Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 16

Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 17. des. 196b Sterkir stofnar Björn R. Árnason Sterkir stofnar Þættir af Norðlendingum Kvöldvökuútgáfan Akur- eyri 1960 Kristján Bldjárn segir í for- mála bókarinnar: „Mörgum þyk- ir Svarfaðardalurinn einn hinn stórhreinlegasti dalur á íslandi, grasi vaxinn á láglendi og upp eftir hlíðum, en fjöll há og brött og stórskorin með sviphreinu yf- irbragði. Þar er snæsamt um vet- ur og landrými af skornum skammti; en samt er þar fjöl- byggðara en í lestum sveitum öðrum, jarðir margar en smáar og hefur svo verið frá fornöid, að setinn var Svarfaðardalur. Þar hafa að meginstofni búið sömu ættirnar svo lengi sem sög- ur greina, og kunna fróðir menn að rekja þræðina í þeirri bendu fram og aftur, fáir þó betur en fræðaþulur sá, sem er höfundur þessarar bókar, Björn Runólfur Árnason frá Atlastöðum". Eins og lesandi minn mun þeg- ar renna grun í er hér á ferðinni bók um svarfdælskt fólk, rituð af svarfdælskum manni, sem kann skil á efni og aðstæðum af löngum kynnum við fólkið af bú- setu í byggðinni. fslenzkar sveit- ir hafa margar átt merka fræði- menn, sjálfmenntaða, og svo er enn sem betur fer. Björn R. Árnason er einn í þeirra hópi og hefur það fram yfir marga slíka menn, að hann ritar fagurt mál og stílhreint svo af ber. Veit eg þá líkasta um stíl og frásögn alla Magnús bónda á Syðra-Hóli og hann. Tungutak þeirra er hreint og fágað, líkt og hjá snill- ingunum nafnlausu forðum er stílfærðu sögur á gullaldar tíman um. Björn segir í þessari bók frá ævi og starfi fólks er hann hef- ur kynnzt af eigin raun og gjör- þekkir. Lýsingar hans eru öfga- lausar og látlausar. Hann kann góð skil á ættum og uppruna fólksins og mannlýsingar hans eru kjarnyrtar og vel gerðar. Eg efast ekki um, að öllum, sem ætt- fræði og mannfræði unna verð- ur þessi bók mjög kær, og hún verður ábyggilega ekki látin ó- lesin í bókaskáp né fyllast þar ryki, því svo hugþekk er hún og góð til kynna. Eins og mönnum er kunnugt er fátt í íslenzkum blöðum og tímaritum, sem fólk sækist eins mikið eftir til lestrar eins • og greinar um fólk, ritaðar af ein- hverju tilefni. Margar slíkar grenar eru ágætlega ritaðar og hinar fróðlegustu og þvi ekki undur að þær séu lesnar. Björn R. Árnason er með ritfærari mönnum í þessari grein. StiJl hans er látlaus en kjarnyrtur, lipur en laus við malalengingar og orðgnótt. Hann er alþýðlegur og líkist mjög tung'-UEki norð- lenzKs sveitafólks eins og það er fegurst, mótað af lestri forn- sagna og snjöllum aiþýðukveð- skap. Svarfdælsku fóiki er re:st- ur óbrotgjarn minnisvarði í pesv ari bók. Eins og ég hef þegar minnzt á er .talsverður ættfræðiíróðleikur í þessari bók. En þao skyldi eng- inn halda, að það sé purr fróð- leikur. Þvert á móti. Stíli Björns og frásagnarkynngi gefur frá- sögninni alltaf svo mikið líf, að mér þykir á stundum að efnið verði töfrandi í mótun hans. Svo kann þessi norðlenzki bóndi vel að rita alþýðlegan fróðleik. Eg veit, að fólk um land allt hefur mikla ánægju af lestri