Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1960
Bram var náíölur í framan. I>ú
mættir kannske muna, að þú ert
húsmóðirin hérna, sagði hann,
með vandlætingarsvip. Van
stökk á fætur og bað afsökunar.
— Fyrirgefðu, sagði og brölti á
fætur. •— Auðvitað á ég að vera
þarna niðri,
Margir gestanna voru farnir.
Eg afsakaði mig við hina. Þegar
samkvæminu var lokið, sneri
Bram við mér baki og gekk þung
um skrefum upp stigann. Van og
ég urðum ein eftir. — Hvers-
vegna förum við ekki í bíltúr?
sagði hann.
Bram hafði verið óþolandi. —
Gott og vel, sagði ég.
Þegar ég svo kom heim, klukku
stund seinna, fékk ég mér eitt
glas til að hressa mig við, og fór
svo upp. Bram sat í stóra hæg-
indastólnum mínum og var að
lesa. Hann leit upp þegar ég kom
inn. — Hvar varstu? sagði hann.
— Hvert fórstu með-Heflin?
— Niður að sjó, sagði ég. —
Við sátum í bílnum og horfðum
á stjörnurnar og töluðum sam-
an. Og þetta var ekki nema satt.
— Ja, svo?
— Talaðu ekki við mig í þess
um tón, Bram. Eg varð reið og
reiðin fór vaxandi, eftir því sem
ég talaði lengur. — Á morgun
ætlar hann aðs fara með mér að
hitta Joe Pasternak, sem getur
orðið mér að miklu gagni. Og
Bramwell . . . hann er ágætur
leikari, og í miklu gengi. Og
mér virðist ganga sæmilega líka.
Svo fór ég að sleppa hugmynda-
flugi minu dálítið lausu. — Kann
ske við tvö eigum ekki saman.
Kannske hann og ég . . .
Við komumst í háarifrildi.
Bram öskraði upp, að ég væri
vitlaus. Hvernig gæti ég látið
hrífast af laglegum manni, sem
ég sæi svona rétt snöggvast. Eg
yrði alltaf hrifin af mönnum,
sem ég hitti í fyrsta sinn. En
þeir væru bara einskis virði. Hjá
okkur tveim væri um miklu
dýpri tilfinningar að ræða . . .
Bramwell sleppti sér alveg.
Eg þiðnaði upp. Ó, elskan mín!
Eg þrýsti höfði hans að brjósti
mínu. Mér fannst ég vera móðir
en ekki ástmey. — Auðvitað,
elskan mín. En sjáðu til, ég er
alls ekki ástfangin af honum;
vitanlega eru það bara við tvö
. . . alltaf.
Morguninn eftir kynnti Heflin
mig Joe Pasternak með þessum
orðum: — Þetta er stúlkan, sem
ég ætla að eiga.
Eg hló. — Eg er hrædd um, að
hann sé fullfljótur á sér, hr.
Pasternak.
Pasternak var kurteisin upp-
máluð. Eg sagði honum, að mér
fyndist Henry Koster vera snill
ingur; allir vissu, hvernig hon-
um hafði tekizt að gera mikið úr
Deönnu Durbin. Hann gæti fengið
alla til að leika. — Eg er að
biðja til guðs, að ég fái þetta
hlutverk, sagði ég. Hann brosti:
— Það eru nú margar um það
boð, og maður verður að fara
eftir prófraununum.
Þegar Van ók mér heim, sagði
hann. — Þú ætlar að giftast Flet
cher. Eg sé það alveg á augun
um í þér.
Eg svaraði: — Auðvitað! Við
elskum hvort annað. Við höfum
aldrei verið í neinum vafa um
það.
Hann brosti. Þá verð ég bara
næsti maðurinn þinn. Og svo var
hann horfinn.
Sindey Skolsky, blaðasnápur-
inn, heyrði um allt þetta, en fór
hóflega með það. í dálknum
hans, 14 maí stóð, að ég hefði
haldið veizlu. Hann bætti við.
