Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 15
p*r Sunnudagur 18. des. 1960 MOKCV iVPf J » I Ð 15 Sft*:yfð5í ■ Grennandi dragt frá Mag Cornou Isedore Berthet sýnir klæði- lega kápu, með stórum treili Svart er litur feitlagna kvenfólksins .Rubens línan‘ YFIR því hefur verið kvart- að, að sýningardömur tízkufyr irtækjanna séu svo grannar að þær hangi varla saman. Að- eins grannvaxnar konur fái því leiðbeiningar um, hvernig þær eigi að klæðast, en þær feitlagnari verði sjálfar að finna út, hvað klæði þær bezt En nú hefur verið úr þessu bætt. í október sl. var haldin í París dálítið óvenjuleg tízku sýning, þar sem Mag Cornou gaf feitlögnum konum góð ráð. Það var sýningardaman Isidore Berthet sem sýndi Rúbens-línuna á fjörlegan og skemmtilegan hátt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þessi lína er nefnd eftir flæmska málaranum Peter Paul Rubens, (1577—1640), en flestar myndir hans voru af feitu kvenfólki. . Mag Cornou mælir sýningardömu, Isidore Berthe. Mái hennar reyndust: Hæð: 1,67 m, þynd: 115 kg, brjóstmál: 137 sm og mjaðmamál: 138 sm. Þakkir V® undirrituð, sem urðum fyr- ir eldsvoðum í lok nóvemberm. síðastl. í Lauganesbúðum nr. 38 og að Suðurlandsbraut 116, vilj- um hér með þakka frú Jónínu Helgadóttur, Minni-Bakka við Nesveg, fyrir bæði peninga- og fatnaðargjafir, sem hún hefir safnað hjá einstaklingum á Sel- tjarnarnesi og í Vesturbænum og afhent okkur þann 7. des. síðast- liðinn. Hún afhenti okkur þessar upp hæðir, taldar í sömu röð og undir skriftir okkar kr. 2.600; kr. 2.000 og kr. 1.000. Við þökkum öllum hlutaðeig- endum af hjarta Rvík. 12. des. 1960 Ingimundur Pétursson, Bústaðahverfi 6 Ólafía Þ. Theódór.-jdóttir, Háagerði 43 Geirharður jónson, Suðurlandsbraut 116. Félagslíf Skiðadeild K.R. Skíðanámskeið Skíðadeild K.R. mun gangast fyrir skíðanámskeiði í Skála- fellj vikuna milli jóla og nýjárs. Allar uppj. eru veittar i sima 15362 og á kvöldin í síma 16087 Þátttaka tilkynnist fyrir 22. des. Skíðadeild K.R. annréttmda- ómstóllimi jallar iun elgiskt niál ^ MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL | Cvrópu tók til starfa fyrir . íokkru, eins og áður hefur verið ikýrt frá. Fyrst var tekið fyrir nál írans Lawless. Er flutningi j >ess enn ekki lokið, en dómstóll- t nn hefur fyrir nokkru hafnað * íeim röksemdum írlands, sem I /örðuðu formhlið málsins. I Nú hefur öðru máli verið skot- | ð til dómsstólsins. Er það mál ■ /arðandi belgiskan borgara, de 1 Beeker að nafni, sem sakfelldur I /ar fyrir samvinnu fyrir óvina- iki á stríðsárunum. De Becker var m. a. dæmdur prir brot á ákvæðum í belgisk- ‘um hegningarlögum um menn, <■ ■ i, -Cf em eru með dómi sviptir frelsi — Já, ég smíða mest skart- gripi, armbönd, nælur, eyrn- arlokka, hálsmen, manséttu- hnappa o. fl. Nútímaskartgrip ir eru oftast skreyttir íslenzk- um steinum, sem fara ljóm- andi vel við silfurmálminn. Það er Hjálmar Torfason, gullsmiður, sem hefur orðið. Hjálmar opnaði sl. laugardag litla skartgripaverzlun á Laugavegi 28, á 2. hæð, en undanfarin 7 ár hefur hann starfað hjá Óskari Gíslasyni, gullsmið, fyrst við nám í fjög ur ár og síðan við gullsmíði. — Það er svo að segja allt módelsmíði sem ég hef á boð- í 5 ár eða lengur vegna brots gegn ytra öryggi ríkisins á styrj- aldartímum. Slíkir menn eru ævi langt Sviptir m. a.: — rétti til hvers konar starfa við blöð eða afskipta af ann- arri útgáfustarfsemi. — rétti til afskipta af menn- ingarlegum sýningum, íþrótta sýningum eða skemmtistarf- semi. — rétti til afskipta af Ieik- hús-, kvikmynda- eða út- varpsrekstri. De Becker telur þessi ákvæði brot á 10. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu, sem fjallar um skoðana- og tjáningarfrelsi. íslenzki dómarinn í mannrétt- indadómstólnum, Einar Arnalds, mun ekki taka þátt í meðferð máls þessa, en 8 af 15 dómendunt fjalla um hvert mál M U N IÐ Vetrarhjálpina og Mœðrastyrksnefnd stólum, heldur Hjálmar á- fram. Silfurskartgripir eru mest í tízku sem stendur, flet- irnir sléttir, línurnar hreinar og steinarnir misstórir; sumir vilja hafa þá stóra og hrjúfa, aðrir kjósa heldur fágaða steina og litla; það fer allt eft- ir smekk hvers og eins. íslenzku steinarnir njóta nú mestra vinsælda, einkum op- alar og jaspis. Þeir geta verið afar fallegir, og litbrigðaríkir eins og fleiri íslenzkar steina- tegundir. — Hvað vildir þú segja okk ur um íslenzka víravirkið, Hjálmar. Er það alveg úr sög- unni? — Aldeilis ekki. Víravirkið er ljómandi vara og tölUvert smíðuð af því, einkum á upphluti. Víravirkið ís- lenzka er dálítið öðruvísi hér á landi en annars staðar, stíl- hreinna og fastara í forminu. — Hvernig er verðið á ís- lenzku skartgripunum? — Ég varð var við það í sumar, að útlendingar keyptu mikið af íslenzkum skartgrip- um og fannst verðið á þeim ódýrara en víðast hvar ann- arsstaðar. En auðvitað kosta þeir mikið í krónutölu, enda seinlegt verk að smíða þá. Hafa ber í huga að þetta eru hlutir sem standa fyrir sinu og menn eiga þá yfirleitt alla ævi. X * J V T :> .;. ? i i X i i i X X ? ? X ••• X X i x •!♦ * i i X X I : <• 1 * * * x i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.