slíkrar bókar sem Sterkir stofnar hún er bók, sem er eins og skrifuð út úr hjarta þjóðarinnar. Sterkir stofnar er vel útgefin bók. í henni er fjöldi mynda af fólkinu, sem Björn ritar um. Gef- ur það bókinni mikið gildi og er til mikils ánægjuauka. Dr. Krist- ján Eldjárn þjóðminjavörður rit- ar formála bókarinnar. Hann seg ir meðal annars: „Björn Árnason er ekki fræðimaður af þeirri gerð, sem safnar í sarpinn þurr- um fróðleik til þess að láta hann liggja þar ávaxtalausan. Ártöl og nöfn og aðrar slíkar staðreyndir þykir honum þunnur kostur við- bitslaus. Fróðleikurinn þykir hon um léttvægur, ef ekki sér alls staðar til manna með holdi og blóði. Hann vill sjá einstakling- inn fyrir sér, gera grein fyrir persónu hans og skilja hana. Og hann vill draga upp mynd hans og miðla öðrum. Þar kemur rit- höfundurinn til skjalanna. Björn hefur sjálfur lýst því skemmti- lega, hvernig hann lærði að draga til stafs við móðurhné, og snemrna byrjaði hann að skrifa, að móta úr þeim efnivið, sem menn og saga lögðu honum í hendur. . . . Björn skrifar viðhafn arlegan stíl og kappkostar að láta orðgnótt og myndauðgi ís- lenzks máls magna og krydda efni það, sem um er ritað. Mjög er hann hneigður til orðkynngi, og réttur frásagnarsnillingur má hann heita, þegar bezt lætur“. Eg gleðst af því að afstöðnum lestri þessarar bókar, hve alþýðu menn í sveitum landsins svipar enn til hinna fornu ómenntuðu manna, sem bezt rituðu íslenzku áður fyrr. Og það er von min öll að gvo verði um komandi ár. Jón Gíslason. j Nœlonkjólar á 1—6 ára. MJW Austurstræti 12. Ódýr - S'.iJÖRT Stærðir: 2ja til 14 ára Verð kr: 98:— til 118.— Kaupið barnafatnaðinn á gamla verðinu. (Smásala) Laugavegi 81. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 hluti dýrsins er mun hærri en afturhlutinn, svo að lendinni hallar mjög aftur. Höfuðið er lít fð og mjótt, en augun, sem eru dökk og mild, valda því að svipurinn er góðlátlegur og sakleysis- legur. Eyrun eru stór og heyrnin svo næm, að hann heyrir hið minnsta hljóð. Skörp heyrn og sjón, samfara afarnæmu lyktarskyni, valda því að erfitt er að komast að gíraffanum óvörum og hann er fljótur að skynja hættu. Eitt af því undar- legasta við hann er, að hann er algerlega mál- laus og getur ekki gefið frá sér neitt hljóð. Milli eyrnanna sitja tvö, stutt horn, þakin hærðu skinni. Tungan er oft hálft ann- að fet á lengd og hann getur beitt henni að slíkri nákvæmni, að hann tínir lauf af greinum, sem eru alsettar skörpum þyrn- um, án þess að stinga sig. Hárið á gíraffanum er stutt og mjúkt og litur hans er svo líkur um- hverfinu, sem hann lifir í, að mjög skarpa sjón þarf til að koma auga á hann. Húðin er þykk og ágætlega fallin til að gera úr henni sterkt leð- ur. Það hefur orðið til þess, að gíraffinn hefur verið svo mikið veiddur, að sums staðar hefur bon um næstum verið út- rýmt. Gíraffinn gengur ekki á venjulegan hátt, heldur fer í smástökkum, en hann hleypur svo hratt, að enginn hestur getur fylgt honum. SAGAN gerist í Banda- ríkjunum og fjallar um sjónvarp og reimleika. Fjölskyldan sat í