— Þegar Van Heflin, sem er
kunningi Diönu Barrymore frá
leiksviðinu, kom yfirgaf Diana
gestina og fór með Van Heflin
upp á loft, til þess að sýna hon
um nokkrar myndir og sögur,
sem hún hafði safnað um John
Barrymore. Meðan á þessu stóð,
stofnuðu gestirnir til síns eigin
samkvæmis og fóru í nætur-
klúbb. Daginn eftir skrifaði Di-
ana gestunum afsökunarbréf.
öllum mun bera saman um að
Diana Barrymore sé allra bezti
krakki, en hún er ætterni sínu
trú og fær Hollywood til að
gapa.
Eg að ganga fram af Holly-
wood?
Tveim dögum seinna giftist
Van Heflin Frances Neal, og Jœ
Pasternak var svaramaður hans.
En það var nú samt nokkuð til
í þessu hjá Skolsky. Ekki svo
mjög það, að ég gengi fram af
Hollywood, heldur hitt að Holly-
wood gekk fram af mér og gerði
mig ringlaða. Eg var eins og í
hringekju. Nú háfst ofsaleg
auglýsingástarfsemi. Við Bob
Stack vorum skikkuð til þess að
leika knattleik saman, með her
skara af Ijósmyndurum á eftir
okkur; þetta átti að verða eins-
konar ástaratriði úr daglegu lifi
til þess að auglýsa samskonar at-
riði í væntanlegri kvikmynd. Og
slúðurdálkahofunana dreif að
mér, Louella Parso'ns, Hedda
Hopper og hvað þeir nú allir
hétu, svo að mér fannst bók-
staflega eins og verið væri að
skera mig upp á almannafæri.
Nýja andlitið á mér, með tann-
hettunum og sérstöku hárgreiðsl
unni, sem mér hafði verið lögð
til, glápti á mig frá hverri tíma-
ritsforsíðu, með athugasemdum
eins og þessari: „Byrjar ofan frá“
Eg var „þrumuskýið“ hans Jacks
Barrymore, fyndið og heimsvant
afkvæmi fínu skólanna, gáfuð
og geðrík. „Hávaxin og velvax-
in, með barnsmunn og hjartalaga
andlit, sem ber sig eins og her-
togafrú, með snilligáfu Barry-
moranna, snör og snögg . . . “
Guð minn almáttugur! hugs
aði ég í skelfingu minni. Hvern-
ig í dauðanum á ég nokkurntíma
að geta uppfyllt allar þessar aug
lýsingar, án þess að verða til
skammar? í barnæsku hafði ég
verið innan um greint menning
arfólk og aldrei fundizt ég til-
heyra þeim hópi. Þau fáu skipti,
sem ég kom niður til að tala við
þessa bókmenntavini hennar
mömmu, hafði ég fundið mig
vera alveg samskonar heigul og
samskonar gabbara og nú. Þeir
spurðu kannske: — Hvað hef-
urðu verið að lesa undanfarið?
og ætluðust þá til að ég svaraði:
„Glæp og refsingu", en þar sem
ég hafði þá oftast verið að lesa
einhverjar nauðgunairsögur úr
„Sönnum játningum", laug ég
alltaf til og fékk vonda sam-
vizku af öllu saman.
Nú fann ég einmitt til sama
vanmáttarins. Eg reyndi að vera
eins og fólk ætlaðist til, að ég
væri, ég lagði stund á útúr-
snúninga og ósvífin svör. Ofur-
lítið áfengi hjálpaði mér tals-
vert en svo bar til, að ég drakk
ofmikið og hafði þá ekki hemil á
tungu minni. Þá sagði ég upp-
hátt það, sem flestir létu sér
nægja að hugsa.
Einu sinni kom John Loder í
heimsókn ásamt Hedy Lamarr
hinni fögru, og hún færði mér að
gjöf nýjustu bókina eftir Philip
Wylie, en ég hafði lesið ritdóma
um hana. — Guð minn góður,
Hedy! sagði ég. — Þetta er
merkileg gjöf frá þér. Með þessu
andliti þínu 'datt mér ekki í hug
að þú hefðir neinn heila.
Hedy tókst að hlæja.
