Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 24
6
DACAR
TIL JÓLA
JMotígiiuMafoíft |_6
DAGAR
TIL JÓLA
291. tbl. — Sunnudagur 18. desember 1960
Eldur
á 9. hæb
1 FYRRAKVÖLD var slökkvi-
liðið kvatt að háhýsinu á Austur
brún 3, en búið var að 'slökkva
eldinn er það kom á vettvang.
Hafði fólk verið að hita kaffi á
rafmagnsplötu en neisti komist í
föt. Eitthvað brann af fatnaði,
en eldurinn var fljótt slökktur.
Klukkan að ganga eitt var
slökkviliðið einnig kallað að
veitingastofu á Hverfisgötu
117. Tald kona sig hafa séð eld I
þar, en aðeins var um að ræða |
samslétt í perum í útstillingar- J
glugga.
Kærði til dóms-
málaráðuneytis-
ins
MBL. HEFUR borizt fregn um
það, að dómsmálaráðuneytinu
hafi borizt kæra frá Hilmari
Jónssyni bókaverði í Keflavík,
um að tiltekin opinber mál hafi
ekki hlotið viðhlítandi afgreiðslu
hjá bæjarfógetaembættinu á
staðnum.
Dómsmálaráðuneytið fól þegar
í stað einum fulltrúa í ráðu-
neytinu að athuga málið og stend
ur sú athugun yfir.
Mokafli
AKRANESI, 17. des.: — Trillu-
bátarnir mokfiskuðu á linuna.
6—7 trillur voru á sjó. Hæst var
Sæbjörg með 2000 kg og næst
Sæljónið 1700 kg. — Oddur.
Ercnr.a
múSarleyium
Landbúnaðarráðuneytið hef
ur auglýst að bannað sé að
nota ósoðnar matarleifar og
Er þetta gert vegna gin- og
klaufaveiki í nágrannatönd-
um okkar.
Ekki hefur þótt ástæða til
að gera frekari ráðstafanir
nema hvað Flugfélögin
brenna matarleifum úr flug-
vélunum, þegar þær koma til
Islands.
3000 manns sdttu yfir
3,6 millj. til trygginga
í GÆRDAG fór fram stór-
kostlegur fjáraustur úr sjóð-
um hins opinbera. Trygg-
ingastofnun ríkisins greiddi
alls rúmlega kr. 3,630,000,00
í fjölskyldubætur og aðrar.
— Zóphónías Pétursson af-
greiðslustjóri hjá Ríkistrygg
ingunum, sagði að aldrei fyrr
hefðu tryggingarnar greitt
eins mikið fé á einum degi
til bótahafa og í gær. Þetta
var eini dagurinn, sem stofn-
unin hefur opna afgreiðslu
sína til greiðslu bóta frá kl.
10,30 árd. til kl. 6 síðd.
★ Fjöldi beið.
Strax í gærmorgun og af-
greiðslusalurinn að Laugavegi
116 var opnaður, beið fjöldi
manns við dyrnar. Varð ekkert
lát á þeim straumi allan daginn.
Komust gjaldkerar tæplega út
úr stúkum sinum til þess að fá
sér bita í hádeginu og rétt með
herkjum tókst að hespa síðdeg-
iskaffinu af.
Það voru langsamlega flestar
greiðslurnar til fjölskyldubóta-
T ogarasjómaður
slasast alvarlega
ÍSAFIRÐI, 17. des. — Togarinn
Kaldbakur frá Akureyri kom
hingað í morgun með slasaðan
mann, Svein Björnsson frá Ak-
ureyri, ungan mann á þrítugs
Kveikt á jólatrénu
á Austurvelli
1 DAG kl. 4 verður kveikt á
stóra jólatrénu á Austurvelli,
sem Oslóbúar senda Reykvíking
um að vanda að gjöf.
Lúðrasveit leikur á Austur-
velli frá kl. 15.45. Sendiherra
Norðmanna Bjarne Börde af-
hendir tréð, en lítil stúlka kveik-
ir á því. Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri veitir trénu viðtöku.
Dómkórinn syngur.
