum. Gíraffinn er hæstur allra dýra, hann verður oft 18 feta hár, þegar hann er fullvaxinn. Fram og afturfætur eru næst- um jafn háir, en fram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.