í annað sinn vorum við Bram
gestir heima hjá Alfred Hit-
chock og konunni hans. Eg hafði
hitt hann í boði hjá Ouida Rath-
bone, þar sem hún setti mig við
stjörnuborðið, milli mannsins
sins og Clark Gable. Eg talaði
við Gable um hesta og um'pabba.
Eg sagði við hann. — Þér brosið
eins og pabbi; það er einskonar
hálfbros, sem gerir, að yður lang
ar til að gráta. Mér kom vel
saman við hr. Gable. Síðan sneri
ég að Hitchcock, en hryllings-
leikstjórinn var ekki eins blíð-
ur á manninn. Eg fylltist ótta og
lotningu, og ætlaði að bjarga
mér með blaðri. Eg er hrædd
um, að honum hafi þótt ég vera
heldur betur heimsk.
Og nú, heima hjá honum,
drakk ég ofmikið. Ef til vill hélt
ég, að vermútinn myndi laða
fram „rýtinghvössu fyndnina",
sem Louella Parsons hafði eign
að mér á prenti. En það fór illa.
Drykkurinn hafði annarskonar
töfraverkanir. Lotningin tók að
víkja fyrir niðurbseldri vonzku.
hvað vildi hann með þessari
mikilmennsku . . . gera lítið úr
mér? Eg fann, að ég stóð frammi
fyrir honum í stríðsskapi, og
storkaði honum: — Hvað gengur
að yður, hr. Hitchcock? Síðasta
myndin yðar var hreinasta frat.
Hvað gengur að þessum mikla
leikstjóra, sem hefur gert svo
margar frægar myndir?
Hitchcock sneri sér að Bram-
well. — Farið þér með þennan
drukkna kvenmann út úr hús-
inu, sagði hann, og sneri sér til
að ganga inn í lestrarherbergið
sitt. Joseph Cotten, sem líka var
þarna gestur, reyndi að stilla
til friðar. — Jæja, jæja, Hitch . .!
En hinn lét ekki segjast. Hann
endurtók skipunina og gekk inn
í lestrarherbergið.
Eg heyrði sjálfa mig segja. —
Af hverju eruð þér svóna fjand
ans stórsnúðugur, hr. Hitchcock?
Þér hafið þó væntanlega lesið
dómana. Vitið þér ekki sjálfur,
hvað hún var léleg?
Frú Hitohcock reyndi að gera
sitt bezta. — Þú komst við við-
kvæma taug hjá honum, Diana.
Hann varð móðgaður yfir þessum
blaðadómum.
Bram tók í handlegginn á mér.
— Við skulum fara, elskan.
Þegar ég var komin heim og
aftur til vits, varð ég skelfd.
Bram skipaði mér að skrifa af-
sökunarbréf. — Ó, Bram, sagði
ég, eymdarleg, — hvernig í dauð
anum skrifar maður afsökunar-
bréf til fr*gs manns, sem mað
ur hefur í fylliríi móðgað á hans
eigin heimili. En loksins skrifaði
ég samt bréfið. Hitchcock svar-
aði því aldrei. En sagan barst
út.
Og svo var það þegar Deanna
Durbin kom allt í einu óvænt
þangað sem ég var að vinna í
kvikmyndaverinu. Eg kom auga
á hana, þar sem hún stóð til
hliðar. Eg stanzaði í miðju atrið-
inu. — Hver er þetta? spurði ég
og benti á hana. — Hún er grun
samlega lík Durbin.
— Og er líka hún, ungfrú
Barrymore. Hún hafði augsýni-
lega komið til þess að sjá, hvern
a
r
L
ú
ó
— Van Winkle, er það satt . . .
Ég . . . eh . . . hérna . . . þetta
er maðurinn xninn . . og Eva
dóttir mín!
— Oh, þetta var stórfín saga
sem þú skrifaðir í veiðitímarit-
ið um unga listamanninn á fenja
svæðinu. ----- ~ i
— Eruð þér rithöfundur
Markús. Ja hérna, þetta er allt
svo óvænt! ./ ■ - , k
ig ég liti út, af því að það hafði
frétzt, að ég væri að sækjast
eftir þessu Koster-hlutverki.