Fólk er hvatt til að gæta þess
að hleypa börnunum sem næst
girðingunni kringum tréð, en
áminna þau um að fara ekki inn
fyi.x hana.
aldri, ókvæntan. Var hann þegar
fluttur í sjúkrahúsið hér og kom
í ljós að hann var höfuðkúpu-
brotinn og brot í andlitsbeinum.
Talið er að krókur hafi slegist
í manninn, þegar verið var að
hífa inn trollið. Samkvæmc við-
tali við yifrlækni hér, Úlf Gunn-
arsson, er maðurinn enn rær.u-
laus og útlitið vafasamt. Hefur
aðstandendum verið tilkynnt um
þennan atburð. — Guðjón.
Sýning Svavars
lokuð 20.-25. des.
YFIRLITSSÝNING á verkum
Svavars Guðnasonar í Listasafni
ríkisins hefur nú verið opin í
viku og þúsund manns skoðað
sýninguna. Hún verður opin í
dag frá kl. 10 til 22 og á morgun
13—33. Síðan verður sýningin
lokuð fram að jólum og opnuð
aftur annan jóladag.
hafa, af þeim, sem inntar voru
af hendi, sagði Zóphónías og
þéssar rúmlega 3,6 milljónir voru
afhentar til liðlega 3000 manna,
sem hingað komu. Höfðu gjald-
kerarnir afgreitt um 430 manns
til jafnaðar á hverjum klukku-
tíma.
★ 9000 á skrá.
Þá upplýsti Zóphónías Péturs-
son að nú væru komnir á skrá
yfir fjölskyldubóta-hafa hér í
Reykjavík alls 9000 manns. En
rétt til þeirra bóta hafa nokkru
fleiri og hafa þeir, sem ekki eru
enn komnir búnir að sækja um
þessar bætur þá hreinlega trass-
að það.
Þið ættuð að benda fólki á,
sagði Zóphónías, að þetta var
eini dagurinn fyrir jólin, sem
afgreiðslutímnn er hafður svona
langur. Það er vitanlega gert
til að auðvelda fólki að nálgast
þennan glaðning nú fyrir jólin.
Þrengslin á Kleppsspítalanum;
Steinninn hefur orðið ú
taka við hættulegum mönnum
VEGNA hinna ægilegu þrengsla
á Kleppi, er Steinninn á Skóla-
vörðustígnum orðinn nokkurs
konar útibú frá spítalanum. Hef-
ur þar verið hlaupið undir bagga
með geðveikralæknum bæjarins
er þeir í hinum alvarlegustu til-
fellum af geðveiki hafa ekki get-
að fengið pláss fyrir sjúklinga
sína á Kleppi. Hafa sjúklingarnir,
sem oftast eru þá annað hvort
hættulegir umhverfinu eða sjálf-
um sér, verið settir í hina venju
legu þrjá klefa hegningarhúss-
ins.
Þetta er að vísu ekki nein ný
bóla. Það verður aftur á móti
æ tíðara að Steinninn gegni
þannig nokkurskonar hlutverki
sjúkrahúss. — I fyrradag var tví-
tugur maður mikið geðbilaður
fluttur þaðan inn að Kleppi. Að
eins nokkrum klukkustundum
síðar, urðu fangaverðir í Stein-
inum að taka á móti öðrum
manni, tæplega þrítugum, sem
mjög er geðbilaður. Er ekki að
vita hvenær pláss verður fyrir
sjúklingana á Kleppi.
Að sjálfsögðu eru klefar Steins
Flugvellir lok-
aðir vegna þoku
I GÆR voru allir flugvellir í ná
grannalöndum okkar lokaðir
vegna þoku, allt frá Shannon á
Irlandi, suður á meginlandið og
norður á Bodö-flugvöll í Noregi.
Atti flugvél frá Flugfélagi Is-
ands að fara kl. 5 til Norður-
landa, Hamborgar og Lundúna,
en varð að fresta förinni. A Is-
andj var ágætt flugveður.
ins ekki opnaðir fyrir geðveiki-
sjúklingum nema í algjörum
neyðartilfellum.
