Morgunblaðið - 17.12.1960, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.12.1960, Qupperneq 19
Laugardagur 17. des. 1960 MOncrNTtt 4 fí 1Ð 19 Davíð Stefánsson — þjóðskáld íslendinga í gný orðsins, kyngi mólsins, krafíi andans „Að bera eitthvað þungt — það er að vera“ „Opnið dyrnar út í bylinn“ Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, hinu karlmannlega, rammíslenzka þjóð- skáldi tslendinga, liggur hátt rómur þegar hann rís á fætur í dögun, eggjar þjóð sína og krefur hana reikningsskila, og stígur sjálfur fram og til atlögu gegn deyfð, stertimennsku og sjálfselsku — andlegu volæði. Aldir liðu er þjóðin átti engan slíkan mann og „þá var þjóð að deyja“. Nú er ný öld, öld kapps og stórstígra framfara, öld menningar og munaðar. „í sálir vorar streymir óðsins andi, írá æðri heimi, þjóð og íöðurlandL" Davíð Stefánsson hefir líka þýðan og mildan róm með djúpum hreim, er hann lofsyngur fornar dyggðir, hina frjóu lífsnautn, fegurð dalsins, tign fjallsins, eða er hann í himinfögrum skáldskap sínum segir frá særðri hindinni, er áður undi við uppsprettunnar silfurtæru lind, og fylgir henni inn í skóginn, þar sem hún kýs sér að deyja ein á bak við tré. Og á nokkur máttugri orðsnilld til að lofsyngja Drottinn hirhnanna og þakka manneskjunum, sem aldrei brugðust. Er unnt að sanna í lífi sínu og list órjúfanlegri tryggð við þetta fátæka land hrauns og ísa, og fólkið, sem þar berst til sigurs, en Davíð gerir. Og fólkið þekkir sína vini og metur þá. Það er vissulega engin tilviljun að enginn maður íslenzkur á sér hér fleiri aðdáendur og áheyrendur en Davíð Stefánsson. Jólabókin í ár kostar aðeins 194.00 og er eftir sjálft þjóðskáld íslendinga Davíð Stefánsson. Helgafell, Unuhúsi, Vegh'úsastíg 7 (Sími 16837) — Eigum til nokkur sett af öllum verkum skáldsins. Hvað er það sem gerir þjóðir að menningar- og forustuþjóðum ? Þátttaka allra þegnanna í þekkingarleit mannsins. íslendingar eru fámennasta þjóð veraldar og sjálfstæð tilvera hennar byggist á því að enginn skorist undan þeirri fórn og áreynslu, sem því er samfara að vera maður, ábyrgur þegn þjóðar sinnar, virkur þátttakandi í andlegu lífi henn- ar, síleitandi, síforvitinn, í stöðugri baráttu gegn fáyizku og andlegum sljóleika. Ásgrímur Jónsson brautryðjandi í ísl. myndlist Trúin, vísindin, listin, boðberar lífsins. Og hinnar dýpstu lífsnautnar er þar að leita. Og mannkynið á kröfu á því að listin standi öllum opin eins og náttúran Fegurstu myndlistarverk íslands fást ekki keypt og þér getið ekki einu sinni fengið að sjá þau, hvað þá að njóta þeirra til frambúðar. Hvað mundi yður finnast um það ef handritið af Njálu, Paradísarheimt, Svörtum fjöðrum, Svartfugli, Fornum ástum og Fögru veröld væru lokuð inni í gullgeymslu Landsbankans og þau lægu þar til þess að tryggja íslenzka tungu eins og gullforðinn gjaldmiðillinn. En samt er þessu nákvæmlega á þann veg farið með mörg okkar mestu myndlistarverk. Þau eru augnayndi nokk- urra einstaklinga og sum jafnvel í óyndislegum félagsskap. Nú hefir Helgafell að sínu leyti brotið þennan múr sem umlykur ýmis af mestu listaverkum aldarinnar, og boðið almenningi í landinu, og reyndar heiminum að njóta þeirra og kynast þeim. Nú geta íslenzk heimili lesið og notið verka Kjarvals um leið og Kiljans, og þau gerast nú brátt jafn viðförul og bækur Nóbelsverðlaunaskáldsins. Á þessu ári munu þau heimsækja noRkur hundruð borgir í þremur heimsálfum, alla leið frá Færeyjum og Grikklandi til Kaliforníu, Kína, Indlands og Kanada. — íslenzk heimili, sem opna vilja æskufólki sínu leiðina að hjartslætti lífsins ættu að prýða veggi þeirra málverkaprentunum Helgafells og skifta um myndir öðru hverju. Þó Njála eða Sjálfstætt fólk séu uppáhaldsbækur yðar, óskið þér og þarfnist að kynnast fleiri bókum og höfund- um. Heimilið má ekki verða að safni, það á að vera lifandi skóli og hamingjugjafi, síendurnýjað eins og náttúran. Það hefir nú verið staðfest af sérfræðingum víðsvegar um heim að málverkaprentanir Helgafells eru í fyrsta flokki málvekaprentana í heiminum í dag. Komið í Unuhús og skoðið málverkaprentanirnar, áður en þér ákveðið jólagjafir handa börnum yðar. I nýjum einföldum römmum. Sendum þær um allt land gegn póskkröfu HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.