SHlItvarpiö
8.30 Fjörleg músík í morgunsárið —
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar:
Frá hátíðatónleikum Sameinuðu
þjóðanna 24. okt. sl.
a) Forleikur nr. 3 1 D-dúr eftir
Bach (Suisse-Bomande hljóm-
sveitin leikur; Ernest Anser-
met stjórnar).
b) „Söngur hörpuleikarans" eftir
Hugo Wolf (Dietrich Fischer-
Dieskau syngur).
c) Svíta í F-dúr eftir Koussel
(Sinfóníuhljómsveitin í Tókíó
leikur; Paul Klecki stjórnar).
10.30 Prestvígsla í Dómkirkjunni (Bisk
up íslands, herra Sigurbjörn Ein-
arsson, vígir Jón Hnefil Aðal-
steinsson cand. theol. til Eski-
fjarðarprestakalls 1 Suður-Múla-
prófastsdæmi. Séra Jakob Jóns-
son lýsir vígslu. Aðrir vígslu-
vottar: Séra Þorgeir Jónsson fyrr
um prófastur, séra Sigurjón Jóns
son fyrrum sóknarprestur og séra
Óskar J. Þorláksson dómkirkju-
prestur, sem þjónar jafnframt
fyrir altari. Hinn nývígði prestur
prédikar. Organleikari: Dr. Páll
ísölf sson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Afmæliserindi útvarpsins um
náttúru íslands; VIII: Vötn (Sig-
urjón Bist vatnamælingamaður).
14.00 Endurvarp frá Danmörku: Jóla-
kveðjur til Grænlands.
15.15 Kaffitíminn: Magnús Pétursson
leikur á píanó.
15.45 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ.
Gíslason útvarpsstjóri).
— (16.00 Veðurfregnir).
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir):
a) Þrjú ævintýri um jólatréð:
„Litla jólatréð", „Grenitféð**
og „Fyrsta jólatréð" (Ævar K.
Kvaran og Anna Snorradóttir
lesa).
b) Leikritið „Ævintýraeyjan"; III
þáttur. —- Leikstjóri: Stoi ' >r
Hjörleifsson.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tilkynningar.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20.00 Tónleikar: Sónata fyrir fiðlu og
píanó op. 45 eftir Grieg (Örnulf
Boye Hansen og Kjell Bække-
lund leika).
20.30 Spurt og spjallað í útvarpssal. —
Þátttakendur: Kristján Friðriks-
son, Lúðvig Hjálmtýsson, Kunólf
ur Pétursson og Sigurður H. Egils
son. — Umræðustjóri: Sigurður
Magnússon.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson vel
ur lögin.
Mánudagur 19. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregríir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Búnaðarþáttur: Um búfræðirit
(Agnar Guðnason ráðunautur).
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.00 Utvarpssaga barnanna: „Jólin
koma“ eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur: III. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Helgi Hall
grímsson).
20.20 Emsöngur: Guðmundur Guðjóns-
son syngur íslenzk lög; Fritz
Weisshappel leikur undir á píanó.
a) „Gamlar stökur“, ísl. þjóðlag
í útsetningu Karls O. Runólfs-
sonar.
b) „Hirðinginn" eftir Karl O.
Runólfsson.
c) „Stúlkan mín“ eftir Skúla
Halldórsson.
d) „Margt er það í steininum"
eftir Sigurð Þórðarson.
e) „Ingjaldur í skinnfeldi" eftlr
Árna Thorsteinsson.
f) „Vorgyðjan kemur" eftir Árna
Thorsteinsson.
g) „Þú ert“ eftir Þórarin Guö-
mundsson.
20.40 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson
fil. kand.).
21.00 Tónleikar: Fiðlukonsert op. 35
eftir Tjaikovsky (Jascha Heifet*
og hljómsveitin Philharmonia 1
Lundúnum leika; Walter Siiss-
kind stjórnar).
21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell; XXIII,
(Ragnheiður Hafstein þýðir og
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð-
mundsson).
VIKUR
er leibin
til lækk-
unar