Þessi frásögn, staðfestir það
sem Þórður Möller yfirlæknir seg
ir, að stækkun Kleppsspítalans
sé eitt allra mest aðkallandi af
hinum margþættu ráðstöfunum
hins opinbera á sviði heilbrigðis
m'ála.
I dag og fram yfir jól gefst
mönnum færi á að sjá í Þjóð-
minjasafninu eitt merkiieg-
asta listaverk á íslandi. Það
er altaristafla úr kirkjunni í
Ögri, en álitið er að flæmski
meistarinn Dirk Bouts hafi
málað myndirnar innan á
veggjum hennar. Þetta er
ein myndanna: Boðun Maríu.
Altaristaflan hefur aldrei
verið til sýnis fyrr í Þjóð-
minjasafninu.
(Sjá nánar á 3. síðu blaðs-
ins.)
Prestsvígslon
í Dómkirkjunni
í DAG klukkan 10,30 verður
prestsvígsla í Dómkirkjunni í
Reykjavik. Biskup íslands, Sig-
urbjörn Einarsson, vígir þá cand.
theol. Jón Hnefil Aðalsteinsson
til Eskifjarðarprestakalls. Vígslu
vottar verða sr. Jakob Jónsson,
sr. Óskar J. Þorláksson, sr. Sig-
urjón Jónsson, sr. Þorgeir Jóns-
son, fyrrv prófastur. Sr. Jakob
Jónsson lýsir vígslu. Þá prédikar
hinn nývígði prestur.
Hljóp fyríi bíl
SIÐDEGIS í gær hljóp en eitt j
litla barnið 3 ára telpa fyrir bif-
reið á götu í Reykjavík, eða nán-
ar til tekið á Hjarðarhaga, en
sem betur fer meiddist það lítið.
Þegar upp í Slysavarðstofu kom
reyndist það aðeins vera marið
og hafa blóðnasir.
I gær var mjög hált á götun-
um og fyrir hádegi var mikið
um bílaárekstra. Ekkert alvar-
legt slys varð þó af því.
Þriðji pilturinn
stal koparvírnum
Þ R I Ð J I maður hefur nú
komið við sögu í koparvírs-
málinu í Keflavík og hefur
játað að vera einn valdur að
þjófnaðinum, en hinir tveir
hafi hjálpað til við að koma
vírnum í geymslu. Eftirfar-
andi frétt fékk blaðið hjá
fréttaritara sínum á Siglu-
firði:
14. des. var Hvassafellið hér í
höfn. Þá barst lögreglunni hér
beiðni frá lögreglunni í Kefla-
vík um að taka til yfirheyrslu
einn skipverja, Guðbjörn Hall-
grímsson. Játaði hann strax að
vera valdur að koparþjófnaðin-
um í Keflavík.
Hann segist hafa verið einn
að verki, er hann brauzt inn í
birgðaskemmu rafveitunnar í
Keflavík, og stal þar tveimur
rúllum af koparvír, en kvaðst
hafa haft tvo hjálparkokka til
að koma því í geymslu. Eftir
það fékk hann óvænt skipsrúm
á Hvassafellinu og skildi kop-
arinn eftir er skipið fór.
Guðbimi var sleppt eftir yfir-
heyrsluna og eftir að hann hafði
játað. Honum var sagt upp skip-
rúmi á Hvassafellinu, en mun
hofa ætlað áleiðis suður með
Drang í gær. Pilturinn er bú-
settur í Keflavík, en á lögheim-
ili í Fljótum í Skagafirði.
— Stefán.
¥
f gærkvöldi sáu enn í gæzlu-
varðhaldi í Steininum á Skóla-
vörðustíg piltarnir tveir, sem
einkum hafa komið við sögu í
„koparþjófnaðarmálinu“. Yfir-
heyrzlur yfir þeim hafa eklki
farið fram síðan þeir gáfu sig i
fram í hegningarhúsinu aðfara-
nótt föstudagsins. Þeir voru úr-.
skurðaðir í 14 daga varðhald. !