hálf- rokkinni stofunni og horfði á hrollvekjandi mynd í sjónvarpinu, sem gerði alla dálítið smeyka. Þegar spenningurinn náði hámarki, heyrðist ein- kennilegt krafs og hvæs, sem virtist koma ein- hvers staðar innan úr hús inu. Fyrst hélt fólkið, að ímyndun þess hefði faríð með það í gönur, en þeg- ar myndinni var lokið, urðu þessi hljóð ennþá há værari. Fjölskyldan varð svo skellkuð, að enginn þorði að athuga málið, heldur var hringt í lög- regluna og hún beðin um aðstoð. Tveir stórir og sterkir lögregluþjónar rannsökuðu öll herbergin, vopnaðir skammbyssum, og hugðust gripa inn- brotsþjófinn. En þeir fundu engan. Ólætin héldu samt áfram og mál ið varð ennþá dularfyllra. Loks hugkvæmdist öðr um lögregluþjóninum að ná sér í kúst og reka skaftið upp í reyk'náfinn. Niður í herbergið valt ugla, kolsvört af sóti. Hún hafði valdið öllum þessum gauragangi, þeg- ar hún var að reyna að komast burt úr þessum óskemmtilega dvalarstað. Afríka er heimkynni gíraffans. Skæðasti óvin- ur hans er ljónið. Gíraff- inn reymr jafnan að bjarga sér á flótta, þegar á hann er ráðizt. Ef hann á ekki annars úrkosta, snýst hann samt stundum til varnar. Hann getur varizt af hreystj með því að sparka frá sér með aft- urfótunum og þó einkum með því að láta höfuðið ganga niður á óvininn eins og nokkurs konar fallhamar. Slík högg geta ÆSIR og ÁSATRÚ jafnvel orðið ljóninu| hættuleg, enda ræðst það aldrei framan að gíraffa, heldur læðist að honum aftan frá og ræðst á hann frá hlið. Gíraffarnir halda sig í smáum hópum, oftast í nánd við vatnsból. Þeir sem eiga heima í Kala- hari eyðimörkinní geta þó verið án vatns allt að mánaðartíma í einu. Gaman er að sjá, þeg- ar gíraffi er að drekka, eða ná í eithvað af jörðu. Hann nær ekki niður með höfuðið nema með því móti að glenna sundur framfætuma, en hann er þá svo stirður og klunna legur, að broslegt er að horfa á hann. •—• Skrítlur Faðirinn: „Villi, aldrei skrökvaði ég, þegar ég var lítill“. Villi: „Hvenær byrjað- ir þú þá?“ ★ Á rakarastofunni Gesturinn: „Af hverju segið þér alltaf drauga- sögur, á meðan þér eruð að burstaklippa?" Rakarinn: „Til þess að hárið rísi“. ♦ Ráðmngar KROSSGÁTA úr blaði nr. 28. Lárétt: 1. ná, 2. ha, 4. SOS, 5. rausn, 6. aa, 7. út, 9. rauna. Lóðrétt: 1. norður, 2. hosa, 3. asnr»va, 4. sú, 8. tá. 35. Nú varð ásunum ráðafátt. Þeir sátu lengi og hugsuðu og hugsuðu, þar til Heimdalli loksins datt ráð í hug. Hann sagði: ,,Við skulum dulbúa Þór sem brúði, með brúð- arslæðu fyrir andliti og lykla við belti. Men Freyju skulum við setja um háls honum, og senda hann til Jötunheima. Þrym segjum við, að hann sé Freyja". 36. Þegar Þór heyrði þetta, varð hann mjög reiður. Hann vildi ekki láta klæða sig í kvenfatn að. En Loki sagði: „Ef þú nærð ekki í hamarinn aftur, munu jötnarnir bráðlega reka «i'Vur út úr Ásgarði'. r Loks féllst Þór á þessa ráðagerð. Hann var dul- búinn sem brúður. Loki bauðst til að fara með honum og hann var klæddur eins og brúðar- mey. Haframir voru sótt- ir í hagann og spenntir| fyrir vagn Þórs. '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.